Morgunblaðið - 07.11.1999, Side 8
8 E SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Löggildingarstofa er sjálfstœð rikisstofnun sem varð til við samruna
Rafmagnseftirlits ríkisins og Löggildingarstofunnar. Hlutverk
Löggildingarstofu er tviþœtt. Annars vegar veitir stofnunin fyrirtœkjum
og stofnunum þjónustu á sviði faggildingar og mœlifrceði í samrœmi við
sameiginlegar reglur á Evrópska efnahagssvœðinu. Hins vegar annast
stofnunin markaðsgœslu og rafmagnsöryggismál íþeim tilgangi að tryggja
öryggi og hagsmuni neytenda.
SÉRFRÆÐINGUR
EÐLISFRÆÐI, RAFMAGNSVERKFRÆÐI
Löggildingarstofa óskar að ráða sérfræðing í mælifræði.
Helstu verkefni eru kvarðanir mælitækja og þróun aðferða við þær, yfirumsjón með löggildingum
mælitækja og frumundirbúningur fyrir setningu reglugerða þar að lútandi.
Við leitum að einstaklingi með háskólapróf í eðlisfræði. Til greina kemur einnig að ráða
rafmagnsverkfræðing eða einstakling með sambærilega menntun. Hann þarf að hafa gott
vald á ensku og einu norðurlandamáli. Kunnátta í þýsku eða frönsku er kostur. Starfinu fylgir
þjálfun hér á landi og erlendis og erlend samskipti.
í boði eru krefjandi og áhugaverð verkefni, góður starfsandi
og möguleiki á endurmenntun í starfi.
Nánari upplýsingar veitir Magnús Haraldsson hjá Ráðgarði frá kl. 10-12 í síma 533 1800.
Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs fyrir 22. nóvember n.k. merktar:
„Löggildingarstofa - sérfræðingur"
LÖGGILDINGARSTOFA
Kjötvinnslufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu
óskar að ráða framkvæmdastjóra.
Eigendur fyrirtækisins eru fjárhagslega sterkir.
Fyrirtækið hefur góð viðskiptasambönd en fyrir dyrum
stendur endurskipulagning á rekstrinum.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Stjórnun og daglegur rekstur
• Stefnumótun
• Markaðssetning
• Samskipti við viðskiptavini
Hæfniskröfur:
Leitað er að einstaklingi sem er hugmyndaríkur, vel
skipulagður, hefur þekkingu á markaði fyrir afurðir
framleiddar úr kjöti og metnað til að ná árangri í
starfi. Cóð rekstrarmenntun og reynsla af markaðs-
málum er skilyrði.
Byrjunartími er sem fyrst.
Umsóknir skulu sendartil Ráðningarþjónustu
PricewaterhouseCoopers merktar „Framkvæmdastjóri
-kjöt" fyrir 13. nóvember nk.
Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir.
Netfang: katrin.s.oladottir@is.pwcglobal.
com
PrICEWATeRHOUsEQoPERS
Höfðabakka 9*112 Reykjavík • Sími 550 5300 • Bréfasími 550 5302 • www.pwcglobal.com/is
1
/------------------------------------------^
Raf- eða rafvélavirki
v.
Eimskip óskar eftir að ráða raf- eða
rafvélavirkja til starfa á rafmagns-
verkstœði fyrirtœkisins í Sundahöfn.
Leitað er að duglegum og áhugasömum
starfsmanni í framtíðarstarf. Óskað er eftir
starfsmanni með sveinspróf og reynslu í við-
gerðum á rafvélum. Reynsla af viðgerðum
frystivéla er æskileg.
EIMSKIP
Slml 525 7373 • Fax 525 7379
Netfang: info@eimskip.is
Heimasíða: www.eimskip.is
í boði er fjölbreytt og krefjandi starfsumhverfi hjá
traustu fyrirtæki. Frekari upplýsingar um starfið
veitir Árni Pálsson verkstjóri á rafmagnsverkstæði
í síma 525 7541 eða 899 6044.
Umsóknum skal skilað til starfsþróunardeildar
Eimskips, Sundakletti, í síðasta lagi föstudaginn
19. nóvember n.k. Umsóknareyðublöð hggja frammi
á skrifstofu Eimskips í Sundakletti.
Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær
sem trúnaðarmál.
Eimskip leggur áherslu á að auka hlut kvenna I
ábyrgðarstöðum hjá félaginu og stuðla þar með að því
að jafna stöðu kynjanna é vinnumarkaði.
Fræðslumiðstöð
/ Reykjavíkur
Laus störÍF í grunn-
skólum Reykjavíkur
Kennarar
Fellaskóli, sími 557 3800
Almenn kennsla í 3. bekk
vegna barnsburðarleyfis.
Háteigsskóli, sími 530 4300
Umsjónarkennari í 6. bekk.
1/1 staða.
Önnur störf
Hamraskóli, sími 567 6300
Starfsmaðurtil að vinna með einhverfri stúlku
sem er í 3. bekk.
Æskilegt er að umsækjandi hafi BA-próf í sálar-
fræði, þroskaþjálfamenntun eða aðra uppeldis-
menntun.
70% staða.
Starfsfólktil að sinna ýmsum störfum, s.s.
gangavörslu, þrifum o.fl.
Engjaskóli, sími 510 1300
100% starf.
Háteigsskóli, sími 530 4300
75% starf.
Seljaskóli, sími 557 7411
50 — 100% störf.
Stuðningsfulltrúi til að annast nemendur
í bekk.
Seljaskóli, sími 557 7411
50% starf.
Upplýsingar veita skólastjórar og aðstoðar-
skólastjórar.
Umsóknir ber að senda í skólana.
Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttar-
félög.
• Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000
• Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is
Framsækiö
fyrirtæki á
fjarskipta-
markaðnum
leitar að bókara
í hálft starf.
Fyrirtækið er 15
ára gamalt og
þar starfa t dag
t kringum 15
manns. Um er
að ræða líflegt
og vaxandi
fyrirtæki þar
semjákvæður
oggóður
starfsandi ríkir.
Bókari
-1/2 starf
STARFSSVIÐ
► Bókhald í samstarfi við fjármálastjóra
► Tollskýrslugerð
► Afleysingar á síma í hádeginu
HÆFNISKRÖFUR
► Reynsla af bókhaldi
► Reynsla af tollskýrslugerð æskileg
► Þekking á Navision Financials æskileg
► Nákvæmni og hæfileikar í samskiptum
Nánari upplýsingar veitir Ásdís Jónsdóttir
hjá Gallup. Umsókn ásamt mynd þarfað
berast Ráðningarþjónustu Gallupfyrir
föstudaginn 12. nóvember n.k. - merkt
„Bókari -101382".
GALLUP
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
Smiöjuvegi 72, 200 Kópavogi
Síml: 540 1000 Fax: 564 4166
Netfang: radningar@gallup.is
í samstarfi við RÁÐGARÐ