Morgunblaðið - 07.11.1999, Síða 10
10 E SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
S ) Ú KRAH Ú S
REY KJ AV í KU R
Skurðlækningasvið
Aðstoðardeildarstjóri
Staða aðstoðardeildarstjóra við heila- og
taugaskurðlækningar á deild A-5 er laus til
umsóknar. Hjúkrun vegna heila- og tauga-
skurðlækninga er áhugaverð og krefjandi. Á
deildinni er veitt einstaklingshæfð hjúkrun.
Aðstoðardeildarstjóri ber ábyrgð gagnvart
hjúkrunardeildarstjóra. Hann er virkur þátttak-
andi í stjórnun deildar og ber í samráði við
hjúkrunardeildarstjóra ábyrgð á að hjúkrun
og önnur starfsemi á deildinni sé í samræmi
við markmið deildar og hugmyndafræði hjúkr-
unar á SHR. Staðan veitist frá 1. jan. 2000.
Umsóknarfresturertil 1. desember 1999. Um-
sóknum skulu fylgja upplýsingar um menntun
og fyrri störf.
Hjúkrunarfræðingar
Stöður hjúkrunarfræðinga eru nú þegar lausar
á skurðlækningadeild A-5. Á deildinni er veitt
einstaklingshæfð hjúkrun vegna háls-, nef-
og eyrnaskurðlækninga og heila- og tauga-
skurðlækninga. Umsóknarfresturertil 1. janúar
2000.
Nánari upplýsingar um ofangreindar
stöður veita:
Bjarnveig Pálsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri
í síma 525 1064 og Gyða Halldórsdóttir
sviðsstjóri í síma 525 1305.
Laun samkvæmt gildandi samningi fjármálaráðherra og við-
komandi stéttarfélags. Umsóknareyðublöð fást hjá starfs-
mannaþjónustu Sjúkrahúss Reykjavíkur Landakoti og hjá
upplýsingum í Fossvogi.
Þingvörður
Alþingi óskar eftir að ráða þingvörð til
starfa.
Starfssvið:
► Móttaka gesta.
► Létt skrifstofustörf.
► Öryggisgæsla.
Hæfniskröfur:
► Stúdentspróf.
► Snyrtimennska og fáguð framkoma.
► Rík þjónustulund.
► Góð enskukunnátta.
Unnið er á dagvöktum - yfirvinna.
Umsóknarfrestur er til og meö 11. nóvember nk.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Liðsauka,
sem opin er kl. 9-14 og á heimasíðunni:
www.lidsauki.is
Fólk ogr þekking
Lidsauki
Skipholt 50c, 105 Reykjavík sími 562 1355, fax 562 3767
Netfang: www.lidsauki.is
Tölvupóstur: lidsauki@lidsauki.is
Járniðnaðarmenn
Vélsmiðja í Reykjavík óskareftir járniðnaðar-
mönnum eða mönnum vönum járniðnaði.
Umsóknirsendist afgr. Mbl. merktar:
„E—8932". Öllum umsóknum verðursvarað
og farið með þær sem trúnaðarmál.
LANDSPITALINN
.../ þágu mannúðar og vísinda...
Sérfræðingur í
geislagreiningu
óskast á röntgen- og myndgreiningadeild
Landspítalans. Umsóknir, með upplýsingum
um nám, fyrri störf og reynslu af kennslu og
vísindavinnu, sendist á eyðublöðum stöðu-
nefndar lækna til Ólafs Kjartanssonar, forstöð-
ulæknis, sem einnig veitir nánari upplýsingar
í síma 560 1070, netfang olakj@rsp.is
Mat stöðunefndar byggist á innsendum
umsóknargögnum.
Umsóknarfrestur er til 15. desember nk.
Hjúkrunarfræðingar
óskast í blóðtökudeild Blóðbankans til fram-
búðar. Um er að ræða 80% starf frá 1. desem-
ber 1999 og 100% starf frá 1. janúar 2000.
Starfið felur í sér blóðtöku, söfnunarferðir og
gæsluvaktir. Starfsþjálfun og aðlögunartími.
I Blóðbankanum starfa um 40 manns.
Uppbygging gæðakerfis skv. ISO 9002 er á
lokastigi.
Upplýsingar veitir Björg Ólafsson, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri, sími 560 2040, netfang
bjorgo@rsp.is
Yfirþroskaþjálfi
óskast að endurhæfingardeild Landspítalans
í Kópavogi. Um er að ræða krefjandi og
skemmtilegt starf sem lýtur að daglegri stjórn-
un áfjögurra manna heimiliseiningu ásamt
verkefnum sem tengjast útskriftum íbúa. Upp-
lýsingar veitir Birna Björnsdóttir, for-
stöðuþroskaþjálfi, í síma 560 2700, netfang
birna@rsp.is
Rannsóknamaður /
ritari
óskast á taugarannsóknadeild Landspítalans.
Stúdentspróf æskilegt.
Umsóknarfrestur er til 22. nóvember nk.
Upplýsingar veitir Eirika Urbacnic, skrifstofu-
stjóri, sími 560 1660, netfang eirika@rsp.is
Hjúkrunarfræðingar
óskast að líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Deildin er 10 rúma deild þar sem lögð er
áhersla á hjúkrun í anda hugmyndafræði um
líkn. Um er að ræða fastar næturvaktir. Starfs-
hlutfall samkomulag. Umsækjendur þurfa að
hafa starfsreynslu, faglega færni og búa yfir
góðum samstarfshæfileikum.
Frekari upplýsingar veita Guðrún Ósk Ólafs-
dóttir, deildarstjóri, sími 560 2710 og Sigríður
Harðardóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í
síma 560 2700, netfang sighard@rsp.is
Starfsmenn
óskast á endurhæfingar- og hæfingardeild
Landspítalans í Kópavogi. Leitað er eftir starfs-
mönnum sem vilja starfa við krefjandi og gef-
andi ábyrgðarstörf. Boðið er upp á fallegt um-
hverfi, góðan starfsanda og fjölbreytt og
skemmtilegtstarf á heimiliseiningum. Sveigj-
anlegt starfshlutfall er í boði og vaktaálag bæt-
ir kjörin. Upplýsingar veitir Birna Björnsdóttir,
forstöðuþroskaþjálfi, í síma 560 2700, netfang
birna@rsp.is deildarstjóri, sími 560 2710 og
Sigríður Harðardóttir, hjúkrunarframkvæmda-
stjóri, í síma 560 2700, netfang sighard@rsp.is
^ Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags '
og fjármálaráðherra.
Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Rfkisspftala,
Þverholti 18, á heimasfðu Rfkisspftala www.rsp.is
og í upplýsingum á Landspftala.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um
. ráðningu hefur verið tekin.
35 ára BS líffræðingur
óskar eftir hlutastarfi. Vön störfum á
rannsóknarstofu, tala og skrifa þýsku reiprenn-
andi. Svör óskast send á afgreiðslu Mbl.
merkt: „BS — 8928".
Störf hjá Landmælingum
íslands á Akranesi
Leitað er eftir duglegum og samviskusömum
einstaklingum sem eru tilbúinir að takast á við
fjölbreytt verkefni.
Safnvörður
Ábyrgöar- og starfssvið:
- umsjón og skráning bóka- og tímaritasafns
- umsjón skjalasafns og skráning í GoPro
skjalaskráningarkerfi
- uppbygging og skráning kortasafns
- önnur verkefni tengd gagnasöfnum stofnunaiinnar
Hæfttiskröfur:
- Menntun í bókasafns- og upplýsingafræði æskileg
- Almenn reynsla í tölvunotkun
- Reynsla æskileg af notkun Lotus Notes
Sölumaður • Kortasala
Ábyrgðar- og starfssvið:
- Almenn sölustörf og tengd verkefni
- Umsjón með kortalager
- Umsjón með kortabroti og kápuinnsetningu
- Pökkun og útkeyrsla á vörum
Hæftiiskröfur:
- Reynsla af sölustörfum
- Reynsla í tölvunotkun æskileg, þ.m.t Word, Exel, Fjölnir
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf þurfa að berast Landmælingum íslands,
fýrir 25. nóvember n.k. Ráðið verður í störfin frá
og með áramótum eða síðar eftir samkomulagi
og eru laun samkvæmt Iaunakerfi opinberra
starfsmanna. Æskilegt er að umsækjendur séu
búsettir á Akranesi eða í nágrenni.
Nánari upplýsingar gefur Þorvaldur Bragason,
forstöðumaður upplýsinga- og markaðssviðs.
Landmæiingar islands
Stillholti 16-18 • 300 Akranes LANDMÆLIN8AR
Slmi: 430 9000 • Fax: 430 9090 ÍSLANDS
Netfang: ImiOlmi.is • Veffang: www.lmi.is
Veiðistjóraembœttið var stofnað úrið 1957
og hefur verið ú Akureyri siðan úrið 1995.
Hlutverk embœttisins er uð hafa umsjón
með veiðum ú fuglum og spendýrum ú
Islande Meðal annarra verkefna sem það
sinnir er stjórn ú aðgerðum sem hafa úhrif
ú stofnstœrðir og útbreiðslu villtra dýra.
FULLTRUI
AKUREYRI
Os
D
D
<
O
Veiðistjóraembættið óskar eftir að ráða til
sín fulltrúa.
Starfssvið:
• Móttaka viðskiptavina og símavarsla.
• Afgreiðsla veiðikorta.
• Innsláttur gagna og skjalavarsla.
• Ýmis önnur verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Stúdentspróf æskilegt.
• Góð tölvukunnátta.
• Frumkvæði og skiplagshæfileikar.
• Sjálfstæði og hæfni í mannlegum
samskiptum.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir
hjá Ráðgarði frá kl. 9-12 í sima 4614440.
Vinsamlegast sendið umsóknirtil Ráðgarðs
á Akureyri fyrir 19. nóvember n.k. merktar:
„Veiðistjóraembættið - fulltrúi"
VEIÐISTJÓRA
EMBÆTTIÐ
Bergstaðastræti 37
Gestamóttaka
Óskum eftir að ráða starfsfólk í gestamóttöku
hótelsins. Um er að ræða starfsmann á dag-
og kvöldvaktir.
Starfsreynsla ásamt tölvukunnáttu áskilin.
Viðtal ásamt umsóknum gefur hótelstjóri á
staðnum og í síma 552 5700.