Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 E 13
A
LÍii
Heilsugæslan í Kópavogi
auglýsir lausa til umsóknar stööu sérfræð-
ings í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp við
mæðravernd.
Um er að ræða 20% stöðu. Mæðravernd fer
fram á heilsugæslustöðvunum Borgum, í
Fannborg 7-9 og Hvammi, Hagasmára 5.
Starfskjör eru samkvæmt gíldandi samning-
um sérfræðinga.
Um kjör starfsmanna heilsugæslustöðva gilda lög
nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu og lög nr.
70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Heilsugæslan í Kópavogi er reyklaus vinnustaður.
Umsóknarfrestur er til 27. nóvember nk. Frekari
upplýsingar veitir yfirlæknir og framkvæmdastjóri
Heilsugæslunnar í Kópavogi í síma 554 0400.
Umsóknum ber að skila til framkvæmdastjóra á þar
til gerðum eyðublöðum sem fáanleg eru hjá
stofnuninni. Öllum umsóknum verður svarað
skriflega eftir að um þær hefur verið fjallað og
ráðning staðfest.
Heilsugæslan í Kópavogi
Pósthólf 140
202 Kópavogur
íslandsbanki hf. leitar eftir lögfræðingi til starfa
í lögfræðideild bankans sem staðsett er á
Kirkjusandi. Umsækjandi þarf að hafa
skipulagshæfileika, vera nákvæmur og eiga
auðvelt með að umgangast samstarfsmenn
og viðskiptavini bankans. Einnig er góð
tölvukunnátta æskileg.
Bankinn býður góða vinnuaðstöðu, öflugt
félagslíf, frekari menntun á þessu sviði og
góðan starfsanda. Hér er því um líflegt og
skemmtilegt starf að ræða hjá traustum
vinnuveitenda.
Nánari upplýsingar veitir Jón G. Briem, forstöðumaður
lögfræðideildar, Kirkjusandi.
Umsóknir sendist til Guðmundar Eirikssonar, starfsmanna-
þjónustu, Kirkjusandi, 155 Reykjavlk, fyrir 15. nóvember
1999.
ÍSLANDSBANKI
Framtíðarstörf í boði
fyrir jákvæða, duglega og reglusama
einstakiinga
Nettó í Mjódd vantar nú þegarfólktil almennra
verslunarstarfa. Umsækjendur þurfa að geta
hafið störf sem allra fyrst.
Leitað er eftir jákvæðum, duglegum og reglu-
sömum einstaklingum, sem eru tilbúnir til að
veita viðskiptavinum verslunarinnar góða
þjónustu og hafa reynslu af slíkum störfum.
Ágæt laun í boði fyrir réttu einstaklingana!
Umsóknum ber að skila til verslunarstjóra.
NETT
A
KOPAV OGSBÆR
Leikskólinn Núpur
Leikskólinn Núpur er nýr leikskóli við
Núpalind í Kópavogi.
Leikskólinn sem opnar von bráðar
vantar í starfsmannahópinn fólk sem er
tilbúið að taka þátt í uppbyggingu og
móta stefnu í menntun ungra barna í
leikskólanum.
Einkunnarorð Núps eru gleði, agi, nám.
Leitað er eftir leikskólakennurum og
öðru uppeldismenntuðu fólki, körlum og
konum, en allar umsóknir verða teknar til
greina. Um er að ræða bæði heilar
stöður og hlutastöður, einnig skilastöðu.
Upplýsingar um störfin og kjör leikskóla-
kennara í Kópavogi gefur Hildur L.
Jónsdóttir leikskólastjóri í síma 570-1600 og
Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltrúi í síma
570-1600.
Starfsmannastjóri
J
Hjúkrun á
Landspítala
Deildarstjóri
Staða deildarstjóra á kvenlækningadeild er laus
til umsóknar. A deildinni er konum sinnt sem
koma innkallaðar eða brátt, til meðferðar og að-
gerða vegna kvensjúkdóma og krabbameins-
meðferðar. Starfsemi deildarinnar er tvíþætt,
annars vegar legudeild og hins vegar dagdeild.
Deildarstjóri ber m.a. ábyrgð á:
• Framkvæmd og skipulagningu hjúkrunar
• Áætlanagerð
• Starfsmannahaldi
• Daglegum rekstri
Leitað er eftir áhugasömum hjúkrunar-
fræðingi með 5 ára starfsreynslu í hjúkrun, æski-
legt er að viðkomandi hafi reynslu af stjómunar-
störfum og/eða viðbótarmenntun. Mikil upp-
bygging og breyting á starfsemi deildarinnar er
framundan og æskilegt að viðkomandi geti
hafið störf í nóvember.
Umsóknir berist skrifstofu hjúkrunar-
forstjóra fyrir 20. nóvember 1999.
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir hjúkmnarfram-
kvæmdastjóri gudrbsig@rsp.is og
Anna Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri,
annastef@rsp.is sími 560 1000.
IbrQ^d^^w
Broadway
Vegna mikilla anna framundan óskum
við eftir að bæta í hóp okkar góða
starfsfólks:
★ Framreiðslumönnum (unnið er eftir
söluhvetjandi kerfi).
★ Aðstoðarfólki í sal, fatahengi og eldhús.
Kvöld- og helgarvinna.
Einnig vantar starfskraft í tímabundna afleysingu
í þvottahús. Dagvinna.
Krafist er:
★ Reglusemi og stundvísi.
★ Snyrtimennsku.
★ Athugid, Broadway er reyklaus
vinnustaður fra 1996.
Upplýsingar gefnar á staðnum á mánudag
og næstu daga kl. 10.00—17.00.
Broadway,
Ármúla 9,108 Reykjavík,
sími 533 1100, e-mail: broadway@simnet.is.
#
Grunnskólakennarar
Sveitarfélagið Árborg óskar eftir að ráða forfalla-
kennara við grunnskólana þrjá í Árborg. Ann-
ars vegar kennara sem fer á milli skólanna
þriggja eftir þörfum og hins vegar kennara
vegna fæðingar- og veikindaorlofs.
Um framtíðarstörf getur verið að ræða.
í grunnskólum Árborgar er unnið metnaðarfullt
þróunarstarf, t.d. á sviði upplýsingatækni, sam-
starfs heimila og skóla (nemendasamningar),
hreyfifærni skólabarna, skólafærni yngstu
nemenda og tengingu leikskóla og grunn-
skóla.
Áhugasamir leiti nánari upplýsinga hjá skóla-
stjórum: Arndísi Hörpu Einarsdóttur, skóla-
stjóra Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokksey-
ri, Óla Þ. Guðbjartssyni, skólastjóra Sólvalla-
skóla á Selfossi og Páli Leó Jónssyni, skóla-
stjóra Sandvíkurskóla á Selfossi.
Nánari upplýsingar um skólahald og sveitar-
félagið Árborg á vefsíðum: www.arborg.is.
Fræðslustjóri Árborgar.
Digraneskirkja ieitar að kirkjuverði
í 50% starf.
Starfið felur í sér húsvörslu, móttöku, símsvörun og ýmislegt
tilfallandi. Leitað er að áreiðanlegum og starfssömum
einstaklingi með Ijúfa framkomu.
Vinnutíma er þannig háttað að unnið er aðra hverja viku.
Umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu
PricewaterhouseCoopers merktar „Kirkjuvörður" fyrir
13. nóvember nk.
Upplýsingar veitir Jóney Hrönn Gylfadóttir.
Netfang: joney.h.gylfadottir@is.pwcglobal.com
Höfðabakka 9*112 Reykjavík • Sími 550 5300
Bréfasími 550 5302* www.pwcgiobal.com/is
....-......................- ■ J
Vegna aukinna umsvifa
óskar DHL eftir að ráða bílstjóra.
Æskilegt er að viðkomandi
geti hafíð störf sem fyrst.
Starfið felst í
útkeyrslu og afhendingu sendinga
Menntun og hæfniskröfur
Stúdentspróf eða
sambærileg menntun
Grunnþekking á tölvur
Góð enskukunnátta
Skila þarf myndriti af ökuskírteini
Umsóknarfrestur er til 15. nóv.
Umsóknir sendist til
DHL Hraðflutninga ehf.,
Faxafeni 9, 108 Reykjavík
Ert þú
sú sem langartil að dveljast í Hollandi umtíma
hjá fólki sem hefur mikinn áhuga á íslandi og
íslenskum hestum? Við, Mark og Marian
Timmerman í síma 00 31 299 477 446, eigum
tvö börn og búum rétt hjá Amsterdam.
Upplýsingar einnig hjá Magnúsi Lárussyni,
Gauksmýri, 531 Hvammstangi, sími: 451 2927,
netfang: maggilar@gauksmyri.is