Morgunblaðið - 09.11.1999, Side 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1999
BÆKUR
MORGUNBLAÐIÐ
aðir. Þetta voru oft torræð ljóð og
samsett, talað var um myrkviði
efnsins með vísun til þeirra vísinda
sem skáldahópurinn dró nafn sitt
af. Ljóðin voru lokuð, innhverf og
erfið, ekki fyinr hvem sem er að
skilja frekar en táknarunur DOS-
kerfisins.
I póstmódernískum bókmenn;
tum er annað upp á teningnum. í
þeim er ekki lögð áhersla á að kafa
ofan í einstök bókmenntaform og
rannsaka grunnbyggingu þeirra, að
kanna hvaða leyndardómar liggja
undir táknum tungumálsins og
þenja strengi þess til hins ýtrasta.
Póstmódemískar bókmenntir verða
til á opnu svæði þar sem öllu ægir
saman, eldri textum og yngri, ýmiss
konar bókmenntaformum og jafn-
vel öðram listformum. Um þetta
svæði stiklar höfundurinn í galsa-
fullum leik þar sem hann tengir
saman ólíka hluti. Ur verður stiklu-
texti á borð við þann sem áður var
getið og lesa má för höfundarins úr.
Þessi texti verður með öðrum orð-
um til á yfirborðinu og er samsettur
úr tilvitnunum og tengingum við
eldri form og verk. Hann er ekki
lokaður og innhverfur eins og sá
módemíski heldur opinn og út-
hverfur. Hassan orðaði það svo að
sá módemíski væri haldinn ofsókn-
aræði en sá póstmóderníski geð-
klofa. Þetta gerir bókmenntirnar
móttækilegar fyrir ýmsu sem áður
stóð utan þeima. Þrátt fyrir að
menn séu orðnir fráhverfír flóknum
rannsóknum á innviðunum, mynd-
bygging póstmódernískra höfunda
sé jafnan einföld og andsögulegir
þættir hafi þurft að víkja fyrir sögu-
legum era tilraunimar nefnilega
enn til staðar. Nærtæk dæmi era
bækur eins og Vargatal Sigfúsar
Bjartmarssonar, Fylgjur Haraldar
Jónssonar og Góðir Islendingar eft-
ir Huldar Breiðfjörð sem komu út á
síðasta ári og gagnrýnendur áttu í
miklum vandræðum með að flokka
og skilgreina. Einnig mætti nefna
sem dæmi tilraunir Gyrðis Elías-
sonar, ísaks Harðarsonar og fleiri
með uppsetningu Ijóða á síðasta
áratug. Ljóðlínunum var ekki skip-
að lárétt niður síðuna heldur mynd-
uðu hring og tígul, kross og ex. Slík-
ar tilraunir hafa haldið áfram, þó að
dregið hafi úr öfgunum, og era gott
dæmi um færsluna frá innviðunum
til yfirborðsins, - í stað leitar að
dýpstu rökum tungumálsins er
áherslan á útlit textans. Tölvan ger-
ir slíkt föndur auðveldara en þetta
er ekki eingöngu föndur, þetta er
ekki bara merki um að áherslan hafí
flust af inntakinu á útlitið heldur
endurspeglar þetta grundvallar-
breytingu í menningu okkar.
Bókmenntir þriðja
árþúsundsins
Samhengið milli rafheima og bók-
mennta sem hér hefur verið ýjað að
er áhugavert. Tækniþróunin og sá
sýndarheimur sem sjónvarpið, tölv-
an og Netið hafa skapað eiga sér
samsvöran í þróun bókmenntanna á
undanfömum áratugum. Tilhneig-
ing bókmennta samtímans til að
forðast djúpsævin, nákvæma grein-
ingu á vandamálum og leit að al-
tækum lausnum, sést einnig í
breyttu viðhorfi til tölvunnar. Þráin
eftir því að skilja það sem liggur
undir niðri virðist ekki lengur vera
til staðar. Það nægir að stikla á yfir-
borðinu þar sem brotakennd og ein-
földuð mynd af innviðunum birtist.
Þetta þýðir samt ekki að galdurinn
sé horfinn því að stiklur hvers og
eins mynda texta þar sem brotun-
um er raðað saman á einstakan
hátt. Þannig fæst sjónarhom sem
er alltaf nýtt.
Ljóst má vera að tölvan hefur
haft bein áhrif á bókmenntasköpun
eins og ólíklegustu tilraunir með
uppsetningu ljóða sanna best. En
gera má ráð fyrir að bókmenntirnar
muni í nánustu framtíð markast enn
meir af þessu tæki. Netið mun vafa-
laust verða einn aðalvettvangur
bókmenntasköpunar. Bók-
menntirnar verða þá hluti af ofur-
veraleikanum, án fonns, án upphafs
og endis, án takmarka nema þeirra
sem slétt og fellt yfirborð skjásins
setur þeim. Þetta era bókmenntir
þriðja árþúsundsins; bókmenntir
3.0
Fíflaskipið á
leið út flóann
J0rgen Gustava Brandt er afkasta-
mikið danskt skáld. Örn Ólafsson
fjallar um verk hans.
ESSI höfundur er eitt kunn-
asta ljóðskáld Dana. Hann
er liðlega sjötugur og hefur
sent frá sér rúmlega fjöratíu Ijóða-
bækur undanfarna hálfa öld. Auk
þess liggur eftir hann hálfur annar
tugur bóka af ýmsu tagi.
Fyrir nokkra valdi höfundur úr-
valsljóð sín (.Jorgen Gustava
Brandt: Digte 1946-1996. IIII.
Gyldendal 1997) .Hann tók að sögn
aðeins helming ljóðanna með, en
útkoman varð samt þriggja binda
safn. Þar ber mikið á löngum ljóða-
bálkum, þar sem myndræn lýsing á
einhverju hversdagslegu húsi í
Kaupmannahöfn, eða landslagi í
sveit, vekur miklar endurminning-
ar um árin milli stríða eða upp úr
seinni heimsstyrjöld, þegar höf-
undur var um tvitugt. Mér finnst
þessi frásöguljóð yfirleitt meiri á
breidd en dýpt. Þetta eru oft pæl-
ingar í dagblaðaefni líðandi stund-
ar. En vitaskuld er ekki hægt að
leggja neitt heildarmat á þetta
mikla Ijóðasafn hér. Hinsvegar
skal litið á einstök ljóð, fyrst eitt úr
síðasta ljóðasafninu, Auglit til aug-
litis, 1996. Þar syngur hann lof
hálfgerðu meðvitundarleysi t.d.
timbrunar, og annars þess að hafa
tilfinningu fyrir hlutunum fremur
en röklegan skilning á þeim.
Játning
Eg er handgenginn rökkrinu
það vakti víst grunsemdir margra
þeim fannst víst að sækja bæri til ljóssins.
En það er engin ástæða til að
óttast myrkrið
og kyrrðina
Sjónin og hóðin þola ekki
allar gjörðir ljóssins of lengi í einu.
I rökkrinu vaknar sérstakur máttur
í nálægum formum
á undan litunum
Enn svefndrukkin þynnkan
býr yfir skilningi og fyrirgefningu
áður en dagurinn lokkar til skilnings
Þannig er fyrsta tjáning óákveðin
í tilliti á undan
heillun og framtakssemi
því það sem gerist í ljósinu er
enekkialltafhinugóða
1982 birtist í Ljóðasafninu Hop
eftirfarandi ljóð. Fíflaskipið sem
þar um ræðir var alþekkt myndefni
á miðöldum, einskonar táknmynd
villuráfandi mannkyns. T.d. er
fræg slík mynd eftir Hollendinginn
Hieronymus Bosch. I sérkennileg-
um líkingum í lokin sáldrast ljós og
loft eins og duft yfir fólkið, það má
sýna hvemig það lætur berast
stefnulaust, tekur áhrifum um-
hverfisins viðbragðalaust. Sams-
konar aðlögun má sjá í því hvernig
söngur skipverja samlagast lands-
laginu.
Dirfskubragð
An þess að ráðgast við hjarta mitt
geng ég um borð í fíflaskip.
I ringlaðri þvögu grillna á þilfarinu
kem ég auga á elskuna mína
sem reynir að fela tárvott andlit sitt.
Það hefur gerst svo margt
meðan við vorum aðskilin.
Fíflaskipið leggur út á fjólubláan flóann.
Það hvín í grillunum, hvín í reiðanum,
og allir hefja skyndilega sturlaðan enda-
lausan söng
sem sameinast grýttri glitrandi kælingu
strandanna.
Vitfirringamir flögra um þilfarið
og svigna í vindinum eins og seflundir
Sumir hafa fleygt sér út af eða hniprast
um
tvöfalt líf.
Sólarlagsljóminn sáldrar ógnvekjandi
gulli sínu
yfir nafnleysingjana
meðan flögur logns falla
í þennan draum á reki án kjarks
eða marks eða miðs.
Ljúkum þessum pistli með ljóði
úr By frá 1983. I þessu ljóði eru
sterkar andstæður; annarsvegar er
borgarastyrjöldin sem þá geisaði í
Beirút, hinsvegar smekkleg dönsk
vínstofa þar sem heyrast aðeins
hljóðlátar raddir og glamur ísmola
í glasi. Þetta er ramminn, og sjón-
varpið tengill þessara andstæðna.
Það er sláandi að líkja því við Niag-
arafoss, bæði vegna þess að sífellt
fossar efni úr því, og margt af því
efni er, eins og allir vita, stórbrotn-
ar náttúramyndir. Auk þess er eins
og skipti minnstu máli hvað er í
sjónvarpinu, bara ef straumurinn
er stöðugur. Þarna skiptast á fót-
boltaleikur, náttúramyndir og
stríð, þetta virðist fullkomlega
jafngilt, a.m.k. virðist öllu þessu
tekið af ámóta tómlæti (kannski
vegna þess af fótboltaleiknum er
lokið). Er ekki tómlætið meginefni
ljóðsins? Það era sterkar andstæð-
ur milli stríðsógnanna annarsveg-
ar, en hlutlægrar kaldrar lýsingar
á þeim hinsvegar. Þegar maður
kastast upp í loftið, þá er það kallað
„ekki í íþróttaanda" rétt eins og
þetta væri fótbolti. Og líkunum á
götunni er líkt við fataböggla.
Svona kuldalegai’ verða lýsingarn-
ar líklega enn áhrifameiri en ef
þeim væri lýst með hluttekningu.
Þegar kemur að mynd smástelp-
unnar gagnvart byssuhlaupinu,
virðist ljóðið stefna beint í væmnis-
klisju, en það sneiðir hjá væmninni
með því að skipta snögglega um, til
lýsingar vínstofunnar. Eina vís-
bendingin um tilfinningar er í loka-
línunni, þar sem gestur sýnir svip-
brigði óafvitandi. Andlit hans eins
og rímar við andlit stúlkunnar,
tengir þetta tvennskonar umhverfi.
Og sú lína er áhrifamikil vegna
þess að lesendum er látið eftir að
reikna út hverskonar viðbrögð við
stríðsmyndinni það muni vera.
Vínstofa
Skiptir um mynd í hálfrökkrmu
fótboltaleiknum lokið á skjánum
Nú er það ekki Niagara út úr veggnum
sem barþjónninn annarshugar rænir
hljóðinu
heldur arabísk borg
Ljósið blaktir yfir rústum heimskunnar
fallin rafmöstur, einsleita múra
leyniskyttumyrkur holanna
Bíll springur fyrir framan bláa búðarhlera
og upp um þakið kastast maður óíþrótta-
mannslega
fyrir framan vélbyssuhreiður
A gangstéttinni liggja mannbögglamir
Andlit lítillar stúlku flöktir í nærmynd
fyrirframan byssuhlaup
Ismolarnir glamra h'tillega í for-
drykksglasinu
undir hægu, hljóðlátu skrafi
I vegginn með tækinu eru greypt
rörop til skreytinga, í þeim speglar
þar sem maður mætir sjálfum sér
eða þeim sem stendur við hlið manns
og óafvitandi kemur upp um andlit sitt
Samstarf við látinn rithöfund
*
AHUGI og ást Antonio Ta-
bucchis á Lissabon og Pes-
soa byrjuðu dag einn er hann
var námsmaður í París. Þá vissi
hann ekkert um Portúgal og ætlaði
sér ekki að bæta neitt úr því enda
var hann þá á kafi í franskri menn-
inguog sögu.
„Ég var á leið niður á brautarstöð
til að taka lestina heim og gekk þá
fram á götubóksala, sem ég bað að
selja mér ódýrastu bókina, sem
hann ætti. Ég var næstum peninga-
laus og hann lét mig fá smákver eft-
ir einhvem, sem ég hafði aldrei
heyrt nefndan: Femando Pessoa.
Bókin hét „Tóbaksbúðin“ og hún
hafði strax svo mikil áhrif á mig, að
ég ákvað að læra portúgölsku."
Tabucchi lærði ekM bara portú-
gölsku eins og hver annar ferða-
maður, heldur má segja, að Portúg-
al hafi orðið hans annað fóðurland.
Þar bjó hann lengi, var við nám og
kennslu og veitti ítölsku menningar-
miðstöðinni forstöðu. Konan hans er
portúgölsk, Maria José de Lanca-
stre, einnig sérfræðingur í Pessoa,
og hann er ástríðufullur aðdáandi
portúgalskrar menningar, sögu og
matargerðarlistar. Hann fór hægt
af stað sem rithöfundur en bækum-
ar hans era glettnisfullur, saman-
þjappaður en snilldarlegur texti.
Éyrstu kynni Norðmanna af Ta-
bucchi vora „Samkvæmt Pereira",
sem kom út á norsku hjá Pax-for-
laginu 1994. Hefur hún unnið til
nokkurra viðurkenninga, m.a.
Campiello- og Viareggio-verðlaun-
anna. 1966 kom út „Indisk nattstyk-
ke“ og nú „Síðustu þrír dagar Fem-
ando Pessoa“. A næsta ári kemur út
hjá Pax „Lisboa Requiem“.
I „Síðustu þremur dögum Fern-
ando Pessoa“ dregur Tabucehi upp
mjög skemmtilega og frumlega
mynd af skáldinu. Hún hefst með
því, að Pessoa leggst inn á franska
spítalann í Lissabon, á herbergi
númer fjögur, vegna lifrarveiM.
A þremur dögum tekur Pessoa á
móti mörgum gestum, sínum eigin
sögupersónum, fólM, sem hann hef-
Antonio Tabucchi er fremur smávaxinn,
ítalskur að ætt og fljótur að skipta
skapi, segir Tone Myklebost.
ur skapað og búið út
með fæðingardegi,
stjömukorti, eigin rit-
hönd, jafnvel minnis-
bók. Alvaro de
Campos, Alberto Caei-
ro, Richardo Reis,
Bemardo Soares og
Antonia Mora. Öll
koma þau og ræða við
Pessoa á banabeðin-
um. Þau tala um Lissa-
bon og ástina til lífsins,
um konuna og karl-
manninn, um þreyttar
taugar og portúgalska
súpu. I þessari við-
ræðu lýkst upp öll ævi
Pessoa, skrif hans og skoðanir.
„Ég uppgötvaði Pessoa nokkurn
veginn á sama tíma og ég var að
byrja að skrifa," segir Tabucchi.
Það var þó ekM auðvelt að vera rit-
höfundur á Ítalíu á sjöunda ára-
tugnum. Þá var nýframúrstefnan
allsráðandi og þeir, sem aðhylltust
hana, lýstu því m.a. yfir, að skáldsa-
gan væri dauð. Tabucchi var í hálf-
gerðri kreppu en þá komst hann að
því, að Pessoa hefði glímt við þetta
sama á þriðja áratugnum og fundið
á því lausn. Hann endurnýjaði
skáldsöguformið, bjó til skáld með
ólíkan feril og ólíka hæfileika en sem
áttu þó miMð saman að sælda. 011-
um þessum persónum steypti hann
síðan saman í bókum sínum. Ta-
bucchi fannst, að úr því Pessoa hefði
teMst þetta, þá gæti hann það líka
og segja má, að þá hafi byrjað sam-
starfið við hinn látna rithöfund.
Þetta sambýli með öðrum rithöf-
undi var þó enginn leikur heldur og
það rann upp fyrir Tabucchi, að Pes-
soa var farinn að endurspeglast í öll-
um hans hugsunum og hugmynd-
um. Hann vildi losna og það gerði
hann með því að gera
Pessoa að persónu í
sínum eigin skrifum.
Það gerði hann fyrst
1990 með bóMnni „Lis-
boa Requiem" og hef-
ur síðan haldið því
áfram. Tabucchi segir,
að að því komi, að
menn verði að kveða
niður sína eigin upp-
vakninga.
„Samkvæmt Per-
eira“, sem var kvik-
mynduð 1995 með
Marcello Mastroianni í
aðalhlutverM, segir frá
hinum dálítið raglaða
menningarskríbent Pereira í Lissa-
bon á fjórða áratug aldarinnar.
Hann er fréttastjóri meðan yfirmað-
ur hans er í fríi en þjáist af melting-
artraflunum eða er kannsM öllu
heldur í einhvers konar tilvistar-
kreppu. Ber hann það upp við
skriftaföður sinn og einnig málverk-
ið af konunni sinni heitinni og auk
þess kaupir hann heldur vafasama
bókargagnrýni af ungum manni
með „skrýtnar" hugmyndir. Þrúg-
andi andrúmsloftið, sem einkenndi
fasistastjórn Salazars, er yfir og allt
um kring en að lokum grípur Per-
eira til nokkurs, sem áður var
óhugsandi.
„I mínum augum er „Samkvæmt
Pereira" ekM söguleg skáldsaga,
heldur bara frásögn af ýmsu, sem
gerist árið 1938. Vissulega er póli-
tísk undiralda í henni en mér finnst
margt annað jafn miMlvægt, tO
dæmis þær siðfræðilegu, fagur-
fræðilegu og sálfræðilegu víddir,
sem birtast í persónunni Pereira,“
segir Tabucchi.
Tabucchi segir, að pólitíkin í bók-
inni sé ekki sótt í ástandið í ein-
Antonio Tabucchi
hverju tilteknu landi, heldur í það,
sem finna má í allri Evrópu nú um
stundir. Þegar hann skrifaði bóMna
í upphafi þessa áratugar var það
a.m.k. þrennt, sem minnti á árin fyr-
ir stríð: Þjóðernishreyfingar og hat-
ur á öðrum kynþáttum og útlend-
ingum. Á því hefur ekM orðið nein
breyting.
„Ég á mér vafalaust einhverja
portúgalska forfeður, sem ég þekM
þó ekM, því að Portúgal er runnið
mér í merg og bein,“ skrifar Ta-
bucchi í „Lisboa Requiem" og hann
er ánægður með að hafa eignast
aðra fósturjörð. Það hjálpi mönnum
við að sjá hlutina í öðra ljósi. Ta-
buechi líkar það vel, að Portúgalar
skuli ekM vera ofurseldir neyslu-
hyggjunni enda hafi fátæktin löng-
um neytt þá til að nota ímyndunar-
aflið, t.d. í matargerðinni. Segir
hann, að portúgalskir réttir séu ein-
faldir en yndislegir. „Lisboa Requ-
iem“ er ekM aðeins skáldsaga, held-
ur líka bók um mat.
Það hefur stundum valdið Ta-
bucchi hugarangri hvað lífið býður
okkur upp á marga kosti og neyðir
okkur stöðugt til að vera að taka
ákvarðanir. Hann verður næstum
því dapur er hann veltir því fyrir sér
hvað hann hefði getað gert og hvað
hann hefði getað látið ógert. Skrifin
hafa þó hjálpað. Þau gera honum
Meift að vera einhver annar, að eiga
sér önnur örlög.
Antonio Tabucchi hefur verið
sakaður um hofmóð og yfirlæti en
hann vísar því á bug. Vissulega seg-
ist hann fyrirlíta lágkúruna og
smekkleysuna en það, sem honum
sé kært, og það fólk, sem hann um-
gengst, sýni hið gagnstæða. Fyrsti
maðurinn, sem las „Samkvæmt Per-
eira“, var æskuvinur hans, bílvirM í
fæðingarbænum hans. Róttækling-
ar á vinstrikantinum kalli hann hins
vegar „aristókrata" í háðungarskyni
vegna þess, að hann taM lítinn þátt í
félagslífinu en kjósi heldur að vera
innan um fjölskyldu sína og vini,
forðist sjónvarpsmyndavélarnar og
kunni ekki við að hampa sjálfum sér.