Morgunblaðið - 09.11.1999, Síða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1999
BÆKUR
MORGUNBLAÐIÐ
Kýr verður
að hundi
BÆKUR
Barnabók
HVERS VEGNASVAR-
ARÐU EKKI AFI?
Bók fyrir börn um minnissjúkdóma.
JÚtgefandi: íslensk útgáfa FAAS.
titgáfu bókarinnar styrktu: Félags-
þjónusta Reykjavíkurborgar, Oddi
hf., Pfizer, Novartis, Vinahjálp og
Ár aldraðra.
Þýðandi Matthías Kristiansen.
ÁLEITNAR og erfiðar spurn-
ingar sækja á börn ekki síður en
annað fólk. Fullorðnir finna ekki
alltaf fullnægjandi svör, ekki einu
sinni fyrir Sjálfa sig, og standa á
gati þegar á þá er gengið. Bókin
Hvers vegna svararðu ekki afi er
einmitt skrifuð til þess að hjálpa
bæði stórum sem smáum til að
skilja hvað gerist þegar ástvinur
fær minnissjúkdóm.
Bókin er skrifuð af einlægni og
nærfærni, virðingu og umhyggju.
Efni hennar er sett fram á skýran
og einfaldan hátt sem höfðar til
barna en einnig til fuOorðinna.
í upphafi segir frá telpu sem
fær að dvelja hjá frænda sínum og
frænku á sumrin. Frændinn er
gleyminn og smám saman breytist
hann í mann sem ekki þekkir kú
frá hundi og ekki veit hvað hann
sjálfur heitir. Hún skynjar vel
hversu frænka hennar er hrygg og
hún lærir að hún á ekki að spyrja.
Það er ekki fyrr en hún er sjálf
orðin fullorðin að frændi hennar
þjáðist af minnissjúkdómi, sem
fólk skammaðist sín fyrir og talaði
þess vegna sem minnst um. Nú
eru aðrir tímar og skilningur
manna á þessum sjúkdómum
eykst dag frá degi. I bókinni er
sagt frá eðli þeirra og útskýrt á
einfaldan hátt þvað gerist þegar
fólk veikist. Utskýringunum er
fléttað saman við sögur af frænd-
anum og frænkunni sem og öðru
öldruðu fólki sem hagar sér undar-
lega í augum barna, sem enn eiga
eftir að læra svo margt um fjöl-
breytni lífsins. Það gerir hana líf-
lega og maður verður forvitinn um
afdrif fólksins.
Talað er um það í bókinni að
ekki sé eðlilegt að svæði í heilan-
um visni þannig að fólk fái minnis-
sjúkdóm og að þess vegna hegði
fólk með minnissjúkdóm sér ekki
eðlilega. Þetta atriði veldur rýni
nokkrum heilabrotum. Sjúkdómar
eru eðlilegur hluti lífsins og hafa
áreiðanlega fylgt því alla tíð. Verð-
um við ekki að líta á aOa sjúk-
dóma, hverjar svo sem orsakir
þeirra eru, sem eðOlegan hluta til-
verunnar ef okkur á að takast að
eyða fordómum og ótta þeirra
vegna?
En bókin er góð og hún er lista-
vel þýdd. Hún á svo sannarlega er-
indi til okkar, ekki síst ef við eig-
um ástvini sem standa í sporum
söguhetjanna.
María Hrönn Gunnarsdóttir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, tekur hér við fyrsta eint-
aki bókarinnar úr hendi Ara Trausta Guðmundssonar og Ragnars
Th. Sigurðssonar.
Ahrif o g áhrifavaldar
í ljóðagerð róman-
tísku skáldanna
ARFUR og umbylt-
ing eftir Svein Yngva
Egilsson er fyrsta rit-
ið í ritröðinni Islensk
menning sem
Reykjavíkur Aka-
demían og Hið ís-
lenska bókmenntafé-
lag standa að í
sameiningu. I bók-
inni fjallar Sveinn
Yngvi um tímabil
rómantisku skáld-
anna í íslenskum bók-
menntum og áhrif.
Hin er þau sóttu í
fomnorrænar goð-
sagnir, miðaldabók-
menntir, evrópska
samtúna- og hugmyndasögu, og
síðast en ekki síst í sögulega
áhrifavalda eins og Napóleon
Bónaparte, Lajos Kossuth og Jón
Sigurðsson.
„Arfur og umbylting fjallar um
rómantíska ljóðagerð 19. aldar,“
segir Sveinn Yngvi Egilsson höf-
undur bókarinnar. „Eg skoða það
hverning skáldin vinna úr arfin-
um og vísa í samtið sína. Skáld
eins og Jónas Hallgrímsson,
Grímur Thomsen og Benedikt
Gröndal höfðu mikinn áhuga á ís-
Ienskum miðaldabókmenntum og
lögðu út af þeim á margvíslegan
hátt í verkum sínum. Þau endur-
vöktu foma bragarhætti, bók-
menntagreinar, gömul minni og
goðsagnir. En það er ekki síður
forvitnilegt að sjá hvemig skáld-
in láta arfinn kallast á við ýmis-
legt í samtúna súium. íslensk
fomöld verður Fjölnismönnum
ákveðin fyrirmynd, þeir vilja end-
urreisa alþingi á Þingvöllum og
hrífast mjög af menningu ís-
lenskaþjóðveldisins. Jónas yrkir
um endurreist alþingi undir hin-
um fijálslegu edduháttum, þann-
ig að það má segja að bragar-
hættimir fari að endurspegla
frelsið sem ort er um. Jónas sótti
mikið í sjóð eddukvæða og notaði
fomyrðislag oftast allra hátta.
Grímur Thomsen hélt fyrirlestra
á dönsku um norrænan bók-
menntaarf. Hann
lagði að nútúna-
skáldum á Norður-
löndum að kynna sér
bókmenntir miðalda
því að aðeins þannig
gætu þau í raun
réttri orðið þjóðleg
skáld. Grímur sótti
sjálfur yrkisefni í
fornnorrænar heim-
ildir, en um leið kall-
ast Ijóðagerð hans á
við mörg helstu
áhugamál 19. aldar. í
kvæðum sínum gerir
Grímur merkilega
tilraun til að endurnýja
íslenska hefð söguljóða.
Hið stóra kvæði sitt um Búa And-
ríðsson og Fríði Dofradóttur
byggir hann á efni úr Kjalnes-
ingasögu. Kvæðið má í senn lesa
sem ljóðrænt svar við fslensku
rúnnahefðinni og við þeirri gagn-
rýni á þjóðemislega rómantík
sem Henrik Ibsen hafði sett fram
í Pétri Gaut. Túlkunarglíma
þeirra Ibsens og Grúns snýst um
tröllin í Dofrafjöllum í Noregi
sem tákngervinga þjóðemisróm-
antíkur. Mynd þeirra er neikvæð
í verki Ibsens en aftur á móti já-
kvæð i kvæði hins rómantiska
Grúns.“
íbókinni kemur fram að Bene-
dikt Gröndal hafi sótt sér minni í
fomnorrænan skáldskap, oglagt
útafhonum á sinn hátt?
„Benedikt Gröndal orti talsvert
um ástargyðjuna Freyju, en nor-
ræn ljóðskáld 19. aldar lögðu
gjaman út af henni þegar þau
skilgreindu hugmyndir súiar um
rómantíska ást. Gröndal er þarna
að grípa inn í norræna umræðu
um ástina og þannig eiga fslensku
ljóðskáldin í ljóðrænum skoðana-
skiptum við ýmsa höfúnda 19. al-
dar. Það óma því ýmsar raddir í
skáldskap þeirra með foraöldina
sem hljómgrann."
/bókinni fjallar þú um Gísla
Brynjúlfsson sem ef til vill er ekki
jafn kunnur meðal almennings og
hin skáldin þijú, Jónas, Benedikt
og Grímur. Og svo kemur Napó-
leon Bónaparte nokkuð viðsögu?
„ Grúnur og Gröndal ortu ljóð
um Napóleon Bónaparte eins og
ég Ijalla um í einum kafla bókar-
innar. En Gísli Brynjúlfsson var
ekki síður pólitiskt ljóðskáld en
þeir félagar. Hann var mikill
frelsisunnandi og leit svo á að arf-
ur miðalda hefði þýðingu í al-
þjóðlegu samhengi 19. aldar.
Gísli fylgdist grannt með hrær-
ingum samtúnans í Evrópu og
hreifst mjög af frelsisbaráttu
Ungveija eða Magyara um miðja
öldina. Hann yrkir kvæðaflokk
um þetta efni, Magyaraljóð, þar
sem hann lætur goðalieim Eddn-
anna og hetjuheim fom-
aldarsagna Norðurlanda varpa
skemmtilegu ljósi á átökin austur
í Evrópu. Barátta Ungveija fær
þannig goðsagnakennda þýðingu
og verður táknræn fyrir frelsis-
baráttu allra alda.“
Nú varð Benedikt Gröndal
auðvitað ekki fyrir neitt
svipuðum vonbrigðum og
Wordsworth með franskar bylt-
ingar sms tíma eða pólitíska leið-
toga sem bám nafnið Napóleon.
Öðru nær: Gröndal varði þá
frændur Napóleon I. og III. allt
fram á elliár. En það er athyglis-
vert að í kvæðum hans - og reynd-
ar líka í sögu hans Heljarslóðaror-
ustu - leysir nafnið Napóleon
mikið ímyndunarafl úr læðingi og
um leið má greina tilhneigingu til
að „fela“ þetta nafn með ýmsu
móti. Gröndal reynir að gera lítið
úr dýrkun sinni á Napóleon III. í
tilvitnuðum athugasemdum sínum
við Kveðju Islands til Hans Há-
tignar Prins Napóleons 1856 og
strikar síðan út úr kvæðinu Svefn
beinar tilvísanir til Napóleons og
Evrópu. Þetta gerir hann líka í
eldra kvæði sem er enn táknrænna
en Svefn og má túlka með hliðsjón
af kvæðunum um mildlmennið
sem skáldið er svo upptekið af en
stundum má ekki nefna á nafn.
Brot úr Arfur og umbylting
Ný lestrarbók
Bók um
Reykjavík
í tilefni
menningar-
borgar
REYKJAVÍK er ein menningar-
borga Evrópu árið 2000. Af því til-
efni gefa Árctic-bækur sf. út bók
um Reykjavík í samvinnu við
M2000-nefnd borgarinnar. Bókin
er 144 bls. með á annað hundrað
nýrra mynda eftir Ragnar Th. Sig-
urðsson ljósmyndara. Meginmál
ritar Ari Trausti Guðmundsson,
jarðeðlisfræðingur og rithöfundur,
og segir þar frá náttúrufari, sögu,
menningu, orkuvinnslu og mannlífi.
Yfirskrift bókarinnar er Eldur -
Jörð - Loft - Vatn og koma fjórir
landskunnir listamenn við sögu í
upphafi hvers kafla. Áritaðar og
tölusettar prentanir af listaverkum
þeirra leynast í hluta upplagsins.
Þetta eru þau Erró, Finna Birna
Steinsen, Ragnheiður Jónsdottir
og Kristinn E. Hrafnsson.
Þá eru ennfremur höfð með svör
23 einstaklinga við spumingunni
Hvemig er að lifa og starfa í
Reykjavík? Sá elsti er vel yfir átt-
rætt en sá yngsti 12 ára.
Bókin kemur út á ensku, dönsku
og þýsku, auk íslensku útgáfunnar.
BÆKUR
F o r n r i t
SÝNISBÓK ÍSLENSKRA
BÓKMENNTA TIL 1550
Kristján Eiríksson tók saman. 266
bls. Iðnú. Reykjavík, 1999.
ÁRIÐ 1933 gaf Guðni Jónsson
út Forníslenzka lestrarbók. Tutt-
ugu árum síðar kom út Sýnisbók
íslenzkra bókmennta sem Guðrún
P. Helgadóttir, Jón Jóhannesson
og Sigurður Nordal höfðu tekið
saman. Hún var að nokkru leyti
byggð á alþekktri Lestrarbók Nor-
dals og var lengi notuð. Þessi bók
Kristjáns Eiríkssonar nær til siða-
skipta eins og sýnisbók Guðrúnar,
Jóns og Nordals og líkist henni í
sumum greinum. Kristján gat því
haft fordæmin fyrir sér. En hann
upplýsir að sín bók sé sérstaklega
sniðin að námsefni því sem kennt
er í skólum um þessar mundir. Til
dæmis sé ekkert tekið upp úr
Snorra-Eddu þar sem hún sé víða
lesin í heild að undanskildum síð-
asta hlutanum.
Sýnisbók þessi hefst á Eddu-
kvæðum sem taka yfir sjötíu blaðs-
íður. Að gefa þeim svo mikið rúm
er fyllilega réttmætt. Eddukvæðin
em ekki aðeins okkar elstu bók-
menntir. Þau eru einnig samgerm-
anskur menningararfur. Sum
þeirra eru byggð á ævafornum arf-
sögnum, allt frá styrjöldum þeim,
sem háðar voru við við Húna, og
frá upphafi þjóðflutninga sem þá
fóra af stað. Mega undur heita að
sögur af fólki og atburðum, sem
gerðust svo löngu fyrir íslands
byggð, og það á svo fjarlægum
slóðum, skyldu varðveitast svo vel
og lengi uns þær voru að lokum
skráðar hér á bókfell. Svo lífseig
var munnlega geymdin. Því ber að
skipa kvæðunum fremst þegar tek-
in er saman bók af þessu tagi, svo
sem hér er og gert. Dróttkvæði
eru ekki prentuð þarna sérstak-
lega, þess í stað stuttir textar með
dróttkvæðavísum úr Islendinga-
sögum. Fljótt á litið sýnist hvergi
fullnægjandi að taka einungis upp
stutta þætti úr sögunum. En nem-
endum mun hvarvetna vera ætlað
að lesa einhverjar sagnanna í heilu
lagi og tekur efnið í sýnisbókinni
mið af því. Upp úr Sturlungu era
teknar frásagnirnar af Orlygs-
staðabardaga og Flugumýrar-
brennu. Vel valið. Hvorir tveggja
gefa hugmynd um ritið en lýsa auk
þess aldarandanum og þeim hrika-
legu atburðum sem skópu þjóðinni
örlög á Sturlungaöld. Undir þætti
úr fornaldarsögum og riddarasög-
um fara samtals röskar fjöratíu
síður, tvöfalt fleiri en undir Islend-
ingasögur. Það má kallast rausnar-
lega úthlutað. Hvorar tveggja töld-
ust til skemmtiiðnaðar síns tíma,
gagnstætt Islendingasögunum
sem að frumleika, fágun og list-
rænum tilþrifum jafnast á við það
besta sem samið var í Evrópu á
síðmiðöldum. Fornaldarsögurnar
voru að sönnu talsvert lesnar með-
an þessar gömlu bókmenntir voru
almennt hafðar um hönd, riddara-
sögurnar miklu síður. Enda er efni
þeirra fjarlægara. Nokkuð er
þarna tekið upp úr fornum dönsum
en harla lítið upp úr elstu rímun-
um, aðeins upphaf Skíðarímu og
Geirharðsrímna. Hin fyrrnefnda er
mjög skemmtileg, kveðin af ósvik-
inni hagmælsku og ort sem skop-
stæling að talið er. En ef til vill er
hún of löng til að rúmast í bók af
þessari stærð.
Óþarft mun að taka fram að
textar þeir, sem prentaðir era í
bók þessari, era langflestir til í
fleiri gerðum en einni. Rekist mað-
ur á annars konar orðfæri en hann
er vanur staldrar hann ósjálfrátt
við. í útgáfu Jóns Þorkelssonar af
Skíðarímu stendur t.d.: Hann ólst
upp í Hítardal, / hár á jungum
aldri. I sýnisbók þessari stendur
hins vegar hár á ungum aldri. Er
ekki sennilegt að jungum sé upp-
runalegra, hvað sem standa kann í
einhverjum handritum? Menn
voru strangir með stuðlasetning-
una í þá daga. Þar skyldi vera
hvorki of né van. Dæmi sem þetta
kunna að vera miklu fleiri; undir-
ritaður hefur ekki hirt um að
skyggnast eftir því. Öll helstu
fornritin eru líka til í svo vönduð-
um útgáfum að leitar og saman-
burðar gerist ekki þörf.
Það auðveldar notkun bókar
þessarar að skýringar eru hvar-
vetna prentaðar neðanmáls, hæfi-
lega ítarlegar að ætla má.
Kristján segir í formála að í
»bókmenntakennslu ætti að leggja
meiri áherslu á orðskýringar, mál-
fræði og stílfræði og þekkingu á
menningar- og hugmyndasögu
heldur en tíðkast hefur nú á seinni
áram«.
Tímabær er áminningin. Að
grauta í málfræði? Það er verra en
engin málfræði. Kennsla, sem
skortir markmið, er verri en engin.
Og skóli, sem gerir ekki kröfur,
veitir nemanda villandi leiðsögn
fyrir lífið. Góð lestrarbók er spor í
áttina. En notagildi hennar fer eft-
ir því hvernig á er haldið.
Erlendur Jónsson