Morgunblaðið - 09.11.1999, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 09.11.1999, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1999 B 7 Nýjar bækur • VONIN blíð er eftir William Heinesen í þýðingu Elíasar Mar. í fréttatilkynningu segii': „Arið 1669 kemur sóknarpresturinn Peder Börresen til Færeyja. Þetta er á tímum Gabels landstjóra, grimmdartímum sem kölluðu sára niðurlægingu yfír Færeyinga. Presturinn furðar sig á fátækt og lítilmótleika umhverfisins. En hörmungarnar sem mæta Börres- en presti fá hann til að rísa upp gegn ofureflinu. Bókin sækir fyrirmyndir tO raunverulegra atburða og sögu- legra persóna í fortíð Færeyinga. Bókin kom kom fyrst út á ís- lensku ái'ið 1970. Bókin er 425 bls. Verð: 1.599 kr. • LÍTTU ekki um öxl er eftir Karin Fossum í þýðingu Franziscu Gunnai-sdóttur. Lögreglan er kvödd til þegar iítil telpa hverfur í friðsælum norskum smábæ. Sama dag er tilkynnt að unglingsstúlka þar í bænum hafi fundist myrt í nágrenninu. Karin Fossum (f. 1954) hóf feril sinn sem ljóðskáld og eftir hana liggja þrjár ljóðabækur og tvö smá- sagnasöfn, en á síðustu árum hefur hún nær alfarið snúið sér að ritun spennusagna. Áður hefur komið út eftir hana sagan Augu Evu. Bókin 283 bls. Verð: 1.599 kr. • AUGUþín sáu migereftir Sjón. Smábær í neðra Saxlandi í Þýskalandi að næturlagi - er nokk- ur staður friðsælli og ólíklegri til tíðinda? En hvað ef þetta er á stríðsárunum og dularfullur maður er nýkominn á gistiheimili staðar- ins þar sem meðal annarra þjón- ustustúlkan Marie-Sophie gengur til verka? Og hvernig getur stúlkan orðið honum að liði? Sjón hlaut bókmenntaverðlaun DV árið 1995 fyrir bókina. Sagan hefur verið þýdd á sænsku og er væntaleg á fleiri tungumálum á næstunni. Bókin er231 bls. Verð: 1.399 kr. Útgefandi bókanna er Uglan - íslenski kiljuklúbburinn. Bækur- nar eru prentaðar í Danmörku. • MARARBÁR UR er ljóðasafn eftir Elías Mar. í bókinni er úrval ljóða frá árunum 1946-1998. í fréttatil- kynningu segir að Elías Mar muni vera kunn- astur af skáld- sögum sínurn, Vögguvísu og Sóleyjarsögu, en ljóðagerð hefur hann iðkað alla tíð og í þessari bók er að finna margt það sem þekktast er og ág- ætast af ljóðum hans auk nokk- urra þýðinga erlendra ljóða. Útgefandi erMál ogmenning. Bókin er 91 bls., prentuð í prentsmiðjunni Odda hf. Kápum- ynd er eftir Jón og Nönnu Reyk- dal. Verð: 2.980 kr. BÆKUR Sögur og Ijóð GLOTTí GOLUKALDANN Hákon Aðalsteinsson. Hörpuútgáf- an 1999,184 bls. FYRIR tveimur árum kom út endurminningabók Hákonar Að- alsteinssonar, Það var rosalegt, í letur færð af Sigurdóri Sigur- dórssyni. Það var skemmtileg bók og birtist Hákon þar lesendum sínum sem sagnamaður góður, húmoristi og snjall hagyrðingur. I þetta sinn grípur Hákon pennann sjálfur og sýnir að hann er einfær um að halda á honum svo að vel fari. I stærstu dráttum má skipta bók hans í tvo aðalhluta. I fyrri hlutanum er laust mál, smásögur, endurminningaþættir og einn frá- söguþáttur. I seinni hlutanum er Rifbjerg lítur um öxl Endurminningar danska höfundarins Klaus Rifbjergs og smásagnaúrval hans eru efni __ _ ___ greinar eftir Orn Olafsson. Rifbjerg er með afkastamestu höfundum, sískrifandi, en hefur líka sínar efasemdir um feril sinn. KLAUS Rifbjerg hefur verið einna mest áberandi danskra rit- höfunda á síðasta þriðjungi þess- arar aldar. Hann hefur ekki bara sent frá sér þrjú skáldverk árlega að meðaltali síðastliðna fjóra ára- tugi, skáldsögur, ljóðabækur, smá- sagnasöfn, heldur einnig leikrit, kvikmyndir, revíur, blaðagreinar, verið ritstjóri menningartímarits, útgáfustjóri stærsta forlagsins, Gyldendal, og áberandi í fjöl- miðlum, enda opinskár og beinsk- eyttur. Það er því með nokkurri eftirvæntingu um innsýn í danskt menningarlíf þessa tímabils sem opnuð er nýútkomin bók með end- urminningum hans. Þetta er furðustutt bók, aðeins 230 bls., og helmingurinn fjallar um bernsku- og unglingsár höf- undar. Það sýnir ræktarsemi við fjölskylduna, en undirritaður á svolítið erfitt með að sjá að það komi öðrum mikið við. Vissulega leggur Rifbjerg sig fram um að grípa tíðarandann, þau sérkenni siða, lífsvenja og aðstæðna sem síðan hafa breyst. Og það gerir hann raunar alla bókina í gegn. En flest er það kunnuglegt lesendum danskra bókmennta m.a. skáld- sagna Rifbjergs, og ekki sett fram á nýjan hátt hér. Rifbjerg er mjög opinskár og óhlífinn, segir t.d. frá framhjáhaldi sínu (og vina sinna), samviskubiti vegna þess og að hann hafi hvað eftir annað leitað til geðlæknis vegna sjálfsmorðsþráhyggju. Sá sagði hinsvegar að ekkert væri að honum annað en tímabundin streita sem fylgdi starfinu. Rif- bjerg segir og nokkuð frá ritstörf- um sínum og viðtökum verkanna, hann segist oft hafa heyrt að hann skrifi allt of mikið, og segist vita manna best, að margt af því sé ekki til frambúðar. En hann hafi þurft að skrifa allt þetta til þess að innanum og samanvið yrðu til var- anlegri verk, og töluvert sé nú af þeim líka. En þetta er síst af öllu drembilát frásögn, Rifbjerg er sí- fellt að draga fram veikleika sína og aðdáun á hæfileikum annarra og ágæti. Hann skýrir og langvist- ir sínar á Spáni með því að þar slapp hann við að leika þau hlut- verk sem hann sjálfur og aðrir höfðu komið honum í, þarna þekkti hann enginn, hann var bara „há- vaxni útlendingurinn“. Rifbjerg víkur að mörgum átakamálum undanfarinna ára- tuga, sem hann hefur tekið þátt í. Deilurnar um nútímamyndlist sem hófust þegar almenningur fór að telja sig dómbæran um það sem hann hafði hingað til álitið leikfang yfirstéttarinnar. 68-strauminn sem Rifbjerg fylgdi framanaf eða leiddi að nokkru, en fannst síðan fara oft út í öfgar listhaturs og ein- ræðistilhneiginga. Hann segist hafa valdið endurnýjun danskra bókmennta ásamt vini sínum Leif Panduro m.a., en rekur lítt í hverju þær nýjungar hafi falist. Ennfremur rekur Rifbjerg hvern- ig hann hlaut smám saman frægð, frama og auð með mikilli sölu bóka sinna, jafnvel ljóðabóka. Ennfrem- ur þá öfund sem þetta vakti, of- sóknir lýðskrumsblaðsins Ekstrabladet t.d. En hann fer gremjulega fljótt yfir sögu fyrir þá sem ekki þekkja þetta þeim mun betur. Satt að segja er eins og hann skrifi þetta allt fyrir sig sjálfan og sína nánustu. Auk þess er bókin óskipuleg, stokkið fram og aftur í tima og afar mikið um endurtekningar. Hún er semsé einskonar rabb við góðkunningja. Skondið var að lesa ritdóm Jens Kistrup, eins helsta leiklistargagn- rýnanda Dana og jafnaldra Rif- bjergs. Eftir að hann hefur rakið flestar þær takmarkanir sem hér að framan ræðir, klykkir hann út með því að segja, röksemdalaust, að bókin sé meistaraverk sem sjálfsævisaga og lýsing þessa tímaskeiðs. Tíðarandinn gripinn í vor birtist svo smásagnaúrval Rifbjergs, Kort sagt, það hefur hann sjálfur valið úr tug smá- sagnasafna sinna frá aldarþriðj- unginum 1964-97. Þetta eru 27 sögur á 270 bls., og vissulega með ýmsu móti. Þó finnst mér mega tala um sameiginlega meginstefnu eða aðferð. Oftast gerist ekki neitt sem valdi hvörfum í atburðarás eða aðstæðum, sögupersónur eru í sömu sporum í lok sögu og þær voru í upphafi hennar. Þetta veld- ur óhjákvæmilega tilfinningu sem líka oft er orðuð, að allt sé óbreyt- anlegt, fólk sitji fast í skorðum þjóðfélagsins eða fjölskyldunnar. Skáldmæltur sagnamaður aðallega bundið mál, þó að nokkurt lausa- mál sé einnig, aðal- lega skýringar. Bundna málið er af ýmsum toga: stakar vísur, gamanbragir og alvarleg kvæði, nokkur afmælis- og kveðjuljóðmæli. Smásögurnar eru allar prýðisvel skrif- aðar, en mismunandi efnismiklar. Fyrsta sagan, Hinn forboðni ávöxtur, og sú lengsta gæti hæglega verið uppistaða í heila skáldsögu og Hákon Aðalsteinsson hefði kannski orðið það í meðförum sumra. Aðrar segja frá kúnstugum og gamansömum at- burðum, svo sem sagan Af jörðu ertu kominn, Spilað á jól- anótt og Eyjan í norðri. Má ætla að þar styðjist höfundur við raunverulega at- burði og spinni út frá þeim. Þá eru tveir stuttir endurminn- ingaþættir, að mér virðist. Þáttur af Þorsteini á Kleif er vafalaust sannsögu- Klaus Rifbjerg Skýrast er þetta í lýsingu á alka sem telur sig geta hætt að drekka af sjálfsdáðum, ef hann bara ferð- ast burt frá öllu í sínu venjulega umhverfi. Sjálfsblekkingu hans er fylgt lið fyrir lið, alveg að fyrsta sopa úr viskíflöskunni, en síðan óráði hans og kvöl. I þessum sög- um eru fyrst og fremst mjög ná- kvæmar lýsingar á hversdagsleg- um hlutum og athöfnum, oft einhverju sem nú er horfið, leitast er við að grípa tíðarandann, einnig í orðalagi sem þá tíðkaðist. En samtímanum er lýst á sama hátt, og þetta er í rauninni aðferð ljóð- skálda. Munurinn er bara sá, að í ljóðum er miklu minna mál, og það er hnitað um eitthvert meginat- riði. Enda finnst mér Rifbjerg miklu merkara ljóðskáld en sagna- skáld. Þegar sjónum er einkum beint að einhverju dæmigerðu, einkennandi, þá er oft stutt í klisj- ur, óskáldlegar alhæfingar. Hinu bregður þó líka fyrir, að glitri á nánast ljóðrænar myndir, einnig í sögunum. Algengast hefur verið að nota slíkar myndrænar lýsingar þar til að sýna sálarlíf fólks óbeint, en hér finnst mér meira bera á því að sýna tilfinningalausa hlutver- una sem andstæðu sálarlífs. En hvað sem öllu þessu líður, má segja að þessar sögur séu at- hyglisverðar bókmenntalegar til- raunir, til að hvarfla milli bók- menntagi'eina. Vænti ég að það höfði til margs íslensks bók- menntafólks. leg frásögn af sérkennilegum manni. Ein sutt smásaga, Heiðin og drengurinn, sker sig úr öðrum. Þar slær höfundur alvarlegan tón. Bundna málið er allmikið og tekur yfir allan seinni hluta bók- arinnar. Mikið af því er í gamans- ömum og hnyttnum anda og lýsir snjöllum og hugkvæmum hagyrð- ingi, sem hefur glöggt auga fyrir því hvar feitt er á stykkinu. Inni á milli eru svo kvæði alvarlegs eðlis eða af ljóðrænum toga. Þar er um meira en hagmælsku að ræða. Skáldlegir neistar fljúga. I bókinni eru allmargar ágætar teikningar gerðar af Erlu Sigurð- ardóttur. Eg hafði gaman af að lesa þessa bók og get því tekið undir það, sem stendur á bókarkápu. „Þetta er skemmtileg bók, sem getur komið öllum til að brosa í kampinn og „glotta í golu- kaldann". Sigurjón Björnsson Nýjar bækur Líf fólks- ins á Hlað- hömrum • HLAÐHAMRAR er skáldsaga eftir Björn Th. Björnsson, byggð á þjóðsögunni Sögubrot af Árna á Hlaðhömrum. En þar segir af stórlyndum og heiftræknum bónda sem myrðir tengda- son sinn með grimmilegum hætti: stingur hann átján sinn- um með hnífi í kviðinn. Guð- rúnu dóttur hansjþótti síðan dauðadómurinn yfir Árna of linur og krafði yfir- völd þess réttlætis að faðir hennar yrði líflátinn með sama hætti og hann myrti Jón, mann hennar, og síðan brenndur til ösku. Mála- fylgja Guðrúnar var slík að dóm- endur urðu við ósk hennar. í fréttatilkynningu segir að af skáldlegu innsæi og sögulegri þekkingu lýsi Björn stoltu fólki og lítilmennum, brjóstgóðu fólki og illgjörnu sem framar öllu reynir að knésetja náungann. En ekki síst fjalli þessi saga um hið flókna samspil mannlegs eðlis og harðn- eskjulegrar náttúru. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er212 bls, unnin íprentsm- iðjunni Odda hf. Kápuna gerði Guðjón Ketilsson. Verð: 3.980 kr. • SVIPTINGAR á sjávarslóð er minningabók eftir Höskuld Skarphéðinsson, fyrrverandi skip- herra. í fréttatil- kynningu segir: „Airið 1958 steig ungur stýrimað- ur um borð í Maríu Júlíu, eitt af varðskipum Landhelgisgæsl- unnar, og varla hafði hann lært að rata um skip- ið þegar til átaka kom við Breta og Þjóðverja um 12 mílna landhelgi Islendinga. Fyrsta ~ landhelgisstríð okkar var hafið.“ I tæp fjörutíu ár starfaði Hösk- uldur í flota Landhelgisgæslunn- ar. Hann hóf störf á smæstu skip- um gæslunnar, var á miðjum vettvangi í öllum landhelgisátök- um íslendinga og lauk ferli sínum sem skipherra á flaggskipinu Tý eftir farsælan og viðburðaríkan starfsdag. Rauði þráðurinn í minningasögu Höskuldar er ósvikið yfírlætisleysi og einlæg samúð hins lífsreynda sjómanns með öllum þeim sem þjást og þola. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 223 bls., unnin í prentsmiðjunni Odda hf. Kápum- ynd gerði Guðjón Ketilsson. Verð: v 4.280 kr. HRINGFERLI er níunda ljóðabók Hallbergs Hallmundssonar. í bókinni eru 40 Ijóð og segir í fréttatilkynningu að hér heyrum við rödd leitandans - einfarans, sem stundum hefurvillst af leið, gengið hring eftir hring og fundist hann vera týndur. Það er rödd roskins -x manns sem lítur til baka af nokk- urri viðkvæmni og angurværð. Útgefandi er Brú. Bókin er56 bls., unnin íStensil hf. Dreifmgu annast Ormstunga, Austurströnd 3, Scltjarnarnesi. Verð: 1.090 kr. V Björn Th. Björnsson Hallberg Hallinundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.