Morgunblaðið - 09.11.1999, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 09.11.1999, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1999 C 3 KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Kristján Hermann á hér í höggi við Darren Huckerby, hinn sprettharða framherja Leeds - og hafði hér betur sem oftar i leiknum. Jens Martin hjá Ayr JENS Martin Knudsen, markvörður og þjálfari Leifturs frá Ólafsfirði, er staddur hjá skoska 1. deildarliðinu Ayr United til reynslu. Skoska liðið vantar sárlega markvörð því það seldi aðalmarkvörð Iþess og varamarkvörður- inn er meiddur. Ef Ayr vill fá Jens Martin verður hann leigður frá Leiftri fram í mars en þá kemur i hann til Islands til þess að taka við þjálfun Ólafsfjarð- arliðsins. Leiftur samdi um helgina | við færeyska landsliðs- manninn Sámal Joensen, en I hann er þriðji færeyski I1 landsliðsmaðurinn hjá fé- laginu. Hinir eru Jens Martin Knudsen og Jens Erik Rasmussen. Hlynur Birgisson, leik- ; maður Leifturs, var hjá í skoska úrvalsdeildarliðinu Dundee fyrir skömmu en er ! kominn aftur til landsins. Morgunblaðið/Kristján Hermann er alls ekki á þeim buxunum að gefast upp í baráttu við farmherjann Harry Kewell, sem varð að játa sig sigraðan. Jóhannes hættir hjá ÍBV JÓHANNES Ólafsson er hættur sem formaður knattspyrnu- deildar ÍBV eftir 10 ára starf. Jóhannes tilkynnti það á loka- hófi knattspyrnudeildar félags- ins sem haldið var á dögunum. Jóhannes, sem starfað hefur í stjórn ÍBV frá 1987, sagði að það yrði erfitt fyrir sig að hætta öllum afskiptum af knattspyrnumálum, en að hann myndi sennilega sinna þeim með öðrum hætti fram- vegis. etta hefur verið annasamur en ánægjulegur tími enda hefur fé- lagið uppskorið ríkulega á síðustu árum; einu sinni hefur það orðið Is- landsmeistari og tvisvar bikarmeist- ari. Þá hefur liðið leikið marga eftir- minnilega leiki, bæði í Evrópukeppni og einnig dramatíska leiki sem skiptu sköpum um hvort það félli úr efstu deild. Þá má ekki gleyma þvi að ég hef eignast marga góða vini í kringum starfið.“ Jóhannes sagði ekki ljóst hver tæki við starfi formanns deildarinnar en það réðist af því hvort félagið yrði hlutafélagavætt. Hlutafjárvæðingaráform lögð fyrir aðalfund ÍBV Aðalstjórn IBV og knattspyrnu- deildar félagsins hafa skipað nefnd sem vinna á að undirbúningi að því hvernig staðið verði að fyrirhugaðri hlutafjárvæðingu knattspyrnudeild- ar. Nefndin, sem skipuð er stjórnar- mönnum aðalstjórnar og knatt- spyrnudeildar, vinnur meðal annars að því að fá fólk í stjórnir fyrirhug- aðs rekstrarfélags og knattspyrnu- deildar. Jóhannes sagði að aðalfundur fé- lagsins þyrfti að samþykkja fyrir- hugaða hlutafjárvæðingu, en fundur þessi yi’ði að öllum líkindum haldinn í þessum mánuði. „Það eru skiptar skoðanir um hvort við eigum að fara þessa leið, en ég tel það ótvíræðan kost fyrir félagið. Rekstur knatt- spyrnudeildar er viðamikill og fer vaxandi og því nauðsynlegt að stíga slíkt skref.“ Eiður Smári á skot- skónum EIÐUR Smári Guðjohnsen var enn á skotskónum um helgina er Bolton Wanderers sigraði Crystal Palace 2:0 í 1. deildinni. Bolton var sterkari aðilinn í lciknum og Eiður Smári fékk nokkur ágæl færi áður en honum tókst að koma kncttinum í netið í seinni hálfleik. Daninn Claus Jen- sen bætti svo öðru marki við undir lokin. Guðni Bergsson var að venju í vörn Bolton og fékk að líta gula spjaldið. Við sig- urinn færðist Bolton upp í deildinni - er nú í 11. sæti með 23 stig eftir 16 leiki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.