Morgunblaðið - 09.11.1999, Side 5

Morgunblaðið - 09.11.1999, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1999 C 5 Freddie skallaði mig ekki DAVID Ginola, Frakkinn snjalli í liði Tottenham, bauðst í gær tii að styðja Arsenal ef það áfrýjaði hugsanlegnm úr- skurði um leikbann Svíans Fredriks Ljungberg, en dóm- arinn David Elleray sýndi honum rauða spjaidið í Ieik liðanna tveggja í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Gaf Elleray til kynna að Ljungberg hefði verið vísað af velli fyrir að skalla Ginola, en Frakkinn neitaði því. „Freddie skallaði mig ekki. Ég vissi ekki að hann hefði verið rekinn útaf fyrir það. Ég skal glaður segja enska knattspyrnusam- bandinu frá þessu. Ég var að- eins að fylgjast með gangi mála þegar ég fékk eitthvað í andlitið," sagði Ginola. Hann hlaut áverka á enni og sögðu starfsmenn vallarins að ein- hver áhorfenda hefði kastað smápeningi í höfuð Frakkans. En þótt dómstóllinn úrskurði að Ljungberg hafi ekki ráðist að Ginola gæti hann enn verið í vanda vegna hegðunar sinn- ar í garð áhorfenda er hann gekk af velli. Leikmenn Arsenal sáu rautt Handagangur var í öskjunni er Tottenham og Arsenal mættust í magn- þrungnum nágrannaslag á White Hart Lane, heimavelli fýrrnefnda liðsins í norðurhluta Lundúnaborgar á sunnudag. Heimamenn höfðu betur, 2:1, eftir að tveir ieikmenn Arsenal höfðu fengið rautt spjald - Svíinn Fredrik Ljungberg fyrir meinta árás á David Ginola og varnarmaðurinn Martin Keown, sem fékk tvisvar að líta gula spjaldið. Manchester United komst upp fyrir Leeds United með 2:0-sigri á Leicester City á Old Trafford. Andy Cole gerði bæði mörkin og var annað þeirra sérlega glæsilegt. Aðeins níu leikmenn Arsenal voru eftir innan vallar er flaut- að var til loka leiks þeirra við Tottenham, þar sem kappið varð á stundum meira en forsjáin. Þetta var í fyrsta sinn sem Arsene Wen- ger tapar fyrir Tottenham. David FOLK ■ JÓHANN B. Guðimindsson var ekki í leikmannahópi Watford gegn Sheffield Wednesday í slag botn- liðanna. ■ ARNAR Gunnlaugsson var heldur ekki í leikmannahópi Leicester sem tapaði á Old Traf- ford fyrir Man. Utd., 2:0. ■ BJARNÓLFUR Lárusson lék allan tímann með Walsall sem tap- aði á útivelli fyrir Charlton, 2:1. Sigurður Ragnar Eyjólfsson sat á varamannabekknum allan tímann. ■ LÁRUS Orri Sigurðsson var í liði West Bromwich Albion sem steinlá fyrir Tranmere, 3:0. Lítið gengur hjá WBA þessa dagana og nálgast liðið nú botnbaráttu 1. deildar, þar sem fyrir er Walsall meðal annarra liða. ■ BRENTFORD hyggst fylla skarð Hermanns Hreiðarssonar í vörninni með suður afriska varn- armanninum Mark Arber. Sá er 22 ára og hóf ferlinn hjá Tottenham. ■ PRESTON North End gerði 2:2- jafntefli á.laugardag og er enn í toppbaráttu 2. deildar - fyrir ofan Stoke City og Brentford. Enn fékk þó Bjarki Gunnlaugsson ekki tæki- færi í byrjunarliðinu, hann kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. ■ IVAR Inginmrsson lék sinn ann- an leik með Torquay í 3. deildinni í l:0-sigri á Rochdale. Með sigrinum komst Tor()uay í 4. sæti deildar- innar. ívar leikur næstu þrjár vik- urnar með liðinu, en þá heldur hann til Brentford í 2. deild sem keypti hann á dögunum frá ÍBV. Elleray dómari lyfti gula spjaldinu ellefu sinn- um. Tvö þeirra voru ætluð Martin Keown, en alls fékk Arsenal sex spjaldanna. Steffen Iversen og Tim Sherwood gerðu mörk Tottenham snemma leiks. Munurinn reyndist Arsenal um megn, sérstaklegar eftir brottvísun Ljungbergs á 52. mínútu. Þegar Keown hlaut sömu refsingu eftir viðskipti sín við varamanninn José Dominguez virtust úrslitin ráðin. Arsenal reyndist erfitt að sækja að marki Tottenham og tókst lengi vel ekki að komast í ná- vígi við öftustu varnarlínu heimamanna. En eftir mark Sherwoods mátti merkja gamalkunna bar- áttugleði Arsenal og er Patrick Viera skoraði með skalla í stöng og inn var leikurinn í járnum á ný. Eftir að Ljungberg var rekinn af velli þurfti Elleray dómari oft að grípa til gula spjaldsins. Viera fékk enn eitt gula spjaldið sitt fyrir mót- mæli rétt eftir að Keown hafði brotið gróflega á Iversen. Viera átti að hefja afplánun sex leikja banns næstkomandi fímmtudag fyrir að hafa hrækt á Neil Ruddock á dögunum, en nú hefur bannið lengst um einn leik til viðbótar, þar sem Viera fékk fimmta gula spjaldið sitt á tímabilinu í leiknum á sunnudag. Hans verður eflaust sárt saknað, því hann var driffjöðurin í leik Arsenal síðustu þrjátíu mínútur leiksins er Arsenal, manni færra, réð gangi mála á miðjunni. Leikmenn Tottenham vörðust af miklum móð undir lokin, en geta þakkað markverði sínum, Ian Walker, að erkifjendur þeirra jöfnuðu ekki metin. Tvívegis varði hann glæsilega - frá Marc Overmars og Davor Suker, varamann Kanu sem hafði verið inná í fjórar mínútur. Reuters Tim Sherwood fagnar marki sínu gegn Arsenal á White Hart Lane á sunnudag. Andy Cole átti stórleik og gerði stórglæsilegt mark með hjólhestaspyrnu er Manchester United bar sigurorð af Leicester á laugardag og komst þannig í efsta sæti úrvalsdeildar. Markið færði meisturunum eins marks forystu og hann bætti um betur undir lok leiksins með öllu hefð- bundnara marki. Fyrra markið kom eftir send- ingu Phil Neville, sem Ole Gunnar Solskjær framlengdi með skalla. Skot Coles hafnaði fyrst í markstöng Leicester og þaðan fór boltinn í markið. Leikmenn Manchester voru oftsinnis nærri því að bæta fleiri mörkum við. Mickael Silvestre, Jaap Stam, Paul Scholes og Dwight Yorke léku allir með liðinu á ný eftir að hafa misst af leik þess við Sturm Graz frá Austurríki í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Martin O’Neill, knattspyrnustjóri Leicester, hélt sig við sama byrjunarlið og hafði komið félaginu í fímmta sæti ún'alsdeildar fyrir viðureignina. Chelsea batt enda á röð tapleikja í úrvals- deildinni er liðið gerði markalaust jafntefli við West Ham á Stamford Bridge. Chelsea hafði tapað þremur deildarleikjum. Brottrekstur Chile-búans Javier Margas fimm mínútum fyr- ir leikslok var eina markverða atvikið. Alan Shearer, fyrirliði enska landsliðgins og Newcastle, skoraði enn og aftur er lið hans gerði jafntefli við Everton á heimavelli. Shear- er skoraði úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálf- leiks, en Kevin Campbell jafnaði um fimmtán mínútum síðar með sjöunda marki sínu á keppnistímabilinu. Raul „bjargvættur" Real REAL Madrid varð fyrst til að vinna „spútnisklið“ Rayo Val- lecano í spænsku knattspyrnunni, vann 2:1 um helgina. Barcelona tapaði óvænt fyrir Malaga á heimavelli og missti þar með af efsta sætinu. Raul Gonzalez tryggði sigur Real Madrid á Rayo Vallecano með því að skora þriðja mark liðsins þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Hann hefur nú gert sex mörk á tímabilinu og hafa fimm þeirra komið þegar minna en tíu mínútur eru eftir og hann því réttilega nefndur „bjargvætturinn". Þetta var mikilvægur sigur, enda sá fyrsti í níu leikjum og John Toshack þjálf- ari gat andað léttar. Rayo byrjaði leikinn vel og komst í 2:0 með mörkum Jordi Ferron og Julio Canabal í fyrri hálfleik. Fern- ando Morientes minnkaði muninn í 2:1 í upphafi síðari hálfleiks, en síð- an var hann rekinn út af á 59. mín- útu. Einum leikmanni fæn-i bættu Madrid-menn við tveimur mörkum. Fernando Hierro skoraði úr víta- spyrnu, sem dæmd var fyrir brot á Raul, sem skoraði síðan sjálfur sig- urmarkið. „Raul er einn besti leikmaður ver- aldai’ um þessar mundir. Það er ekk- ert hægt að gera til að stöðva hann. Það var fyrst og fremst hann sem vann leikinn fyrir Real Madrid," sagði Juande Ramos, þjálfari Rayo. Bai-celona tapaði fyrsta heima- leiknum á tímabilinu er Malaga kom í heimsókn og tók öD stigin og vann 2:1. Portúgalinn Edgar Carvalho og Brasilíumaðurinn Catanha voru mjög ógnandi í liði Malaga, sem vann verðskuldað. Joaquin Agostin- ho skoraði fyi-ra mark Malaga eftir sendingu Carvalho á áttundu mín- útu og það liðu ekki nema fimm mínútur þai- tO gestirnir vora komnir í 2:0 með marki frá Vicente Valcarce. Hollenski vai-narmaður- inn Winston Bogarde gerði eina mark Börsunga eftir hálftíma leik. „Sigurinn var sanngjarn. Það vai- ekki vegna þess að Barcelona var að spila illa, heldur vorum við að leika frábærlega," sagði Joaquin Peiro, þjálfai-i Malaga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.