Morgunblaðið - 09.11.1999, Page 6

Morgunblaðið - 09.11.1999, Page 6
6 C ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1999 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn Anatolis Fedjúkin, þjálfari Framliðsins. Engu við að ATHYGLISVERT er að fylgj- ast með vinnubrögðum hins rússneska þjálfara Framara, Anatolis Fedjúkins. Sá sat sallardlegur á varamanna- bekknum fyrir leikinn meðan leikmenn hans voru inni í bún- ingsklefa að gera sig klára í átökin. Greinilegt var að Fe- djúkin hafði engu við að bæta því sem farið hafði fram á æf- ingum dagana á undan. Ekk- ert var ákveðið á síðustu stundu. Þegar í leikinn kom var hins vegar allt annað uppi á teningnum. Þá fdr Fedjúkin mikinn; baðaði út öllum öng- um og hvatti menn dspart til dáða. Takmörkuð tungumála- kunnátta hans kemur í veg fyrir margbreytilegar skipan- ir, svona fyrst f stað, en þeim mun meira fdr fyrir orðunum bæta pass og fríkast. Og þeim beitti Fedjúkin dspart. Leikmenn Safamýrarliðsins segja raunar að mjög vel gangi að skilja lærimeistar- ann, þrdað hafi verið nýtt tungumál, sk. „framíska" sem dugi vel til síns brúks. Mun hún standa saman af ensku, þýsku með samkrulli af ís- lensku og lærast fljdtt. Segja Framarar. Evia menn V stýfðir HAUKAR lyftu sér upp í miðja deild með öruggum og nokkuð auðveldum sigri á döpru liði Eyjamanna í íþróttahúsinu við Strandgötu á sunnudaginn, lokatölur 28:21. Leikmenn Hauka voru með forystu allan leikinn og aðeins einu sinni var jafnræði með liðunum, það var rétt í upphafi í stöðunni 1:1. Eftir það réðu leikmenn ÍBV ekkert við gestgjafa sína og tókst aldrei að ógna þeim að ráði. Segja má að leikmenn Hauka hafí vængstýft lið ÍBV strax í upphafi með því að taka Guðfínn Kristmanns- son úr umferð frá lvar fyrstu mínútu og Benediktsson leika síðan öfluga og skrifar hreyfanlega fímm manna vöm þar fyrir aftan. Þetta óvænta útspil Guðmund- ar Karlssonar, þjálfara Hauka, í byijun kom Eyjamönnum algjörlega í opna skjöldu, alltjent áttu þeir enga ása upp í erminni. Sóknarleikur gest- anna var bitlítill og hugmyndasnauð- ur. Haukar nýttu sér þar hins vegar vel að Eyjamenn voru sem slegnir út af laginu, skoruðu tvö af fyrstu fjór- um mörkum sínum úr hraðaupj)- hlaupi og náðu þar strax öruggri for- ystu, 4:1. Héldu þeir áfram að bæta smátt og smátt við gegn ráðþrota liði IBV og eftir 20 mínútna leik var staðan, 14:8.1 kjölfar þess að Haukar urðu einum leikmanni fátækari um tíma tókst liðsmönnum IBV að skora þrjú mörk í röð og minnka muninn í þijú mörk, 14:11, og 15:13 skömmu fyrir leikhlé, en þá stóð, 17:13. Fyrri hluti síðari hálfleikur var einn sá lakasti sem þessi lið hafa lengi leikið og um tíma gerðu leik- menn sig seka um að gera nær ein- tóma vitleysu. Hver sóknin rann út í sandinn eftir að dómararnir urðu að grípa í taumana og dæma ruðning, ólöglega hindrun, línu og skref, ellegar þá að knettinum var annað- hvort hent óyfirvegað að markinu eða í hendur andstæðinganna. Sem dæmi má nefna að af fyrstu þrettán sóknum ÍBV tókst leikmönnum að- eins að skora í tvígang. Þessi slaka sóknamýting verður ekki alfarið skrifuð á dómara leiksins, sem Eyja- menn voru á stundum með réttu ósáttir við. Haukar voru litlu betri, liðið gerði aðeins 5 mörk úr fyrstu þrettán upphlaupunum. Haukum tókst heldur að hrista af sér slenið á lokakaflanum og bæta nokkuð leik sinn, vörnin var nokkuð sterk og sóknarleikurinn var oft og tíðum auðveldur gegn hriplekri vörn IBV og verða markverðir liðsins seint öfundaðir af því að standa henni að baki. Sem fyrr segir gekk herbragð Hauka algjörlega upp, að taka Guð- finn úr umferð frá upphafi til enda. Aðrir sóknarmenn Eyjamanna höfðu ekki burði til þess að taka við hlutverki hans. Litháinn Aurímas Frovolas náði sér ekki á strik í sín- um fyrsta leik með liðinu og Miro Barisic og Sigurður Bragason reyndu að klóra í bakkann án árang- urs. Engu máli skipti hvernig Eyja- menn stilltu upp vörn sinni, engin þeirra hreif á sóknarmenn Hauka. Láti leikmenn Hauka skynsemi og aga ráða ferð í leik sínum geta þeir og eiga að vera í hópi efstu liða. Hins vegar er voðinn vís þegar þeir láta eftir sér að falla niður á sama plan og slakur andstæðingurinn eins og þeir gerðu sig á tíðum seka um að þessu sinni. Njörður Árnason, hornamaður Fraffl Lárusi Long ref fyrir rass og sendir k sem átti erfitt upp Bergs loka Valsr VALSMENN voru nálægt því að verða fyrstir til að vinna íslands- meistara Aftureldingar er liðin mættust að Hlíðarenda á laugar- daginn. Þegar fjórar mínútur voru eftir hafði Valur yfir, 21:20, og mikil spenna í íþróttahúsinu. Þá tók Bergsveinn Bergsveinsson, mark- vörður, til sinna ráða og lokaði markinu og Afturelding fagnaði sigri, 21:23. Staðan í hálfleik var 8:11 fyrir Mosfellinga. Við þurftum að hafa verulega fyrir sigrinum. Ungu strákarnir hjá Val eru orðnir mjög góðir og spila skynsam- lega. Þeir spiluðu langar Vaiur B sóknir og það pirraði okkur Jónatansson svolítið um tíma,“ sagði skrifar Bergsveinn hetja Mosfell- inga. „Ég fékk ekki mörg skot á mig í fyrri hálfleik því vörnin tók flest þeirra og eins voru þeir að skjóta í stangirnar og framhjá. Ég varði hins veg- ar mikilvæg skot á lokamínútunum og ég er ánægður með það. Þetta var skemmti- legur og spennandi leikur." Fyrri hálfleikur einkenndist af sterkum varnarleik beggja liða. Valsmenn byrjuðu með framliggjandi vörn, en breyttu í flata vörn eftir að staðan var orðin 10:5 fyrir Aftureldingu. Með breyttri vöm og meiri baráttu náðu Valsmenn að saxa á forskot- ið fyrir leikhlé, 8:11. Heimamenn héldu uppteknum hætti og voru búnir að jafna eftir aðeins sex mínút- ur í síðari hálfleik, 12:12. Markús Máni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.