Morgunblaðið - 09.11.1999, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1999 C 7
HANDKNATTLEIKUR
Sætur sigur
SEBASTÍAN Alexandersson, markvörður Framara, var afar kát-
ur í Ieikslok. Stórsigur á FH enda staðreynd og annað sæti í deild-
inni.
„Þetta var Ijúfiir sigur. Fyrirfram minntumst við á leikina í úr-
slitakeppninni sl. vor og að gaman væri að koma fram hefndum.
Hins vegar lögðum við einnig áherslu á að nú væri nýtt mót, ný
markmið. Aðalatriðið var auðvitað að landa stigunum tveimur
hér á heimavelli," sagði Sebastían.
Markvörðurinn varði alls sautján skot, þar af eitt vítakast, en
var samt sem áður hógværðin uppmáluð. „Þetta var allt vörninni
að þakka,“ sagði hann. „Ég var lengi í gang, varði fyrsta skotið
ekki fyrr en talsvert var liðið á leikinn og vantaði einhvern bar-
áttuhug. Svo small þetta saman, fyrst og fremst fyrir góðan vam-
arleik og eftirleikurinn var góður.“
Sebastían kvað góða stemmningu vera innan herbúða Fram,
menn væm ákveðnir í að gera sitt besta. Sjálfur sagðist hann
þokkalega ánægður með eigin frammistöðu; hann þyrfti þó að
laga þann mun sem væri á frammistöðunni í heima- og útileikjum.
Vilhelm sá
stiörnur
VILHELM S. Sigurðsson, leik-
maður Fram, sá stjörnur undir
lok leiksins í gærkvöldi - hann
fékk sannkallað þmmuskot beint
í andlitið af mjög stuttu færi. Vil-
helm var fórnarlamb eigin sam-
herja, hins litháíska Robertas,
sem hreinlega fór á kostum í
leiknum og skoraði mörk í öllum
regnbogans litum. Sérstaklega
var tekið eftir því hve skotfastur
Robertas er og Vilhelm S. getur
manna best verið til vitnis um
það.
Vilhelm var aðstoðaður af leik-
velli og þurfti hann dágóðan tíma
til að ná áttum á hliðarlínunni á
eftir. Er líklegt að hann verði
ekki í vegi fyrir þrumuskotum
félaga síns alveg á næstunni.
Morgunblaðið/Sverrir
i, kominn á auðan sjó - hefur skotið
nöttinn fram hjá Edigijus Petkevicius,
dráttar í marki FH.
i
veinn
iði á
nenn
Michaels kom inn á hjá Val og fór mikinn
í sókninni. Hann skoraði fimm glæsileg
mörk og þegar stutt var eftir virtust Vals-
menn búnir að ná undirtökunum. Meist-
aramir voru hins vegar ekki á því og með
góðri markvörslu Bergsveins tókst þeim
að innbyrða sjötta sigurinn í deildinni.
Valsliðið sýndi ágætan leik á köflum og
aðeins herslumuninn vantaði að þessu
sinni. Júlíus Jónasson var sterkur, sér-
staklega í vörninni. Þá var innkoma
Markúsar góð. Það fór lítið fyrir horna-
mönnunum og vakti það furðu að leikmað-
urinn stórefnilegi, Bjarki Sigurðsson, var
ekki með nema aðeins síðustu mínúturn-
ar, en hann átti stórleik gegn Víkingi á
dögunum.
Þegar allt virtist vera að fjara út hjá
Mosfellingum sýndi þeir styrk eins og
sönnum meisturum sæmir. Varnarleikur-
inn var sterkur allan tímann, en sóknar-
leikurinn frekar fálmkenndur. Leik-
stjómandinn Gintaras komst vel frá
leiknum og er hann greinlega að komast í
ágæta æfingu eftir meiðsl. Magnús Már
er orðinn gríðarlega öflugur línumaður og
bregst aldrei. Hann skoraði 5 mörk og
fiskaði fjögur vítaköst. Bjarki var góður í
fyrri hálfleik, en komst lítt áleiðis í þeim
síðari. Þá er áður getið um frammistöðu
Bergsveins sem reið baggamuninn í lokin.
Hornamennirnir, Jón Andri og Þorkell,
vora klipptir út úr sóknarleiknum og
komust ekki á blað.
Framarar komu
fram hefndum
FRAMARAR voru grátt leiknir af FH-ingum í úrslitakeppninni í
handknattleik sl vor, var þá sagt að „gömlu“ mennirnir í Hafn-
arfjarðarliðinu hefðu leikið með hjartanu og unnið leikmenn
„peningaliðsins". Á sunnudag komu Safamýrarsveinar fram
hefndum - voru sterkari á öllum sviðum íþróttarinnar og virð-
ast til alls líklegir í vetur.
Björn Ingi
Hrafnsson
skrífar
■ Urslit/ B10
■ Staðan/BIO
Fyrirfram var búist við spenn-
andi leik, enda bæði lið átt
ágæta spretti í fyrstu leikjum ís-
landsmótsins. Leik-
urinn var enda jafn
framan af, fremur
hraður og ekki mikið
um varnartilþrif.
Eftir ríflega sjöttung náðu gest-
irnir eins marks forystu, 6:7, en þá
sögðu heimamenn hingað og ekki
lengra; tóku harðar á í vöminni og
sigu hratt og næsta örugglega
fram úr. Hafnfirðingar náðu ekki
að skora úr átta næstu sóknum
sínum og Framarar skoruðu sex
mörk í röð, náðu afgerandi forystu
og höfðu yfir í leikhléi, 17:12.
Mikill munur í leikhléi slakaði
ögn á spennustiginu í Safamýrar-
höllinni, en Hjörtur hornamaður
Hinriksson gaf þó tóninn með lag-
legu marki í upphafi síðari hálf-
leik og munurinn alls ekki óbrú-
anlegur; fjögur mörk. Litháinn
Robertas svaraði fyrir Framara
með þrumuskoti, en í kjölfarið
komu tvö mörk Hafnfirðinga og
Götóttar
varnir í
Digranesi
NAFNARNIR og markverðirnir Hlynur Jóhannesson hjá HK og
Morthens hjá Víkingum voru í aðalhlutverkum þegar lið þeirra
áttu við í Digranesi á laugardaginn. Leikurinn sjálfur verður ekki
lengi í minnum hafður, einkenndist mest af baráttu og götóttum
vörnum svo að þeir nafnar fengu gott tækifæri til að láta Ijós sitt
skína en að lokum hafði HK sigur, 25:22.
skyndilega var komin spenna í
einvígið - munurinn þrjú mörk.
Fumleysið sem einkennt hafði
leik Framara hvarf skyndilega,
stórskyttan Gunnar Berg Viktors-
son skaut fjórum sinnum framhjá
á stuttum kafla. Hafnfirðingar
höfðu hins vegar enga burði til að
fylgja þessu eftir; Frömurum óx
ásmegin á nýjan leik og.sigu að
nýju fram úr, hægt og sígandi.
Miklu munaði um mörg og marg-
breytileg mörk Robertas, en
einnig tók Sebastían Alexanders-
son sig til og lokaði marki
Framara á köflum; naut þar lið-
sinnis varnarinnar sem var traust
og þétt er við átti og gaf hvergi
eftir. I öflugum varnarleiknum
fór Njörður Arnason fremstur
manna, sótti hratt er færi gafst til
en stóð fastur sem klettur þess á
milli.
Næsta ótrúlegur getumunur lið-
anna varð til þess að seinni hálf-
leikur rann eiginlega út í sandinn;
Framarar þurftu svo sannarlega
ekki neinn stórleik til að innbyrða
sannfærandi og sanngjarnan sex
marka sigur, 29:23.
Áður er getið þeirra þriggja
sem helst stóðu upp úr í leik
Framara, en í liði gestanna bar
mest á Hálfdáni Þórðarsyni á köfl-
um og eins gladdi framganga
ungrar skyttu, Sigurgeirs Ægis-
sonar, augað á tíma. Aðrir máttu
sín minna; skytturnar þrjár sem
hófu leikinn með látum, þeir Valur
B. Arnarson, Knútur Sigurðsson
og Lárus Long, misstu fótanna er
leið á leikinn og vermdu sumir
bekkinn undir lokin. Seint og um
síðir fékk Egidijus Cincinkas
tækifæri til að spreyta sig og kom
þá einhver ógnun í útispil FH. Það
var hins vegar allt of seint til að
sköpum skipti.
FOLK
■ ARON Krisijánsson skoraði 4
mörk, öll í síðari hálfleik, fyrir
danska liðið Slgern sem tapaði fyrir
svissnesku meisturanum TV Shur
28:26 í síðari leik liðanna í Evrópu-
keppninni. Leikurinn fór fram í
Sviss.
■ SIGGEIR Mngnússon, aðstoðar-
þjálfari Aftureldingar, stjómaði lið-
inu gegn Val á laugardaginn. Þjálfari
liðsins, Skúli Gunnsteinsson, var
veikur.
■ EINAR Gunnar Sigurðsson kom
inn á hjá Aftureldingu þegar aðeins
fimm mínútur vora eftir. Hann hefur
verið meiddur og var þetta íyrsti
leikur hans í tvær vikui'.
■ THEÓDÓR Hjalti Valsson, leik-
maður Vals, fékk þrjár brottvísanir í
fyrri hálfleik - þá þriðju þegar tvær
mínútur vora til leikhlés. Hann var
því sendui' í bað og tók ekki meiri
þátt í leiknum.
■ ERLINGUR Richardsson lék ekki
með Eyjamönnum gegn Haukum á
sunnudaginn. Hann meiddist á stóru
tá hægri fótar á æfingu á föstudag-
inn. Var um tíma talið að hann væri
tábrotinn eða þá að liðband væri slit-
ið. Erlingur sagðist telja að svo væri
ekki, a.m.k. væra líkur til þess að
hann hefði slopppið betur.
■ ERLINGUR var hins vegar á leik-
skýrslu sme starfsmaður D hjá Eyja-
mönnum í leiknum. Hann var rekinn
af bekknum og upp í áhorfendastúku
með rautt spjald á bakinu fyrir að
gera athugasemdir við dómgæslu
Guðjóns Leifs Sigurðssonar og Ólafs
Arnar Haraldssonar. Erlingur fékk
gult spjald fyrir athugasemdir sínar
en þar sem einn félagi hans á bekkn-
um hafði gerst nokkuð orðhvatur í
fyrri hálfleik og fengið gult spjald
varð Erlingur að taka út tvöfalda
sekt.
■ AURIMAS Frovolas lék sinn
fyrsta leik fyrir ÍBV gegn Haukum,
en Frovolas er frá Litháen. Hann
skoraði þrjú mörk í leiknum en var
ekki ýkja aðsópsmikill þann tíma
sem hann fékk til þess að sýna hvers
hann væri megnugur.
■ HALLDÓR Ingólfsson hefur verið
veikur undanfama daga og var ekki á
leikskýrslu Hauka að þessu sinni.
■ SÓKNARNÝTING leikmanna
Hauka var 63% í fyrri hálfleik en að-
eins 37% í þeim síðari. Hjá ÍBV nýtt-
ust helmingur sóknana í fyrri hálfleik
en aðeins 26% í þeim síðari.
■ RÓBERT Gunnarsson, línumaður
Fram, var fjairi góðu gamni í leikn-
um gegn FH. Róbert gekkst undir
aðgerð sl. föstudagskvöld þar sem
fjárlægðir vora úr honum hálskyrtl-
arnir og telja Framarai' að hann
verði kominn á fullt aftur eftir viku til
tíu daga.
■ GUNNAR Bcinteinsson, hinn
gamalreyndi leikmaður FH, hvíldi
allan leikinn gegn Fram - sat stóísk-
ur á varamannabekknum. í Ijósi þess
hve Gunnar átti stóran þátt í eftir-
minnilegum sigri FH á Fram í úr-
slitakeppninni sl. vor, sögðu Framar-
ar fullir tortryggni að greinilegt væri
að „gamli maðui-inn“ væri þegar far-
inn að spara sig fyrir næstu úrslita-
keppni!
Eg er sáttur þrátt fyrir að þetta
hafi alls ekki verið nógu gott hjá
okkur því við ættum að vinna þetta
lið með tíu marka
mun,“ sagði Hlynur
Jóhannesson mark-
vörður HK eftir leik-
inn. „Við höfum nú
leikið fjóra leiki án þess að tapa og
eram á góðu róli en þar sem við eig-
um við Aftureldingu í næsta leik var
þetta nauðsynlegur sigur. Við ætl-
um okkur að ná inn í 8-liða úrslitin
og eram tilbúnir að gera það sem til
þarf því við viljum sýna að HK-liðið
í fyrra var ekki bara Sigurður
Sveinsson - við getum þetta alveg
sjálfir.“
Lítið var um varnir lengi vel en
Kópavogsbúar byrjuðu betur og
höfðu allan leikinn forystuna, sem
varð mest sjö mörk um miðjan síð-
ari hálfleik, 20:13. Þá tóku gestirnir
hægt og bítandi að saxa á forskotið
uns það varð tvö mörk, 23:21 en
lengra hleyptu leikmenn HK þeim
ekki.
„Ja, hvað er hægt að segja um
svona leik,“ sagði Hlynur Morthens
markvörður Víkinga og dæsti. „Það
vantaði nokkuð uppá til að jafna og
vörnin kom til en hún var hrikalega
götótt í fyrri hálfleik og ég skil ekki
þetta einbeitingarleysi í jafn mikil-
vægum leik þar sem raunveralega
er um að ræða fjögur stig. Það vant-
ai' allt skap í leikmenn en nú er
duga eða drepast og við verðum
heldur betur að taka okkur saman í
andlitinu."
Markvörður sendur heim
EYJAMENN hafa sent Zoltan Majeri markvörð heim, en hann hef-
ur ekki náð sér á strik með liðinu á Islandsmótinu i 1. deild karla f
fyrstu umferðunum og alls ekki staðið undir þeim væntingum sem
gerðar voru til hans. Majeri kom til ÍBV fyrir leiktiðina og átti að
standa vaktina í markinu ásamt Gísla Guðmundssyni og koma í
vandfyllt skarð Sigmars Þrastar Oskarssonar, sem lagði skóna á
hilluna sl. vor. Majeri, sem er Rúmeni en með vegabréf frá Túnis,
var látinn taka pokann sinn í síðustu viku. Er hann annar hand-
knattleiksmaðurinn sem hverfur frá liði sínu á þessu keppnistíma-
bili en áður hafði Norðmaðurinn Lasse Stenseth yfirgefið herbúðir
Haukar, eftir að óyndi mikið hafði sótt á hann.
I stað Majeri hefur ungur nmrkvörður, Kristinn Jónatansson,
komið inn í lið ÍBV ásamt Gisla, sem kom frá Selfossi fyrir þessa
leiktfð.