Morgunblaðið - 09.11.1999, Qupperneq 12
GOLF
HANDKNATTLEIKUR / BIKARDRÁTTUR
Njarðvík
mætir
Snæfelli
Tiger Woods sigraði á alþjóðlegu
stórmóti í golfi á Valderrama-
vellinum í Sotogrande á Spáni á
sunnudag og hefur því sigrað á fjór-
um mótum í röð, sem er fáheyrt og
hefur ekki gerst síðan Ben Hogan
gerði það sama fyrir 46 árum. Mótið
var hluti af mótaröðum Evrópu og
Bandaríkjanna og því var þetta átt-
undi sigur Woods á bandarísku
PGA-mótaröðinni í ár. Það hefur
enginn gert síðan Johnny Miller
vann jafnmörg mót árið 1974.
Woods virtist í þann mund að
sigra örugglega í Andalúsíu á sunnu-
dag, þegar hann lék sautjándu hol-
una, sem er par fimm, á átta högg-
um. Fyrir vikið þurfti hann að fara í
bráðabana við Spánverjann Miguel
Angel Jimenez, sem sigraði á móti í
Montecastillo á evrópsku mótaröð-
inni fyrir rúmri viku. Woods lék
fyrstu holuna í bráðabananum á fugli
og tryggði sér þannig sigur.
Hann hlaut eina milljón Banda-
ríkjadala í verðlaun, rúmar sjötíu
milljónir króna, en heildarverðlauna-
fé hans í ár er orðið alls 6,6 milljónir
dollara, eða um 470 milljónir króna.
Hann hefur unnið tæpar átta hund-
ruð milljónir króna með fimmtán
sigrum sínum á sjötíu mótum á
bandarísku PGA-mótaröðinni, sem
hann hefur tekið þátt í síðan hann
gerðist atvinnumaður árið 1996.
Rúnar
sjöundi í
Glasgow
RIJNAR Alexandersson, fim-
leikamaður, varð í 7. sæti í
æfingum á bogahesti á alþjóð-
lega stigamótinu sem fram
fór í Glasgow um helgina.
Rúnar fékk einkunnina 9.55
fyrir æfíngar sínar, en Marius
Ursica frá Rúmem'u varð hlut-
skarpastur - fékk 9.9.
Snævar
Jótlands-
meistari
SNÆVAR Már Jónsson varð
um helgina Jótlandsmeistari í
júdó er hann sigraði í flokki
15-19 ára í 66 kg flokki.
Snævar vann allar viðureignir
sfnar á Ippon, en alls tók á
fjórða hundrað manns þátt í
mótinu í öllum aldurs- og
þyngdarflokkum.
Primo Nebi-
olo látinn
PRIMO Nebiolo, forseti Al-
þjóða fijálsíþróttasambands-
ins (LAAF), lést á sunnudag,
76 ára að aldri. Hann var tal-
inn einn áhrifamesti íþrótta-
frumkvöðull samti'mans og
lyfti grettistaki í frjálsíþrótt-
um á átján ára ferli sem for-
seti IAAF.
ítalinn Nebiolo lést úr
hjartaslagi, en hann hafði
verið veill fyrir hjarta síðasta
árið. Engu að síður var hann
endurkjörinn forseti IAAF til
fjögurra ára í ágúst sl. og
sagði við það tækifæri að
hann væri einkar stoltur af
því að aðildarríki sambands-
ins væru fleiri en að Samein-
uðu þjóðunum.
Góður bónus
hjá Chelsea
LEIKMENN enska liðsins
Chelsea fengu 3,3 miUjónir ís-
lenskra króna á mann f bónus
fyrir að komast í 16-liða úrslit
í Meistaradeildar Evrópu. Fé-
lögin sem eru komin í 16-liða
úrslit keppninnar hafa nú
þegar fcngið um 650 milljónir
króna hvert lið f sinn hlut.
Þessi upphæð á sjálfsagt eftir
að tvöfaldast þegar Iengra líð-
ur á keppnina.
Tiger Woods hefur unnið
tæpar átta hundruð milijónir
króna í verðiaunafé á banda-
rísku PGA-mótaröðinni.
Heimir á förum frá Skaganum
HEIMIR Guðjónsson, miðvallar-
leikmaður Skagamanna, hefur
ákveðið að vera ekki áfram í her-
búðum IA. Tveggja ára samning-
ur Heimis rann út nú í haust og
verður ekki framlengdur.
„Það skýrist á næstunni hvað
verður, en þessa ákvörðun hef ég
þó tekið,“ sagði Heimir í gær.
Hann sagðist vera í viðræðum við
þrjú lið. Heimir er alinn upp í
KR, en skipti yfir í IA fýrir
tveimur árum. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins hafa FH-
ingar hug á að semja við hann,
enda er þar nýtekinn við Logi
Ólafsson sem fékk Heimi til IA á
sfnum tíma. Auk þess hefur sá
möguleiki verið nefndur að
Heimir gangi til liðs við KR á
nýjan leik.
Bikarmeistarar Aftur-
eldingar til ísafjarðar
BIKARMEISTARAR Aftureldingar halda til ísafjarðar og mæta
handknattleiksfélaginu Herði í 16 liða úrslitum bikarkeppni
Handknattleiksambands fslands, en dregið var í gær. Þá halda
Framarar til Akureyrar og mæta KA. FH-ingar mæta Víkingi í
kvennaflokki en bikarmeistarar Fram sitja hjá.
BIKARMEISTARAR Njarðvík-
ur fá Snæfell í heimsókn í 16-
liða úrslitum bikarkeppni KKÍ,
en dregið var um helgina. Lið-
in sem mætast eru þessi:
Öminn - Haukar, Hamar -
Skallagrímur, Selfoss - IA, Gr-
indavik - GG, KFÍ - IR, Reynir
Sandgerði - KR, UMFT - Staf-
holtstungur og Njarðvík - Snæ-
fell.
Leikirnir fara fram 11. og
12. desember.
Afturelding, sem lagði FH í úr-
slitum bikarkeppninnar á síð-
asta keppnistímabili, mætti hand-
knattleiksliði frá Isafirði, sem þá
hét BI, í bikarkeppninni veturinn
1994-95, en þá fóru leikar 43:20 Aft-
ureldingu í vil, en leikið var á Isa-
firði.
KA-menn, sem eru í fjórða sæti 1.
deildar, unnu stórsigur á Fram,
sem eru í 2. sæti, 32:18, síðast er lið-
in áttust við á íslandsmótinu.
Sebastian Alexandersson, mark-
vörður Fram, sagði að úrslitin þá
hefðu ekki getað orðið á verri veg.
„Allt fór úrskeiðis í leik okkar fyrir
norðan, það er ekki flóknara. Við
vitum að það verður ekki jafn mikill
munur á liðunum næst þegar þau
mætast, en ég ætla samt ekki að
spá fyrir um úrslit leiksins, þetta
kemur allt í ljós.“ Sebastian sagði
að Fram-liðið hefði ekki sett sér
sérstök markmið í bikarkeppninni,
þess í stað yrði einn leikur tekinn
fyrir í einu. „Það skiptir ekki öllu
máli hverjir andstæðingamir eru
hveiju sinni því alla leiki verður að
vinna ef Iið ætlar að hampa titlinum.
I karlaflokki taka FH-ingar á móti
Stjömunni, Valur-b mætir ÍR, ÍH í
Hafnarfirði mætir HK, Haukar taka
á móti Val, Valm’-c leikur gegn Vík-
ingi og Grótta/KR gegn ÍBV. Leik-
imir fara fram 16.-18. nóvember.
Þá var dregið í bikarkeppni
kvenna í gær. IBV tekur á móti
Haukum í Vestmannaeyjum, FH
gegn Víkingi í Hafnarfirði, Stjíim-
an-b gegn IR í Garðabæ, KA gegn
Aftureldingu á Akureyri og Breiða-
blik tekur á móti Gróttu/KR í Kópa-
vogi. Valur, Fram og Stjaman sitja
hjá. Leikið verður 16.-18. nóvember.