Morgunblaðið - 17.11.1999, Page 2

Morgunblaðið - 17.11.1999, Page 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Krefjast mikillar hækkunar kauptryggingar VELSTJORAR krefj- ast verulegrar hækkun- ar kauptrygginar í næstu kjarasamningum og að Alþingi komi þeg- ar i stað í veg fyrir óeðlilegt fjárstreymi út ur íslenskum sjávarútvegi. Þetta kemur fram í ályktunum Vélstjóra- þings sem lauk sl. helgi. Vélstjóraþing vill koma í veg fyrir fjárstreymi út úr sjávarútvegi Vélstjóraþingið skoraði í ályktun- um sínum á stjórn Vélstjórafélags íslands að stofna sérstaka kjara- og samninganefnd sem starfi allt árið við söfnun gagna og við að fylgja málum eftir. Nefndin eigi í komandi samningum að leggja þunga áhersla á verulega hækkun kauptrygginar og að tímakaup verði 1% af kauptryggingu. Þá þyrfi einnig að koma verðmynd- unarmálum fiskimanna í viðun- andi horf. Auk þess gerði þingið þá kröfu til íslenskra stjórnvalda að óeðli- legt fjárstreymi út úr fiskveiðik- erfinu verði nú þegar stöðvað með lögum en á undangengnum árum hafimargir útgerðarmenn yfirgef- ið greinina og tekið með sér gríð- arlega fjármuni. Auðlindin sé hins vegar sameign þjóðarinnar en ekki eign einstakra útgerða. Þá fór þingið fram á það við Al- þingi að hinn svokallaði sjó- mannaafsláttur verði réttnefndur; t.d. ríkisstyrkur til útgerðar. Ennfremur að hvalveiðar yrðu heimilaðar hið fyrsta. Vélstjóraþingið mótmælti í ályktunum sínum harðlega af- skiptum ríki.svaldsins af samning- um sjómanna við LIU með setn- ingu laga 1998. Jafnframt var þess krafist að sjómenn fái frið í næstu samningum til að ganga frá kjarasamningi við LIÚ án af- skipta utanaðkomandi aðila. Markaðssetja þarf vélstjórafagið Menntamál voru meginumfjöll- unarefni Vélstjóraþings að þessu sinni. I ályktun um menntamáli segir að bæta þurfi ímynd Vél- skólans, Vélstjórafélagsins og vél- stjórastarfsins, enda þurfi ímynd- in að vera á þá vegu að skólinn sé menntaskóli á tæknisviði. Markaðssetja þurfi vélstjóra- fagið mun betur til að stuðla að fjölgun nemenda í vélskólanám. Þetta megi gera m.a. með því að kynna skólana, starf þeirra og hvað það er að starfa sem vél- stjóri og möguleika hans í starfi til lands og sjávar. I þessu sam- hengi sé ljóst að samband LIÚ, VSFI og VI sé ekki góð auglýsing og það þurfi að bæta á faglegan hátt. Þingið tók undir hugmyndir um sameiningu sambærilegra tækni- menntaskóla og ályktaði að vél- stjóramenntun verði samþykkt sem jafngildi stúdentsprófs að loknum sambærilegum eininga- fjölda og námstíma og að athuguð verði brautartenging vélstjóran- áms við aðra framhaldsskóla og tenging þess við háskólastig verði viðurkennd. Reisa ísverksmiðju á Grundarfirði TIL stendur að koma á fót ísverks- miðju í Grundarfirði og er þegar búið að safna hlutafé fyrir 30 mil- ljónir króna eins og að var stefnt. Engin ísverksmiðja er á svæðinu en þörfin er mikil til að sinna ísfiskflotanum og fiskvinnsluhúsunum. 30 milljdna hlutafé safnað Að sögn Sigurðar Sigurbergssonar, framkvæmdastjóra Soffaníasar Ceeilssonar hf. í Grundarfirði, hef- ur hugmynd um ísverksmiðju blundað í Grundfírðingum í nokkur ár enda menn talið að grundvöllur væri fyrir rekstri slíkrar verk- smiðju á staðnum og fyrir skömmu hefði verið ákveðið að fara af stað og safna_ 30 milljónum króna í hlutafé. Á fyrsta fundi hefðu 14 manns skráð sig fyrir hlutafé en nú væru skráðir nær 20 hluthafar fyrir samtals 30 milljónum. „Þessa dagana er verið að ganga frá lausum endum og ráðgert er að halda fund eftir tvær til þrjár vikur til að ganga endanlega frá stofnun hlutafélagsins Snæíss hf.,“ segir Sigurður. „Það er engin ísverk- smiðja, sem er með sjálfsaf- greiðslubúnaði á töluvert stóru svæði héma en þörfin er mikil.“ Flestir hluthafa á svæðinu Sigurður segir að flestir hluthaf- anna séu á svæðinu og öll fisk- vinnslufyrirtækin og nánast allar útgerðir í Grundarfirði séu á meðal hluthafa en Eyjaís ehf. í Vest- mannaeyjum sé einn af stærstu hluthöfunum með fimm milljóna króna hlutafé. Fjórir til fimm hlut- hafar verða með þrjártil fimm mill- jónir en aðrir minna. Á iyrsta fundi var kosin fimm manna stjórn og varastjórn en þeir eru Sigurður Sigurbergsson, Magnús Kristins- son frá Eyjaís ehf. í Vestmannaeyj- um, Árni Halldórsson frá Fiskiðj- unni, Ásgeir Ragnarsson frá ílutningafyrirtækinu Ragnari & Ásgeiri ehf. og Kristján Guðmun- dsson frá Guðmundi Runólfssyni hf. ARON LENGDUR I POLLANDI • HÚSVÍSKA skipið Aron ÞH 105 kom í síðustu viku til heima- hafuar eftir að hafa verið í Stett- in í Póliandi í tæpa þrjá mánuði þar sem skipið var Iengt um 1,5 metra aftan við brú og var þar byggt yfir svo þar skapaðist mjög góð vinnuaðstaða fyrir skipveija. Einnig var bætt við spiium auk þess sem ýinsar fleiri viðbætur og iagfæringar voru gerðar. Jafnframt hefur verið hönnuð lenging á skipinu mið- skips en þeirri framkvæmd hefur verið frestað og bíður betri tíma. Stefán Guðmundsson, skip- stjóri á Aroni, sagði að skipið hefði reynst mjög vel á heimsigl- ingunni en á leiðinni Ientu þeir í nokkurri brælu. Eigandi Arons er Knarrareyri ehf., fjölskyldu- fyrirtæki Guðmundar A. Hólm- geirssonar, sem jafnframt er framkvæmdastjóri þess. Aron er kominn til veiða fyi-ir sunnan Iand með fiskitroll og mun landa í Þorlákshöfn. Umbúðamiðlun kaupir 5.000 ker af Borgarplasti NÝLEGA undirritaði Um- búðamiðlun saming við Borgarplast hf. um kaup á 5.000 fiskikerum af gerðinni 460. Um 80% keranna verða afhent fyrir áramót og verð- ur keraeign Umbúðamiðl- unar þá orðin rúmlega 20 þúsund ker og fyrirtaBkið þar með orðið lang- stærsti eigandi einangraðra kera á íslandi og jafnvel í heiminum. Alls hefur Umbúðamiðlun keypt 8.400 ker á þessu ári - öll af Borgarplasti hf og nú er svo komið að 75% af öllum kerum Umbúðamiðlunar eru fram- leidd af Borgarplasti. Umbúðamiðlun hf. er langstærsti eigandi fiskikera á landinu „Umbúðamiðlun sér um innkaup, þrif, viðgerðir og förgun kera og með tilkomu fyrirtækisins hefur öll meðferð á kerum stórbatnað og nýt- ing þeirra þar með, en það er þáttur sem skiptir fyrirtækið eðlilega miklu máli. Það er reynsla Umbúðamiðlunar og annarra sem reka stóran kera- lager að innkaupsverðið eitt segir ekki alla söguna. Heildarmynd af reksti-i keralagers fæst ekki nema þættir eins og þrif, viðgerðir og forgun séu teknir með í reikninginn. Aðferðafræði af þessum toga er auð- vitað þekkt bæði hér heima og er- lendis, þar sem menn skoða Total Cost of Ownership (TCO) eða eign- arhaldskostnað. Það felur í sér þau hyggindi að spara ekki aurinn og kasta krónunni - heldur skoða heild- ardæmið og haga fjárfestingu í tækjabúnaði í samræmi við það,“ segir í frétt frá Borgarplasti og Um- búðamiðlun. Auðveld í þrifum Það er einkum þrennt sem hefur verið aðalsmerki kera frá Borgar- plasti. Rennislétt og ávalt yfirborð þeirra gerir þau auðveld í þrifum, viðgerðarkostnaður þeirra er í lág- marki jafnframt því að styrkur og ending er í besta lagi. Hönnun ker- anna styður alla þessa kosti og þeir leiða allir til meiri rekstrarhag- kvæmni keranna og lægri eignar- haldskostnaðar. Slíka kosti kunna þeir vel að meta sem kaupa mikið af kerum. Þessir eiginleikar Borgarplast- keranna eru ekki til komnir fyrir til- viljun. Borgarplast hefur alla tíð lagt megináherslu á vöruþróun, vöru- vöndun og gæði. Árlega er allt að 10% af veltu fyrirtækisins varið til vöruþróunar, gæða- og umhverfis- mála. Fyrirtækið hefur rekið ISO 9001 vottað gæðakerfi frá árinu 1993 og var fyrst fyrirtækja í eigu íslend- inga til að koma á umhverfisstjóm- unarkerfi samkvæmt ISO 14001 staðlinum. Stórfelld kaup Umbúða- miðlunar á kerum frá Borgarplasti er traust vísbending um að íslensk fyrirtæki láti sig í auknum mæli varða áherslur Borgarplasts á beit- ingu kerfisbundinna alþjóðlegra vinnubragða til að auka vöragæði í sátt við umhverfi og mannfólk. Verkefnastaða Borgarplasts er mjög góð um þessar mundir og hef- ur sjaldan verið betri. Selst hefur vel bæði á innanlandsmarkaði og er- lendum mörkuðum. Unnið er á vökt- um allan sólarhringinn sex daga vik- unnar til að afgreiða upp í fyrirliggjandi pantanir og eru horf- ur á að sú staða verði a.m.k. fram í apríl á næsta ári. Forráðamenn Borgarplasts hf. þakka þessa vel- gengni að stórum hluta velheppn- aðri sjávarútvegssýningu í Kópa- vogi og þeirri athygli sem beinst hefur að fyrirtældnu í kjölfarið, bæði hérlendis og ekki síður erlend- is,“ segirífréttinni. Sjöfn Guðmundsdsóttir, fjármálastjóri Borgarplasts, og Friðrik Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Umbúðamiðlunar hf. undirrita samn- ing um kaup Umbúðamiðlunar á 5.000 kerum frá Borgarplasti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.