Morgunblaðið - 17.11.1999, Page 7

Morgunblaðið - 17.11.1999, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 C 7 FRÉTTIR FFSI vill lafffærina-u á göllum kvótakerfisins ÞING Farmanna- og fískimanna- sambands íslands, sem var haldið á Grand Hótel Reykjavík, sam- þykkti margar ályktanir um ör- yggismál, mennta- og atvinnurétt- indamál, kjara- og atvinnumál, stjórn fiskveiða, sjávarútvegsmál og fjarskiptamál auk þess sem það sendi Kolbrúnu Sverrisdóttur ár- naðaróskir vegna niðurstöðu Hér- aðsdóms ísafjarðar og innilegar þakkir fyrir baráttu hennar í rétt- indamálum sjómanna. Þingið ályktaði að þróuninni sem nú á sér stað í íslenskri kaupskipa- útgerð þurfí að snúa við, „en mest- ur hluti þeirra kaupskipa sem ann- ast flutninga á vörum og farþegum til og frá landinu eru undir erlend- um fána. Því fagnar þingið að lög- um um stimpilgjald vegna skrán- ingar kaupskipa hefur verið breytt þannig að sá kostnaður á ekki að hamla skráningu kaupskipa undir íslenskum fána. Hins vegar skorar þingið á ríkisstjórn og Alþingi að fylgja fordæmi annarra Norður- landa og gera frekari breytingar á lögum til að íslensk kaupskipaút- gerð verði samkeppnisfær á þeim alþjóðamarkaði sem hún keppir á.“ Þingið beinir því til samningan- efndar fískimanna í komandi kjaraviðræðum við útvegsmenn að lögð verði áhersla á kröfu um allan fisk á markað eða á markaðs- tengdu verði. Það leggur líka til að í komandi kjaraviðræðum verði ein af kröfum sambandsins að útgerðin hækki framlag sitt til lífeyrissjóða sjó- manna úr 6% í 8% af launum. FFSI hefur sett fram fyrirvara og leiðbeiningar og lagfæringu á göllum, sem eru á útfærslu kvóta- kerfsins og þingið ítrekaði á ný áð- ur framsetta fyrirvara og leiðbein- ingar. FFSÍ vill afnema svokallaða teg- undafærslu og auka veiðiskyldu úr 50% í 90% af úthlutuðu aflamarki í þorskígildum talið á hvert físki- skip, sbr. ákvæði 4. mgr. 9. gr. reglugerðar nr. 516/1999 um veið- ar í atvinnuskyni byggð á lögum um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 með síðari breytingum. Þingið vill að frekari flutningar á kvóta frá bátum til annarra flokka fiskiskipa verði stöðvaðir og settar verði reglur um útgerðarflokkun flotans^ FFSÍ vill leggja af kvótasetn- ingu fisktegunda sem að stórum hluta hafa á undanförnum árum verið notaðar í svokallaða tegunda- tilfærslu. „Sjómenn töldu að með laga- setningu stjórnvalda í mars 1998 á kjaradeilu sjómanna og útvegs- manna hafi þau ætlað að koma fram með lausn sem sátt gæti orðið um og tryggt eðlilega verðmyndun sjávarafla og stöðvun á kvóta- braskinu. Það hefur því miður ekki tekist nú frekar en áður á eins árs reynslutíma Verðlagsstofu skipta- verðs. Það fiskverð sem er í beinni sölu hefur fjarlægst raunverð á uppboðsmörkuðum sem gengur þvert á allar væntingar. FFSÍ lýsir sig enn á ný reiðubúið til þess að vinna með stjórnvöldum að lagfær- ingum á göllum kvótakerfisins og verðmyndunar sem bráðnauðsyn- legt er að gera strax.“ Þingið skorar á sjávarútvegs- ráðherra að beita sér fyrir stofnun fiskveiðiráðs samanber erindi FFSÍ frá 20. júlí 1999. í greinar- gerð er vitnað í tilgreint erindi til sjávarútvegsráðherra. „Komið verði á fót formlegu fiskveiðiráði fiskifræðinga og full- trúum frá Farmanna- og fiski- mannasambandi íslands til dæmis 5 frá hvorum, þar sem fjallað verði um niðurstöður úr rannsóknar- verkefnum og drög að tillögum um leyfilegan hámarksafla hlutaðeig- andi fisktegunda. Þetta fiskveiðir- áð verði ávallt notað til þess að vera faglegur vettvangur skoðana- skipta og til þess að fara yfir helstu forsendur og gögn áður en Haf- rannsóknastofnun leggur fram lög- um samkvæmt tillögur um leyfi- legan heildarafla fyrir næstu ár eða vertíð. Með þessari tillögu vill Far- manna- og fiskimannasamband ís- lands treysta betur samráðsvettv- ang milli vísindamanna og starfandi skipstjórnarmanna á fiskiskipum. Hingað til hafa fyrst' og fremst farið fram lauslegar samræður milli aðila sem eru allra góðra gjalda verðar. Hins vegar telja samtökin að tími sé kominn til að víkka samstarfið og gera það markvissara þar sem tekið verði í ríkara mæli mið af fagþekkingu og reynslu skipstjórnarmanna við fiskveiðar." Ákvörðun ráðherra fagnað Þingið fagnar ákvörðun sjávar- útvegsráðherra um að afnema í áföngum kvótaálag á ferskum fiski. sem vigtaður er hérlendis og síðan seldur erlendis. „Þingið ályktar að afnema eigi allar hindranir á út- flutningi á ferskum fiski frá ísl- andi.“ Þá varar þing Farmanna- og fiskimannasambands „við hug- myndum um tviskráningu fiski- skipa sem stjórnvöld eru að kanna möguleika á að beiðni samtaka út- vegsmanna," og ítrekar áskorun til stjórnvalda þess efnis að heimilt verði að hefja hvalveiðar nú þegar. AUGLÝSINGA ATVIIMISIA Vélgæslumaður Hraðfrystistöð Þórshafnar óskar eftir að ráða vélgæslu- og viðhaldsmann í landvinnsludeild fyrirtækisins, sem samanstendur af frystihúsi og kúfiskverksmiðju. Fjölbreytt og spennandi starf fyrir hæfileika- ríkan mann. Saltfiskverkun Til sölu eða leigu saltfiskverkun á einum besta stað í Hafnarfirði. Fullbúin með öllum tækjum og áhöldum, þ. á m. flatningsvél, hausara, fésara, lyftara, vigtum o.fl., m.a. körum. Hús- næðið, sem er nýlegt, er u.þ.b. 200 m2 og í mjög góðu ástandi. Til greina kemur hvort sem er sala húsnæðisins eða langtímaleiga. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofunni. Eignanaust ehf., Vitastíg 13, Reykjavík, sími 551 8000. Nánari upplýsingar veitir Jón H. Haraldsson, rekstrarstjóri, í vs. 460 8130, gsm 898 3336 eða hs. 468 1113, fax 460 8160. " Umsóknir um starfið sendist Hraðfifystistöð Þórshafnar hf., Eyrarvegi 16,680 Þórshöfn, co. Jón H. Haraldsson, fyrir 24. nóvember nk. S • Sigurnaglalína — ábót — beita • Sími 551 1747. Ráðningarþjónusta sjávarútvegsins Menn strax! Sérhæfð ráðningarþjónusta fyrir sjávarútveginn. SÚtvegum gott starfsfólktil sjós og lands. Símar 562 3518 og 898 3518 (Fridjón). Til sölu á tilboðsverði eftirtaldar fiskvinnsluvélar: ★ Baader 440 flatningsvél &Oddgeirshausari með slítara. Mjög góð eintök. Seljast saman eða hvort í sínu lagi. ★ Baader 153 karfaflökunarvél í toppstandi. ★ Baader 424 hausari í góðu ástandi. ★ Baader 426 fiskhausari í mjög góðu ástandi. ★ Baader 47 roðflettivélar á góðu verði. jjj ★ Mikið af vélum og tækjum á söluskrá. Vélasalan Hafís ehf., Hringbraut 121, (JL-húsið, 3. h.), símar 551 9500/898 1791. Til sölu frysti- og kæliklefi ÍCa 80—90 m3 frystiklefi og ca 40 m3 kæliklefi til sölu með vélum. Upplýsingar hjá Friðrik í síma 564 1155 eða 892 0063. Ryðfríir tankar Til sölu tveir 35 rúmmetra ryðfríir tankar. Þvermál 3,40 metrar, hæð 4 metrar, flatbotna. Stál AISI 316. Upplýsingar í síma 694 8212. Vantar þorskaflahlutdeild Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. Tryggvi Sigurðsson. Til sölu vélbáturinn Sæljón RE-19 (sknr. 1499). Báturinn er mjög vel búinn á dragnót. Netabúnaðurfylgir. Vel tækjum búinn og í mjög góðu ástandi. Selst án aflahlutdeildar og án aflamarks. Skipasalan Eignahöllin, Hverfisgötu 76,101 Reykjavík, sími 552 8850, fax 552 7533. Þessi bátur er til sölu: >< c 4 ■ J -J3 MJ ^ w V v . X ÉEfar * 51. brúttótonna Eikarbátur, útbúinn á línu,net og troll. Smíðaður í Stikkishólmi árið. 1970, lengd 18,4m. vél 408 hp. Caterpillar, árg. 1985. Báturinn selst kvótalaus en með veiðileyfi. Þessi bátur er til sölu: Nóta- og togveiðiskip, 384 brt. lengd 39,91 m. Smíðaður í þýskalandi árið. 1967. Vél 1160 hp. Alpha Diesel, árg. 1977. Báturinn selst kvóta- laus en með veiðileyfi. Skipasalan Bátar og búnaður, Barónsstíg 5, sími 562 2554, fax 552 6726. KENNSLA - ^ Fjölbrautaskóli Suðurnesja Netagerðarnemar! Hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja verða kenndar sérgreinar netagerðar á netagerðarbraut á vorönn árið 2000. Kennsla hefst 6. janúar. Umsóknir þurfa að berast skólanum fyrir 30. nóvember 1999. Hægt er að senda umsóknir í faxi, 421 3107, eða í tölvupósti fss@fss.is Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Fréttir á Netinu Hmb l.is | ALLTAf= GITTHXSAÐ NÝTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.