Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.11.1999, Blaðsíða 8
5 ,,,,wir .1V , n i ; SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR17. NÓVEMBER1999 umbúoamiðstObinhf. CENTRAL PACKAQINQ CORP. Hébmgatd 2 • Stmi 5S3 0000 * Fax 563 0001 - Utlit fyrir mun minna framboð af Rússafiski FRAMBOÐ af Rússafíski mun að öllum líkindum dragast saman hérlendis vegna samdráttar í afla- heimildum í Barentshafi á næsta ári. Þá þykir ljóst að möguleikar Islendinga á að kaupa aflaheimildir í Barentshafi minnka til muna. Aftur á móti benda menn á að með minnkandi þorskveiði í Barentshafi geti skapast aukið svigrúm fyrir íslensk- &t þorskafurðir á mörkuðum. Áhrif niðurskurðar á aflaheimildum í Barents- hafí mikil hérlendis verði að tillögum vísindamanna en hann verður engu að síður verulegur. Framboð af Rússafiski mun því drag- ast saman. Við það bætist einnig að sí- fellt meira af kvóta Rússana fer til vinnslu út á sjó. Þá er ljóst að Norð- menn munu verða mjög grimmari að ná til sín hráefni en áður vegna þess að þeirra eigin afli mun dragast sam- an,“ segir Jón. É'ins og greint hefur verið frá hefur ráðgjafanefnd Alþjóðahafrannsóknar- áðsins lagt til að þorskafli i Barents- hafi á næsta ári verði ekki meiri en 110 þúsund tonn sem er minna en fjórðungur leyfilegs afla nú. Ljóst er að verði farið að tillögum vísinda- manna fá Islendingar engan kvóta í Barentshafi á næsta ári, enda falla veiðiheimildir okkar þar niður farið leyfilegur heildarafli niður fyrir 350 þúsund tonn. Með minni þorskveiði í Barentshafí íná auk þess búast við að framboð á svokölluðum Rússafiski hérlendis dragist verulega saman en Rússa- fiskur var uppistaðan í fiskvinnslu margra fyrirtækja hérlendis um ára- bil. Tiltölulega fáar fiskvinnslur hér- lendis byggja hinsvegar vinnslu sína á Rússafiski nú orðið, enda hefur inn- flutningur á þorski til vinnslu hérlend- is farið minnkandi á undanförnum tveimur árum en engu að síður fá mörg fyrirtæki eitthvað af Rússafiski til vinnslu á hverju ári. Innflutningur- inn varð mestur árið 1996 eða um 23.717 tonn. Þá nam innflutningur Rússafisks um 20.346 tonnum. Á síð- asta ári vom flutt inn til fiskvinnslu hérlendis um 17.423 tonn af botnfiski, þar af 16.483 tonn af þorski. Lang- stærsti hluti þess kom af skipum frá Rússlandi og löndum Austur-Ewópu eða tæp 15 þúsund tonn í fyrra. 8.677 tonn flutt inn á þessu ári Þegar draga fór úr þorskveiði í Barentshafi hækkaði hráefnisverð á Rússafiski til fiskvinnsluhúsa hér á landi. Það leiddi til þess að nokkuð dró úr innflutningi, enda fiskurinn tal- inn of dýr. Með samdrætti í aflaheim- ildum í Barentshafi má gera ráð fyrir að innflutningurinn hingað til lands verði enn minni á þessu ári en sam- kvæmt upplýsingum frá Fiskistofu var innflutningur á Rússafiski á fyrstu 9 mánuðum ársins 8.677 tonn. Einnig ber að geta þess að helsti innflytjandi ■Rússaþorsks á undanfómum árum, hinn svokallaði „Rauði her“ á Vest- fjörðum hætti starfsemi á þessu ári. Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir útlit fyrir að mjög erfitt verði fyrir íslensk fiskvinnslufyrirtæki að nálgast Rús- safisk á næsta ári og því viðbúið að enn dragi úr innflutningnum. Fram- boðið verði klárlega minna og slagur- inn um aflann mun harðari. „Það er því ljóst að þau fyrirtæki sem hafa fram til þessa stólað töluvert á Rús- safiskinn hafa úr enn minna hráefni að moða. En hinsvegar má segja að þegar framboð á þorski dregst svo mikið saman að þá aukast líkur á að verð á þorskafurðum hækki á mörk- uðunum,“ segir Arnar. Ekki vitað hver skerðingin verður Rússafiskur hefur verið uppistaðan í bolflskvinnslu Tanga hf. á Vopnafirði um nokkurt skeið. Friðrik Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Tanga hf., segir erfitt að gera sér grein fyrir af- leiðingum fyrirhugaðs aflasamdráttar í Barentshafi hériendis, því enn viti engin hversu mikil skerðingin verði. Hann bendir á að framboð af Rússa- fiski hafi aldrei verið meira en síðast- liðið sumar, þrátt fyrir að kvótinn hafi verið skorinn talsvert niður á árinu. Verð hafi auk þess lækkað um 25%. „Það skýrðist af því að Rússamir þurftu nauðsynlega á dollurum að Innfluttur þorskafli til fiskvinnslu á íslandi árin 1993-1998 halda vegna versnandi stöðu rúblunn- ar og því seldu þeir þann fisk úr landi sem annars hefði verið seldur innan- lands. Þannig tel ég að framboðið næsta sumar ráðist mikið af því hver neyslan verður í Rússlandi. Einnig má nefna að vegna batnandi þorskveiði við Kanada er ekki eins mikil eftir- spum eftir Rússaþorski þar í landi.“ Friðrik segist engu að síður eiga von á að framboð á Rússafiski dragist saman vegna minni veiði. Áhrifin þurfi hinsvegar ekki eingöngu að vera neik- væð. „Með minna framboði af þorski úr Barentshafi verður til pláss á markaðnum sem við getum reynt að fylla. Þó hef ég ekki mikla trú á því að verð hækki meira en það er í dag,“ segir Friðrik. Nordmenn verða grimmari Fiskafurðir hf. í Reykjavík hafa tengst útgerð í Rússlandi og sölu fiskafurða þaðan. Jón Sigurðarson, framkvæmdastjóri Fiskafurða hf., segir ljóst^að framboð af rússnesku hráefni til íslands muni dragast sam- an vegna minni afla í Barentshafi. Ennfremur verði möguleikar Islend- inga á að kaupa veiðiheimildir í Bar- entshafi minni. Þá minnki veiðiheim- ildir sumra skipa sem í dagveiða fyrir fyrirtæki í eigu Rússa og íslendinga. Hins vegar sé enn ekki hægt að segja til um hversu mikill samdrátturinn verði. „Það er mjög ólíklegt að farið Samdráttur kemur á óvart Melbrún ehf. á Fáskrúðsfirði ann- ast útgerð og sölu afurða fyrir rúss- neska togaran Pebhenga sem stundað hefur veiðar í Barentshafi. Ingólfur Sveinsson, hjá Melbrún, telur afla- samdrátt í Barentshafi ekki hafi mikil áhrif á útgerðina, enda hafi Rússar átt í erfiðleikum með að veiða allan kvóta sinn á svæðinu til þessa. „Reyndar er útlit fyrir að þeir nái að veiða sinn kvóta í ár en það yrði í fyrsta sinn í mörg ár sem það gerðist. Aflabrögð í Barentshafi hafa verið mjög góð á þessu ári og mun betri en í langan tíma. Reyndar er alltaf lélegri veiði á haustin en það á líka við um Islan- dsmið. Það er hinsvegar þokkaleg veiði núna. Það hefur ekki verið eins mikið af smáfiski og oft áður, enda hafa Norðmenn lokað veiðisvæðum til að vernda hann. Til þessa hefur verið mikið af smáfiski á þessum svæðum og maður skyldi því ætla að hann færi að skila sér inn í veiðina." Ingóflur segir skiptar skoðanir um það hvort veiðitakmarkanir séu alltaf leiðin þegar aflabrögð minnka, líkt og menn þekki úr umræðunni á Islandi. „Loðnustofninn í Barentshafi er á uppleið og rækjustofninn er sterkur, þannig að þarna er mikið æti fyrir þorskinn. Þessi samdráttur kemur mér því svolítið á óvart,“ segir Ingólf- ur. Nidurskurðurinn verður verulegur Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um aflamark i Barentshafi á næsta ári. Stjórnvöld í Rússlandi og Noregi ákveða aflamarki og eru við- ræður þegar hafnar. Búist er við að ákvörðun liggi fyrir í lok þessarar viku eða í upphafi þeirrar næstu. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra ræddi ráðleggingar Alþjóðahafrann- sóknaráðsins við Peter Angelesen, sjávarútvegsráðherra Noregs, fyrir skömmu. „Við eigum þama hagmuna að gæta og þeir vilja gjarnan ræða málin við okkur áður en ákvörðun verður tekin um endanlega veiði þarna á næsta ári. Það er ljóst að það verður erfitt að fara nákvæmlega eftir ráðleggingum vísindamanna. Ráðleg- gingin er reyndar mismunandi eftir því hvaða markmið menn setja sér með uppbyggingu stofnsins og hvaða tíma menn gefa sér til að ná þeim markmiðum. Það hafa líka verið ákveðnir erfiðleikar með mælingar á stofnstærðinni sem gerir það að verk- um að skekkjumörkin eru meiri en menn hefði viljað. Síðan er það vitan- lega mat stjórnvalda í Rússlandi og Noregi hvað markmið á að leggja til grundvallar. Það er engu að síður ljóst að niðurskurðurinn verður mikill og ég yrði mjög hissa ef aflamarkið yrði hærra en 350 þúsund tonn. Það er gólfið sem skiptir máli fyrir okkur en á móti má segja að veiðarnar yrðu aldrei arðbærar fyrir okkur á meðan stofninn er svona lítill," segir Árni. FÓLK Þau starfa hjá Granda • TVEIR starfsmanna Granda hf. eru kynntir í nýj- asta fréttabréfi iyrirtækis- ins: Pétur Ingi Ágústs- son er vakt- stjóri hjá Faxamjöli og sér þar um almennt viðhald á vélum og tækjum. Hann hefur unnið þar frá árinu 1970, fyrst 2-3 mánuði í senn á vetr- arvertíðum, en árið 1979 varð han fastur starfsmaður. Pétm- er Reyk- víkingur en ólst þó „upp í sveit“ því faðir hans var vél- stjóri í Rafstöðinni í EUiða- árdal. Pétur segir að sér líki starfið í Faxamjöli vel enda hafi hann alla tíð haft gaman af því að vinna við alls konar vélar og vélbúnað. Lena Reynisdóttir hefur starfað hjá Granda í þrjú ár. Hún er á karfavélunum en hefur sinnt ýmiss konar störfum hjá fyrirtækinu. Lena er Ak- ureyringur í húð og hár þrátt fyrir að hafa verið búsett í Reykjavík frá 9 ára aldri. Fimm nýir í stjórn FFSÍ • FIMM nýir menn voru kjörnir í stjórn Farmanna- og fiskimannasambands íslands á þingi þess á Grand Hóteli Reykjavík í nýliðinni viku. Þeir eru Grétar Mar Jónsson, for- seti, Guðjón Petersen varaforseti, Jónas Ragn- arsson frá Skipstjóra- og stýrimannafé- lagi íslands, Högni Skaftason frá Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Sindra og Stígur Sturluson frá Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Bylgjunni. Aðrir í stjórn eru Halldór Guðbjörnsson frá Skipstjóra- og stýrimannafé- laginu Verðandi, Guðjón Ár- mann Einarsson frá Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Öldunni, Ingvi R. Einarsson frá Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Kára, Árni Bjarnason frá Skipstjóra- og stýrimannafélagi Norðlend- inga, Eiríkur Jónsson frá Skipstjóra- og stýrimannafé- laginu Hafþóri, Harald Hols- vik frá Félagi íslenskra loft- skeytamanna, Finnbogi Aðalsteinsson frá Félagi bryta, Örn Einarsson frá Vísi, félagi skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, og Níels Ol- geirsson frá Félagi mat- reiðslumanna. Framkvæmda- stjóri Farmanna- og fiskimannasambandsins er Benedikt Valsson Lena Reynisdóttir Pétur Ingi Ágústsson Grétar Mar Jönsson SOÐNINGIN Rjómasoðinn kinnfiskur með kryddjurtum KINNAR úr fiski, einkum þorski, eru töluvert borðaðar hér á landi, bæði ferskar og saltaðar. Matseldin hefur lengst af verið einföld, kinnarnar hafa venjulega verið soðnar, og bornar frain með feiti eða hamsatólg og soðnum kai-töflum. En það cr hægt að elda þetta góðgæti á marga aðra vegu. Smári V. Sæbjörnsson, matreiðslumaður og eig- andi Listacafé og veislugallery í Listhús- inu í Laugardalnum, kennir lesendum Versins hér nýstár- lega aðferð við eldamennskuna, en uppskriftin er fyrir 4. Smári er félagi í Freistingu, félagi matreiðslumanna og bakara. Félagið hefur komið sér upp heimasíðu á Netinu á slóðinni: www.treknet.is/freisting. UPPSKRIFTIN 800 g kinnfiskur (beinlaus) 2 di ólífuolía 1 hvítlauksgeiri 1 tsk. timian - 1 tsk. basilikum - saxað 1 tsk. dill - 1 dl hvítvín 4 dl ijómi sait og pipar AÐFERÐIN 1. Hrærið saman kryddjurtum, ólífuolíu og pipar. 2. Marinerið kinnfiskinn í þessari blöndu í 3-4 túna. 3. Takið kinnfiskiim upp úr marineringunni og steikið létt á djúpri pönnu í u.þ.b. 2 mín. á hvorri hlið, hellið hvítvín- inu út á og sjóðið niður um helming, bætið því næst rjómanum út á og þykkið ineð smjöri. 4. Bragðbætið með salti og pipar. 5. Borið fram með villilirisgrjónum og fersku salati.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.