Morgunblaðið - 08.12.1999, Side 27
MKvikmyndir
Muriel og
Rhonda
í öðru
brúðkaupi
Ástralska kvikmyndin Brúð-
kaupiö, eða Muriel's Wedding,
veröur sýnd á Stöö 2 12. des-
ember kl. 23.15 og þá ætlar
Kristrún Lind Birgisdóttir, aö-
stoöarskólastjóri viö Grunn-
skóla Önundarfjarðar, aö eiga
ánægjulega stund fyrir framan
sjónvarpiö og rifja upp góöar
minningar tengdar myndinni.
„Muriel’s Wedding er pott-
þétt gamanmynd," segir
Kristrún. „Hún fjallar um ást-
sjúka stúlku sem flýr raunveru-
leikann með því að hlusta á
sænsku stórsveitina ABBA. Til-
vera Muriels er frekar dapurleg
en fjölskyldan er stórfuröuleg
og sjálf er Muriel stanslaust
aö reyna aö ganga f augun á
ríkum vinkonuhópi sem vill
ekkert af henni vita, og fer á
eftir þeim í sumarfrí. Þar eign-
ast Muriel sína fyrstu vinkonu,
Rhondu, og saman flytja þær
til Sydney til aö lifa lífinu út í
ystu æsar og Muriel vinnur
markvisst að því að brjótast út
úr draumaheimi ABBA um
dansandi drottningar.
Þetta er mynd sem ég á
seint eftir aö gleyma. Ég og
Lilja vinkona mín vorum nefni-
lega boönar í brúökaup til vinar
okkar Gunnars Gunnsteinsson-
ar leikstjóra stuttu eftir aö
Muriel’s Wedding var fyrst
Tllvera Murlels er frekar
dapurleg.
sýnd. Gunnar vildi alls ekki há-
tíðlegar ræöur í brúðkaupinu
sínu og kraföist þess að
veislugestir kæmu meö
skemmtiatriöi. Viö Lilja höfðum
báöar séö Muriel’s Wedding og
fannst frábært atriöiö þegar
Muriel og Rhonda dansa viö
lagiö Waterloo í þessum líka
frábæru ABBA-búningum. Viö
ákváðum að læra dansinn og
ég keypti efni í gull- og silfur-
búninga í Kaupmannahöfn um
vorið og mamma vinkonu minn-
ar sá um saumaskapinn. { hálf-
an mánuö lágum viö yfir mynd-
inni og náöum dansinum á
endanum meö nokkrum breyt-
ingum þó. Þegar brúðkaups-
dagurinn rann upp vorum viö
klárar meö dansinn, búnar aö
leigja okkur hárkollur og til í
slaginn. Þegar á hólminn var
komið vorum viö ekkert sér-
staklega hugrakkar. Þetta var
mjög Ijölmennt brúðkaup og í
salnum voru aliir vinir Gunnars
úr leiklistarskólanum og þaö
var nú ekki til aö stappa í okk-
ur stálinu. Þaö voru Muriel og
Rhonda sem gáfu okkur hug-
rekkiö til aö láta slag standa
og viö kláruöum meö glans at-
riðiö sem vakti ómælda lukku
meöal veislugesta."
cnnsÁsmi ii ■ nSremm i ■ eimroieir ■ nmeiuiiiii ■ áhihiiistuii is niteiteöru n
Einn dagur í lífi
afgreiðslumanna
Kvikmyndin Búöarlokur eöa
Clerks frá árinu 1994 veröur
sýnd á Bíórásinni 9. desem-
ber. Hjálmar Gíslason forritari
hjá Gagarín, ætlar ekki aö láta
hana fram hjá sér fara.
„Myndin Clerks er gerö af
leikstjóranum og handritshöf-
undinum Kevin Smith,” segir
Hjálmar. „Hann hefur síöan
getiö sér gott orð fyrir myndir á
borö viö Mallrats, Chasing Amy
og nú síöast Dogma sem
væntanlega veröur sýnd í kvik-
myndahúsum hér á landi á
næstu misserum.
Clerks segir á skemmtilegan
hátt frá einum degi í lífi tveggja
gæfulausra afgreiöslumanna,
Dante og Randall. Dante af-
greiðir f kjörbúö og Randall í
myndbandaleigu viö hlið búöar-
innar. Dante á í vonlitlu ástar-
sambandi viö vandræöageml-
inginn Veronicu, en þegar
gamla háskólakærastan hans
mætir á svæöiö taka hlutirnir
óvænta stefnu.
Myndin gerir grín að hvers-
dagsleikanum, þó aö reyndar
sé atburöarásin þennan dag
ekki alveg hversdagsleg. Clerks
var ákaflega ódýr í framleiöslu
og handritiö er framúrskarandi
gott sem og leikurinn. Þetta
hefur oröiö til þess aö myndin
hefur veriö fyrirmynd ungra kvik-
myndageröarmanna, enda
sönnun þess að þaö er hægt
aö standast samkeppni „stóru
kallanna” með hugmynda-
auðginni einni saman. Myndin
hefur síöan oröiö stökkpallur
Smiths leikstjóra inn í drauma-
smiöjuna í Hollywood þó að
myndir hans geti á engan hátt
talist venjulegar Hollywood-
myndir. Kevin og félagi hans Ja-
son Mewers eru annars þekktir
fyrir þaö að koma fram í öllum
myndum Kevins. Þeir leika
alltaf sömu persónurnar, teikni-
myndasöguhöfundana Silent
Bob og Jay, þó að efniviður
myndanna sé aö öllu öðru leyti
ótengdur. Þess má til gamans
geta að á næsta ári er væntan-
leg samnefnd sjónvarpsþátta-
röö, byggö á sögusviði og
persónum Clerks."
Clerks seglr á skemmtllegan hátt frá einum degi í lífi
tveggja gæfulausra afgreiöslumanna.
HEFURÐU LESIÐ
JÓLABLAÐIÐ?
27