Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.12.1999, Blaðsíða 46
MIÐVIKUPAGUR 8. desember FILM NOIR Heltekinn - Ossessione (’43) Flækingur (Massimo Girotti) , verður ástfanginn af gengil- ’ beinu (Clara Calanai), á matsölustað. Ákveða skötu- hjúin að ryðja eigandanum, manni hennar, úr vegi, en örlögin grípa í taumana. ftalski leikstjórinn, snilling- urinn Luchino Visconti tekur sögu James M. Caine, Pósturinn hringir alltaf tvisvar, og afgreiðir meistara- lega. Forvitnilegt að bera handbragð hans saman við tök Garnetts ('46) og Rafelsons (‘81), á þessari mögn- uðu og kaldhæðnislegu sögu. ■ FIMMTUDAGUR 9. desember GAMAN Gestimir - Les Visrteurs ('93) Vinsæl, frönsk tímaskekkju- t gamanmynd um miðalda- ' riddara sem varpað er inn í tuttugustu öldina. Á sína spretti, einkum Jean Reno. ■ FOSTUPAGUR 10. desember STRIÐ Helreiðin - Path Of Glory (’54) Sjá umfjöllun til hliðar. SJONVARPIÐ SPENNA Aftökuheimildin - Death Warrant (’90) Vöðvadrellirinn flæmski, Van t Damme, leikur kanadískan ' lögreglumann sem sendur er inn fyrir fangelsismúrana til að rannsaka mál en dulargerfi hans er ógnað af fyrrum félaga úr lögggunni. Þokkaleg spenna, skárri en velflestar myndir buffsins. SPENNA Dómsdagur - T 2: Judgement Day (’91) _^\ Arnold Schwarzenegger og James Cameron eru skot- heldur dúett í hasar- myndaslagnum. Vélmenni kemur aftur í heimsókn til Jarðar, nú til að vernda soninn (Edward Fur- long) og móðurina (Linda Hamilton), sem hann ætlaði að koma fyrir katt- arnef í mynd #1. Á í höggi við Joanne Whalley-Kilmer og John Hurt fara geyslvel með hlutverk tveggja af aðalpersónum hneyksllslns sem kennt er vlð John Profumo ráðherra. Fyrsta mynd lelkstjórans Mlchael Caton-Jones. kollega úr framtíðinni. Æsispennandi, með tæknibrellur sem gengu fram af bíógestum fyrir átta árum en eru tæpast brúklegar í dag. SPENNA Á bláþræði - Live Wire (’92) Heldur slök B-mynd um al- k ríkislöggu (Pierce Brosnan) í ' Washington, D.C., sem á í höggi við ófyrirleitinn hryðju- verkamann (Ben Cross). Erfitt að henda reiður á sprengiefninu sem hann notar. Ron Silver skástur, leikur óþolandi, gjörspilltan öldungardeild- arþingmann og er fæddur í hlutverkið. ■ LAUGARDAGUR I1. desember SPENNA Týnd í geimnum - Lost In Space. (’98) Enn ein sjónvarpsþáttaröðin k frá sjöunda áratugnum ' dubbuð upp í kvikmynda- búning. f náinni framtíð er fjölskylda (William Hurt, Mimi Rogers), send út í geiminn í leit að hentugri plánetu fyrir mannkynið, sem búið er að útbía Jörðina. Fer þokkalega af stað en fer smá-hnign- andi. Gary Oldman illskástur af leik- arahópi í slæmu formi. GAMAN Hjónalíf - Husbands and Wifes (’92) ^\ Woody Allen (leikstjóri, íQfeA handrit, aðalhlutverk) tekur V^Sjy enn eina ferðina á hjóna- bandserfiðleikum miðaldra fólks, sjálfseyðingarhvöt og gamal- kunnri, almennri taugaveiklun. Til grundvallar er gamalgróið samband tveggja vinahjóna (Allen og Mia Far- row - Sidney Pollack, Judy Davis). Að venju skynsamlega skrifuð og fyndin á sinn allenska hátt, en gegnumlýs- ingin kom á vondum tíma - þegar hjónaband leikstjórans og Miu var að fara í hundana. ■ SUNNUDAGUR 12. desember SPENNUMYNP Dauðasök - A Time To Kill (’96) #Vel unnin kvikmyndagerð Joels Schumachers á met- sölubók Johns Grisham um morðmál í Mississippi. Tveir, hvítir ónytjungar svívirða og misþyrma 10 ára, litaðan telpuhnokka. Pabbi hennar (Samuel L. Jackson), sér um að réttlætinu sé fullnægt - með eigin byssuhólk. Hann fær nýgræðing í lög- fræðistétt (Matthew McConaughey) sér til vamar. Tekur létt á þjóðfélags- vanda Suðursins og Sandra Bullock er skelfilega vond í illa skrifuðu hlut- verki. Að öðru leyti fínasta afþreying og vel leikin. VESTRI The Naked Spur (’53) Einn af uppáhaldsvestrun- um á þessum bæ er harð- ' skeytt mynd um ósvífmn náunga (James Stewart), sem hefur atvinnu af því að hand- sama eftirlýsta glæpamenn. Að þessu sinni Robert Ryan, sem leikur morðingja og klækjaref sem reynir að fá hæpna liðsmenn Stewarts á sitt band. Mikil spenna rikir í magnaðri ádeilu á græðgi og öfund, sem tekin er af William Mellor í ægifögru lands- lagi Colorado, leikstjórinn Anthonys Mann í toppformi. Janet Leigh, Ralph Meeker. MIÐVIKUDAGUR 15. desember FJOLSK. Lilli er týndur- Baby's Day Out (’94) John Hughes, framleiðand- (inn og heilinn á bak við ' gangmyndimar Aleinn heima, er einnig aðstand- andi þessarar laufléttu fjölskyldu- myndar um bleyjubossa sem er rænt, en gerir mannræningjunum lífið leitt. Joe Mantegna, o.fl. ágætir leikarar hressa upp á góðlátlega vitleysu. PRAMA Rokkstjarnan -The Rose (’79) Kraftmikil mynd um ævi ÁjfeA rokkstjömu sem um margt 'SjBÍ minnir á söngkonuna Janis Joplin. Bette Midler fer vel með hlutverk ólánsamrar stúlku sem nær á toppinn en á í vandræðum með að höndla hamingjuna, sjálfa sig, áfengið, og ekki síst frægðina. Alan Bates, Frederick Forrest og Harry Dean Stanton komast vel frá mönnunum í lífi hennar. ■ FIMMTUPAGUR 16. desember BÍÓRÁSIN PRAMA City Of Angels - Borg englanna (’98) í bandarisku útgáfu mynd- k arinnar Wenders, Der ' Himmel uber Beriin, er Nicolas Cage engill. Hann verður ástfanginn af lækninum Meg Ryan og gerist mennskur til að ná ást- um hennar. Ég kann betur við Cage í hlutverki róna eða illyrma en strfðs- manns Guðs allsherjar. Hann virkar illa sem slíkur og er ein ástæðan fyrir því að myndin hittir ekki í mark. ■ FÖSTUPAGUR 17. desember bíorásin PRAMA Svartnætti - Affliction (’98) Sjá umfjöllun til hliðar. SPENNA Ránfuglinn - Three Days Of the Condor (’75) ^\ Feikigóður samsærisþriller um starfsmann (Robert Red- Wxf ford) leyniþjónustu Banda- rikjanna sem kemst að 46

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.