Morgunblaðið - 14.12.1999, Side 1

Morgunblaðið - 14.12.1999, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1999 ■ ÞRIÐJUDAGUR14. DESEMBER BLAÐ c ORN Arnarson, sundkappi úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, kom heim í gær með gullpeningana tvo sem hann hlaut fyrir glæsiiegan árangur á Evrópumeistaramótinu í Lissabon í Portúgal um helgina. Öm varði þar Evrópumeistara- titilinn í 200 metra baksundi og sigraði síðan í 100 metra baksund- inu á sunnudag nokkuð óvænt. Pessi 18 ára sundkappi sýndi og sannaði að hann er kominn í allra fremstu röð í heiminum. Hann setti alls fimm Islandsmet á mótinu og tími hans í 200 metra baksundinu er sá næstbesti sem náðst hefur í heiminum í ár. Hann er annar Is- lendingurinn á eftir Gunnari Huse- by til að verja Evrópumeistaratitil og enginn annar íslenskur íþrótta- maður hefur orðið tvöfaldur Evr- ópumeistari ófatlaðra og skráir hann því nafn sitt á spjöld sögunnar fyrir það. Þegar hann kom til landsins í gær voru fjölmargir mættir í Leifs- stöð á Keflavíkurvelli til að fagna honum, þar á meðal 50 krakkar úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Þeir sungu fyrir íþróttahetjuna sína og færðu honum jólatré að gjöf. Magn- ús Gunnarsson, bæjarstjóri í Hafn- arfirði, og Reynir Karlsson, íþróttafulltrúi ríkisins, færðu hon- um blóm við komuna og það sama gerði Sesselja Erla Árnadóttir, for- maður Sundsambandsins. Örn sagðist í sjöunda himni með árangurinn. „Ég gerði mér vonir um að verja titilinn í 200 metra baksundinu, en sigurinn í 100 metr- unum kom mér nokkuð á óvart. Ég var ekki viss um hvar ég stæði gagnvart hinum keppendunum í 100 metrunum áður en ég fór til Portúgais. Eftir að hafa náð öðru sæti í undanúrslitunum gerði ég mér ákveðnar vonir um sigur. Þeg- ar ég kom í mark var ég ekki viss um sigur, hélt reyndar að ég hefði ekki náð að sigra. En þegar ég sá nafnið mitt efst á tímatöflunni fór um mig sælutilfinning,“ sagði hann. ■ Sælutilfinning/C2 ■ Á spjöld sögunnar/C2 ■ Sannkölluð hetja/C3 Morgunblaðið/Golli Örn Arnarson sundkappi kemur heim til íslands með tvö Evrópugull í farteskinu. ÍRIS EDDA NORÐURLANDAMEISTARI / C7 VlNNiNGSTÖLUR LAUGARDAGÍNN } 11.12.1999 l (7 9 Í18 •• ^ 20 24 f30 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1. 5af 5 2.030.520 2. 4 af 5+' 101.190 3. 4 af 5 76 6.430 4. 3 af 5 2.151 530 TVQFALDUR 1. VINNINGUR Á LAUGARDAGINN Jókertölur vikunnar 8 7 7 3 2 Vinningar Fjöldi vinninga Upphæð á mann 5 tölur 0 1.000.000 4 síðustu 0 100.000 3 síðustu 11 10.000 2 síðustu 94 | 1-000 VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN j 8.12.1999 AÐALTÖLUR Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1.6 af 6 3 12.695.660 2. 5 af 6+búnus 0 815.310 3. 5 af 6 3 108.300 4. 4 af 6 215 2.400 3. 3 af 6+ BÓNUS 584 370 Alltaf á miðvíkudögum Upplýsingar: L0TTÓ 5/38 1. vinningur tvöfaldur næst. Bónusvinningarnir komu á miða sem seldir voru í Söluturninum Póló, Bústaðavegi 130, Reykja- vík, KK Söluturni, Háaleitisbraut 58-60, Reykjavík, og Hótel Blá- felli, Sólvöllum 14, Breiðdalsvík. VÍKINGAL0TTÓ 1. vinningur skiptist á miili þriggja aðila, tveir í Noregi og einn í Danmörku. Upplýsingar i síma: 568-1511 Textavarp: 281, 283 og 284 íþágu öryrkja, ungmenna og íþrótte

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.