Morgunblaðið - 14.12.1999, Qupperneq 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1999
SUND
MORGUNBLAÐIÐ
Sælutilfinning
íslandsmet sem ÖRN ARNARSON hefur sett 1999
undanrásirnir, reyndi aðeins að
tryggja mig inn í undanúrslitin og
spara kraftana. I undanúrslitunum
var ég staðráðinn í að gefa allt sem
ég átti til að fá góða braut í úrslita-
sundinu, sem fram fór daginn eftir.
Ég held að það haf! síðan verið vilj-
inn og höfuðið sem skiluðu mér of-
ar en hinir í úrslitasundinu.“
Hélt að ég hefði orðið á eftir
-100 metra sundið var gríðar-
lega jafnt og mátti varla á milli sjá
hverjir náðu efstu sætunum. Varst
þú viss um sigur þegar þú komst
að bakkanum?
„Nei, ég hélt ég hefði orðið á eft-
ir, en þegar ég leit síðan á tímatöfl-
una og sá nafnið mitt efst fékk ég
sælutilfínningu um líkamann. Það
var æðislega gaman og sérstak-
lega vegna þess að sundið var svo
jafnt og lítill tímamunur. Þá er
alltaf sætara að vera á undan en á
eftir. Það er mjög erfitt að sætta
sig við að tapa þegar munurinn er
svona lítill. Ég held að sigurinn hjá
mér hafí legið í því að ég er hand-
leggjalengri en keppinautarnir."
-Þú náðir öðrum besta tímanum
í undanúrslitum í báðum greinun-
um og lentir því á fímmtu braut-
inni, erþaðhappabrautin?
„Nei, hún er ekkert betri en
fjórða. Ég komst bara ekki hraðar
í hvorugri greinni í undanúrslitun-
um þannig að það var ekkert um
það að ræða að synda á fjórðu
braut.“
- Hvernig var tilfínningin eftir
að hafa náð öðrum titlinum?
„Hún var auðvitað góð. Ég var
mjög þreyttur og orkaði ekki einu
sinni að fara á lokahófið á sunnu-
dagskvöld. Fór frekar heim á hótel
til að hvíla mig. Ég held að ég hafi
notað alla mína orku í þetta mót.“
Hann sagði að margir þættir
þyrftu að ganga upp til að ná svona
góðum áragnri. „Það er fullt af
fólki sem hefur hjálpað mér til að
ná þessum árangri. Ég gæti ekki
staðið í þessu einn og óstuddur,
það er alveg ljóst. Ég er með góð-
an þjálfara og síðan hafa foreldrar
mínir og fjölskylda stutt vel við
bakið á mér og hvatt mig til dáða.
Starf Sundfélags Hafnarfjarðar er
ómetanlegt og eins hefur Hafnar-
fjarðarbær lagt sitt af mörkum."
- Verður árangur þinn ekki til
þess að gefa öðrum sundmönnum
byr undir báða vængi?
„Jú, ég held að það hljóti að
vera. Ég hef nú rutt brautina og
sýnt að þetta er hægt.“
Vantar 50 metra keppnislaug
- Oft er talað um aðstöðuleysi
hér á landi og að það hamli sun-
díþróttinni. Hvað segir þú um það?
„Það er ágæt æfingaaðstaða hér
á landi. Eins og hjá okkur sem æf-
um hjá SH, þá erum við með tvær
ágætar laugar og vel staðið að öllu
hjá félaginu. Það er ekkert undan
neinu að karta í því sambandi. En
hins vegar vantar tilfinnanlega 50
metra keppnislaug. Við höfum
keppt í sömu lauginni í bikar-
keppninni síðan 1937 og þó Sund-
höll Reykjavíkur hafi verið góð á
Á spjöld
sögunnar
SUNDKAPPINN Örn Arnar-
son úr Hafnarfirði skráði
nafn sitt á spjöld sögunnar er
hann sigraði í 100 metra
baksundi á Evrópumeistara-
mótinu í 25 metra laug í
Lissabon á sunnudag. Hann
er þar með fyrstur Islend-
inga sem getur státað af því
að vera tvöfaldur Evrópum-
eistari því hann vann einnig
200 metra baksundið á föstu-
dag-
Orn, sem er 18 ára síðan í
ágúst, synti á 53,13 sekúnd-
um í úrslitasundinu í 100
metrunum á sunnudag og
bætti eigið Islandsmet, 53,30
sek., frá því í undanúrslitum
á laugardag. 100 metra bak-
sundið var gríðarlega spenn-
andi og með frábærum enda-
spretti tókst honum að skjóta
sér framfyrir Tyrkjann Der-
ya Buyukuncu í lokasundtak-
inu og kom að bakkanum 4/
100 hlutum úr sekúndu á
undan. Volodymyr Nicola-
ychuk frá Ukraínu varð
þriðji á 53,27 sekúndum, en
hann átti besta tfmann í und-
anúrslitunum á laugardag,
53,13 sek. sem er nákvæm-
Iega sami tímí og sigurtími
Arnar á sunnudag.
SUNDKAPPINN Örn Arnarson úrSundfélagi Hafnarfjarðar náði
glæsilegum árangri á Evrópumeistaramótinu í Lissabon um
helgina. Hann sigraði bæði í 100 og 200 metra baksundi og var
þar með tvöfaldur Evrópumeistari. Hann varði titil sinn frá í fyrra í
200 metra baksundi og sigraði síðan nokkuð óvænt í 10O metra
baksundi á lokadegi mótsins á sunnudag. Hann stakk sér átta
sinnum til sunds á mótinu og setti fimmíslandsmet. Glæsilegur
árangur hjá þessum 18 ára sundkappa.
Sætara að verja titilinn
- Er skemmtilegra að verja titil-
inn en vinna hann ífyrsta sinn?
„Það er miklu sætara að verja
Örn Arnarson fagnar sigri í 100 m baksundi á EM í Lissabon, þar sem hann gerði sér lítið fyrir og
varð tvöfaldur Evrópumeistari. Öm fagnaði einnig sigri í 200 m baksundi.
Eg er auðvitað gríðarlega
ánægður, en þetta tók á og ég
var mjög þreyttur. Ég var alveg
búinn andlega og
Eftir líkamlega eftir 100
Va/ g metra sundið á
Jónatansson sunnudaginn,"
sagði Örn í viðtali
við Morgunblaðið.Hann sagði að
þrotlausar æfingar undanfama
mánuði hefðu skilað þessum frá-
bæra árangri. Hann sagði þjálfara
sinn, Brian Marshall, eiga stóran
þátt í þessu og eins foreldrar og
allir þeir fjölmörgu sem stæðu að
baki sundíþróttinni í Hafnarfirði.
- En áttir þú von á því að koma
heim með tvenn gullverðlaun frá
Lissabon?
„Ég gerði mér auðvitað
ákveðnar vonir um að verja titilinn
í 200 metra baksundi, en vissi ekki
alveg hvar ég stæði í 100 metrun-
um. Það má segja að árangurinn í
100 metrunum hafi komið sjálfum
mér nokkuð á óvart.“
Hann sagðist hafa synt 200
metrana á föstudag eins og hann
ætlaði að synda þá. „Já, ég held að
útfærslan á sundinu hafi gengið al-
veg upp. Reyndar fannst mér ég
eiga meiri kraft eftir á síðustu 50
metrunum en ég reiknaði með fyr-
irfram. Ég ákvað að nota allt sem
ég átti síðustu metrana og sigurinn
var ótrúlega öruggur. Þegar 50
metrar voru eftir var ég nokkuð
viss um að geta unnið. Það var frá-
bær tilfinning að koma í mark
langt á undan hinum. Ég var
ánægður með að hafa náð að verja
Evrópumeistaratitilinn svona ör-
ugglega."
hann. Að verja hann sýnir líka að
það var engin tilviljun að ég vann
þessa grein í fyrra, nema þá að það
hafi líka verið tilviljun núna!“
- Eftir sigurinn í 200 metra
sundinu á föstudag ákvaðst þú að
ræða ekki við fjölmiðla fyrr en á
sunnudag svo þú gætir einbeitt
þér betur að 100 metrunum. Þú
hefur væntanlega viljað með því
ýta öllu öðru frá þér til að einbeita
þérsem best?
„Já, ég og þjálfarinn minn tók-
um þá ákvörðun að forðast utan-
aðkomandi truflun. Þetta var gert
til að ég gæti einbeitt mér fullkom-
lega að öllu sem ég var að gera, en
ekki brjóta upp einbeitinguna öðru
hvoru með hinu og þessu. Við
ákváðum því að einbeita okkur að
verkefninu áður en ég gæfi kost á
mér í viðtöl við fjölmiðla. Ég vona
að fjölmiðlar virði það.“
Örn var með sjötta besta tímann
í undanrásunum í 100 metra bak-
sundinu á laugardag, synti á 54,66
sek. og náði síðan næstbesta tím-
anum í undanúrslitum,_ 53,30 sek.
sem jafnframt var Islandsmet.
Hann bætti síðan Islandsmetið í
úrslitasundinu, synti á 53,13 sek-
úndum og sigraði. „Ég fór rólega í
25 mLAUG
Dags.Sundgrein
Tími
Staður Staða 1999
24. jan. 200 m flugsund 2.03,44 Hafnarfjörður
13. feb. 100mfjórsund 56,58 Glasgow
20. mars 50 m flugsund 24,87 Vestmannaeyjar
9. des. 50 m skriðsund 22,85 Lissabon, EM
10. des. 200 m baksund 1.54,23 Lissabon, EM
11. des. 100mbaksund 53,30 Lissabon, EM
12. des. 100mbaksund 53,13 Lissabon, EM
12. des. 50 m baksund 25,35 Lissabon, EM
2. sæti á
“==~| heimslista
-=[
5. sæti á
heimslista
50 m LAUG
Dags.
Sundgrein
Tími
Staður
Staða 19991
31. jan. 50 m skriðsund
15. júlí 200 m baksund
15. júlí 200 m baksund
16. júlí IQOmbaksund
23,84 Lúxemborg
2.01,21 Moskva
2.01,13 Moskva <{29. á heimslista
56,68 Moskva ^ S8 á heimsiista
Besta árangri ársins í
200 m baksundi í25 m laug''
náði Lenny Krayzelburg
frá Bandaríkjunum þegar
hann setti heimsmet
í nóvember, 1.52,47
Heimsmetið í 100 m
baksundi í 25 m laug,
51,43 sek., setti JeffRouse
frá Bandaríkjunum 1993L
Heimsmetin í 50 m laug
f 100 m og 200 m baksundi
setti Lenny Krayzelburg frá
. IBandaríkjunum í ágúst í ár,.
53,60 og 1.55,87
sínum tíma, er hún orðin gömul og
alltof lítil."
- Verður þú aldrei þreyttur á að
æfa svona mikið eins og þú gerir?
„Ó, jú. Það kemur oft fyrir. En
þegar ég næ árangri og markmið-
unum sem ég hef sett mér þá
gleymist öll þreyta um leið.“
- Þú lagðist í fíensu rétt fyrir
Evrópumótið, hafði það einhver
áhrif á árangur þinn í Lissabon ?
„Ég veit það ekki. Ég veiktist í
vikunni eftir bikarkeppnina og
synti eiginlega ekkert í heila viku.
Æfði síðan í viku áður en ég fór á
Evrópumótið. Það hefur greini-
lega ekki verið alslæmt miðað við
árangurinn. Það getur vel verið að
ég hafi haft gott af því að hvfla
þessa viku, en ég veit það bara
ekki.“
- Hvað er svo framundan hjá
þér?
„Ég mun keppa næst á alþjóð-
legu móti í 50 metra laug í Dan-
mörku í lok janúar. Þar ætla ég að
reyna við lágmörkin fyrir Ólymp-
íuleikana. Ég á ekki von á því að
lágmörkin verði einhver hindrun
fyrir mig þar. Eftir mótið í Dan-
mörku verður keyrt á fullu í undir-
búning fyrir Ólympíuleikana. Ég
tek ekki þátt í heimsmeistaramót-
inu í 25 metra laug í aprfl því ég
einbeiti mér algjörlega að 50
metra brautinni. Ég tek þátt í
tveimur sterkum mótum í 50
metra laug fyrir Sydney-leikana.
Fyrst í mjög sterku móti í Mónakó
í maí og síðan Evrópumeistara-
mótinu í 50 metra laug sem fram
fer í Finnlandi í júní,“ sagði
Evrópumeistarinn nýkrýndi, sem
mun æfa meira og minna í Sund-
laug Kópavogs til að undirbúa sig
sem best fyrir Ólympíuleikana í
Sydney.
Fjögur met
FJÖGUR íslandsmet féllu á loka-
degi Evrópumótsins í sundi. Örn
bætti metið í 100 metra baksundinu ,
synti á 53,13 sekúndum. Hann bætti
metið sem hann setti í undanrásum á
laugardag um 0,17 sekúndur, en
gamla metið hans var 53,17 sek. og
sett á EM í fyrra.
Lára Hrund Bjargardóttir bætti
metið í 200 metra skriðsundi á
sunnudaginn. Hún synti á 2.02,87
mín. og bætti gamla metið um 0,46
sekúndur.
Þá setti Örn Islandsmet í 50 metra
baksundi, er hann tók fyrsta sprett-
inn fyrir íslensku boðssundssveitina
í 4x50 metra fjórsundi. Hann synti á
25,35 sekúndum og sveitin setti líka
met, kom í mark á 1.44,44 mín. og
bætti eldra metið um 2,69 sekúndur.
I sveitinni auk Arnar voru Jakob Jó-
hann Sveinsson, Friðfinnur Krist-
insson og Ómar Snævar Friðriksson.
Önnur úrslit á sunnudaginn voru
þau að Friðfinnur varð í 22. sæti af
26 í 50 metra flugsundi, synti á 25,52
sek. Jakob Jóhann varð ellefti í 200
metra bringusundi er hann synti á
2.15,77 mín. og var um sekúndu frá
sínu besta. Kolbrún Yr Kristjáns-
dóttir hafnaði í 16. sæti í 200 metra
baksundi á 2.19,38 mín. Þá synti Óm-
ar Snævar 200 metra fjórsund á
2.09,89 og var nokkuð frá sínu besta.
Á laugardag synti Ómar Sævar
100 metra baksund á 59,97 sek. og er
fimmti Islendingurinn sem syndir þá
vegalegnd undir einni mínútu. Hann
hafnaði í 33. og næstsíðasta sæti.
Friðfinnur bætti sig í 100 metra
skriðsundi, synti á 56,43 sek. og
hafnaði í 33. sæti af 34.
Elín Sigurðardóttir og Kolbrún
Yr Kristjánsdóttir syntu 50 metra
skriðsund og voru báðar nálægt sín-
um bestu tímum. Elín varð í 21. sæti
á 26,49 sek. Kolbrún í 24. og síðasta
sæti á 27,07 sek.