Morgunblaðið - 14.12.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.1999, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1999 C 5 HANDKNATTLEIKUR ÍÞRÓTTIR A - RIÐILL B - RIÐILL C - RIÐILL D - RIÐILL Belgía Svíþjóð ■llBP Týrkland A ^ Ítalía V* Holland w—3 Tékkland « A Frakkland f?3 ™ ^ Danmörk •ajpgA Þýskaland Rúmenía W- f* *>***! England V*\v..• FOLK ■ EIRIKUR Önundarson skoraði 22 stig og var með 5 stolna bolta í sigi-i Holbæk gegn Roskilde í dönsku úr- valsdeildinni í körfuknattleik um helgina. Leikurinn var jafn en þó var Holbæk liðið skrefinu á undan allan leikinn. Eiríkur hefur verið að spila vel með Holbæk liðinu að undan- förnu og hefur skorað 24 stig að meðaltali í síðustu 4 leikjum. ■ RÓBERT Sighvatsson skoraði 5 mörk og var markahæstur leik- manna Bayer Dormagen sem töp- uðu 22:18 fyrir Grosswallstadt í 15. umferð þýsku 1. deildarinnar í hand- knattleik. Héðinn Gilsson skoraði 3 mörk fyrir Dormagen og Daði Hafþórsson 1 mark. ■ SIGURÐUR Bjarnason var með fjögur mörk fyrir D/M Wetzlar er liðið lagði Eisenach á heimavelli, 34:22. Julian Róbert Duranona skoraði fjögur mörk fyrir Eisenach. ■ HEIÐMAR Felixson átti prýðis- leik íyrir Wuppertal, aðra helgina í röð. Heiðmar gerði 6 mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar Wuppertq.1 tapaði 25:23 fyrir Nettelstedt. Dag- ur Sigurðsson skoraði 2 mörk fyrir Wuppertal. ■ GUSTAF Bjarnason var með tvö mörk þegar Willstatt tapaði 27:21 á heimavelli fyrir Frankfurt. Magnús Sigurðsson skoraði ekki að þessu sinni fyrir Willstatt. ■ PATREKUR Jóhannesson skor- aði eitt mark úr vítakasti fyrir Essen í 24:24 jafntefli við Magdeburg á heimavelli. Ólafur Stefánsson gerði þrjú mörk fyrir Magdeburg en fékk rauða spjaldið fyrir þriðju brottvís- un er á leikinn leið. ■ ANNARS var mikil spenna í Essen fyrir leiknum við Magdeburg þar sem Alfreð, þjálfari Magdeburgar kom lærisveina sína til leiks, en Al- freð er góð augum margra hand- knattleiksáhugamanna í Essen frá þeim tíma að hann var helsta tromp liðsins fyrir um það bil áratug. ■ GUÐMUNDUR Hrafnkelsson varði m.a. þrjú vítaköst frá leik- mönnum GWD Minden þegar lið Guðmundar, Nordhorn, lagði Mind- en á heimavelli, 24:20. ■ REYNIR ÞOR Reynisson mark- vörður lék ekki með félögum sínum í KA gegn HK á laugardaginn því hann er meiddur í baki. ■ Bo Stage, Daninn í liði KA, lék heldur ekki með liði sínu þar sem hann á við sömu meiðsli að stríða og Reynir. ■ BJARKI Sigurðsson sat á vara- mannabekknum hjá Aftureldingu allan leikinn gegn Víkingi að því undanskildu að hann kom í tvígang inn á til þess að taka vítaköst. ■ BJARKI skoraði um báðum víta- köstunum. Spánn Noregur Júgóslavía ....L Slóvenía Stjaman á sigurbraut AFTURELDING innbyrti auðveldan sigur í síðasta leik sínum fyrir vetrarleyfi í 1. deild karla er þeir lögðu Víking 25:22 á heimavelli á laugardag. Úrslitin gefa ekki rétta mynd af yfirburðum heima- manna lengst af í leiknum en þeir voru með tíu marka forskot, þegar 14 mínútur voru til leiksloka, en sjö mörk í hálfleik, 14:7. Þar með hefur Afturelding sjö stiga forskot á KA sem er í öðru sæti þegar tekið verður tveggja mánaða frí í 1. deild karla. Ivar Benediktsson skrífar Þrátt fyrir að Afturelding stillti ekki upp sinni sterkustu sveit manna í byrjun gegn Víkingi var ljóst að mikill styrkleikamunur var á liðunum. Vörn Aftureld- ingar var sterk og greinilegt var að Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður liðs- ins, hafði unnið heimaverkefnin sín. Hann lokaði markinu með þeim afleiðingum að Víkingur skoraði ekki úr fyrstu sjö sóknum sínum og Afturelding komst í 4:0. Það var e.t.v. við hæfi að fyrrverandi félagi Bergsveins hjá Aftureldingu, Ingi- mundur Helgason, skoraði íyrsta mark Víkings úr vítakasti eftir 8,15 mínútur. Alls varði Bergsveinn 17 skot í fyrri hálfleik, mörg úr opnum færum. Virtist hann hafa skotmenn Víkings í „vasanum“. Áfram voru yfirburðir Aftureld- ingar miklir og leikurinn minnti á köflum frekar á æfingaleik, en op- inberan kappleik. Víkingar klóruðu aðeins í bakkann fyrir hálfleiks, en þá stóð 14:7. Leikmenn Aftureldingar héldu sínu striki í upphafi síðari hálfleiks og náðu mest tíu marka forskoti, 23:13, þegar 46 mínútur voru liðnar af leiknum. Þá tók kæruleysið öll völd í leik Aftureldingar auk þess sem yngri og óreyndari menn fengu tækifæri til að spreyta sig. Þar með fjaraði undan sóknar- jafnt sem varnarleiknum með þeim afleiðingum að leikmenn Víkings fengu tækifæri til þess að ljúka leiknum með nokkurri reisn. Leikurinn var í heildina slakur og það eina sem gladdi auga þeirra fáu áhorfenda, sem leyfðu sér þann munað að taka sér hlé frá jólaönn- um til þess að koma á leikinn, var markvarsla Bergsveins. Plest ann- að sem leikmenn buðu upp á var ekki upp á marga fiska. Of snemma í iólafrí Sti 1fán Stefánsson skrífar Eg er himinlifandi því við höfum verið í miklum hremmingum með meiðsli aðalmanna í vetur en það býr ýmislegt í hinum strákunum," sagði Atli Hilmarsson þjálfari KA eftir 19:24 sigur á HK í Digra- nesi á laugardagskvöldinu en hvor- ugur dönsku leikmannanna hans og né aðalmarkvörður liðsins voru með. Miklu munaði að í lið HK vantaði alla baráttu og var eins og menn væru þegar farnir í jólafrí. „Ég held að það hafi gert okkur gott að HK komst í undanúrslit í bikarnum á Hundleiður á bekknum HÖRÐUR Flóki Ólafsson fékk tækifæri til að láta Ijós sitt skína í marki KA því Reynir Þór Reynisson aðalmarkvörður gat ekki leikið með vegna meiðsla í baki. Það gerði Hörður svo sannarlega með því að verja tæp 20 skot, þar af eitt vítakast. „Ég var orðinn hundleiður á að hanga á varamannabekknum og greip tækifærið til að reyna að gera mitt besta,“ sagði Hörður Flóki eftir leikinn. „Við lckum ekkert sérlega vel en börðumst og það hef- ur oft vantað í vetur. Ég held að við höfum ekki verið farnir að slaka á fyrir fríið, fullt af mönnum sem hafa þurft að sitja á vara- mannabekknum fengu tækifæri til að sanna sig og gerðu það.“ miðvikudaginn en okkur sárvantaði stig því það hefur ekki gengið of vel að undanförnu. Við sáum möguleika á að ná öðru sætinu í deildinni og miðað við allt er ég sáttur við úrslit- in,“ bætti Atli við. Leikurinn var frekar daufur til að byrja með. Bæði lið spiluðu fiatar varnir sem héldu ágætlega því sókn- arleikur beggja liða var bitlaus auk þess að sprækir markverðir sáu um flest skotanna. Fram eftir fyrri hálf- leik skiptust liðin á að hafa forskotið en þegar Erlingur Kristjánsson fisk- aði boltann í sókn HK-manna og geystist upp völlinn í hraðaupphlaup, sem hann skoraði úr, hýrnaði heldur yfir norðanmönnum og þeir náðu skömmu á eftir þriggja marka for- ystu. A fyrstu fimm mínútum síðari hálf- leiks skoruðu gestirnir fjögur mörk í röð án þess að Kópavogsliðinu tækist að svara fyrir sig og varð hlutskipti þess eftir það að vinna upp þann mun, 10:16. Eitthvað stórlega vantaði upp á baráttuviljann því þrátt fyrir að vera tveimur og jafnvel þremur leikmönn- um fleiri gekk illa að minnka mun- inn. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra því þegar KA-mönnum fjölgaði á ný hófu þeir að bæta við forskotið og tryggja sér sigur. Hlynur Jóhannesson markvörður átti í vandræðum með að finna orð til að lýsa frammistöðu sinna manna og er ekki hægt að lá honum það þvi það vottaði varla fyrir baráttuandan- um, sem fleytt hefur HK langt í deildinni. Það var eiiis og liðið væri komið í jólafrí og þegar aðalsmerki okkar, sem er baráttan, er ekki fyrir hendi er erfitt að rífa sig upp,“ sagði Hlyn- ur. „Að vísu hefur verið mikið að gera hjá okkur að undanförnu en ég held að bikarleikurinn við IR hafi ekki setið í okkur og við eigum að hafa nóg úthald. Að auki voru Danirnir ekki með hjá þeiiyi svo að við áttum að vinna," bæþti Hlynur við en hann, Oskar Elvar Oskarsson og Alexander voru bestir hjá HK og Guðjón Hauksson átti góða spretti. KA-menn voru ekki mikið betri, þá vantaði að vísu nokkra leikmenn en þeir sem fengu að spreyta sig þeirra í stað gerðu svo með ágætum, þó að ekki væru þeirra venjulegu stöður á vellinum. Hörður Flóki Olafsson fór á kostum í markinu en Halldór Sig- fússon, Heimir Örn Arnason og Jó- hann Jóhannsson voru bestir gest- anna. Auk þeirra gerðu stundum góða hluti Geir Kr. Aðalsteinsson og Guðjón V. Sigurðsson. Morgunblaðið/Sverrir Tvíframlengt í Ásgarði Þóra Helgadóttir og stöllur í Stjörnunni báru sigurorð af Haukum í tvíframlengdum leik í 8-liða úrslitum bikarkeppn- innar í Ásgarði, 23:22. Stjarn- an er komin í undanúrslit ásamt Gróttu/KR, ÍR og Val. Urslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu fer fram í Hollandi og Belgíu frá 10. júní til 2. júlí, 2000 16 landslið leika í 4 riðlum og tvö efstu liðin úr hverjum riðli halda áfram í útsláttarkeppni RIÐLAKEPPNI 10.- 21. júní Amsterdam, Rotterdam, Arnheim og Eindhoven Brussel, Brugge, Charieroi og Liege „Amsterdam ArenA 51.200 sæti HOLLAND I ÞYSKA- LAND _______________________ Amsterdam Arnhelm „De Kuip“ (Feyenoord) 51.100 sæti „Jan Maos Ejridhoven ® Breydel Stadion“l 30.000 sæti Brugge 8-LIÐA ÚRSLIT 24. og 25. júní Amsterdam, Brussel, Rotterdam og Brugge UNDANÚRSLIT 28. og 29. júní Leikirnir í Brussel og Amsterdam ÚRSLITALEIKUR í Rotterdam 2. júlí árið 2000 „Philips Stadion" 30.200 sæti Brussel Charleroi ___________ „Heysel Stadion“ 50.000 sæti Stade de Sclessin 30.000 sæti „Stade Communar 50.200 sæti LUX FRAKKLAND LOKAMÍNÚTURNAR í leik Hauka og Stjörnunnar i Strandgötu í Hafnarfirði á laugardag voru stuðningsmönnum liðanna nánast óbærilegar því ógjörningur var að segja til um hvort liðanna færi með sigur af hólmi. Þegar staðan var 24:24 og ein og hálf mínúta var eftir af leiknum fengu leikmenn Hauka tækifæri til að komast yfir og hugsanlega tryggja sér sigur en heimamenn nýttu ekki tækifærið sem bauðst er Birkir Guðmundsson, markvörður Stjörnunnar, varði frá Halldóri Ingólfssyni. Stjarnan fékk boltann og Arnar Pétursson skoraði, 25:24, þegar fáeinar sekúndur voru eftir af leiknum. Haukar geystust fram en varð ekki kápan úr klæðinu því Birkir varði aftur á lokasekúndunum, nú frá Einari Gunnarssyni og tryggði gestunum sigur. í ifs Þorstemsson sknfar Um miðjan fyrri hálíleik benti fátt til þess að leikurinn yrði jafn spennandi undir lokin og raun varð á. Leikmenn Stjömunnar voru greinilega enn með hugann við sætan sigur á Aftureld- ingu í bikarkeppninni fyrr í vikunni og hafa án efa haldið að hlutirnir gerðust af sjálfum sér. Liðið lék af- leitlega í upphafi og skoraði ekki fyrr en eftir að átta mínútur voru liðnar af leiknum. Allt annað var að sjá til heimamanna sem sýndu skemmtilega tilburði í sókn og náðu mest sex marka forskoti, 12:6. En þegar hæst lét kom bak- slag í leik liðsins og forystan fór fyrir lítið á skömmum tíma. Stjarn- an saxaði jafnt og þétt á forskot Hauka og í hálfleik var munurinn aðeins eitt mark, 14:13. Amar Pét- ursson, fyrirliði Stjörnunnar, sagði ástæðuna fyrir skyndilegri breyt- ingu á leik síns liðs þá að leikmenn hefðu þurft tíma til þess að komast niður á jörðina eftir bikarsigurinn á Aftureldingu. „Það var mikil ánægja í herbúðum okkar með sig- urinn á Aftureldingu og leikmenn ekki komnir niður á jörðina þegar kom að leiknum gegn Haukum. Við fengum á okkur 14 mörk í fyrri hálfleik og það hefur ekki komið fyrir í langan tíma. Við þurftum því fjn-ri hálfleik til þess að ná okkur niður á jörðina. Síðari hálfleikur var jafn og spennandi en Haukar héldu for- ystu lengi vel. En Stjarnan náði forystu í fyrsta skipti í leiknum er Hilmar Þórlindsson skoraði, 18:17, þegar 12 mínútur voru eftir af leiknum. Haukar jöfnuðu jafnharð- an og jafnt var á öllum tölum fram undir það síðasta en Stjarnan var sterkari og hirti bæði stigin. Bestu menn Hauka voru Einar Gunnars- son og Jón Karl Bjömsson. Þá var Petr Baumruk sterkur í vörn. Hjá Stjömunni skoraði Amar Péturs- son mikilvæg mörk. Þá átti Björgv- in Rúnarsson góðan leik sem og Birkir Guðmundsson, sem varði vel undir lokin. Einnig má nefna fram- göngu Sæþórs Ólafssonar, sem lék vel fyrir liðið í fyrri hálfleik. Garðbæingar hafa leikið vel í síð- ustu leikjum. Liðinu gekk illa í upphafi íslandsmóts og var vií botn deildarinnar lengi vel en skyndilega hefur breyting orðið á leik þess og það hefur ekki tapac síðustu fimm leikjum, unnið fjóra og gert eitt jafntefli. Þá hefur liðið unnið Islands- og bikarmeistara Aftureldingar tvívegis, í deild og bikarkeppni, á skömmum tíma. Arnar Pétursson fyrirliði Stjörn- unnar sagði að leikmenn og þjálfari hefðu allir lagst á eitt eftir slæma byrjun. „Ef við stöndum saman getum við gert góða hluti,“ sagði Amar og benti á að liðið hefði burði til þess að komast meðal efstu liða. „En framundan er tveggja mánaða hlé á deildinni og við verðum halda vel á spilunum þann tíma. Ef við kom- um sterkir til leiks að loknu hléi er engin spurning að við getum gert góða hluti.“ Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, eftir tap fyrir Stjörnunni Algjört agaleysi í lokin ð lékum á stórum kafla ágæt- lega, vomm skynsamir í sókn og vöm en gerðum okkur seka um algjört agaleysi í lok leiksins með því að skjóta úr lélegu tækifæri þegar um 45 sekúndur eru eftir. Slíkt mátti ekki henda. Við erum að gefa þeim leikinn og höfum síð- an ekki rænu á að brjóta á leik- mönnum Stjörnunnar er þeir komust í sókn. Við gáfum þeim einfaldlega leikinn,11 sagði Guð- mundur Karlsson þjálfari Hauka. Þið náðuð sex marka forskoti í fyrri hálfleik en missið forystu ykkar niður í eitt mark fyrir leik- hlé. Hvað olli því að forskotið fór fyrirlítið? „Það voru miklar sveiflur í leiknum. Við misstum menn út af á þessum leikkafla og þeir spiluðu vel úr sínum tækifæmm, fengu meðal annai’s tvö hraðaupphlaup. Við emm færri út hálfleikinn og náum ekki spila markvisst, fáum á okkur leiktöf og gerðum tækni- leg mistök. Sveiflurnar voru þar af leiðandi meiri og segja má að við höfum ekki leikið vel á þeim leikkafla. En leikur okkar var að öðru leyti í lagi fyrir utan síðustu mínútuna." Þið misstuð gott forskot í tví- gang frá ykkur gegn Fram í um- ferðinni á undan. Lítur þú á það sem vandamál að liðið missir frá sér stórt forskot í tveimur leikjum í röð? „Fyrir utan síðustu tvo leiki höfum við reyndar oftast þurft að vinna upp forskot í leikjum. En það sem gerðist í þessum leik var að við misstum menn út af. En það er eitthvað að. Við þurfum að leysa það sem aflaga hefur farið, en ég vil fyrst og fremst kenna um agaleysi í lokin hvemig fór í dag.“ Darlington i sögubækumar Darlington skráði nafn sitt í bækur enskrar knattspyrnu á laugardaginn þegar það féll í ann- að sinn úr bikarkeppninni á sömu leiktíðinni. Þetta hefur aldrei áður hent nokkurt lið sem tekið hefur þátt í ensku bikarkeppninni, enda hefur félag sem tapar einni umferð ekki fengið að taka þátt í þeirri næstu. Sökum þess að Manchester United tók ekki þátt í bikarkeppn- inni var brugðið á það ráð að draga á milli þeirra liða sem féllu úr 2. umferð og eitt þeirra fengi að leika í 3. umferð.Þetta kom í hlut Darl- ington sem tapaði fyri Gillingham í 2. umferð. Um helgina tapaði Darl- ington fyrir Aston Villa í 3. umferð, 2:1. Forráðamenn félagsins voru ánægðir þrátt fyrir tapið, þeir fenguvæna upphæð í buddu sína, sem þeir höfðu ekki gert ráð fyrir. Veðjað á Holland Hollendingar eru taldir líklegastir til þess að verða Evrópu- meistarar í knattspymu á næsta ári eftir því semveðbankar greindu frá á sunnudag, eftir að dregið var í riðla í lokakeppn- inni sem fram fer í Belgíu og Hollandi eftir hálft ár. Hollendingar drógust í riðil með Tékkum, Frökkum og Dön- um í keppninni. ftalir þykja næst líklegastir til þess að vinna í keppninni, þá Spánverjar, því næst ríkjandi Evrópuineistarar, Þjóðveijar, eru ekki ofarlega á blaði hjá veðmöngurum. Englendingar mæta Þjóð- verjum á EM Englendingar drógust í sama rið- il ogÞjóðverjar í undankeppni HM í síðustu viku og um helgina þegar dregið var í riðla í lokakeppni Evrópukeppninnar sem fram fer næsta sumar lentu þessar þjóðir á ný í sama riðli. Erich Ribbeck, landsliðsþjálfari Þjóðverja sagði þegar niðurstaðan lá fyrir að sér litist vel á að mæta enska landsliðinu í keppninni. „Þetta kom mér eigi að síður skemmtilega á óvart,“ sagði Ribbbeck. „Það er ómögulegt að segja hvernig leikurinn fer en við höfum alla möguleika á að ná góð- um úrslitum, við eigum að vera betri en Englendingar." Kevin Keegan tók niðurstöðunni með ró og sagði að menn mættu ekki hugsa ekki um þennan eina leik gegn Þjóðverjum. „Vissulega má ekki gleyma því að báðar þjóð- irnar þurfa að sanna sig í keppninni þar sem þær hafa ekki verið að leika eins vel og þær hafa oft gert upp á síðkastið.“ Auk Þjóðverja og Englendinga eru Rúmenarog Portúgalar í A-riðli keppninnar. í B-riðli leika Belgar, Svíar, Tyrkir og ítalir. C-riðillinn er skipaður Spánverjum, Norðmönn- um, Júgóslövum og Slóvenum. Þá drógust Hollendingar, Tékkar, Frakkar og Danir í D-riðilinn. Jóhannes skoraði JÓHANNES Karl Guðjónsson skoraði síðasta mark MVV þegar liðið burstaði Waalwijk, 4:0, í hollensku 1. deildinni um helgina. Jóhannes Karl var leigður til MW frá Genk fyrir tæpum mánuði og hefur hann verið í byijunarliðinu siðan. Markið á sunnudag var hans fyrsta fyrir félagið. Auðvelt hjá Mosfellingum KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.