Morgunblaðið - 14.12.1999, Síða 8
-H
KNATTSPYRNA
Middlesbrough, West Ham,
Watford og Derby úr leik
AP
Michael Owen fagnar Matteo, sem skoraði annað mark Liverpool gegn Huddersfield, 2:0.
FJÖGUR úrvalsdeildarlið féllu
úr leik í ensku bikarkeppninni I
knattspyrnu um helgina er 3.
umferð fór fram. Middles-
brough, West Ham, Watford og
Derby eru öil úr leik og fjöl-
mörg smálið sýndu helstu
töfra bikarkeppninnar með
frækilegri frammistöðu gegn
stórliðunum.
. W
Urvalsdeildarliðin fjögur féllu
öll úr leik á laugardag, en þá
fóru flestar viðureignir umferðar-
innar fram.
Wrexham, sem leikur í 2. deild,
lenti undir snemma gegn Middles-
brough en náði að skora tvö mörk í
síðari hálfleik og tryggja sér þar
með sæti í 4. umferð. Darren
Ferguson, sonur Alex Fergusons,
stjóra Man. Utd., skoraði sigur-
markið að viðstöddum föður sínum,
sem naut þess að sitja sem áhorf-
andi að bikarkeppninni aldrei
þessu vant, enda Man. Utd., sjálfir
bikarmeistararnir, ekki þátttak-
endur í henni að þessu sinni.
Burnley, sem einnig leikur í 2.
deiid, bar sigurorð af Derby Coun-
ty, 1:0, á útivelli. Lið úr 1. deild áttu
einnig góðan dag; Tranmere Ro-
vers yfirspilaði West Ham langtím-
um saman og sigraði 1:0 og Birm-
ingam átti í litlum erfiðleikum með
Watford og sigraði með sömu
markatölu.
Petta er í sjötta sinn á aðeins
átta árum sem leikmenn West Ham
verða að bíta í það súra epli að tapa
í bikamum fyrir neðri deildar liði.
Harry Redknapp, stjóri liðsins, var
enda myrkur í máli eftir leikinn.
„Leikmenn Tranmere voru hreint
frábærir og áttu sigurinn skilinn.
Við náðum einfaldlega ekki að
brjóta þá á bak aftur - skorti hug-
myndir í leik okkar,“ sagði hann.
Leicester mátti teljast heppið að
sleppa með markalaust jafntefli og
þar með aukaleik gegn utandeild-
arliðinu Hereford United og Ever-
ton slapp einnig með skrekkinn í
markalausu jafntefli við Exeter,
eitt af botnliðum 3. deildar. Á hinn
bóginn voru leikmenn hafnarborg-
arinnar Hull eins og smér í höndun-
um á útlendingahersveitinni í
Chelsea og töpuðu 6:1 í afar ójöfn-
um leik.
Bakke kom sterkur inn
Önnur úrvalsdeildarlið sem kom-
ust áfram voru Aston Villa, Covent-
ry, Sheffield Wednesday, Leeds og
Liverpool. Tottenham og Newcast-
le verða að eigast við aftur í
Newcastle, en liðin gerðu l:l-jafn-
tefli á White Hart Lane í Lundún-
um í einu innbyrðis viðureign úr-
valsdeildarliða.
Norðmaðurinn Erik Bakke kom
sterkur inn í framlínu Leeds gegn
Port Vale; skoraði bæði mörk liðs-
ins í lítt sannfærandi 2:0-sigri. Bak-
ke, sem var keyptur á ríflega
hundrað milljónir króna frá Sogn-
dal í sumar, hefir lítið fengið að
spreyta sig til þessa en fékk tæki-
færið í bikarnum og endurgalt
traustið með stórgóðri frammi-
stöðu.
„Hann er geysilega skemmtileg-
ur leikmaður sem að öllum líkind-
um á eftir að ná langt,“ sagði David
O’Leary, stjóri Leeds, er hann var
spurður um Norðmanninn unga.
„Eg tel að hann sé nú tilbúinn í
átökin með okkur,“ bætti O’Leary
við.
Norwich tapaði á heimavelli fyrir
Coventry, 1:3, en Aston Villa náði
að sigra neðstu deildar liðið Darl-
ington með minnsta mun, 2:1. Beni-
to Carbone og Dion Dublin skoruðu
mörk Villa og lyftist brúnin á John
Gregory, stjóra liðsins, nokkuð við
sigurinn.
Þrírframherjar
Titi Camara og Dominic Matteo
skorðu mörk Liverpool í 2:0-sigri á
Huddersfíeld. Gestirnir frá Liver-
pool lentu oft í kröppum dansi gegn
lærisveinum Steve Bruce úr 1.
deildinni, en héldu þó haus og báru
sigur úr býtum.
Stórleikur umferðarinnar fór
hins vegar fram í Lundúnum milli
Tottenham og Newcastle. Heima-
menn í Tottenham sóttu stíft fram-
an af leik og þurfti Harper, mark-
vörður Newcastle, oft að hafa
verulega fyrir hlutunum. Norð-
maðurinn Steffen Iverssen kom
Tottenham yfir í upphafi seinni
hálfleiks með skallamarki eftir frá-
bæra fyrirgjöf Davids Ginola, en
Gary Speed jafnaði metin þrettán
mínútum fyrir leikslok og þar við
sat.
Eftir mark Iverssens benti flest
til þess að Newcastle væri á leið út
úr keppninni, en liðið hefur leikið tO
úrslita í henni á Wembley undan-
farin tvö ár. Bobby Robson, hinn
gamalreyndi knattspymustjóri
liðsins, var hins vegar ekki á þeim
buxunum; skipti inn á þremur vara-
mönnum undir lokin, bætti þriðja
manninum í sóknina og það bar
árangur.
„Það er mikill baráttuandi ríkj-
andi í herbúðum okkar nú,“ sagði
Robson eftir leikinn. „Við tefldum
ctor Salas skoraði sigurmark
Sevilla á 89. mínútu, Louie
van Gaal, þjálfara Barcelona, til
ómældrar hrellingar, en hann
hafði séð lið sitt lenda snemma
undir en náð svo að skora tvö
mörk og komast yfir. Skelfileg
varnarmistök undir lokin reyndust
hins vegar dýr og Börsungar virð-
ast alls ekki ná sömu dýpt í leik
sinn í deildinni og í MeistaradeOd-
inni.
„Við höfum ekki þann aga sem
fram þremur framherjum og vissu-
lega veikti það vörnina, en engu að
síður var þetta hetjuleg og rétt ráð-
stöfun sem gekk upp.“
David Ginola, sem lagði upp
mark Tottenham, var hins vegar
súr og svekktur með úrslitin. „Við
hófum leikinn af krafti en síðustu
fimmtán mínútumar voru mjög
slakar. Við vörðumst allt of aftar-
lega. Nú verðum við að laga leik
okkar fyrir aukaleikinn - hann
verður mjög erfiður."
er nauðsynlegur. Ekki aðeins í
vörninni, heldur líka í sókninni.
Við- misstum knöttinn of oft frá
okkur, settum þar með vörnina í
vandræði og færðum SevOla svo
færi á silfurfati," sagði van Gaal.
Real Madrid gengur jafnvel enn
verr en Barcelona og mátti stórlið-
ið frá Madrid sætta sig við 1:1-
jafntefli við Racing frá Santander.
Er Real nú í 15. sæti úrvalsdeild-
arinnar á Spáni - 16 stigum frá
toppsætinu.
■ LOTHAR Matthaus yfirgefur
herbúðir Bayern Miinchen í mars á
næsta ári og gengur þá til liðs við
bandaríska knattspyrnuliðið Metr-
oStars. Frá þessu greindi UIi Hön-
ess, einn forsvarsmaður þýska liðs-
ins um helgina.
■ MATTHÁUS ætlaði upphaflega
að fara tO MetroStars um næstu
áramót en frestaði því síðan tO loka
leiktíðarinnar í Þýskalandi í vor.
Höness sagði hins vegar að Matt-
haus myndi leika tvo leOd með
Bayern í Meistaradeildinni á nýju
ári og fimm leiki í þýsku deildinni.
■ HVAÐ sem þessu líður þá stefnir
Mattháus að því að leika með þýska
landsliðinu í lokakeppni EM í Belg-
íu og Hollandi á næsta ári og binda
þar með enda á langan feril með
landsliðinu, en hann hefur leikið
143 landsleiki.
■ ÓLAFUR Gottskálksson var
ekki í marki Hibemian þegar liðið
gerði 2:2 jafntefii við Motherwell á
heimavelli í skosku úrvalsdeOdinni
um helgina.
■ SIGURÐUR Jónsson kom heldur
ekki við sögu í liði Dundee United
sem lagði Dundee 1:0 á heimvelli í
skosku úrvaldsdeildinni.
■ BJARKI Gunnlaugsson var í
byrjunarliði Preston sem lagði Old-
ham, 2:1, í þriðju umferð ensku bik-
arkeppninnar um helgina. Hann
skoraði ekki að þessu sinni og fór af
leikvelli á 84. mínútu.
■ BJARKI fékk upplagt marktæki-
færi á 69. mínútu en varnarmaður
Oldham felldi Bjarka, var rekinn af
leikvelli og vítaspyrna dæmd. Fé-
lagi Bjarka skoraði úr spyrnunni.
Auk þessa færis skoraði Bjarki fyrr
í leiknum en markið var dæmt af
sökum rangstöðu.
■ JÓHANN B. Guðmundsson kom
inn á sem varamaður hjá Watford,
sem tapaði 1:0 á heimavelli fyrir
Birmingham. Jóhann var nærri því
að skora er markvörður Birming-
ham varði með því að slá knöttinn
rétt yfir markið.
■ LARUS Orri Sigurðsson lék a0-
an leikinn fyrir WBA í 2:2 jafntefli
gegn Blackburn í bikarkeppninni.
■ HERMANN Hreiðarsson var að
venju í leikmannahópi Wimbledon
er liðið lagði Bamsley, 1:0. Her-
mann var með frá upphafi til enda.
■ BJARNÓLFUR Lámsson var í
byrjunarliði Walsall, sem gerði 1:1
jafntefli við Gillingham í bikar-
keppninni. Bjamólfur lék allan
leikinn en samherji hans og landi,
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kom
inn á sem varamaður og lék síðustu
19_mínúturnar.
■ ÍVAR Ingimarsson kom inn á
sem varamaður hjá Brentford átta
mínútum fyrir leikslok þegar liðið
gerði jafntefli, 1:1, á móti Chester-
field í bikarkeppninni í Englandi.
Þar situr enn sem fyrr Deporti-
vo la Coruna, sem um helgina lagði
Real Sociedad, 1:0. Sigurmarkið
var sjálfsmark, en staða Coruna-
liðsins er engu að síður afar sterk
um þessar mundir og aðeins Celta
Vigo og Real Zaragoza virðast um
þessar mundir líkleg til að veita
því keppni á toppi deildarinnar.
Það kann þó auðvitað að breyt-
ast og er skemmst að minnast
frækilegs sigurs Börsunga í deild-
inni í fyrra með fáheyrðum yfir-
burðum - 11 stiga forskoti. Um
mitt mót gekk hins vegar hvorki
né rak og í jólamánuðinum í fyrra
sat Barcelona í 10. sæti, rétt eins
ognú.
Börsungar tapa enn
BARCELONA mátti sætta sig við 3:2-ósigur gegn Sevilla í
spænsku úrvalsdeildinni á laugardag. Þetta var fimmta tap Börs-
unga í sex síðustu leikjum og munar nú tíu stigum á Barcelona og
toppliði deildarinnar, Deportivo la Coruna.
4-