Morgunblaðið - 18.12.1999, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR18. DESEMBER1999 B 3
ÍÞRÓTTIR
Pabio Capello hjá Roma og Giovanni Trapattoni, þjálfari Fiorentina,
;velli i Róm, eftir að Rómverjar höfðu fagnað sigri, 3:1.
stáltaugar
unni,“ sagði Mouming um skot Al-
lens.
„Ray Allen hitti úr erfiðu skoti,
mjög erfiðu.“
Pat Riley, þjálfari Miami, var sama
sinnis.
Forráðamenn Miami höfðu vonað
að Tim Hardaway, helsti leikstjórn-
andi liðsins, yi’ði leikfær eftir meiðsli,
en af því varð ekki.
O’Neal vart svipur hjá sjón
Shaquille O’Neal var vart svipur
hjá sjón er lið hans, Los Angeles
Lakers, vann sigur á Atlanta Hawks í
Georgíuríki, 95:88. Þess í stað dró
Kobe Bryant vagninn og skoraði
þrjátíu stig.
„Ég verð að komast aftur á sporið í
næsta leik. Ég vil ekki eiga tvq slaka
leiki í röð,“ sagði O’Neal. „Ég hef
ekki leikið svona illa í langan tíma.
Það hlaut að koma að því,“ bætti
hann við.
O’Neal, sem er stigahæstur allra
leikmanna NBA-deiIdarinnar, skor-
aði aðeins níu stig í leiknum, en hann
var utan vallar í tuttugu mínútur sök-
um villuvandræða. „Það var sama
hvað hann gerði. Alltaf var dæmd
villa á hann,“ sagði Phil Jackson,
þjálfari Los Angeles. „Eitt leiddi af
öðru og er allt kom til alls gafst hon-
um ekki kostur á að leika síðustu
mínúturnar.“
O’Neal hitti úr fjórum af fimmtán
skotum og þar að auki úr einu af
fimm vítaskotum sínum. Los Angeles
hefur unnið ellefu af síðustu tólf leikj-
um sínum, þar af fjóra leiki í röð.
Isaiah Rider vai’ stigahæstur At-
lanta með 33 stig. Þetta var í sjöunda
sinn á keppnistímabilinu sem hann
gerir þrjátíu stig eða meira.
HANDKNATTLEIKUR
Slæm byrjun í
síðari hálfleik
kostaði tap
PÓLVERJAR unnu íslendinga með tveimur mörkum, 23:21, á sex
þjóða handknattieiksmótinu í Haarlem í Hollandi í gærkvöldi. ís-
lendingar hófu leikinn betur og jafnt var í leikhléi en slæmur
leikkafli íslenska liðsins í upphafi síðari hálfleiks reyndist dýr-
keyptur.
Islendingarnir, sem gerðu jafn-
tefli við ítali í fyrsta leik mótsins
og sigruðu svo Rúmena, hófu leik-
inn gegn Pólverjum með látum og
náðu snemma þriggja marka for-
ystu, 5:2. Smám saman tókst Pól-
verjum hins vegar að rétta úr kútn-
um og í leikhléi var jafnt komið á
með liðunum, 10:10.
„Þeir náðu að saxa á forskot okk-
ar eftir því sem leið á fyrri hálfleik-
inn, en í upphafi þess síðari skildi í
sundur með liðunum. Við lékum þá
ferlega illa og höfðum heppnina alls
ekki með okkur í sókninni- nýttum
dauðafærin sérlega illa. A skömm-
um tíma náðu Pólverjamir afger-
andi forystu, þremur til fjórum
KARFA
Lang-
þráður
sigur
KFÍ
Lið KFÍ náði að knýja fram lang-
þráðan sigur á heimavelli sín-
um á ísafirði í gærkveldi gegn
Haukum, 82:77.
■■■■^H Eftir jafnan fyrri
Magnús Gísla- hálfleik mættu
sonskrifar heimamenn grimm-
ir til leiks í upphafi seinni hálfleiks
og náðu að byggja upp gott forskot
á fyrstu mínútunum, náðu mest 16
stiga forystu og munaði þar mest
um stórieik Clifton Bush. Haukarn-
ir vora frekar lánlausir í sóknai’leik
sínum á þessum tíma, þrátt fyrir al-
gjöra yfirburði í fráköstum. I stöð-
unni 68:52 kom eitthvert hik í leik
heimamanna þar sem menn voru
eitthvað ragir að taka af skarið í
sókninni. Þetta tókst Hafnfirðing-
um að nýta sér og skoruðu þeir 18
stig gegn 4 á kafla og klóruðu sig
inn í leikinn á ný. Þegar þrjár mín-
útur lifðu leiks var staðan orðin
72:70, en þá vöknuðu leikmenn KFÍ
úr rotínu, hrukku í gang á ný og
auk þess gerðu Haukarnir sig seka
um klaufaleg mistök í lokin. Vó þar
þungt tæknivilla sem Guðmundur
Bragason fékk réttilega fyrir kjaft-
brúk við dómara þegar tæp mínúta
var eftir. Náðu því leikmenn KFI
knýja fram langþráðan sigur á
heimavelli 82:77.
Bandaríkjamaðurinn Clifton
Bush fór fyrir sínum mönnum í
þessum leik sem oftar með áræði
og krafti og góðri hittni en þarf
helst að bæta hjá sér vítahittnina
sem er ekki nema rétt yfir 50%.
Haukarnir komust aldrei almenni-
lega í gang í þessum leik og tókst
þeim ekki að nýta sér algjöra yfir-
burði í fráköstum. Virtist þá vanta
sterkan mann til að klára sóknirn-
ar, enda léku þeir án Chris Dade
sem neitaði að spila leikinn vegna
væntanlegrar uppsagnar.
mörkum, og við náðum ekki að
jafna það, nörtuðum aðeins í hæla
þeirra. Við minnkuðum muninn í
21:20, en þeir skoruðu síðasta mark
leiksins," sagði Þorbjörn Jensson,
landsliðsþjálfari við Morgunblaðið í
gærkvöldi.
Vonbrigði að tapa
Ragnar Oskarsson var marka-
hæstur í íslenska liðinu, skoraði sjö
mörk en Guðjón Valur Sigurðsson
kom næstur með fimm mörk. Seb-
astían Alexandersson lék allan leik-
inn í marki Islands.
„Ég var þokkalega sáttur við
margt í okkar leik þótt alltaf séu
ákveðin vonbrigði að tapa,“ sagði
Þorbjöm. „Fyrst og fremst var ég
ósáttur við nýtinguna í sókninni.
Einnig verður að segjast alveg eins
og er að heppnin var ekki með okk-
ur. Þannig skoraði Magnús Már
Þórðarson þrjú góð mörk sem öll
voru dæmd af vegna línu. Það kem-
ur ekki fyrir á hverjum degi,“ bætti
hann við.
Þrjú stig eru uppskeran eftir
þrjár fyrstu viðureignir Islands á
Hollandsmótinu og Þorbjöm
kveðst vera þpkkalega sáttur við þá
niðurstöðu. „Ég gerði mér ekki sér-
stakar vonir fyrirfram; vissi í raun
ekki við hverju mættu búast af
mannskapnum. Fyrst og fremst tel
ég að þátttaka í móti sem þessu sé
geysidýrmæt reynsla fyrir dreng-
ina, reynsla sem koma mun að góð-
um notum seinna meir.“
Viljum ná góðu sæti
íslendingar etja kappi við heima-
menn, Hollendinga í kvöld og loka-
umferð mótsins fer fram á morgun
og þá em Egyptar mótherjamir.
Þorbjörn segir ljóst að Islendingar
stefni á að ná góðu sæti, leikirnir til
þessa á mótinu hafi flestir verið
jafnir og spennandi og því geti enn
allt gerst. „Svona fyrirfram eigum
við að sigra Hollendinga, jafnvel
þótt þeir hafi sýnt ágæta takta á
mótinu og séu á heimavelli. Hins
vegar getur seinni leikurinn gegn
Egyptum orðið erfiður, þeir eru
hér með sama lið og náði sjötta sæti
á HM í vor. Það segir okkur að hér
er geysisterkt lið á ferð,“ sagði
landsliðsþjálfarinn.
ítalir em efstir á mótinu með
fimm stig, háfa aðeins tapað stigi
gegn Islendingum.
Risamót í
Þýska-
landi
FJÖGUR stórlið munu
berjast um helgina á sann-
kölluðu risamóti í Mag-
deborg í Þýskalandi.
Mætast þar sigurvegar-
ar á Evrópumínútunum
þremur á síðustu leiktíð og
einnig topplið þýsku 1.
deildarinnar, Flensborg.
Spænska stórliðið
Barcelona mætir sem sig-
urvegari Meistarakeppn-
innar, franska liðið Leon
sem sigurvegari bikarhafa
og heimamenn í Mag-
deborg undir stjórn Al;
freðs Gíslasonar með Ólaf
Stefánsson í broddi fylk-
ingar.