Morgunblaðið - 18.12.1999, Síða 4
H
i
KNATTSPYRNA
Bergkamp
kannast
við kauða
HERMANN Hreiðarsson leikur á ný með Wimbledon í ensku úr-
valsdeildinni í knattspyrnu er liðið sækir Arsenai, nágranna sinn
úr Lundúnaborg, heim að Highbury í dag. Leikmenn Manchester
United fara á ferðina á ný eftir ellefu daga hlé er þeir sækja West
Ham heim, en halda síðan til Brasilíu til þátttöku í heimsmeist-
aramóti félagsliða.
Hermann Hreiðarsson í leik með Wimbledon.
Hermann, sem var ekki gjald-
gengur í leik Wimbledon við
Bolton í deildabikarkeppninni á
þriðjudag, mun því að öllum líkind-
um kljást aftur við Hollendinginn
„fljúgandi", Dennis Bergkamp, en
barátta þeirra tveggja hlaut tals-
verða athygli er Hermann lék áður
í efstu deild með Crystal Palace.
Feginn losnaði Bergkamp tíma-
bundið við Hermann er Crystal
Palace féll í 1. deild, en þaðan hélt
varnarmaðurinn til Brentford í 3.
deild. Þá var hann seldur til Wim-
bledon í haust. Bergkamp hefur
verið frá vegna meiðsla að undan-
förnu, en er sagður klár í slaginn á
ný og fróðlegt verður að fylgjast
með hvort Arsene Wenger, fransk-
ur knattspyrnustjóri Arsenal, tefli
honum fram gegn erkifjanda sín-
um. Hugsast getur að þetta sé ekki
beinlínis óskabyrjun Hollendings-
ins eftir að hafa loks náð sér af
meiðslunum - að ganga inn á völl-
inn og sjá þar kunnuglegu andliti
bregða fyrir.
Hermann styrkir eflaust vörn
Wimbledon frá því í átta liða úrslit-
um deildabikarkeppninnar, en þá
tapaði liðið fyrir Eiði Smára Guð-
johnsen, Guðna Bergssyni og félög-
um í Bolton. Vörn Lundúnaliðsins
var þá grátt leikin af Eiði Smára,
sem gerði glæsilegt einleiksmark,
og því er ekki að undra þótt Egil
„Drillo“ Olsen, norskur knatt-
spyrnustjóri Wimbledon, fagni
endurkomu Hennanns, sem þykir
hafa varist vel í leikjum liðsins.
Ekki veitir af gegn stórskotaliði
Arsenal. A hinn bóginn er allsendis
óvíst hvort þeir Ben Thatcher og
Dean Blackwell verði í ástandi til
að taka þátt í leiknum.
Evrópumeistarar Manchester
United eru nú komnir til Lundúna,
þar sem þeir heimsækja West Ham
á Upton Park. Leikmenn Ma-
nchester hafa ekki háð kappleik í
ellefu daga, en svo langt hlé fá þeir
ekki aftur til vors. Að viðureigninni
lokinni stíga þeir upp í flugvél áleið-
is til Brasilíu, til þátttöku í heims-
meistarakeppni félagsliða, sem
hefst annan dag nýs árs.
Búist er við að Hollendingurinn
Raymond van der Gouw, standi í
marki meistaranna í stað Ástralans
Mark Bosnich, sem er enn meiddur
á hnésbótarsin.
A meðan leikmenn Manchester
hvíldust lék West Ham gegn Tran-
mere í ensku bikarkeppninni og
Aston Villa í deildabikarkeppninni,
en sá leikur var framlengdur.
„Leikmenn United verða mun
frískari, því þeir hafa fengið góða
hvíld,“ segir Harry Redknapp,
stjóri West Ham.
Joe Cole, táningurinn snjalli í liði
heimamanna, er meiddur á ökkla,
en óljóst er hvort Paul Kitson eða
Marc-Vivien Foe taki stöðu hans í
byrjunarliðinu.
Búist er við að Arnar Gunnlaugs-
son verði á varamannabekk
Leicester, sem tekur á móti Derby,
en hann gerði fyrsta mark liðsins í
vítaspyrnukeppni gegn Leeds í vik-
unni, sem Leicester vann og komst
þannig áfram í undanúrslit deilda-
bikarkeppninnar. Neil Lennon
meiddist á hnésbótarsin í leiknum
og mun ekki klæðast búningi fé-
lagsins í dag. Þá er líklegt að Dar-
ren Eadie, sem Leicester keypti
nýlega fyrir þrjár milljónir sterl-
ingspunda, verði í byrjunarliðinu.
Talið er að þýski varnarmaður-
inn Stefan Shnoor verði í liði Der-
by, en hann hefur misst af þremur
síðustu leikjum liðsins vegna
meiðsla í nára. „Við erum í erfíðri
stöðu og ég verð að spila. Ef stjór-
inn velur mig í liðið verð ég að gefa
allt sem ég á í leikinn," sagði
Shnoor. Forráðamenn Derby voru
vongóðir um að ganga frá kaupun-
um á belgíska sóknarmanninum
Branko Strupar frá Genk og að
hann verði gjaldgengur í leikinn.
Coventry hefur enn ekki sigi’að á
útivelli á keppnistímabilinu. Fimm
varnarmenn liðsins eru meiddir;
Richard Shaw, Mo Konjic, Marc
Edworthy, David Burrows og
Marcus Hall. Þó er miðvörðurinn
Paul Williams aftur orðinn leikfær
og Strachan ætti að hafa not fyrir
Thomas Gustafsson, sem gekk ný-
lega til liðs við Coventry.
Irinn Kevin Kilbane gæti þurft
að sætta sig við að verma vara-
mannabekk Sunderland, a.m.k. um
stundarsakir. Sunderland, sem
mætir Southampton í dag, en liðið
keypti Kilbane frá West Bromwich
Albion, liði Lárusar OiTa Sigurðs-
sonar, í vikunni eftir að landi hans
Niall Quinn hafði mælt með honum
við Peter Reid knattspymustjóra.
Gerard Houllier og lærisveinar
hans í Liverpool hafa unnið
fimm af síðustu sex leikjum sínum -
eru komnir í fimmta sæti úrvals-
deildar. Þeir fá Coventry í heim-
sókn á Anfield í dag. Frammistaða
liðsins að undanförnu minnir um
margt á stórveldistíð félagsins, þá
er Bill Shankly hóf er hann gerðist
framkvæmdastjóri Liverpool fyrir
fjörutíu árum.
Haldið verður upp á að síðastlið-
Enn er allsendis óvíst hvort mið-
vörðurinn Claus Lundekvam geti
leikið með Southampton, en hann
meiddist í leik gegn Ipswich í bikar-
keppninni á mánudagskvöld. Svip-
uð óvissa ríkir um ástand Marokkó-
mannsins Hassan Kachloul, sem
hvíldist er leikið var gegn Ipswich.
Bryan Robson, knattspyrnu-
stjóri Middlesbrough, hefur staðið í
ströngu í samskiptum sínum við
fjölmiðla og stuðningsmenn síðustu
daga, en í síðustu viku féll lið hans
úr leik í bikarkeppni enska knatt-
spyrnusambandsins og deildabik-
arkeppninni. Báðum leikjunum
tapaði liðið fyrir félögum í neðri
deild. í dag mætir Middlesbrough
loks keppinautum sínum úr sömu
deild er Tottenham Hotspur kemur
í heimsókn og spennandi verður að
fylgjast með hvernig það bregst
við.
„Eg hef orðið var við gagnrýnina
frá áhorfendunum og hef lesið blöð-
inn mánudag voru nákvæmlega
fjörutíu ár liðin síðan Shankly tók
við liðinu í annarri deild og gerði fé-
lagið að því stórveldi, sem það varð
síðar meir. Hann hætti árið 1973
eftir að Liverpool varð Evrópu-
meistari.
Fyrir leikinn á Anfield í dag
koma gamlar stjörnur félagsins
fram á vellinum, skömmu áður en
leikmennirnir koma út úr búnings-
herbergjum sínum. Auk þess er
in, en stundum held ég að nafnið
Bryan Robson hljómi einungis vel í
fyrirsögnum," sagði Robson. „Ég
varð fyrir miklum vonbrigðum eftir
þessi úrslit, en við erum í tíunda
sæti í deildinni. Vissulega vildi ég
vera ofar, en ég tel okkur ekki illa
stadda. Ef við vinnum næstu þrjá
leiki eigum við raunhæfa mögu-
leika á Evrópusæti, sem ég sagði að
hefði forgang á þessu keppnistíma-
bili,“ sagði stjórinn.
Fyrirliði liðsins, Paul Ince, og
Curtis Fleming verða ekki með lið-
inu í dag, verða raunar ekki leik-
færir fyrr en eftir jól. Auk þess eru
Gary Pallister og Colin Cooper
meiddir og geta ekki leikið gegn
Tottenham í dag.
Staðan er öllu betri hjá Totten-
ham. Tim Sherwood og Mauricio
Taricco leika með á ný eftir leikb-
ann, en Norðmaðurinn Oyvind
Leonhardsen er meiddur á nára og
verður ekki með.
fyrirhugað að opna sýningu í nýju
safni félagsins á Anfield. Sýningin
ber yfirskriftina „Hjarta á stærð
við Liverpool-borg!“
Houllier er þó staðráðinn í að
halda leikmönnum við efnið; að
leika til sigurs. Michael Owen,
framherji Liverpool og enska
landsliðsins, segir að liðið megi
ekki ofmetnast, þótt vel hafi gengið
að undanfömu. „Leikmenn Covent-
ry sigruðu okkur hérna fyrir réttu
■ JASON Wilcox, fyrirliði Black-
burn í ensku 1. deildinni í knatt-
spyrnu, er á leið til Leeds, efsta
liðs úrvalsdeildar. Leeds keypti
hann í gær á þrjár milljónir sterl-
ingspunda, 350 milljónir króna.
Wilcox er 28 ára miðvallarleikmað-
ur og var í lykilhlutverki er Black-
bum varð enskur meistari 1995.
■ GIANLUCA Vialli, knattspyrnu-
stjóri Chelsea í ensku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu, hefur verið úr-
skurðaður í eins leiks bann af
knattspyrnusambandi Evrópu í
kjölfar leiks liðs hans við Lazio í
Róm fyrir ellefu dögum.
■ VIALLI missti stjórn á skapi
sínu við þýska dómarann Helrnut
Kmg og sparaði síst stóm orðin.
Vialli, sem baðst síðar afsökunar,
var rekinn úr varamannaskýlinu á
54. mínútu leiksins.
■ MARTIN Edwards, stjórnarfor-
maður Manchester United, vísar
getgátum um ósætti á milli hans og
knattspyrnustjórans Alex Fergu-
son á bug. _
■ DAGBLÖÐ í Bretlandi birtu í
gær útdrátt úr bók Mihir Bose um
Manchester United. Þar stóð að
Edwards hefði sagt Ferguson
skapa tóm vandræði og að hann
kynni ekki að fara með peninga.
■ MARK Hughes er gert að koma
landsliði Wales í knattspyrnu í úr-
slitakeppni stórmóts, annaðhvort
heimsmeistaramótsins árið 2002
eða Evrópumótsins 2004. Knatt-
spyrnusamband Wales skýrði frá
þessu í gær.
■ HUGHES hafði gert fjögurra og
hálfs árs samning við sambandið
og var hann staðfestur á fimmtu-
dag. Þá kom einnig fram að Hug-
hes mundi ljúka þeim átján mánuð-
um, sem hann á eftir af samningi
sínum sem leikmaður enska úr-
valsdeildarliðsins Southampton og
gegna stöðu landsliðsþjálfara í
hlutastarfi fyrst um sinn.
■ NORSKIR eigendur enska
knattspyrnufélagsins Wimbledon
hafa viðurkennt að þeir eigi í erfið-
leikum með að afla sér þriggja
milljóna sterlingspunda til að
standa í skilum á síðari greiðslunni
fyrir John Hartson, sem félagið
keypti af West Ham í janúar sl.
■ HARTSON kostaði Wimbledon
7,5 milljónir punda, eða tæpar 900
milljónir króna. Félögin tvö sætt-
ust á að þrjár milljónir yrðu
greiddar við „afhendingu" og að
aðrar þrjár milljónir yrðu greiddar
að ári loknu. Þessar þrjár milljónir
þarf Wimbledon að greiða hinn 6.
janúar nk.
■ BRIAN DEANE, framherji
Middlesbrough í ensku úrvals-
deildinni, hefur verið úrskurðaður
í eins leiks bann af enska knatt-
spyrnusambandinu.
■ DEANE sló til Paul Butlers,
leikmanns Sunderland, er boltinn
var fjarri og dómari leiksins, Gra-
ham Barber, sá ekki til. Atvikið
sást aftur á móti greinilega í sjón-
varpi og fyrir vikið fékk Deane
bannið.
ári í bikarkeppninni. Þeir eru ávallt
erfiðir viðureignar,“ sagði Owen.
Robbie Fowler leikur ekki með
Liverpool, eins og oft áður, vegna
ökklameiðsla. Tékkinn Patrik
Berger verður þó með, en hann hef-
ur náð sér af eymslum í hné. Þá má
reikna með að David Thompson
verði í byrjunarliði Liverpool, en
hann tók síðast út leikbann auk
þess sem hann hefur átt við smá-
vægileg meiðsl að stríða.
Fjorutíu ár síðan Bill Shankly tók við/