Morgunblaðið - 18.01.2000, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
2000
■ ÞRIÐJUDAGUR18. JANÚAR
BLAÐ
Tvöfalt
Morgunblaðið/Þorkell
hjá Blik-
umá
afmæl-
isárí
BREIÐABLIK fagnaði
50 ára afmæli sínu í
næsta mánuði með því
að vinna tvöfaldan sig-
ur á Islandsmótinu í
innanhússknattspyrnu
um helgina. í karla-
flokki vann Breiðablik
sigur á meisturum síð-
astaárs, Fylki, 3-1, í
úrslitaleik og í
kvennaflokki vann
Breiðablik sigur á KR,
2-1, eftir framleng-
ingu og vítaspymu-
keppni. Fyrirliðar
Breiðabliks, Sigrún
Óttarsdóttir og Hákon
Sverrisson, tóku við
bikumnum tveimur.
■ tírslit... /B10
Heiðar Helguson, sem skoraði í frumraun sinni fyrir Watford
Aldrei fengið
svona viðtökur
Heiðar Helguson skoraði fyrir
enska úrvalsdeildarliðið
Watford í fyrsta leik sínum með
félaginu eftir að hafa verið keypt-
ur frá norska liðinu Lilleström
fyrir metfé, um 180 milljónir
króna. Hann jafnaði metin gegn
Liverpool á Vicarage Road,
heimavelli Watford, 2:2, áður en
Tékkinn Vladimir Smicer tryggði
gestunum sigur.
Heiðar sagði að honum væri
vissulega létt eftir að hafa skorað
fyrsta mark sitt fyrir Watford,
komast á blað. „Það var rosalegt
að skora þetta mark, því þá er ég
alltént kominn með fyrsta markið
og þarf ekki að spila einhverja
sjö, átta eða níu leiki án þess að
gera mark,“ sagði Heiðar í sam-
tali við Morgunblaðið. í viðtölum
við breska fjölmiðla fyrir leikinn
kvaðst Heiðar taugaóstyrkur.
Hann sagði að það hefði lítið
breyst er nær dró viðureigninni.
„Ég fékk aðeins fíðring í mag-
ann fyrir leikinn, en hann var ekki
svo miklu meiri en fyrir hvern
annan leik. Ég var þó að spila við
leikmenn, sem ég hef horft á í
sjónvarpinu. Þess vegna kitlaði
þessi leikur svolítið, en ekki svo
mikið að mér liði eitthvað illa.“
Heiðar sagði að mestur sviðs-
skrekkurinn hefði horfíð um miðj-
an fyrri hálfleik, að þá hefði hann
fundið taktinn. „Þá fór ég að venj-
ast hraðanum aðeins. Hann er
mun meiri hérna en ég er vanur.
Ég hef heldur ekki spilað leik síð-
an í lok október," sagði Heiðar.
Heiðar gladdist mjög yfír við-
brögðum áhorfenda á Vicarage
Road, sérstaklega er hann fór af
velli er um tíu mínútur lifðu leiks.
„Þetta var alveg meiriháttar,
ótrúlega gaman. Ég verð að við-
urkenna að ég hef aldrei fengið
svona viðtökur áður.“
Fréttaflutningur af Heiðari í
Englandi var allur á þá leið að
hann væri dýrasti leikmaður Wat-
ford frá upphafi og gæti verið
svarið við markaleysi liðsins, sem
veldur því að liðið er í næstneðsta
sæti úrvalsdeildar og berst við fall
í 1. deild.
VALA EINIÍSLENDINGURINN Á AFREKALISTA/C3
INTER
sponr
INTER
INTER
INTER
INTER
INTER
i
1
i
t