Morgunblaðið - 18.01.2000, Side 2
I C ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ
Croatia
Norð-
menn
Bengt Johansson, þjálfari heimsmeistara Svía, um EM í Króatíu
ísland ekki áfram
BENGT Johansson, þjálfari sænska lands-
liðsins í handknattleik, hefur ekki trú á að
íslenska liðið komist áfram úr riðlakeppni
Evrópumótsins, sem hefst 1 Króatíu á föstu-
dag. Johansson, sem fylgdist með íslenska
landsliðinu í tveimur leikjum gegn Frökk-
um í Frakklandi fyrir rúmri viku, sagði í
samtali við dagblaðið Dagens Nyheter að
riðill sænska liðsins, sem leikur gegn Is-
landi í fyrsta leik, væri gríðarlega erfiður.
Hann sagði mikilvægt að hefja keppnina
vel gegn Islendingum en hann taldi að
Svíar og Rússar mundu berjast um efsta
sæti riðilsins. Hann taldi jafnframt að Dan-
ir og jafnvel Slóvenar yrðu ofarlega í riðl-
inum. Hann spáir að Króatar og Spánveij-
ar verði í efstu sætum í hinum riðlinum en
nefnir íslendinga ekki til sögunnar.
Evrópukeppnin hefst á föstudaginn kem-
ur - tólf þjóðir leika í tveimur riðlum:
A-RIÐILL: Króatia, Úkraína, Spánn,
Frakkland, Þýskaland og Noregur.
B-RIÐILL: Rússland, Svíþjóð, ísland,
Danmörk, Slóvenía, Portúgal.
lögðu
Porlúgali
íLaGoa
Norska landsliðið hefur ekki
leikið jafn vel í langan tíma og
það gerði gegn Portúgölum í La
Goa. Liðið virðist því komið á skrið
þegar nokkrir dagar eru fram að
fyrsta leik þess gegn franska liðinu
á Evrópumótinu í handknattleik,"
segir norska dagblaðiðið Verdens
Gangum frammistöðu Norðmanna,
sem lögðu Portúgali 25:23 í æfinga-
leik í La Goa í Portúgal á laugar-
dag.
Norska liðið lék 6-0-vörn sem
Leif Gautestad, aðstoðarþjálfari
Norðmanna, var ánægður með
frammistöðu liðsins og sagði að
flest allt hefði gengið upp gegn
Portúgölum. „Þegar upp er staðið
er liðið í mikilli framför," sagði
Gautestad um norska liðið.
Gunnar Fossengs, markvörður
Norðmanna, fór mikinn í leiknum
og þótti eiga stóran þátt í sigri
Norðmanna. Christian Berge var
markahæstur Norðmanna með sex
mörk en Carlos Resende skoraði
átta fyrir Portúgali, sem eru með
íslendingum í riðli á EM. Norska
landsliðið hélt frá Portúgal á sunnu-
dag og heldur til Króatíu á miðviku-
dag. Það mætir Frökkum, sem urðu
heimsmeistarar 1995, í fyrsta leik á
Evrópumótinu í Króatiu.
Tomaz Tomsic, leikmaður Slóvena, brýst í gegnum varnarmúr Portúgala á æfingamóti á Kan-
aríeyjum til undirbúnings fyrir ENI. Slóvenar eru taldir líklegri en íslendingar til þess að komast
áfram í Króatíu.
Ægishjálmur Dana og Svía
Svíar og Danir, mótherjar íslendinga á Evrópumótinu í hand-
knattleik í Króatíu, báru höfuð og herðar yfir andstæðinga sína á
fjögurra landa móti, sem lauk í Svíþjóð um helgina. Sviar unnu
mótið eftir spennandi úrslitaleik gegn Dönum, sem þóttu leika
sterkan varnarleik og höfðu tveggja marka forystu í háifleik.
Svíar, sem höfðu unnið Dani
27:23 með talsverðum yfir-
burðum nokkrum mánuðum fyrr,
mættu öflugi-i andspymu Leif
Mikkelsens og lærisveina hans í
Baltiska-höllinni í Malmö á sunnu-
dag. Danir höfðu lengstum forystu
í fyrri hálfleik og voru yfir, 13:11, í
hálfleik. Afram héldu Danir og
voru komnir í 15:11 í síðari hálfleik
og Svíar í mestu vandræðum með
6-0-vörn Dana. En Svíar, sem voru
ákaft hvattir af rúmlega þrjú þús-
und áhorfendum, gerðu bragarbót
á leik sínum. Segir í Dagens Ny-
heter að Peter Gentzel hafi loks
fundið sig í markinu en hann ásamt
Magnus Andersson hafi fært
Svíum forystu um miðjan síðari
hálfleik. Níu mínútum fyrir leiks-
lok voru Svíar komnir með örugga
forystu, 26:22. Danir náðu að
minnka muninn undir lokin en
Svíar fögnuðú sigri á mótinu.
Magnus Andersson og Magnus
Wislander voru markahæstir í liði
Svía með sjö mörk hvor. Nikolaj
Jacobsen var markahæstur hjá
Dönum með sex mörk.
Svíar mættu Egyptum í fjórt-
ánda sinn er liðin áttust við í Ystad
á laugadag. Svíar unnu 31:25 en
áttu lengstum í erfíðleikum með að
hrista Egypta af sér. í hálfleik
voru Svíar yfir 14:11 en Egyptar
náðu að jafna 16:16. Þá tóku
heimamenn loks til sinna ráða og
röðuðu inn mörkum og unnu 31:25.
Johan Pettersson var markahætur
í liði Svía með sex mörk. Peter
Gentzel varði 22 skot í marki Svía.
Svíar að ná tökum
á leik sínum
„Eg segi aldrei mikið í leikhléi
en við höfum ákveðið að leikmenn
ræði fremur saman um hvað aflaga
fer og hvað gerist í síðari hálfleik,"
sagði Bengt Johansson, þjálfari
sænska liðsins, í samtali við Dag-
ens Nyheter. Hann sagði að
sænska liðið hefði greinilega leikið
betur í síðari hálfleik og taldi að
leikmenn væru að ná betri tökum á
þeim kerfum sem liðið hygðist nota
í næstu leikjum.
Svíum, sem höfðu unnið Frakka
í 25 skipti af 34 leikjum liðanna,
urðu á engin mistök er þjóðirnar
áttust við í Helsingborg á föstu-
dagskvöld. Frakkar héldu í við
sænska liðið fram undir hálfleik en
jafnt var á með liðum 10:10, er kom
að hálfleik. í síðari hálíleik tóku
Stefan Lövgren og Magnus Wisl-
ander til sinna ráða og Svíar gerðu
fjögur mörk í röð og sigur liðsins
var aldrei í hættu, Svíar unnu
27:22. Wislander og Lövgren voru
markahæstir með sex mörk hvor.
Jerome Fernandez og Stephane
Joulin gerðu fimm mörk hvor fyrir
Frakka, sem töpuðu sínum öðrum
leik gegn Dönum 20:17 í Ystad á
laugardag. Sigur liðsins gefur
Yfirburðir Rússa
RÚSSNESKA landsliðið, sem er í riðli með íslenska Iandsliðinu á
Evrópumótinu í handknattleik í Króatíu, lók tvo æfingaleiki
gegn Úkraínu i Moskvu um helgina. Rússar unnu báða leikina
fremur örugglega, 25:19 og 31:20.
Úkraína tryggði sér þátttökurétt á EM með aukaleikjum gegn
Hvít-Rússum, vann fyrri leikinn 29:21 og gerði jafntefli 23:23 í
þeim seinni. Rússar drógust gegn Tyrkjuin í undankeppninni og
unnu báða leikina, 29:24 og 33:23. íslendingar mæta Rússum í
EM næstkomandi sunnudag. Þjóðimar áttust síðast við í Víkinni
árið 1996. Þá unnu Rússar 26:16.
Dönum byr undir báða vængi og
von um gott gengi í Króatíu, ef
marka má Jyllands-Posten.
Öflugur varnar-
leikur Dana
í blaðinu segir að Leif Mikkel-
sen, þjálfari danska liðsins, hafi
náð gríðarlega góðum árangri með
danska liðið og það sé á uppleið.
En blaðið veltir jafnframt fyrir sér
hvernig hann fór að því að ná fyrr-
greindum árangri á hálfu ári því
enginn viti hvaða aðferðum hann
hafi beitt. Segir að danska liðið
hafi leikið 3-2-1-vörn, sem liðið hef-
ur æft að undanförnu, gegn Frökk-
um framan af leik en breytt um
leikstíl og leikið 6-0-vörn í síðari
hálfleik og sú aðferð hafi gefið
góða raun og á blaðið ekki orð til
að lýsa öflugum vamarleik sinna
manna. Politiken tekur í svipaðan
streng og segir að Danir hafi unnið
leikinn með sterkum varnarleik og
bendir á að franska liðið hafi að-
eins skorað fimm mörk í síðari
hálfleik. Þá hrósar blaðið mark-
vörslu liðsins og telur að það einn
af helstu kostum þess. Markahæst-
ur í danska liðinu var Lars Christi-
ansen með átta mörk en Bertrand
Gille skoraði 7 fyrir Frakka. Danir
unnu einnig fyrsta leik sinn á mót-
inu er þeir kjöldrógu Egypta 33:19
en staðan var 16:10 í hálfleik.
Christian Hjermind skoraði 10 fyr-
ir Dani. Frakkar unnu Egypta í
síðasta leik þjóðanna á mótinu.
Mikk-
elsen
vill
hætta
þjálfun
LEIF Mikkelsen, landsliðsþjálfari
Dana, segist staðráðinn í að
hætta með landsliðið eftir EM,
hvernig sem árangur liðsins
verður í keppninni. Samningur
hans við danska handknattleiks-
sambandið rennur út eftir EM en
komið hefur fram að það vill
gjarnan halda í Mikkelsen, ef
ekki sem þjálfara þá að hann taki
að sér einhverskonar aðstoðar-
mannshlutverk.
Mikkelsen sagði í samtali við
danska fjölmiðla eftir mótið í Sví-
þjóð um helgina að hann ætlaði
sér að hætta allri handknattleiks-
þjálfun. „Auðvitað getur maður
aldrei sagt aldrei, en nærri þjálf-
un ætla ég ekki að koma
framar," segir Mikkel-
sen. Þar með útilokar
Mikkelsen ekki að hann
taki að sér einhver störf
tengd danska landslið-
inu, en hann sagði ekk-
ert slíkt hafa komið upp
á borðið.
„Ég krefst þess að leikmenn
mínir leggi sig fullkomlega fram
í hverjum leik á Evrópumótinu
og auki þannig hróður danska
landsliðsins. Um leið eykst virð-
ingu annarra fyrir því, ekki er
vanþörf á,“ sagði Mikkelsen eftir
fund með leikmönnum sínum sl.
laugardag.
Ætlum að vinna
síðasta leikinn
„Það er samstaða innan okkar
raða fyrir keppnina, þannig verð-
ur það einnig í hverjum leik, burt
séð frá því hvernig gengur. Já-
kvæði og samstaða verður aðal
liðsins. A vandamálum ætlum við
að taka sameiginlega. Síðast en
ekki síst ætlum við að vinna síð-
asta leik keppninnar, hver sem
úrslit fyrri leikjanna kunna að
verða. Þetta segi ég vegna þess
að það hefur stundum vilja loða
við danska landsliðið að um leið
og illa fer að ganga, þá hefur
botninn dottið úr og síðustu leik-
irnir verið slakir. Segja rná að
leikmenn hafi oft farið með skott-
ið á milli lappanna heim. Nú er
markmiðið að koma hnarrreistir
heim, hvernig sem gengur," segir
Mikkelsen ákvcðinn um markmið
danska landsliðsins í Króatiu.
Fyrsti leikur Dana í keppninni
verður við Rússa á föstudag, þá
mæta þeir Svíum, þriðji leikurinn
er við Slóveníu, síðan leika Danir
við íslendinga og loks við Portú-
gal.
I