Morgunblaðið - 18.01.2000, Side 8

Morgunblaðið - 18.01.2000, Side 8
8 € ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÖRN OG UNGLINGAR Mikið íhúfi Mikið gekk á í sölum TBR við Gnoðarvog um helgina þegar þar var haldið unglingameistara- mót TBR. Rúmlega Stefán 84 börn og ungling‘ Stefánsson ar víðsvegar að af skrifar landinu - þar á með- al frá Flúðum og Þorlákshöfn - mættu til að spreyta sig enda ekki bara í húfi verðlauna- peningar með tilheyrandi stöðu á verðlaunapallinum í lokin heldur á eftir að velja þátttakendur á ung- lingamót Wales í febrúar. Ekki var verra að geta síðar státað sig af því að vera fyrsti meistari árið 2000. Allt besta badmintonfólk landsins var líka mætt á staðinn því mótið er nauðsynleg æfing fyrir ferð lands- liðsins á Evrópumót unglinga en þangað héldu útvaldir í gær. Mótið um helgina er meira hugs- að fyrir lengra komna í íþróttinni þó að allir mættu vera með og það gerðu margir enda snýst ekki allt um íþróttina sjálfa heldur að vera með. Það sýndi sig vel og gaman varað sjá hvemig engu máli skipti með hverjum væri hitað upp fyrir leiki og í tvíliða- og tvenndarleik lögðu þjálfarar allra liða mesta áherslu á að láta allt sitt fólk spila og þá skipti ekki máli hvaða bún- ingi sá eða sú klæddist. BRÆÐURNIR Brynjar og Hauk- ur Stefán Gíslasynir kepptu á mót- inu en voru þó ekki í sama flokki. ' „Eg er búinn að vera í badminton í nokkur ár eftir að vinur minn plat- aði mig á æfingu en ég sé ekki eftir því,“ sagði Brynjar, sem er 14 ára og keppir fyrir TBR. „Ég hef spilað á nokkrum mótum en þau mættu vera fleiri," bætti Brynjar við. Haukur Stefán, sem er 8 ára og á öðru ári sínu í badminton, hefur mikla trú á eldri bróður sínum. „Ég held alltaf með honum og hann er mjög góður en ég ætla samt að verða betri en hann.“ Held með stóra bróður Bræðurnir Brynjar og Haukur Stefán Gíslasynir ásamt Kára Friðrikssyni. .. Katrín Stefánsdóttir frá TBR og Karen Sæmundsdóttir frá Þór í * Þorlákshöfn hituðu saman upp fyrir ieiki sína. Morgunblaðið/Jim Smart Mikið fjör var á unglingameistaramóti TBR um helgina. Hér eru Þorbjörg Kristinsdóttir og Baldur Gunnarsson í úrslitum í tvenndarleik. Vann allar greinar sínar Helgi Jóhannesson frá TBR var sigursæll i piltaflokki og sigr- aði í öllum greinum sínum. Best að keppa... „MÉR finnst skemmtilegast að keppa en þar samt allt í lagi að æfa líka,“ sagði Katrín Stefánsdóttir, 10 ára í TBR. Hún byrjaði að æfa badminton fyrir þremur árum eftir að hafa fylgt Bjarka bróður smurn á æfingar en hann var sjálfur sig- ursæll á mótinu. Hún hafði einnig félagsskap af Daníel Thomsen frænda sínum og ef þau voru ekki að keppa í tvennd- arleik eða leika sér voru þau á rölt- inu að spjalla saman. „Við ætluðum að spila saman f tvenndarleiknum, það kom ekkert annað til greina,“ bætti Katrín við en hún æfír tvisv- ar í viku og langar ekkert til að æfa aðrar íþróttagreinar. Eg hafði það í þetta sinn,“ sagði Helgi Jóhannesson, sem sigr- aði örugglega í öllum þremur grein- unum sínum - einliða-, tvíliða- og tvenndarleik - en átti hann von á því? „Maður er alltaf bjartsýnn en lota í tvenndarleiknum var tæp þegar við misstum einbeitinguna því það situr alltaf í manni einhver þreyta eftir langt mót. Annars þekkir maður alla, sem maður er að spila við á mótum á Islandi og veit hvemig á spila við hvern og einn - það er gallinn á mótum hér heima en á erlendum mótum er maður oft að spila við einhvern, sem maður hefur aldrei séð áður.“ Helgi er í landsliðshópnum, sem í morgun lagði af stað á Évrópumót í Austurríki. „Það leggst bara vel í mig. Ég er búinn að fara á sex mót erlendis og gengið er misjafnt eftir löndum en auðvitað ekki eins gott og maður vildi,“ sagði Helgi, sem æfir badminton fjórum sinnum í viku og lyftir lóðum þess á milli. „Það er nokkuð mikið og varla tími í neitt annað, skólinn rétt sleppur en svo fer maður beint á æfingu. Ég ætla að ljúka stúdentsprófum hér heima og athuga svo með að fara utan að æfa og í skóla. En það er gaman að spila badminton - sér- staklega núna,“ bætti Helgi við brosandi og lét hringla í öllum gull- verðlaununum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.