Morgunblaðið - 18.01.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 18.01.2000, Síða 12
Fyrirliði Cuckaricki til ÍBV EYJAMENN hafa ákveðið Þróttur Nes. deildarmeist- ari kvenna ÞRÓTTUR frá Neskaupstað innsiglaði deildarmeistaratilinn í blaki kvenna með tveimur sigr- um á ÍS á föstudag og laugar- dag í Hagaskóla. Fyrri leikinn vann Þróttur, 3:0 (25:10, 25:19, 25:19) og þann síðari 3:1 (25:11, 25:11, 22:25, 25:14). Sýndi ÍS heldur meiri mótspyrnu í þeim leik. gp Þróttar-stúlkur hafa haft gífurlega yfirburði í 1. deild kvenna á leiktiðinni, hafa fullt hús, 36 stig, þ.e. unnið allar tólf viður- eignir sinar til þessa og aðeins tapað þremur lotum. ÍS og KA eru í öðru og þriðja sæti með 20 stig. Enn eru fjórar umferðir eftir óleiknar i deildinni áður en úrslitakeppnin hefst. Á myndinni verjast leikmenn Þróttar Nes., Anna Pavliouk og Sæunn Svana Ríkharðsdóttir af ákveðni sóknarlotu ÍS í leiknum á laugardag. Enskur bakvörð- urtil KFÍ ÚRVALSDEILDARLIÐ KFÍ í körfuknattleik hefur fengið til sín enskan bak- vörð, Mark Burton að nafni, til að styrkja sig fyrir loka- sprett Islandsmótsins. Hann kom til landsins á sunnudag og verður lögleg- ur gegn Tindastóli 30. jan- úar og nær síðustu sjö leikj- um ísfirðinga í úrvalsdeild- inni. Burton er 21 árs, 1,84 m á hæð, og kemur frá Derby Storm sem leikur í bresku úrvalsdeildinni. Hann kom ekki mikið við sögu hjá lið- inu í vetur, lék aðeins 8 leiki af 16 og samtals 141 múi- útu, eða í rúmar 5 mínútur í leik. Meðalskor Burtons er 2,57 stig í leik. Hann kom til Derby fyrir þetta tímabil frá bandarísku háskólaliði en var áður þjá unglingaliði London Towers. Þar lék hann undir stjórn Tonys Garbalotto, núverandi þjálfara ísfirðinga. Góð meðmæli „Burton kemur inn sem leikstjómandi fyrir Hrafn Kristjánsson, sem hefur þurft að fara í tvær aðgerð- ir á nára og leikur ekki meira í vetur. Tony þekkir Burton, og við fengum góð meðmæli með honum frá Laszlo Nemeth, fyrrver- andi landsliðsþjálfara, sem þjálfar enska landsliðið. Nú emm við tilbúnir að gera betur en hingað til í vetur og við ætlum okkur í úr- slitakeppnina til að byija með. Okkar túni er að koma,“ sagði Guðjón Þor- steinsson, framkvæmda- stióri KFÍ, við Morgunblað- ið í gær. Morgunblaðið/Þorkell að fá til sín 28 ára júgó- slavneskan knattspymu- mann, Momir Mileta að nafni. Mileta, sem er miðju- maður, er fyrirliði úrvals- deildarliðsins Cuckaricki Belgrad, en með því leikur annar Eyjamaður, Goran Aleksic. fev leigir þá báða frá júgóslavneska félaginu í sumar. Þá hafa Eyjamenn feng- ið til sín tvo unga Vestfirð- inga úr liði KIB sem vann sig upp í' 2. deildina síðasta haust. Þeir heita Pétur Runólfsson og Tómas Reynisson. Matthaus í vandræðum LOTHAR Mattháus, leikmaður Bayern Múnchen og þýska lands- liðsins í knattspyrnu, hefur komið sér í mikil vandræði með yfirlýs- ingum sínum undanfarið. Hann hefur m.a. lýst því yfir að hann fari ekki til New York í mars, eins og hann hafði gert samning um og jafnframt verið með afar nei- kvæðar yfirlýsingar um forráða- menn knattspyrnuliðsins Metro Stars sem hann hefur gert samn- ing við. Nú skjóta þeir föstum skotum til baka og segja að Matt- háus verði settur í leikbann í Evrópu mæti hann ekki og upp- fylli samning sinn. Ástæður sinnaskipta Lothar eru sagðar nokkrar, meðal annars að hin unga kærasta hans, Maren Wohlfart, dóttir læknis Bayern Múnchen, vilji ekki lengur fara með honum. Mattháus ber hins vegar fyrir sig að þjálfari liðsins og framkvæmdastjóri hafi verið reknir rétt fyrir áramót. Lothar Mattháus hefur rekið umboðs- mann sinn til tuttuga ára, Nor- bert Pflippen, og segja kunnugir að það hafi sett allt úr skorðum hjá kappanum. Keflavík og ÍR ríða á vaðið GOLF Fyrsti sigur Azingers ísexár Paul Azinger sigraði á móti helg- arinnar á aðalmótaröð Banda- ríkjanna í golfi um helgina. Hann lék Waialae-völlinn á eyjunni Honolulu á 261 höggi, nítján undir pari, og lauk leik sjö höggum á und- an Ástralanum Stuart Appleby, sem varð annar. Azinger lék best allra á lokadegi mótsins, sunnu- degi, eða á 65 höggum, fimm högg- um undir pari. Azinger hafði ekki sigrað á móta- röðinni síðan 1993, en þá vann hann sigur á Greg Norman í bráðabana á PGA-meistaramóti Bandaríkjanna, einu af fjórum stærstu móta hvers árs. Skömmu síðar greindist Azing- er með eitlakrabbamein og var frá keppni í heilt ár. „Ég veit ekki hvað ég á að segja, sérstaklega í ljósi atburða síðustu mánaða,“ sagði Azinger og átti þá við fráfall vinar síns, kylfingsins Payne Stewarts, sem lést í flugslysi ásamt viðskiptafélögum Azingers, þeim Robert Fraley og Van Ardan. „Ég hafði algerlega afskrifað að ég myndi nokkru sinni bera sigur úr býtum á ný,“ sagði Azinger um árin eftir læknismeðferð sína. „Það var ekki fyrr en á miðju síðasta ári sem ég fann fyrir stöðugleika. I lok ársins spurði ég ekki sjálfan mig hvort ég myndi sigra, heldur hve- nær. Það eru liðin rúmlega sex ár síðan ég fagnaði síðast sigri. I fjög- ur ár sá ég ekki vonarglætu,“ sagði Paul Azinger. að verða Keflavík og ÍR sem leika fyrsta opinbera knatt- spyrnuleik 11 manna liða innan- húss fostudaginn 3. mars. Það er opnunarleikur deildabikarkeppni KSI í ár og hann verður háður í hinni nýju og glæsilegu Reykja- neshöll í Reykjanesbæ. Sömu helgi, 4.-5. mars, fara fram 12 leildr til viðbótar í Reykjanes- höllinni sem verður aðalvettvangur deildabikarsins í ár. Alls fara þar fram 52 leikir af 90 í riðlakeppni karla og 15 leikir af 20 í riðlakeppni kvenna. í deildabikar karla leika 36 lið í 6 riðlum, eins og undanfarin ár. Tvö lið komast áfram úr hverjum riðli og auk þess fjögur af þeim sex lið- um sem enda í þriðja sæti, miðað við árangur. Riðlaskipting í karlaflokki: A-riðill: Leiftur, Fylkir, Dalvík, Víðir, Léttir, Haukar. B-riðill: Grindavík, Víkingur R., Þróttur R., Sindri, Afturelding, Huginn/Höttur. C-riðill: KR, Fram, FH, Tinda- stóll, KS, Njarðvík. D-riðiíl: ÍA, Stjarnan, Skalla- grímur, Selfoss, KÍB, Fjölnir. E-riðiIl: Breiðablik, Valur, KA, Þór Ak., HK, Hamar/Ægir. F-riðill: ÍBV, Keflavík, ÍR, Leiknir R., KFS, Bruni. Rétt til þátttöku hafa liðin í efstu þremur deildunum ásamt sex efstu liðum 3. deildar. KVA er eina liðið úr 2. deild sem ekki nýtti keppnisréttinn. Konurnar byrja 3. apríl Keppni í kvennaflokki hefst mán- uði síðar, 3. apiTl. Þar leika 10 lið í tveimur riðlum sem eru þannig skipaðir: Á-riðilI: Breiðablik, Stjarnan, ÍBV, Þór/KA, Grindavík. B-riðill: KR, Valur, ÍA, FH, RKV. í deildabikar kvenna leika úr- valsdeildarliðin átta ásamt tveimur liðum úr 1. deild.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.