Morgunblaðið - 25.01.2000, Side 1
Þín fristund - Okkar fag
Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík
• 510 8020 • www.intersport.is
ptarðunfijatiiti
2000
m ÞRIÐJUDAGUR 25. JANUAR
BLAÐ
INTER
INTER
SPORT
INTER
INTER'
Sigurður
byijar
aftur
meðHK
SIGURÐUR Valur Sveinsson,
þjálfari 1. deildarliðs HK í hand-
knattleik, hefur tekið fram skóna
að nýju og hyggst leika með Kópa-
vogsliðinu út keppnistímabilið.
Hann hefur leikið á fullu með HK í
öllum æfingaleikjum að undan-
förnu og æft sjálfur með liðinu af
krafti. Sigurður hætti eftir síðasta
tímabil, fertugur að aldri og með
24 ára feril að baki í meistara-
flokki, en þetta er fimmta tímabil
hans sem þjálfari HK. Endurkoma
Sigurðar ætti að efla sóknarleik
HK sem er í harðri baráttu um
sæti í úrslitakeppninni.
Reuters
Brasiiíski knattspyrnumaðurinn Rivaldo, sem leikur með Barcelona á Spáni, var kjörinn knatt-
spyrnumaður síðasta árs af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, en úrslit kjörsins voru kunn-
gjörð í gærkvöldi. David Beckham, leikmaður Evrópumeistara Manchester United, varð annar og
Argentfnumaðurinn Gabriel Omar Batistuta varð þriðji.
Viggó þjálfar Hauka
Tveir
sigrar hjá
Guðrúnu í
Boston
GUÐRÚN Arnardóttir,
hlaupakona úr Ármanni, bar
sigur úr býtum í tveimur
greinum á innanhússmóti í
Boston á sunnudaginn. Guð-
rún vann 55 metra grinda-
hlaup á 7,77 sekúndum og
hafði nokkra yfirburði því
silfurverðlaun unnust á tím-
anum 8,08 og bronsið á 8,13.
Guðrún hljóp á 7,95 í undan-
úrslitum. Þess má geta að
íslandsmet hennar í grein-
inni er 7,63 sett í mars 1996.
Einnig kom Guðrún ör-
ugglega fyrst í mark í 400
metra hlaupi á 54,90 sekúnd-
um, 1,35 sekúndu á undan
silfurverðlaunahafanum. f
undanúrslitum hljóp Guðrún
á 55,31. íslandsmet Guðrún-
ar í greininni er 53,35 einnig
frá því mars 1996, líkt og
metið í 55 m grindahlaupi.
Þetta eru fyrstu mótin
sem Guðrún tekur þátt í á
innanhússtímabilinu, en
framundan er hjá henni að
taka þátt í nokkrum mótum,
vestanhafs og austan áður
en kemur að Evrópumeist-
aramótinu í Gent í lok næsta
mánaðar.
Viggó Sigurðsson handknatt-
leiksþjálfari kemur heim frá
Þýskalandi í sumar og tekur við
þjálfun 1. deildar liðs Hauka á
næstu leiktíð af Guðmundi Kar-
lssyni, sem þjálfað hefur liðið und-
anfarin þrjú ár. Fyrir liggur
þriggja ára samningur milli Viggós
og Hauka sem undirritaður verður
á næstunni.
„Það er svo gott sem frágengið
að ég þjálfi Hauka næstu þrjú árin.
Um það hefur verið gert heiðurs-
mannasamkomulag," sagði Viggó í
samtali við Morgunblaðið í gær en
hann hefur ásamt fjölskyldu sinni
búið í Wuppertal í Þýskalandi í
nærri fjögur ár. Þar af þjálfaði
Viggós samnefnt lið fyrstu þrjú ár-
in.
„Okkur hjónum fannst vera kom-
inn tími til að halda heim. Við eig-
um fjögur böm og við verðum að
hafa framtíð þeirra og skólagöngu í
huga.“
Viggó hvaðst vera fullur eftir-
væntingar að koma heim og taka
við þjálfun Hauka. „Eg þjálfaði
Hauka fyrir um það bil áratug í
þrjú keppnistímabil. Þá átti ég gott
samstarft við félagsmenn og hlakka
til að koma á ný til starfa fyrir fé-
lagið. Framundan er auk þess
skemmtilegur tími þar Haukar eru
að flytja inn í nýtt íþróttahús
næsta haust, svo dæmi sé tekið.
Vissulega verður það mikil
breyting að fara héðan út bestu
deildarkeppni heims og í hand-
knattleikinn heima, sem mér skilst
að hafi farið nokkuð aftur síðustu
ár.“
ALLT UM EM í KRÓATÍU/B4, B5, B6, B7, B8, B9, B14