Morgunblaðið - 25.01.2000, Side 3

Morgunblaðið - 25.01.2000, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 B 3 ÍÞRÓTTIR KR-ingar slógu út bi karmeistarana Leika til úrslita við Grindvíkinga í Laugardalshöll ÞETTA var tilfinningaríkur leik- ur. Fyrri hálfleikur var villtur og mikið skorað, en góður varnar- leikur hjá okkur í síðari hálfleik var lykill að sigrinum og ég er í sjöunda himni, sagði Jónatan Bow, sem í gærkvöld stýrði vesturbæjarliðinu KR til sigurs gegn Njarðvík í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ í miklum bar- áttuleik í Ljónagryfjunni í Njarð- vík. Lokatölur urðu 84:80 fyrir KR, sem mætir Grindavík í úr- slitaleiknum. í hálfleik var stað- an 49:43 fyrirUMFN. Njarðvíkingar, vel studdir af áhorfendum, byrjuðu mun bet- ur og náðu 10 stiga forskoti, 44:34, þegar langt var liðið á íyrri hálfleikinn. i Un skjótt skipast Blonaal , ,v, f r skrífar veður í lofti. I upp- hafí síðari hálfleiks hvorki gekk né rak hjá Njarðvfldng- um, sem settu ekki stig fyrstu sex mínúturnar á meðan KR-ingar settu 12 stig og komust þar með yfir, 49:55. Þessi afleiti kafli hafði slæm áhrif á Njarðvíkinga, sem gekk ákaf- lega illa að finna taktinn að nýju. Þeim tókst þó með harðfylgi að jafna, 78:78, þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka. En heilladísimar voru ekki með Njarðvíkingum að þessu sinni, þeir misstu Teit Örlygs- son, sinn besta mann, út af með 5 villur og það voru KR-ingar sem reyndust sterkari á lokasprettinum og tryggðu sér sanngjaman sigur. Ólafur Ormsson, Keith Vassel og Jesper Sörensen vom bestu menn KR í leiknum, en í liðinu em ungir og efnilegir leikmenn sem gerðu góða hluti. Teitur Örlygsson, Hermann Hauksson og Friðrik Stefánsson vom bestu menn Njarðvíkinga. Bandaríkjamaðurinn Keith Veney gerði margt laglegt en var alltof mis- tækur. l appsuout »<wa C W K . U A I! O .\ K ' Morgunblaðið/Björn Blöndal 1 f ; §■§ k ^ fJ' * MT í \ s M w* I " jO iœ flng A V HE mB 1 i fSql # . KR-ingar fögnuðu vel og innilega eftir að hafa slegið bikarmeistara Njarðvíkur út úr bikarkeppn' inni í undanúrslitum í Ljónagryfjunni í gærkvöldi. __ Minningabók um Öriyg Aron Sturiuson MINNINGABÓK um Örlyg Aron Sturluson, leikmann körfuknatt- leiksliðs Njarðvíkur og íslenska landsliðsins, sem lést af slysförum um þarsiðustu helgi, hefiir verið komið fyrir í anddyri fþréttahúss- ins í Njarðvík. Þeim, sem vilja minnast Örlygs, er velkomið að láta það í ljós í bókinni. HK-ingar til Þýskalands TVEIR handknattleiksmenn úr HK, markvörðurinn Hlynur Jó- hannesson og línumaðurinn Alexander Amarson, fara til þýska 3. dcildarliðsins Regensburg í vikunni. Þeir verða þar í fjóra daga, æfa með liðinu og spila æfingaleik, og væntanlega verður gengið frá því að þeir semji við félagið eftir þetta tfmabil. Þjálfari liðsins er Tékk- inn Rudolf Havlik, sem þjálfaði hjá HK um árabil, og með liðinu spil- ar örvhenta skyttan Michal Tonar, sem lék með HK fyrir nokkmm ámm, ásamt öðrum tékkneskum landsliðsmanni, Roman Sedlik. Unnar sló í gegn UNNAR Sigurðsson, knatt- spyrnumaður sem lék með Tindastóli siðasta sumar, sló í gegn með norska félaginu Strömsgodset á innan- hússmóti um helgina. Unnar skoraði þrjú mörk í tvcimur leikjum, þrátt fyrir að leika í vörn liðsins, og þar af gerði hann tvö í 3:1 sigri á úrvals- deildarliði Start f leik um bronsverðlaunin á sunnu- dag. Unnar, sem er 24 ára Kefl- víkingur og hefur gengið frá þriggja ára samningi við Strömsgodset, skoraði mark liðsins í 1:4 tapi gegn Moss í undanúrslitum mótsins. Ste- fán Gfslason lék einnig með Strömsgodset f mótinu. Brann, undir stjórn Teits Þórðarsonar, sigraði Sta- bæk, 3:1, í úrslitum á öðru innanhússmóti á sunnudag- inn. Pétur Marteinsson lék með Stabæk. Lilleström vann Molde, 2:1, f leik um þriðja sætið á sama móti og léku Rúnar Kristinsson og Indriði Sig- urðsson með Lilleström. Erkifjend- ur skildu jafnir á Old Trafford ENGLANDSMEISTARAR Ma- nchester United gerðu jafntefli við erkifjendur sína úr Lundúnum, Arsenal, 1:1, á Old Trafford í Ma- nchester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Svíinn Fredrik Ljungberg kom gestunum yfir á tólftu mínútu er hann vann boltann af hollenska varnarjaxlin- um Jaap Stam, en varamaðurinn Teddy Sheringham jafnaði metin fyrir Evrópumeistarana með marki af stuttu færi er rúmar tutt- ugu mínútur lifðu leiks eftir að David Seaman, markverði Arsenal, mistókst að slá boltann af hættus- væðinu. Heimamenn gerðu harða hríð að marki Arsenal í kjölfarið og áttu þeir síðarnefndu oft í vök að verjast. Þeir héldu velli, en það kann að duga skammt því Ma- nehester United stendur mun bet- ur að vígi í keppninni um enska meistaratitilinn. Liðin tvö eru jöfn að stigum, en meistararnir hafa leikið þremur leikjum færra en Arsenal og tveimur færra en Leeds, sem hefur þriggja stiga forystu í deildarkeppninni. Bakverðir Portland sáu um Lakers PORTLAND TrailBlazers vann góðan útisigur á Los Angeies Lakers í stórleik helgarinnar í NBA-deildinni í körfuknattleik. Með sigrinum er Portland nú einungis með tvo fleiri tapleiki en Lakers og svo virð- ist sem þessi lið muni koma til með að berjast um besta árangurinn í deildarkeppninni í ár. Lakers hafði tíu stiga forystu í leikhléi, 57:47, og virtist hafa leikinn í hendi sér með átta stiga forystu þegar tæpar fímm mínútur voru Gunnar til leiksloka. Leik- skrifarfrá menn hðsms gafu Bandaríkjunum hins vegar eftir á endasprettinum á sama tíma og Portland lék frábæra vörn. Lokatölurnar urðu 95:91 fyr- ir Portland. Sanngjarn sigur vegna góðs endaspretts gestanna. Bakverðir Portland áttu stórleik í sókninni. Steve Smith skoraði 27 stig og Damon Stoudamire skoraði 22. Hjá Lakers var Kobe Bryant sprækastur í sókninni með 28 stig, en Shaquille O’Neal átti óvenjus- lakan dag á „skrifstofunni" með að- eins sautján stig. Lakers hefur nú tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum eftir sextán sigur- leiki í röð þar á undan. Lakers er enn með besta árang- urinn í deildinni þegar riðlakeppn- in er rétt hálfnuð. Liðið er með 33 sigurleiki og átta töp. Phil Jackson hefur gersamlega snúið leik liðsins við í vetur og er allt annað að sjá til stórstjarnanna í liðinu nú en undanfarin keppnistímabil. Leik- menn leika mun betri vörn og eru óeigingjarnir í sókn, sem er mikil breyting hjá leikmönnum eins og Kobe Bryant. Veikleiki Lakers er enn að nokkuð vantar í breiddina á varamannabekknum þannig að ekki má mikið útaf bera hjá liðinu þar sem lifir af keppnistímabilinu. Portland byrjaði keppnistímabil- ið með miklum látum en átti síðan erfitt uppdráttar í kringum ára- mótin. Blazers virðist hins vegar í þann mund að ná sér á strik að nýju og verður eflaust með í bar- áttunni um meistaratitilinn í lokin. í austurdeildinni hefur Miami besta árangurinn, en New York hefur skriðið upp töfluna eftir að Patrick Ewing hóf leik að nýju. Liðið hafði unnið þrettán af átján leikjum sínum fyrir viðureignina gegn meisturum San Antonio í Texas. Fyrsti leikur liðanna frá lokaúrslitunum í fyrra á laugardag var jafn allan fyrri hálfleikinn, en Spurs gerðu 25 stig gegn ellefu stigum New York í þriðja og næstsíðasta leikhlutanum og vann örugglega, 96:83. Tim Duncan átti enn einn stjörnuleikinn með 33 stig, en hjá New York var Allan Houston stigahæstur með 17 stig. Allt virðist opið í austurdeildinni. Miami hefur átt við erfiðleika með meiðsl hjá leikmönnum sínum allt keppnistímabilið og hefur Pat Ri- ley reynt mikið undanfarnar vikur að bæta úr því með leikmanna- skiptum, en það hefur ekki gengið upp enn. Indiana Pacers siglir lygnan sjó í miðriðlinum, en erfitt er að sjá nógu mikla breytingu til batnaðar hjá liði Larrys Birds til að spá því mikilli velgengni í úr- slitakeppninni. Portland hefur staðið undir væntingum frá upp- hafi keppnistímabilsins, en Lakers hefur komið langmest á óvart sem af er. Meistarar San Antonio, Seattle og Sacramento, hafa öll staðið sig vel, en það lið sem komið hefur undirrituðum mest á óvart er Utah Jazz. Utah hefur nú foryst- una í miðvesturriðlinum og á sunnudag vann liðið enn einn góð- an sigurinn. í þetta sinn á Sacra- mento, 104:101. Leikurinn var jafn og skemmtilegur eins og viðureign- ir þessara liða voru í úrslitakeppn- inni í fyrra, en John Stockton inns- iglaði sigurinn með þremur vítaskotum á síðustu tuttugu sek- úndunum. Þeir Bryon Russell og Karl Malone skoruðu 24 stig og John Stockton gerði tuttugu og tvö stig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.