Morgunblaðið - 25.01.2000, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 B 5
EM í KRÓATÍU
Draumurinn um Ólympíu-
sæti í Sydney á enda
ÍSENSKA landsliðið verður ekki
verða í sviðsljósinu á Ólympíuleik-
unum í Sydney í haust. Það var
ljóst eftir að liðið tapaði fyrir
Rússum og Slóvenar unnu Dani í
B-riðli Evrópumótsins á sunnu-
daginn. Þá getur ísland heldur
ekki tryggt sér rétt til að leika í
HM í Frakklandi í Króatíu, verður
að taka þátt í undankeppni. Dreg-
ið verður á sunnudaginn í Zagreb
hveijir mótheijar Islands verða í
undankeppninni.
Til að öðlast þátttökurétt á Ól-
ympíuleikana þurfti íslenska liðið
í það minnsta að ná þriðja sæti í
riðlinum og leika um fimmta sæt-
ið. Eina von íslands um þriðja sæt-
ið eftir að hafa tapað fyrir Rússum
var að Danir myndu vinna Slóv-
ena. Það gerðist hins vegar ekki
og þá rann sá möguleiki fslands út
í sandinn.
Danir og Slóvenar eiga eftir að
spila við Svía og íslendinga. Port-
úgal hefur fjögur stigí þriðja sæti
riðilsins og þó svo að fsland næði
íjórum stigum eins og Portúgal
með því að vinna bæði Dani og
Slóvena, er Portúgal fyrir ofan á
töflunni þar sem úrslit í innbyrðis-
leik gilda ef lið eru jöfn að stigum.
Valdimar Grímsson er þriðji
markahæsti leikmaður Evrópu-
keppninnar í handknattleik í Króatíu
eftir þrjár fyrstu umferðirnar. Vald-
imar hefur skorað 19 mörk, þar af 12
úr vítaköstum, og er með 73,08%
skotnýtingu.
Úkraínska markamaskínan Oleg
Velykyy hefur skorað 30 mörk, að-
eins fimm þeirra úr vítum, og Stefan
Lövgren frá Svíþjóð er annar.
Valdimar er eini íslendingurinn í
hópi 25 efstu en þessir hafa skorað
mest:
Oleg Velykyy, Úkraínu...................30/5
Stefan Lövgren, Svíþjóð.................23/8
Valdimar Grímsson, Islandi.............19/12
Ales Pajovic, Slóveníu..................18/2
Carlos Resende, Portúgal................18/8
Patrick Cazal, Frakklandi...............17/0
Nikolaj Jacobsen, Danmörku..............17/7
Talant Dujshebaev, Spáni................16/0
Zoran Lubej, Slóveníu...................16/0
Næstir íslendinga á markalistan-
um eru þeir Patrekur Jóhannesson,
Gústaf Bjarnason og Ólafur Stefáns-
son, sem hafa skorað 11 mörk hver.
Patrekur grófastur
Patrekur Jóhannesson virðist
vera grófasti leikmaður keppninnar
því hann er með flest refsistig allra
leikmanna. Stigin eru gefin sam-
kvæmt brottvísunum og spjöldum.
Þessir hafa brotið mest af sér:
Patrekur Jóhannesson, íslandi............15
Carlos Resende, Portúgal.................14
Preben Vildalen, Noregi..................13
Bozidar Jovic, Króatíu...................13
Mike Bezdicek, Þýskalandi................11
Rui Almeida, Portúgal....................10
Ian Marko Fog, Danmörku..................10
íslenska liðið er samanlagt með
næstflest refsistig, 51, en Portúgalir
eru mestu syndaselirnir með 52.
Svíar eru með fæst refsistig, 27, og
Rússar og Úkraínumenn eru með 29.
Þriðji í vörðum skotum
Patrekur er síðan þríðji yfir þá
leikmenn sem varið hafa flest skot í
vörn. Hann hefur varið 3 skot en fyr-
ir ofan eru Lars Troels Jörgensen,
Danmörku, með 6 og Magnus Wis-
lander, Svíþjóð, með 4 varin skot.
Ólafur annar í stoðsendingum
Ólafur Stefánsson er í 2.-3. sæti yf-
ir þá leikmenn sem hafa átt flestar
stoðsendingar, 7 talsins, ásamt
Magnusi Andersson frá Svíþjóð. Það
er Staffan Olsson frá Svíþjóð sem
hefur lagt upp flest mörkin í keppn-
inni, 9 talsins.
Guðmundur í níunda sæti
Guðmundur Hrafnkelsson er í 9.
sæti yfir þá markverði sem hafa var-
ið flest skot. Hann hefur varið 19
skot en bestir eru þeir Tomas Svens-
son frá Svíþjóð og Andrei Lavrov frá
Rússlandi sem hafa varið 33 skot
hvor og síðan kemur David Bofill frá
Spáni með 30 varin skot.
Bruno Mai-tini frá Frakklandi er
hinsvegar með besta hlutfallið, hefur
varið 28 skot af 57, sem er 49,12%.
Svensson kemur næstur með 42,86%
en Guðmundur er í 13. sæti með 19
varin skot af 64, eða 29,69%.
Morgunblaðið/Ásdís
Gústaf Bjarnason og samherjar urðu að játa sig sigraða í viðureign gegn Portúgal
og þar með var Ólympíudraumurinn úti.
Fullt hús Frakka
og Spánverja
Frakkar og Spánverjar eru með fullt hús stiga í A-riðlinum eftir
þrjár umferðir og berjast um undanúrslitasætin tvö ásamt Króöt-
um sem eru þriðju með fjögur stig. Frammistaða Þjóðverja hefur
hinsvegar valdið miklum vonbrigðum en þeireru aðeins með eitt
stig eftir þrjá leiki.
Frakkar fóru ótrúlega létt með
Þjóðverja á sunnudaginn,
25:19, eftir 15:9 í hálfleik. Jackson
Richardson fór á kostum með
Frökkum, skoraði 8 mörk og var
lykilmaður í vörn þeirra að vanda.
Bertrand Gille skoraði 5 mörk og
Bruno Martini varði 13 skot. Hjá
Þjóðverjum var flest í molum en
fyrir þá skoraði Stefan
Kretzschmar 6 mörk og Markus
Baur 4. Þetta var fyrsti sigur
Frakka á Þjóðverjum í fjögur ár.
Kæra frá Norðmönnum
eftir tap gegn Króatíu
Króatar sigruðu Norðmenn,
27:23, eftir að hafa komist í 14:5 í
fyrri hálfleiknum. Staðan var
15:10 í hálfleik og Norðmenn
minnkuðu muninn í tvö mörk en
komust ekki nær. Eftir leikinn
lögðu þeir inn kæru vegna þess að
þeir töldu að leikmönnum Króata
hefði verið hleypt of snemma inn á
eftir brottvísanir í seinni hálf-
leiknum.
„Við eigum ekki að líða fyrir
mistök annarra,“ sagði Christer
Magnusson, þjálfari Norðmanna.
Zvonimir Bilic skoraði 8 mörk
fyrir Króata og Goran Perkovac 7
en Geir Oustorp og Stig Penne
gerðu 5 mörk hvor fyrir Norð-
menn.
, Spánn var í nokkru basli með
Úkraínu en sigraði, 27:24, Rafael
Guijosa skoraði 7 mörk fyrir Spán
og Antonio Ortega 6. Oleg Velyky
skoraði 10 mörk fyrir Úkraínu og
Vyacheslav Lochman 7.
Króatar lögðu Þjóðverja, 21:20,
í hörkuleik á laugardaginn og
skoraði Zoran Mikulic sigurmark-
ið á lokasekúndunum. Þjóðverjar
voru yfir mest allan leikinn en
heimamenn, vel studdir af 7.500
áhorfendum, gáfust aldrei upp og
uppskáru eftir því.
Zlatko Saracevic skoraði 7
mörk fyrir Króata og Venio Los-
ert varði 14 skot, þar af fjögur
vítaköst, en alls fóru fimm slík í
súginn hjá Þjóðverjum. Kretzsch-
mar skoraði 7 mörk fyrir Þjóð-
verja og Jan Holpert varði 15
skot.
Spánverjar unnu Norðmenn ör-
ugglega, 25:21, eftir 13:9 í hálfleik.
Talant Duhsjebaev og Andrej
Tsjepkin skoruðu 7 mörk hvor
fyrir Spánverja en Eivind Elling-
sen og Stig Penne gerðu 5 hvor
fyrir Norðmenn.
Frakkar sigruðu Úkraínu,
24:22, eftir að hafa verið 12:13
undir í hálfleik. Patrick Cazal
skoraði 8 mörk fyrir Frakka og
Oleg Velyky 8 fyrir Úkraínumenn.
j íslendingar
með eitt
slakasta liðið
MATS Olsson, fram-
kvæmdastjóri spænska
liðsins TEKA Santander og
fyrrverandi landsliðs-
markvörður Svía, er í
Króatíu til að aðstoða við
: lýsingar í sænska útvarp-
inu. Hann var spurður hvað
hefði komið honum mest á
óvart í keppninni að lokn-
um tveimur fyrstu umferð-
unum. „Ég held að það sé
slakur árangur íslenska
liðsins. Það er langt síðan
ég hef séð það jafnslakt og
í fyrstu leikjunum hér. Það
er eitthvert andleysi yfir
leikmönnum og baráttan
sem hefur yfirleitt eink-
ennt leik liðsins er ekki fyr-
ir hendi. Þá tel ég langt síð-
an Rússar hafa verið með •
eins slakt lið og núna. Svíar
eru með langbesta liðið í B-
riðlinuin og hefur það lík-
lega aldrei verið betra,“
sagði Olsson.
Bengt undr-
aðist að sjá
ekki Ragnar
BENGT Johansson, þjálfari
Svía, sagðist undrast að
j Þorbjörn skyldi ekki taka
ÍR-inginn Ragnar Óskars-
son með á Evrópumótið.
„Ég fylgdist með íslenska
Iiðinu í æíingaleikjunum
gegn Frökkum og fannst
þessi stákur koma með nýtt
blóð inn í liðið. Hann sýndi
skemmtilega takta þær
mínútur sem hann fékk að
spiía. Ég undraðist því
mjög þegar ég sá að Ragn-
ar var ekki í íslenska hópn- .
um hér í Króatfu," sagði
þjálfari Svía.
Maximov
mætti ekki
á blaða-
mannafund
EFTIR leik Rússa og Slóv-
ena á laugardag mætti Vla-
dimir Maximov, þjálfari
Rússa, ekki á blaðamanna-
fundinn. Ástæðan var sú að
hann var að messa yfir leik-
mönnum sínum eftir leik-
inn. Hann var ekki ánægð-
ur með frammistöðu sinna
manna, sem máttu þakka
fyrir að vinna Slóvena
27:23. Þegar sjö mínútur
voru eftir af leiknum var
staðan jöfn, 23:23. Þá koin
Pavel Soukossian mark-
vörður inn á fyrir Andrei
Lavrov og hreinlega lokaði
markinu og bjargaði heiðri
Rússa. Slóvenar skoruðu
ekki mark eftir að hann
kom inn á. Staðan í hálfleik
var 16:12 fyrir Rússa.
Svíar halda
uppi merki
Norðurland-
anna
SVÍAR halda uppi merki
Norðurlandaþjóðanna á
Evrópumótinu í Króatíu,
hafa unnið alla sína leiki
með nokkrum yfírburðum.
Þeir verða að teljast líkleg-
ir til að verja Evrópu-
meistaratitilinn. Hinar
Norðurlandaþjóðirnar, ís-
land, Noregur og Dan-
mörk, eru enn án stiga í
keppninni. Islendingar og
Danir mætast í Zagreb í
kvöld.