Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ EM í KRÓATÍU Croatia ■ SVLAR voru sem á heimavelli gegn Dönum í Rijeka á laugardaginn. Ekki bara vegna þess að gólfið í höll- inni er í sænsku heimalitunum, gult og blátt, heldur dundu lög með Abba yfir áhorfendum í hálfleik. ■ SVÍARNIR lentu í vandræðum á hóteli sínu fyrir leikinn við Dani. Sjö þeirra fóru saman í hótellyftuna, ein- um of margir, og lyftan stoppaði á milli hæða. Eftir nokkra bið var þeim bjargað og óhappið virtist ekki hafa nein áhrif á Svíana í leiknum. ■ KASPAR Hvidt, markvörður Dana, varði tvö vítaköst á upphafs- mínútunum gegn Svíum og kom í veg fyrir að heimsmeistararnir næðu yfirburðastöðu strax í byrjun. ■ STEINAR Ege, besti markvörður Norðmanna undanfarin ár, neitaði að spila með þeim í Króatíu en er þó þar á meðal áhorfenda. Ege, sem ver mark Þýskalandsmeistara Kiel, var settur út úr liði Noregs fyrir HM í Egyptalandi í fyrra og hefur síðan verið óspar á að gagnrýna landsliðs- forystuna. Morgunblaðið/Ásdís Félagarnir hjá Wuppertal - Rússinn Dmitri Filippov og Dagur Sigurðsson - féllust í faðma eftir leikinn. ÞORBJÖRN Jensson landsliðsþjálfari sagðist vera nokkuð ánægð- ur með leikinn á móti Rússum. „Við höfum verið að taka okkur í gegn og gagnrýna hver annan og það hefur nú skilað sér í betri leik. Við höfum farið í gegnum þau atriði sem við eigum að ráða við. Varnarleikurinn var búinn að vera akkilesarhæll hjá okkur. ValurB. Jónatansson skrífar Þorbjörn sagði að ástæðan fyrir því að varnarleikurinn væri ekki nægilega sannfærandi, er að ákveðnir póstar hafi dottnir út , eins og Geir Sveins- son og Júlíus Jónas- son, og nýir leik- menn væru að taka við. „Þetta þarf bara þennan tíma. Við vorum ákveðnir í því að nota þennan leik gegn Rúss- um til að bæta leik okkar í vörn og sókn og reyna að spila mjög agað. Það verður að gera það á móti Rússum því þeir eru með það öflugt lið. Þetta er maskína sem getur hikstað eins og sýndi sig á síðustu mínútunum. Við hefðum getað náð einu stigi og það hefði verið mjög gott í framhaldinu, en því miður töpuðum við,“ sagði Þorbjörn í samtali við Morgunblaðið. Hvað varstu ánægðastur með í þessum leik? Svíar aldrei verið sterkarí SVÍAR hafa löngum verið sterkir, en hið gamalreynda lið þeirra virðist aldrei hafa verið öflugra en einmitt nú, á EM í Króatíu. Þeir fylgdu eftir stórsigrinum á íslandi með því að fara jafn létt með Dani og Portúgali um helgina, unnu leikina með 7 og 8 marka mun og voru ekki í minnstu vandræðum. Rússar hafa verið í meira basli en eru þó jafnir Svíum á toppi B-riðilsins með 6 stig. Svíar unnu Dani, 29:22, á laug- ardaginn, en staðan í hálfleik var 16:10, Svíum í hag. „Nú geta menn hætt þessum vangaveltum um gamla og unga leikmenn. Þessir ungu Danir áttu aldrei möguleika," sagði Bengt Johans- son, þjálfari Svía. Það var þó „unglingurinn“ 1 sænska liðinu sem vakti mesta athygli, hinn 25 ára gamli Mat- hias Franzen skoraði 7 mörk úr jafnmörgum tilraunum í vinstra horninu. Stefan Lövgren skoraði 11 mörk fyrir Svía, 6 úr vítaköst- um. Lars Krogh Jeppesen og Lars Christiansen skoruðu 3 mörk hvor fyrir Dani. Yfirburðir gegn Portúgölum A sunnudag var síðan það sama uppi á teningnum gegn Portúgölum. Svíar gerðu út um leikinn strax í fyrri hálfleik en þá náðu þeir mest átta marka for- ystu, voru 15:9 yfir í hléi og 20:10 á tímabili í seinni hálfleik. Loka- tölur urðu síðan 29:21. Stefan Lövgren og Johan Pettersson Tomas Svensson er sigursæll TOMAS Svensson, markvörður Svía, er án efa sigursælasti handknattleiksmaður heims um þessar mundir. Svensson, sem ver mark Evrópumeistaranna í Barcelona, hefúr ekki verið í tapliði í heila átta mánuði, eða siðan i maí á síðasta ári. Á þeim tíma hefur Svensson lcikið 42 leiki með Barcelona og sænska landsliðinu. Hann var í miklum ham gegn Portúgal á sunnudag- inn og varði 15 skot. Svensson sagði eftir leikinn að það erfið- asta væri að einbeita sér að fullu þegar yfirburðir sænska liðsins í leikjunum væru eins miklir og raun ber vitni. skoruðu 7 mörk hvor og Tomas Svensson átti stórleik í markinu. Ellefu mörk Jacobsens dugðu skammt Slóvenar unnu Dani nokkuð ör- ugglega á sunnudagskvöld, 28:24, eftir 14:9 í hálfleik. Slóvenar náðu mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleiknum. Nikolaj Jacobsen skoraði 11 mörk fyrir Dani úr 12 tilraunum en það dugði skammt. Michael Knudsen skoraði 5 mörk. Uros Serbec skoraði 6 mörk fyrir Slóvena og þeir Iztok Puc og Zoran Lubej 5 hvor. Rússar sigruðu Slóvena Rússar unnu nokkuð öruggan sigur á Slóvenum á laugardaginn, 27:23, eftir að hafa verið 16:12 yf- ir í hálfleik. Eduard Kokcharov skoraði 7 mörk fyrir Rússa og þeir Denis Krivochlykov og Oleg Khodkov 5 hvor en Eduardo Moskalenko, línumaður úr Stjörnunni, kom næstur með 3 mörk. Hinn gamal- kunni Andrei Lavrov varði 13 skot. Ales Pajovic skoraði 11 mörk fyrir Slóvena og Roman Pungar- tnik 4. „Ég er ánægður með hvað við spiluðum agaðan sóknarleik. Þá fengum við ekki á okkur óþarfa hraðaupphlaup eins og á móti Svíunum. Við getum spilað agaðan sóknarleik og Rússar áttu í fullu fangi með að verjast okkur. Þeir gátu alls ekki tekið því rólega því við vorum alltaf að narta í hælana áþeim og hefðum alveg getað kom- ist framfyrir tærnar á þeim í lokin.“ Þið voruð alltaf skrefinu á eftir þeim allan leikinn og það vantaði þennan herslumun? „Já, já. Það er alveg vitað mál að annaðhvort er maður að jafna eða vera einum tveimur mörkum á eftir þeim. Þetta er spurning um það að gefast ekki upp fyrr en leikurinn er flautaður af. Við sýndum baráttu allan leikinn og hefðum alveg getað náð einu stigi. í stöðunni 23:17 og rúmar tíu mínútur eftir gáfumst við ekki upp, ég er ánægður með það.“ Svona eftir á að hyggja, hefði ekki verið betra að setja Guðmund Hrafnkelsson fyrr inn á? „Við fórum aðeins 1 gegnum þetta ég og Einar Þorðvarðarson í leiknum, en mörkin sem við vorum að fá á okkur voru annaðhvort úr vítum eða af línu. Það er alltaf spurning hvað markmaðurinn get- ur í þeirri stöðu. Að vísu stóð Guð- mundur sig mjög vel þegar hann kom inn á. Jú, maður getur auð- vitað spurt sig að því eftir leikinn og verið vitur eftir á. Atti ég að setja hann inn á tíu mínútum fyrr og þá hefðum við kannski unnið með einu? En þetta er spurning sem ekki er hægt að fá svör við eft- ir á. Ef ég hefði sett hann inn á snemma í leiknum og hann ekkert varið þá hefði getað komið spurn- ing um það hvort ekki hefði verið betra að hafa Sebastian inn á allan tímann. Það er eitt sem ég geri allt- af, þegar mér dettur eitthvað í hug í sambandivið breytingar á leiknum þá framkvæmi ég þær strax. Ef ég geri það ekki þá er það of seint. Lavrov til Shur? ANDREJ Lavrov, lands- liðsmarkvörður Rússa, hefur fengið tilboð frá svissneska liðinu Shur um að leika með því næsta tímabil. Hann liefur leikið með Badel Zagreb í vetur og er ekki ánægður. Hann sagðist vera ákveðinn í að fara frá króatiska félaginu vegna þess að það hefur ekki staðið við gerða samninga. Lavrov er 33 ára og hefur leikið 170 landsleiki fyrir Rússa. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari eftir leikinn gegn Rússum í Rijeka Náðum að leika agaðan sóknarleik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.