Morgunblaðið - 25.01.2000, Side 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000
MORGUNELAÐIÐ
KNATTSPYRNA
■ ARNAR Grétarsson og félagar í
AEK unnu nauman útisigur á Trik-
ala, 1:0, í grísku knattspyrnunni á
sunnudag. Arnar fór meiddur af
velli 10 mínútum fyrir leikslok en
Ciric skoraði sigurmark AEK úr
vítaspyi'nu þegar tvær mínútur
voru eftir.
■ HELGI Sigurðsson var veikur og
• missti af leik Panathinaikos sem
vann Apollon, 3:0, á útivelli á laug-
ardaginn.
■ KRISTJÁN Brooks lék 1 70 mín-
útur með Agios Nikolais sem vann
góðan útisigur á Pierikos, 2:0, í
grísku 2. deildinni. Kristján og fé-
lagar komust þar með upp í 8. sæti
deildarinnar.
■ SIGURÐUR Jónsson lék allan
leikinn með Dundee United sem
gerði 0:0-jafntefli við Hibernian í
skosku úrvalsdeildinni. Ólafur
Gottskálksson fékk ekki tækifæri í
marlri Hibernian frekar en undan-
famar vikur.
■ L4JV Wright er kominn í vand-
ræði eina ferðina enn vegna fram-
' komu sinnar, nú eftir leik Celtic
gegn Kilmamock í skosku úrvals-
deildinni á sunnudag. Wright var
æfur vegna þess að illa var brotið á
honum rétt fyrir leikslok og lét
dómarann og mótherjana fá það
óþvegið.
■ DINO Baggio, leikmaður Parma,
hefur verið úrskurðaður í tveggja
leikja bann í ítölsku knattspymunni
fyrir að hrækja í áttina að dómara í
leik gegn Juventus um fyrri helgi,
og gefa í skyn að dómaranum hefði
verið 'mútað. Baggio má heldur
ekki spila næsta landsleik ítala.
MKLAUS Scheer var rekinn úr
starf! sem þjálfari Lustenau í aust-
urrísku knattspymunni um helg-
ina. Birkir Kristinsson lék í marki
Lustenau í sjö síðustu umferðunum
fyrir vetrarfríið en liðið er næst-
neðst í úrvalsdeildinni.
MDAVID O’Leary, stjóri Leeds,
sagði að aldrei hefði annað komið til
greina en að láta þá spila leikinn.
Peter Ridsdale, stjómarformaður
Leeds, sagði að félagið stæði við
bakið á þeim og trúði á sakleysi
þeirra. En kæmi annað í Ijós væri
ljóst að þeir yrðu látnir fara frá fé-
laginu, sama þótt það yrði Leeds
dýrkeypt í baráttunni um meistara-
titilinn.
■
Morgunblaðið/Peter Cork
Heiðar Helguson hefur skorað mark í tveimur fyrstu leikjum sínum með Watford - fyrst á móti Liverpool og síðan gegn Brentford.
Á
Reuters
Leikmenn Juventus fagna Zinedine Zidane, sem er annar frá vinstri, eftir að hann hafði skorað
glæsilegt mark gegn Reggina.
Glæsimark
Zidanes
JUVENTUS náði þriggja stiga
forystu í ítölsku knattspyrn-
unni á sunnudaginn með því að
sigra Reggina á útivelli, 2:0.
Þetta var fjórtándi leikur Juv-
entus í röð án taps en liðið hef-
ur aðeins beðið einu sinni
lægri hlut á tímabilinu til
þessa.
Darko Kovacevic skoraði fyrra
markið og Zinedine Zidane
innsiglaði sigurinn með glæsilegu
marki þar sem hann lék á þrjá
vamarmenn og þramaði boltanum í
netið. Kovacevic fékk loks tækifæri
í byrjunarliðinu eftir að hafa skorað
15 sinnum í deild og bikar sem
varamaður.
„Það er mikið eftir af baráttunni
um meistaratitilinn en ég er
ánægður með frammistöðu okkar
til þessa,“ sagði Carlo Ancelotti,
þjálfari Juventus.
Lazio sótti Cagliari heim til
Sardiníu og mátti sætta sig við 0:0-
jafntefli. Alessio Scarpi, markvörð-
ur Cagliari, var í aðalhlutverki og
tryggði liði sínu stig sem kom því úr
botnsætinu.
Roma er í þriðja sætinu en mátti
taka á öllu sínu til að sigra neðsta
liðið, Piacenza, 2:1. Francesco Totti
skoraði sigurmark Roma korteri
fyrir leikslok en tveimur mínútum
áður var félagi hans, Vincent Cand-
ela, rekinn af velli.
AC Milan lenti óvænt 0:2 undir
gegn Lecce á heimavelli en bjarg-
aði andlitinu og stigi með mörkum
frá Paolo Maldini og Oliver Bier-
hoff.
Inter Milano vann sinn fyrsta
útisigur síðan í nóvember, 2:1, í
Verona. Það var sjálfur Roberto
Baggio sem kom inn á sem vara-
maður og skoraði sigurmarkið.
Parma tapaði óvænt á heimavelli
fyiir Perugia, 1:2, og hrapaði niður
í sjötta sætið.