Morgunblaðið - 25.01.2000, Page 11

Morgunblaðið - 25.01.2000, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐ JUDAGUR 25. JANÚAR 2000 B 11 Heiðar fylgdi eft ir góðri byrjun Heiðar Helguson er þegar orðinn hetja í augum stuðningsmanna Watford. Dalvíkingurinn ungi skoraði sitt annað mark í jafnmörg- um leikjum þegar Watford mætti Bradford í fallslag á laugardag- inn, og lagði auk þess upp hitt markið í 3:2-ósigri með glæsilegri sendingu. En þrátt fyrir þetta f ramlag Heiðars er Watford komið í botnsæti úrvalsdeildarinnar og útlitið er ekki bjart. Heiðar fékk lítið að gera framan af fyrri hálfleiknum. En eftir að Bradford náði forystunni úr um- deildri vítaspyrnu tók Watford við sér og eftir glæsilega sókn sem Heiðar átti drjúgan þátt í fékk hann sendingu inn í vítateiginn vinstra megin og lagði boltann lag- lega inn á markteig þar sem Micah Hyde var mættur og jafnaði, 1:1. Bradford komst í 3:1 með mörk- um rétt fyrir og eftir hlé. Watford barðist þó af krafti út leikinn og það var Heiðar sem minnkaði mun- inn rétt fyrir leikslok með við- stöðulausu skoti rétt utan mark- teigs eftir fyrirgjöf frá vinstri. Tvö mörk í tveimur fyrstu leikjunum - byrjunin lofar svo sanriarlega góðu fyrir feril Heiðars Helgusonar í ensku knattspyrnunni. Leeds áfram í efsta sætinu Leeds er áfram í efsta sætinu eftir mikilvægan útisigur á Sund- erland, 1:2, á sunnudaginn. Jason Wilcox var í aðalhlutverki hjá Leeds, skoraði fyrra markið og lagði það síðara upp fyrir Michael Bridges, fyrrverandi leikmann Sunderland. Kevin Phillips svaraði strax fyrir Sunderland sem sótti stíft mestallan seinni hálfleikinn en náði ekki að jafna. Wanchope þakkaði traustið Paolo Wanchope þakkaði Harry Redknapp, stjóra West Ham, traustið og skoraði tvívegis í 3:1- útisigri á Leicester. Wanchope hafði ekki skorað síðan í nóvember og stuðningsmenn West Ham létu hann heyra það óþvegið eftir síð- asta leik, gegn Aston Villa, þar sem hann fór illa með dauðafæri. Red- knapp tók Wanchope á aukaæfing- ar í vikunni og þær skiluðu sér því Kosta Ríkabúinn skreflangi tryggði West Ham sinn fyrsta sig- ur í tíu leikjum. Hjá Leicester vantaði átta fastamenn og liðið síg- ur áfram niður töfluna. Gregory í stúkunni að beiðni leikmanna Aston Villa var nær sigri í markalausum leik gegn Chelsea og hefur ekki tapað í síðustu níu leikj- um sínum. Markvörðurinn David James bjargaði þó Villa þegar hann varði í tvígang glæsilega frá George Weah. John Gregory, stjóri Villa, sat uppi í stúku, samkvæmt áskorun leikmanna, þótt hann sé laus úr mánaðarbanni. Leikmenn Villa óskuðu eftir því að hann væri áfram í stúkunni vegna þess hve góðum árangri það hefur skilað. Owen út af og Liverpool bitlaust Liverpool missti af tækifæri til að draga á efstu liðin með 0:0-jafn- tefli gegn Middlesbrough á An- field. Bryan Robson, stjóri Middl- esborough, var ánægður með þau úrslit eftir skellinn heima gegn Derby í síðasta leik. „Þetta var það sem við þurftum á að halda. Við héldum Liverpool fullkomlega í skefjum og vorum hættulegir í skyndisóknum,“ sagði Robson. Liverpool missti Michael Owen meiddan af velli eftir hálftíma og sókn liðsins var bitlaus eftir það. Jones heldur starfinu David Jones heldur velli sem stjóri Southampton eftir 2:0-sigur á Everton en miklar vangaveltur voru í gangi um að hann yrði látinn fara ef leikurinn tapaðist. Norð- maðurinn Jo Tessem skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið og Matth- ew Oakley innsiglaði sigurinn í sín- um fyrsta leik í langan tíma. „Stuðningsmenn okkar áttu stóran þátt í sigrinum, þeir studdu vel við bakið á okkur þrátt fyrir skell í síð- asta leik. Liðið sýnti þann baráttu- viija sem þurfti til að sigra,“ sagði Jones. Wednesday loks af botninum Sheffield Wednesday komst af botninum í fyrsta skipti í vetur með óvæntum 0:l-sigri á Totten- ham í London. Heimaliðið nýtti ekki fjölda færa en Niclas Alexan- derson skoraði markið dýrmæta fyrir Wednesday. „Ég er ánægður með strákana en alls ekki hissa á úrslitunum. Þeir voru staðráðnir í að standa sig og hafa stöðugt verið að bæta sig undanfama tvo mánuði,“ sagði Danny Wilson, stjóri Wednesday. Sá gamli spáði rétt og Her- mann afgreiddi Ferguson Charies Reep, 95 ára knatt- spymutölfræðingur, skrifaði Egil Olsen, stjóra Wimbledon, bréf fyr- ir leik liðsins gegn Newcastle og benti á að lið sem ynnu 5:0, eins og Newcastle gegn Southampton á dögunum, skoruðu aldrei meira en eitt mark í næsta leik á eftir. Það gekk eftir, og vel það, því Her- mann Hreiðarsson og félagar í Wimbledon stöðvuðu sigurgöngu Newcastle með 2:0-sigri. Þrátt fyr- ir nær stöðuga sókn Newcastle lengst af voru það Robbie Earie og Marcus Gayle sem skoruðu mörkin í leiknum „Leikmenn Wimbledon fóru eins að og svo oft áður. Þeir stálu sigrinum, og gerðu það vel,“ sagði Bobby Robson, stjóri Newcastle. Hermann átti góðan leik í vöm Wimbledon og hélt hinum hávaxna og hættulega Duncan Ferguson vel niðri en Ferguson hefur verið mjög heitur í sókn Newcastle að undan- fömu. Fyrirsjáanleg úrslit Markalaust jafntefli Derby og Coventry voru fyrirsjáanleg úrslit. Derby er með lakasta árangur all- ra liða á heimavelli og Coventry á útivelli. Enda kom á daginn að stjórar beggja liða vom sáttir við niðurstöðuna. Derby var þó nær sigri, Georgi Kinkladze kom inn á sem varamaður og var nálægt því að brjóta ísinn. Rival- do hélt uppá daginn Brasilíumaðurinn Rivaldo fékk afhenta styttuna sem fylgir kjöri knattspyrnumanns ársins í Evrópu áður en flautað var til leiks Barcelona og Racing Santander að viðstöddum 63.000 áhorfendum á Nou Camp á sunnudag. Og hann hélt svo sannarlega upp á daginn og und- irstrikaði snilld sína með því að skora eina mark leiksins á 18. mín- útu. Auk þess lék piltur vel, átti snilldarsendingar á félaga sína og skapaði að vanda usla í vörn and- stæðinga sinna. Markið skoraði Rivaldo með skalla úr miðjum vítateig Santander eftir sendingu Boudewijn Zenden frá vinstri kanti nærri endalínu. Skömmu áður en Rivaldo kom Barcelona yfir höfðu gestirnir skor- að mark sem hárfínt var dæmt ógilt. í heildina voru leikmenn Santander ekki síðri í leik sínum en heimamenn, þeir sköpuðu fjölmörg færi en voru afar mislagðir fætur upp við markið. „Okkur tókst að halda velli, öðru fremur vegna þess hve vörn okkar var traust," sagði Louis van Gaal í Reuters Brasilíumaðurinn Rivaldo er hér búinn að leika á Espina, varnarleikmann Racing Santander. leikslok. „Burt séð frá okkar leik þá er ég einna ánægðastur með úrslit annarra leikja, þau voru okkur hag- stæð, einkum þá að Zaragoza skuli hafa tapað og að Real Madrid tap- aði.“ Sigurinn tryggði Katalóníumönn- um annað sætið í spænsku deildinni, liðið hefur 37, fjórum stigum færra en Deportivo Coruna sem lagði Real Betis 2:0 á heimavelli. Real Zara- goza féll niður í þriðja sæti eftir tap fyrir Real Oviedo. Hvorki gengur né rekur hjá Real Madrid að rétta úr kútnum og aðeins 9.000 áhorfendur sáu liðið gera markalaust jafntefli við Numancia á heimavelli hins síð- arnefnda. Við jafnteflið er Real í 12. sæti, 13 stigum á eftir Deportivo. Celta Vigo heldur fjórða sætinu, hefur 35 stig eins og Zaragoza eftir að hafa unnið verðskuldaðan 1:0 sig- ur á Sevilla á heimavelli Andalúsíu- manna. Frode Olsen, nýkominn í mark Sevilla-liðsins, bjargaði því frá háðulegri útreið með góðri frammi- stöðu. ■ ARNAR Gunnlaugsson var í byrjunarliði Leicester gegn West Ham. Hann sýndi ágæta takta í sókn liðsins framan af leiknum en fór af velli á 56. mínútu. ■ JÓHANN B. Guðmundsson sat á bekknum hjá Watford allan tímann gegn Bradford. ■ EIÐUR Smári Guðjohnsen og Guðni Bergsson léku báðir allan leikinn með Bolton sem gerði 1:1- jafntefli við Ipswich í 1. deild. ■ EIÐUR átti hættulegustu færi Bolton í leiknum og skallaði meðal annars yfir úr dauðafæri meðan staðan var 0:0. Guðni stóðst meiðslapróf rétt fyrir leikinn. ■ SAM Allardyce, stjóri Bolton, sagðist ánægður með frammistöðu liðsins en sagði að framherjamir virtust aðeins geta skorað glæsi- mörk, ekki mörk úr dauðafærum. ■ BJARNÓLFUR Lárusson var ekki í leikmannahópi Walsall sem vann sinn þriðja leik í röð, 3:2, úti gegn Crewe. ■ LÁRUS Orri Sigurðsson var í leikbanni hjá WBA sem gerði 0:0- jafntefli úti gegn Nottingham For- est. ■ I VAR Ingimarsson lék allan leik- inn með Brentford og Gunnar Ein- arsson síðasta korterið þegar lið þeirra vann Bury, 2:1, í 2. deild. Litlu munaði að Ivar skoraði þriðja mark Brentford en hann lék sem framherji í leiknum og þótti hættu- legur upp við markið. ■ BJARKI Gunnlaugsson lék allan leikinn með Preston sem vann Wycombe, 3:2, í 2. deild og er í 3. sæti með 55 stig. ■ BRYNJAR Gunnarsson lék allan leikinn með Stoke og Sigursteinn Gíslason síðustu 10 mínútumar þegar liðið tapaði, 1:0, fyrir Millwall í London. Einar Þór Dam'elsson var ekki í leikmannahópi Stoke. ■ STOKE tapaði þar með í fyrsta skipti í 10 leikjum og fyrsta úti- leiknum undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Stoke er í 5. sæti með 47 stig, níu stigum á eftir toppliðun- um, Wigan og Bristol Rovers. MSIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson lék í 67 mínútur með Chester sem tapaði, 3:1, fyrir Northampton í 3. deild. ■ BRADFORD freistar þess nú að fá Stan Collymore lánaðan frá Ast- on Villa út tímabilið. Collymore hefur verið í tómum vandræðum hjá Villa og fær engin tækifæri. ■ GERARD HouIIier, stjóri Liver- pool, hefur áhyggjur af meiðslun- um hjá Michael Owen, sem tognaði á laugardag í fjórða skiptið á 9 mán- uðum. Houllier íhugar að senda Owen öðm sinni í meðferð hjá um- deildum lækni í Miinchen en sá hef- ur læknað marga knattspyrnumenn með óhefðbundnum aðferðum. ■ NIGEL Winterburn vill yfirgefa Arsenal þar sem hann hefur þurft að sitja á varamannabekknum í fjórar vikur. Silvinho hefur hirt vinstri bakvarðarstöðuna af hinum 36 ára Winterbum, sem hefur verið hjá Arsenal um langt árabil. ■ PAOLO Maldini, fyrirliði ítalska landsliðsins, sagðist um helgina hafa áhuga á að ljúka ferli sinum í Englandi og fara þangað eftir þetta tímabil. Hann fær þá að fara frá AC Milan án greiðslu, þrátt fyrir að eiga tvö ár eftir af samningi sínum við félagið, vegna dyggrar þjónustu í 17 ár. ■ CHELSEA er talið líklegast til að hreppa þennan snjalla bakvörð en hann og Gianluca Vialli, stjóri . Chelsea, em miklir vinir. Maldini segist hafa unnið allt á Italíu sem hægt séaðvinna. ■ LEE Bowyer og Jonathan Woodgate léku með Leeds gegn Sunderland en báðir gætu þeir átt þunga dóma yfir höfði sér vegna meintrar líkamsárásar á náms- mann frá Asíu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.