Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 B 13 ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Golli Keflavíkurstúlkur fagna sigri á bikarmeisturum KR. Keflavík mætir ÍS í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ. Keflavik reytir fiaðriraf KR KEFLAVÍKURSTÚLKUR halda áfram að reita fjaðrirnar af meist- urum KR - hafa tekið af þeim efsta sæti deildarinnar og á sunnu- daginn slógu þær Vesturbæjarliðið út úr bikarkeppninni með 44:43 sigri í Vesturbænum í spennuþrungnum leik. í hinum und- anúrslitaleiknum áttust við ÍS og KFI og sigruðu stúdínur, 60:43, og leika því til úrslita við Keflavík. Þau lið hafa tvívegis keppt í vetur og sigraði Suðurnesjaliðið báða leikina. Talsverðrar taugaspennu gætti á upphafsmínútum leiksins í Vesturbænum á sunnudaginn og eftir 8 mínútur var Stefán St8ðan 4:3 Sestun' Stefánsson um 1 Vl1 enda 011 skrifar áhersla lögð á vam- arleikinn. En það bráði af stúlkunum og liðin skiptust á um að hafa forystuna. Þegar rúmar sex mínútur voru til leiks- loka náðu KR-stúlkur þriggja stiga forystu, 41:38, en þá náðu gestimir frábæmm tökum á vamarleik sín- um, skoruðu næstu sex stig, sem skilaði 44:41 forystu. Þá hófst mik- ill darraðardans og að duga eða drepast fyrir KR-stúlkumar. Þær minnkuðu muninn í 44:43 þegar 50 sekúndur vom eftir og dæmdur var ruðningur á Keflvíkinga þegar 37 sekúndur vora eftir. KR fékk því boltann en tókst ekki að skjóta og missti boltann þegar 7 sekúndur lifðu leiks og Keflvíkingar héldu boltanum út leiktímann og fögnuðu ærlega þegar lokaflautið gall við. „Þær voru betri í þessum leik og vildu frekar vinna en við,“ sagði Guðbjörg Norðfjörð fyrirliði KR eftir leikinn en hún verður nú að sjá á eftir bikarmeistaratitlinum - enn er deildarkeppnin og deildar- bikarinn, sem hún vann einnig á síðustu leiktíð. „Nú verður allt sett í deildina og deildarbikarkeppnina og það munum við ekki gefa frá okkur baráttulaust." „Ég var búin að segja að það lið sem ynni þennan leik yrði meistari og ef við höldum áfram að leika svona er það víst,“ sagði Anna María Sveinsdóttir fyrirliði Kefl- víkinga og var öllu léttara yfir henni. „Við börðumst allar sem ein og unnum þetta á vörninni. Við gátum ekki fengið erfiðari mótherja og þetta var mjög erfiður leikur en ef við ætlum að verða bikarmeistarar þurfum við að vinna alla leiki svo það var ágætt að byrja á þessu. Svo töpuðum við líka illa fyrir þeim í síðasta deildarleik héma í Vestur- bænum enda erfitt að koma hingað og fannst við niðurlægðar þegar við spiluðum eins og vitleysingar svo að það var ekkert annað að gera en að koma hingað og vinna þær.“ SKÍÐI Hermann Maier jafnaði ekki metið Ekki tókst Austurríkismannin- um Hermann Maier að bera sigur úr býtum í bruni karla í Kitzbuehel á laugardag og jafna þar með met landa síns, Franz Klammers, þ.e. að tryggja sér 26. sigurinn í heimsbikarkeppninni á skíðum. Maier, sem kom fyrstur í mark í risasvigi á sama stað á föstudag, varð nú að gera sér fjórða sætið að góði. Landi hans, Fritz Strobl, fékk besta tímann og Jozef Strobl varð annar. Vonbrigði Meiers með fjórða sætið voru mikil og kastaði hann af sér skíðunum þegar í mark var komið og ljóst var að hann ynni ekki gullverðlaun að þessu sinni fyrir framan landa sína og stuðn- ingsmenn. Sigur Fritz Strobls var óvæntur, en þetta var í fjórða sinn á ferlinum sem hann vinnur heimsbikarmót. „Þetta var nú ekki það sem ég reiknaði með eftir að hafa gert nokkrar skyssur á leið minni nið- ur,“ sagði glaðbeittur Strobls eftir að hafa tekið við verðlaunum sín- um. „Ég var beinlínis óánægður með ferð mína, en hún dugði. Þá var skyggnið mjög slæmt og setti nokkurt strik í reikning minn og annarra." FRJALSIÞROTTIR íslands- met hjá Vilborgu VILBORG Jóhanndóttir úr Tindastóli setti nýtt Islan- dsmet kvenna í fjöiþraut inn- anhúss á innanhússmeistara- móti fslands fjölþrautum sem fram fór í Baldurshaga og Laugardalshöll um helgina. Viiborg hlaut 4.128 stig og bætti met Þuríðar Ingvars- dóttur, Selfossi, um 37 stig. Met Þuríðar var átta ára gamalt. Viiborg, sem er 25 ára, setti persónuiegt met í öllum sex greinum þrautarinnar nema langstökki. A fyrri keppnisdegi þraut- arinnar hljóp Vilborg 60 metra á 8,33 sekúndum, stökk 1,60 metra í hástökki og 5,13 metra í langstökki. Á síðari keppnisdegi hljóp Vilborg 60 metra grindahlaup á 9,40 sekúndum, varpaði kúlu 12,06 mctra og hljóp 800 metra á 2:41,6 mínútum. Ágústa Tryggvadóttir, HSK, varð í öðru sæti með 3.795 stig og í þriðja sæti Gunnhild- ur Hinriksdóttir HSK með 3.644 stig. Þess má geta að Vilborg æfir undir stjórn Gisla Sigurðssonar, sem m.a. hefur þjálfað Jón Arnar Magnússon síðustu ár og ger- ir enn. Jón Arnar lauk 5 greinum Ólafur Guðmundsson, HSK, varð íslandsmeistari í sjöþraut karia, fékk 5.382 stig og hafði nokkra yfirburði. Annar varð Hafnfirðingurinn Jónas Hlynur Hallgrímsson með 4.551 stig og setti um leið drengjamet. Sverrir Guð- mundsson, IR, hlaut brons- verðlaun, önglaði saman 4.162 stigum. Arangur Ólafs í einstökum greinum þrautarinnar var sá að hann hljóp 60 metrana á 7,13 sekúndum, stökk 7,19 metra í iangstökki, varpaði kúlu 14,74 metra, stökk yfir 1,89 metra í hástökki, hljóp 60 metra grindahiaup á 8,39 sekúndum, stökk 4,40 metra í stangarstökki og hljóp loks 1.000 metra á 3.07,8 mínútum. Isiands- og Norðurlanda- methafinn í sjöþraut, Jón Arnar Magnússon, Tindastóli, notaði mótið sem æfingu og tók aðeins þátt í fimm grein- um að sjö. Fyrir liggur hjá honum að keppa í sterku sjöþrautarmóti um næstu helgi í Tallinn í Eistlandi, ár- legu móti sem tugþrautar- kappninn Erki Nool stendur fyrir. Þar mun Jón Arnar ætla að leggja meiri alvöru í keppnina en að þessu sinni. Sem fyrr segir lauk Jón keppni í fimm greinum, hann hljóp 60 metrana á 7,04 sek- úndum, stökk 7,36 metra í langstökki, varpaði kúlu 15,82 metra, stökk 1,95 metra í há- stökki og hljóp 60 metra grindahlaup á 8,37 sekúndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.