Morgunblaðið - 25.01.2000, Page 16
V.
KNATTSPYRNA
„Hermann
hræðilegi"
hrelldi
Newcastle
Fékk 9 í einkunn hjá The Mirror
ENSKA dagblaðið The Mirror fór heldur betur lofsamlegum orðum
um Hermann Hreiðarsson, íslenska knattspyrnumanninn hjá
Wimbledon, í umsögn sinni um leik liðsins við Newcastle í ensku
úrvalsdeildinni síðasta laugardag. Wimbledon sigraði, 2:0, og
stöðvaði með því sigurgöngu Newcastle sem ekki hafði tapað í
sex leikjum í röð.
Hermann fær hæstu einkunn
allra leikmanna beggja liða, 9
af 10 mögulegum, en hann hélt hin-
um hættulegu framherjum
Newcastle, Alan Shearer og Duncan
Ferguson, í skefjum. Sérstaklega
þeim síðarnefnda.
Þessi númer 30
Bobby Robson, knattspyrnustjóri
Newcastle, hældi Hermanni sér-
staklega. Hann var þó greinilega
ekki viss á nafni Islendingsins því
hann nefndi hann alltaf: „Númer
30.“
„Þessi númer 30 hjá Wimbledon
var frábær. Hann skallaði frá,
hreinsaði frá, og las leikinn á stór-
kostlegan hátt,“ sagði Robson.
„Hinn 25 ára gamli Hreiðarsson
stal senunni því hann vann Fergu-
son í skallaeinvígjunum, hafði
Shearer í vasanum og átti meira að
segja nokkra langa einleiksspretti
upp völlinn," sagði blaðamaður The
Mirror.
Rætt var við Hermann sem sagði
að það væri gaman að fá slík ummæli
frá toppmanni á borð við Robson.
„Eg var óstyrkur fyrir leikinn vegna
Shearers og Fergusons, en við lögð-
um okkur alla fram við að halda
þeim niðri og ég held að Ferguson
hafí aðeins unnið mig í einu skalla-
einvígi," sagði Hermann við blaðið.
Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson
Hermann Hreiðarsson í barátfu við Harry Kewell,
miðherja Leeds.
Romario
með 700.
markið
ROMARIO, sá góðkunni
brasilíski knattspyrnumað-
ur, náði um helgina því tak-
marki sínu að skora 700
mörk á ferlinum. Það tókst
honum, og einu betur, með
því að skora tvö mörk þegar
lið hans, Vasco da Gama,
gerði jafntefli, 3:3, við Pal-
meiras í brasilísku deilda-
keppninni. Romario lýsti því
yfir fyrr í vetur að hann ætl-
aði að ná þessu marki á
tímabilinu, og stóð við það.
■ HERBERT Amarson skoraði 13
stig íyrir Donar Groningen sem
tapaði, 52:60, á heimavelli fyrir
Gunco Rotterdam í hollensku úr-
valsdeildinni í körfuknattleik á
sunnudag. Þrátt fyrir tapið er
Donar komið í úrslitakeppni sex
liða um hollenska meistaratitilinn.
■ HELGI Jónas Guðfinnsson spil-
aði í 18 mínútur og skoraði 3 stig
fyrir RB Antwerpen sem tapaði,
97:81, fyrir Aalst í belgísku úrvals-
deildinni. Antwerpen er áfram í
öðru sæti með 11 sigra í 15 leikjum
í vetur.
■ PENNY Hardaway er kominn í
leikmannahóp Phoenix Suns á ný
eftir að hafa misst af 21 leik liðsins
í NBA-deildinni í körfuknattleik
vegna meiðsla.
■ KEFLVÍKINGAR hafa gert
samkomulag við enska 1. deildar-
liðið Stockport um samvinnu á
næstu árum og verður skrifað
undir samstarfssamning milli fé-
laganna innan skamms.
■ RÚNAR Amarson, formaður
knattspyrnudeildar Keflavíkur, og
Birgir Runólfsson, stjórnarmaður,
komu frá Englandi á sunnudag
eftir þriggja daga dvöl hjá félag-
inu og viðræður við forráðamenn
þess. Stefnt er að leikmannaskipt-
um milli félaganna í framtíðinni og
samvinnu á ýmsum sviðum.
Hermann er fyrimnynd
FOLK
■ HARALDUR Hinriksson er
genginn til liðs við úrvalsdeildarlið
IA í knattspymu eftir að hafa leikið
undanfarin ár með Skallagrími.
Haraldur er Skagamaður og hefur
leikið með þeim 57 leiki í efstu
deild.
■ STEINAR Ingimundarson, íyrr-
verandi KR-ingur og Leiftursmað-
ur með meiru, er kominn í 3. deild-
arlið Fjölnis, sem hefur sankað að
sér mörgum reyndum knatt-
spyrnumönnum fyrir næsta tíma-
bil. Steinar lék með Þrótti R. í 1.
deildinni í fyrra.
■ ÞÓRSARAR á Akureyri hafa á
síðustu dögum fengið talsverðan
liðsauka fyrir 2. deildarkeppnina í
knattspymu í sumar. Gamalkunnur
Þórsari, Siguróli Krisljánsson, er
kominn „heim“ en hann hefur þjálf-
að í neðri deildum undanfarin ár,
síðastlið Magna.
■ ÁSMUNDUR Gíslason, íyrrver-
andi drengjalandsliðsmarkvörður
úr Völsungi, er einnig kominn til
Þórs, sem og Bjarki Már Hafþórs-
son, sóknarmaður úr ÍR, og Hlynur
Eiríksson, fyrrverandi FH-ingur,
sem hefur þjálfað Þrótt í Neskaup-
stað síðustu árin.
RON Noades, knattspymustjóri og
eigandi enska 2. deildar liðsins
Brentford, sem Ivar Ingimarsson
og Gunnar Einarsson leika með,
bendir Tommy Black, tvítugum út-
heija Arsenal, á að fylgja fordæmi
Hermanns Hreiðarssonar ef hon-
LOTHAR Mattháus kom skemmti-
lega á óvart þegar hann tilkynnti um
helgina að hann hafi boðið erkióvini
sínum hjá Bayern og þýska landslið-
inu Jurgen Klinsmann að spila með
sér kveðjuleikinn sem verður 29. maí
nk.
Klinsmann og Mattháus áttu í ei-
lífu stríði og hreinlega hötuðust þeg-
ar þeir léku saman hjá Bayem
Munchen. Þá héldu þeir þýsku fjöl
miðlum uppi á skemmtiefni dag eftir
dag með óhróðri hvor um annan.
„Við höfum sett allar okkar deilur
niður,“ segir Mattháus nú.
Lothar Mattháus sem á að baki 20
ára atvinnuferil segist vilja ljúka
um sé annt um framtíð sína sem
knattspymumanns. Brentford hef-
ur gert úrvalsdeildarliðinu tilboð í
Black, sem leikið hefur með vara-
liði Arsenal. Hefur Brentford boðið
Arsenal hálfa miHjón sterlings-
punda fyrir leikmanninn, sem er á
ferlinum í sátt og samlyndi við alla.
Hann segir að verst hafi sér þótt
deilur sínar við Berti Vogts á sínum
tíma sem leiddu til þess að Mattháus
var settur út úr landsliðinu en hann
hefur leikið ílesta landsleiki allra
leikmanna í heiminum. Því meti náði
hann í haust eftir að Erich Ribbeck
kallaði í þennan 38 ára leikmann á
nýjan leik í landsliðshópinn. Kveðju-
leikur Mattháus í vor verður upphaf
á undirbúningi landsliðsins fyrir
Evrópumótið. Hann segist alveg
geta tekið við landsliðinu þegar
Ribbeck hættir og mótmælir heldur
ekki að hann muni í einni eða annarri
mynd starfa hjá Bayern Múnchen.
báðum áttum um hvort hann eigi
að hætta á að skipta yfir í félag sem
leikur í næstneðstu deild Englands.
„Ég vona bara að drengurinn hugsi
um framtíð sína sem knattspymu-
manns, en ekki aðeins um peninga.
Þetta er tímamótaákvörðun fyrir
mann á þessum aldri, en hann þarf
aðeins að íhuga sögu Hermanns
Hreiðarssonar ef hann er í vafa,“
segir Noades, en hann keypti Her-
mann til Brentford frá Crystal
Palace og seldi hann síðan upp í úr-
valsdeildina til Wimbledon í haust.
Þórður lagði upp
sigurmarkið
ÞÓRÐUR Guðjónsson lagði upp sigurmark Genk gegn Geel,
1:0, í efstu deild belgísku knattspyrnunnar á laugardags-
kvöldið. Finninn Juha Reini skoraði markið. Þórður lék allan
leikinn með Genk en Bjarni bróðir hans var ekki með. Guð-
mundur Benediktsson lék ekki með Geel en hann er nýkominn
í gang eftir veikindi.
Genk sýndi engan glansleik gegn botnliðinu en komst í ann-
að sætið með sigrinum. Anderlecht er með örugga forystu í
deildinni. Arnar Viðarsson lék allan leikinn með Lokeren sem
vann St. Truiden, 3:0, og er komið upp í miðja deild. Arnar
lagði upp þriðja mark liðsins fyrir Stefaan Staelens.
Matthaus kom á óvart