Morgunblaðið - 24.02.2000, Síða 2
2 B FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
(ÞRÓTTIR
Eiríkur með
30stig
EIRÍKUR Önundarson skor-
aði 30 stig- fyrir Holbæk í
lokaleik liðsins í dönsku úr-
valsdeildinni f körfuknatt-
leik um sfðustu helgi en Hol-
bæk vann þá góðan útisigur
á Horsens BC, 76:88.
Holbæk tryggði sér með
sigrinum áframhaldandi
sæti í deildinni. Félagið hef-
ur gert Eiríki tilboð um að
leika þar áfram næsta vet-
ur.
■ ÁRNI Gautur Arason lék síðari
hálfleikinn í markinu hjá Rosen-
borg þegar liðið tapaði, 2:0, fyrir
belgíska liðinu Gent í fyrrakvöld.
Þetta var lokaleikur Rosenborg
fyrir viðureignina gegn Dynamo
Kiev í meistaradeild Evrópu næsta
þriðjudag.
■ JÓRN Jamtfall, keppinautur
Árna um markvarðarstöðuna, lék í
markinu í fyrri hálfleik og fékk
bæði mörkin á sig.
■ DYNAMO Kiev stóð sig öllu bet-
ur á sama tíma og skellti Italíu-
meisturum AC Milan á útivelli, 2:1,
í æfmgaleik.
■ STEPHANE Porato, markvörð-
ur franska knattspyrnuliðsins
Marseille, féll úr stiga á heimili
sínu í vikunni, tognaði á hné og
verður frá keppni í þrjár vikur.
Hann missir þar með af báðum
leikjum liðsins við Chelsea í meist-
aradeild Evrópu.
■ EIÐUR Smári Guðjohnsen leik-
ur ekki þrjá næstu leiki Bolton í
ensku knattspymunni. Hann þarf
að taka út þriggja leikja bann
vegna brottrekstursins í leiknum
við Birmingham á dögunum.
■ MIKAEL Forssell, knattspyrnu-
maðurinn efnilegi frá Finnlandi,
hefur verið lánaður frá Chelsea til
Crystal Palace í tvo mánuði.
■ KRISTINN Magnússon, skíða-
maður frá Akureyri, keppti í risa-
svigi á heimsmeistaramóti unglinga
í Quebec í Kanada í gær. Hann
hafnaði í 50. sæti af 72 keppendum
og var 5,11 sekúndum á eftir heims-
meistaranum, Klaus Kröll frá
Austurrfki.
■ BJÖRGVIN Björgvinsson frá
Dalvík keppti ekki í risasviginu á
HM í gær, en hann verður með í
sviginu á morgun og stórsviginu á
laugardag.
■ SHAQUILLE O’Neal skoraði 35
stig fyrir Los Angeles Lakers þeg-
ar liðið vann öruggan útisigur á
New Jersey, 89:97, í NBA-deildinni
í körfuknattleik í fyrrinótt. Þetta
var fimmti sigur Lakers í röð. Shaq
var fyrir leikinn útnefndur leik-
maður vikunnar í NBA.
■ KAREEM Abdul-Jabbar, einn
frægasti körfuknattleiksmaður
allra tíma, hefur verið ráðinn að-
stoðarþjálfari Los Angeles Clipp-
ers. Jabbar hefur verið í fríi frá
körfuboltanum síðan hann hætti
með LA Lakers, 42 ára gamall, fyr-
ir ellefu árum.
■ CELESTINE Babayaro mætti á
æfíngu hjá Chelsea í gær, sloppinn
úr prísundinni í heimalandi sínu,
Nígeríu. Hann sat þar fastur í 10
daga eftir að Afríkukeppni lands-
liða í knattspyrnu lauk vegna þess
að óeirðir brutust út í heimabyggð
hans.
■ TÆPUM þremur árum eftir að
Lou Macari var sagt upp sem
knattspymustjóra hjá Stoke City
hefur hann hafíð málshöfðun gegn
félaginu og telur að um ólöglega
uppsögn hafi verið að ræða á sínum
tíma.
FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Reynir Logi hundr-
aðshluta frá meti
Reynir Logi Ólafsson, Ármanni,
sigraði í 200 m hlaupi á Skoga-
holmsspelen í Svíþjóð um síðustu
helgi á 22,39 sekúndum og var að-
eins 1/100 úr sekúndu frá íslan-
dsmeti Gunnars Guðmundssonar,
FH. Reynir bætti fyrri árangur um
hálfa sek. og sigraði í hlaupinu.
Reynir náði sínum besta tíma í 60
m hlaupi, 6,93 sek., er hann sigraði í
greininni. Um leið var Reynir að-
eins 3/100 úr sekúndu frá lágmarki
fyrir EM innanhúss. Reynir náði
þessum tíma í undanúrslitum, en í
úrslitahlaupinu hljóp hann á 6,95 og
kom fyrstur í mark, en annað sætið
vannst á 7,04.
Silja Ulfarsdóttir, FH, keppti
einnig á mótinu og vann í 200 m
hlaupi á 25,04 sekúndum. Sigur
Silju var mjög öruggur. Þá hafnaði
hún í þriðja sæti í 60 m hlaupi á 7,85.
Ólafur Traustason, FH, varð í 5.
sæti 60 m hlaupi á 7,19, en hann náði
2/100 betri tíma í undanúrslitum. Þá
hljóp bróðir Ólafs, Bjöm Þór, einnig
úr FH, á 22,86 sekúndum í 200 m
hlaupi og Geir Sverrisson, Breiða-
bliki, á 23,85. Bjami Þór hreppti
þriðja sætið en Geir varð áttundi.
Burkni Helgason kom annar í
mark í 800 m hlaupi á mótinu, hljóp
á 2.01,27.
Keppa í
Danmörku
ogá
Gíbraltar
SEX snókerspilarar frá Islandi
taka þátt í Norðurlandamótinu í
snóker, sem hefst í Árósum í
Danmörku í dag - keppt verður
bæði í liðakeppni, Brynjar Valdi-
marsson, Jóhannes B. Jóhannes-
son og Gunnar Hreiðarsson, og í
einstaklingskeppni - Ásgeir As-
geirsson, Ingvi Halldórsson og
Sumarliði Gústafsson. Landsliðið
tekur einnig þátt í Evrópu-
keppni landsliða, sem verður á
Gíbraltar í byrjun mars.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Landsliðið í snóker - Brynjar Valdimarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Ingvi Halldórsson, Gunnar Hreiðarsson, Jóhannes B. Jóhannesson
og Sumarliði Gústafsson.
Sagane
urtekur
ÞEGAR Antolí Fedjúkin, þjálfari
bikarmeistara Fram, lék hér á landi
með landsliði Rússa fyrir 18 ámm - í
febrúar 1982 - sat Jóhann Ingi
Gunnarsson, fyrrverandi landsliðs-
þjálfari í handknattleik (1978-1980),
við skriftir og skrifaði greinar um ís-
lenskan handknattleik og landslið ís-
lands í Morgunblaðið þar sem Jó-
hann Ingi sagði í fyrirsögn í þriðju
grein sinni; að mikil breyting þurfi
að verða á undirbúningi landsliðsins
ef ekki eigi illa að fara.
Jóhann Ingi byrjar grein sína
þannig: „Allir, sem bera hag íslensks
handknattleiks fyrir brjósti em ugg-
andi þessa dagana vegna ófara
karlalandsliðsins í handknattleik í
þeim fjómm heimsleikjum, sem er
lokið, þegar þessi grein er rituð.“ Jó-
hann Ingi ritaði greinina eftir að ís-
land hafði tapað fjómm leikjum stórt
á fímm tögum - þremur leikjum fyrir
Rússum; 17:25,19:31,16:27 ogeinum
fyrir Svíum, 17:25. Greinar Jóhanns
Inga vöktu athygli og þær eiga vel
við nú 18 áram síðar, þar sem lítið
virðist hafa breyst og íslenskur
handknattleikur er að eiga við sama
vandamálið - sagan endurtekur sig,
gengur í hringi.
Jóhann Ingi skrifar: „Þegar svo
langt er gengið, að menn úti í bæ
sparka í sjónvarpstæki sitt vegna
vonbrigða með leik íslenska lands-
liðsins, þá er kominn tími til að reyna
að varpa Ijósi á hvað sé að gerast og
skoða málin frá sem flestum hliðum.
I síðustu grein fjallaði ég nokkuð
um markaðssetningu, þ.e.a.s. við
hverju megi búast af okkar landsliði.
Það kom í Ijós að markið er sett
hátt,“ skrifaði Jóhann Ingi, en mikl-
ar væntingar vom gerðar fyrir leik-
ina gegn Rússum og Svíum, sem töp-
uðust stórt.
„Það er því ofur eðlilegt að allir
handboltaaðdáendur séu í sámm
þessa dagana. Há markmiðssetning
krefst þess einnig, ef illa fer, að fund-
inn sé einhver syndaselur. Við hvern
er að sakast? Var það undirbúning-
urinn fyrir landsleikina sem brást?
Eiga leikmenn alla sök á því hvemig
fór? Eða er það þjálfaranum að
kenna? Eða stöndum við ekki undir
þessum markmiðssetningum? Eða
er það eitthvað allt annað sem fór úr-
skeiðis?" spyr Jóhann Ingi, sem ræð-
ir síðan um undirbúning og segir að
það sé mikilvægt að íslendingar
undirbúi sig eins og andstæðingarn-
ir, sem við er keppt hverju sinni - að
spara ekkert við undirbúning.
„Sennilega svara forystumenn
handknattleiksins þessari athuga-
semd á þá lund, að þetta yrði of dýrt,
en þá afsökun er ekki hægt að taka
gilda á meðan við krefjumst þess
sig
(réttilega) að landsliðið standi sig
sem best gegn sterkustu handknatt-
leiksþjóðum heims,“ sagði Jóhann
Ingi sem veltir upp síðar í grein sinni
glæsilegum árangri meistaraliðs
Víkings og ber leik liðsins saman við
leik landsliðsins.
„Leikmenn Víkings leika kerfís-
bundinn handknattleik og þeir vita
nákvæmlega hvað þeir eiga að gera í
hverri sókn. Með kerfísbundnum
handknattleik hefur lið Víkings, und-
ir stjórn Bogdans Kowalzcyks, náð
frábæmm árangri gegn innlendum
og erlendum félagsliðum. Leikur
landsliðið í dag þá of frjálst?
Myndi ekki kerfisbundnari og um
leið agaðri sóknarleikur henta okkar
liði betur?“ spyr Jóhann Ingi og seg-
ir síðan að málið myndi horfa öðm
vísi við - eðlilegt væri að leika frjáls-
an handknattleik eins og Júgóslavar,
að Islendingar ættu fjóra til fimm
Geira Hallsteinssyni í landsliðshópn-
um.
„Leikmenn íslenska liðsins hafa
sagt í viðtölum að góður andi ríki í
hópnum. Að sjálfsögðu er það mikil-
vægt en það þýðir ekki að liðið leiki
sem ein heild inni á vellinum. Ekki er
annað að sjá en einstaklingsframtak-
ið ráði ríkjum fremur en liðsheildin.
Hér kemur auðvitað aftur til kasta
landsliðsþjálfara hverju sinni.
Landsliðsþjálfarinn
Hvert er hlutverk landsliðsþjálf-
ara? Margt mætti rita um það atriði
en hér verður aðeins drepið á örfá
þeirra. Hlutverk landsliðsþjálfara er
meðal annars að byggja upp sterka
liðsheild, sem nær saman utan vallar
sem innan. Hans er að rífa liðið upp
þegar á móti blæs. Hans er að bæta
liðið frá einum leik til annars. Hans
er að leggja upp þá taktík, sem hent-
ar liðinu, eða velja leikmenn sem
henta hans leikstíl. Landsliðsþjálfari
á að vera manna mest inni í alþjóð-
legum handbolta. Hann á, ásamt sín-
um aðstoðarmönnum, að koma sér
upp greinagóðum upplýsingum um
lið og leikmenn þeirra þjóða, sem við
keppum við.
Eitt er víst að mikil breyting þarf
að verða á undirbúningi og leik ís-
lenska landsliðsins ef ekki á illa að
fara í næstu B-keppni, þar sem
stefnan hefur verið sett á að færast á
ný upp í A-hóp. HSÍ þarf að skapa
þjálfara og leikmönnum viðunandi
aðstæður svo að þessu marki megi
ná. Enn er hægt að byrgja branninn
áður en barnið dettur ofaní,“ ritaði
Jóhann Ingi, en þess má geta að
stuttu eftir greinar hans í Morgun-
blaðinu hélt hann til Þýskalands, þar
sem hann gerðist þjálfari hjá Kiel og
Essen með mjög góðum árangri.