Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 8
Lothar Mattháus fékk blómvönd fyrir landsleik Þjóðverja gegn Hollendingum en hann iék sínn 144. landsleik, sem er heims- met. Leikmaðurinn hafði hins vegar litla ástæðu til þess að fagna í leikslok því Hollendingar unnu leikinn 2:1. Hollending- ar rákuaf sér ámælið Hollendingar ráku af sér slyðruorðið er þeir unnu Þjóð- verja 2:1 í Amsterdam í gær- kvöld. Englendingar og Arg- entínumenn gerðu markalaust jafntefli á Wembley en leikur- inn þótti fremur daufur. Hollendingar unnu loks sigur í landsleik er þeir lögðu Pjóð- verja 2:1 en þeim hefur gengið afleit- lega í undanfömum leikjum og höfðu aðeins unnið einn leik undir stjóm Frank Rijkaard þegar kom að leikn- um í gær. Byrjun leiksins lofaði góðu fyrir Hollendinga en Patrick Kluiv- ert náði forystunni á 15. mínútu leiksins. Christian Ziege náði að jafna sjö mínútum síðar en Boud- ewijn Zenden skoraði sigurmarkið á 28. mínútu fyrri hálfleiks. Edgar Davis, fyrirliði hollenska liðsins, og Clarence Seedorf vora óstöðvandi á miðjunni og höfðu oft betur gegn Jens Jeremies og Diet- mar Hamann, miðjumönnum Þjóð- verja. Hollendingar vora mun betri í fyrri hálfleik og gátu gert út um leik- inn en leikurinn var jafnari í þeim síðari, þrátt fyrir að hvorugu liði tækist að bæta við marki. Rijkaard sagðist ánægður með leik sinna manna, einkum fyrri hálfleikinn. „Það var ánægjulegt að ná að komast yflr á ný eftir að Þjóðverjar höfðu náð að jafna leikinn. Við létum bolt- ann ganga vel á milli okkar og gerð- um einfalda hluti vel,“ sagði vígreifur Rijkaard í leikslok. Erich Ribbeck, þjálfari Þjóðverja, var ekki sáttur við úrslitin og sagði að leikmenn sínir þyrftu að gera mun betur í næsta leik sem væri gegn Króötum í Zagreb. „Við áttum varla tækifæri í fyrri hálf- leik og voram yfirspilaðir. En við náðum að leika betur í síðari hálfleik og áttum nokkur góð tækifæri," sagði Ribbeck. Heskey sprækur í liði Englendinga Englendingar og Argentínumenn gerðu markalaust jafntefli í tilþrifa- litlum leik á Wembley-leikvanginum. Emelie Heskey, sem var í fyrsta skipti í byrjunarliði Englendinga, var einn besti leikmaður enska liðsins, en hann fékk tvö tækifæri til þess að skora, annað eftir sex mínútur en það síðara kom undir lok fyrri hálfleiks. Þá tókst Heskey að komst inn fyrir vamarmenn Argentínumanna. Hann hafði tækifæri til þess að skjóta að marki en ákvað að gefa boltann fyrir. Samherjar hans voru seinir til og Argentínumenn komu boltanum í burtu. Alan Shearer, fyrirliði Eng- lendinga, átti hins vegar besta tæki- færi liðsins en skallaði naumlega yfir eftir fyrirgjöf frá Heskey. Shearer Reuters Jason Wilcox, leikmaður Englendinga, reynir að halda Gabriel Batitstuta, leikmanni Argentínu, í skefjum. fékk annað tækifæri eftir hom- spymu frá David Beckham en bolt- inn fór yfir markið. Beckham, sem rekinn var af velli á HM í Frakklandi fyrir að brjóta á Diego Simeone, lenti á ný í baráttu við Argentínumanninn og fékk fyrir vikið gult spjald. Kily Gonzales átti besta færi gestanna en David Seaman varði skot hans frá marki. Argentínumenn áttu annað tækifæri er Nelson Vivas fékk bolt- ann frá Heman Crespo fyrir utan vítateig en náði ekki að nýta tækifær- ið. Bæði lið vora með sorgarbönd vegna láts Stanley Matthews. Alan Shearer, fyrirliði Englendinga, sagði að liðið hefði átt sigur skilið, einkum hefði það staðið sig vel í fyrri hálfleik og fengið nokkur góð tækifæri. Shearer sagði að hann hefði átt að fá dæmda vítaspymu er brotið var á honum inni í vítateig Argentínu, en dómarinn var á annarri skoðun. Kev- in Keegan, þjálfari Englendinga, var á sömu skoðun og fyrirliðinn, Eng- lendingar hefðu átt að vinna leikinn. „Við eram vonsviknir að vinna ekki leikinn því Argentínumenn sköpuðu sér fá tækifæri." Keegan sagði að Heskey hefði leikið best í enska lið- inu og sagði að sér þætti leiðinlegt að hann hefði þurft að hefja leikinn vegna þess að leikmaðurinn þarf að leika úrslitaleik með Leicester gegn Tranmere í deildabikarkeppninni á laugardag. „En Heskey sýndi að hann á heima í þessu liði enda var hann feikilega sterkur og er greini- lega framtíðar landsliðsmaður." ■ LOTHAR Matthaus, leikmaður þýska landsliðsins í knattspymu, setti heimsmet í fjölda landsleikja er hann lék sinn 144. landsleik þegar Þjóðveijar mættu Hollendingum í vináttulandsleik. Leikmaðurinn lék sinn fyrsta landsleik gegn Hollend- ingum á EM árið 1980 en þá var hann 19 ára. ■ MATTHAUS átti einnig fyn-a metið ásamt Thomasi Ravelli, fyrr- verandi markverði Svíþjóðar. Maj- ed Abdullah, Sádi-Arabíu, og Hoss- am Hassan hjá Egyptum hafa leikið 140 landsleiki hvor og era í þriðja og fjórða sæti. Þeir era báðir hættir keppni en Suarez hjá Mexíkó, sem hefui’ leikið 136 landsleiki, er enn að. ■ RICHARD Möller Nielsen hóf feril sinn sem þjálfari ísraela vel er lærisveinar hans mættu Rússum í Haifa í gær. Heimamenn unnu 4:1 en þeir vora komnir í 3:0 eftir 35 mínútna leik. ■ JOHN Rohinson, leikmaður Charlton, skoraði sigurmark Wales í l:0-sigri gegn Qatar í Doha. Mark- ið kom á 10. mínútu leiksins. ■ BRASILÍUMENN tóku Taílend- inga í kennslustund í landsleik í Bangkok í gær. Brasilíumenn unnu 7:0 en Rivaldo og Emerson Fer- reira gerðu tvö hvor og Ronaldinho, Roque Junior og Jardel gerðu eitt mark hver. ■ NORÐMENN unnu Tyrki 2:0 í vináttulandsleik í Istanbúl. John Ame Riise og Roar Strand skoruðu mörk Norðmanna. ■ ÍRAR gerðu sér lítið fyrir og unnu Tékka 3:2 í Dublin. Ian Harte og Robbie Keane gerðu mörk íra en þriðja markið var sjálfsmark. ■ ALESSANDRO Del Piero skor- aði úr vítaspymu 10 mínútum fyrir leikslok er Italir unnu Svía 1:0 í Pal- ermo. Gestirnir voru betri í fyrri hálfleik en heimamenn náðu tökum á leiknum í þeim síðari. Sigurinn á Svíum hafði mikla þýðingu fyrir ít- ala því þjóðimar eru í sama riðli í EM í sumar. ■ FRANZ Wohlfahrt, markvörður austurríska landsliðsins, varði víta- spymu gegn Grikklandi en það kom að litlum notum því Grikkir gerðu tvö mörk undir lok leiksins og unnu 4:1. ■ ZINEDLNE Zidane skoraði eina markið í leik Frakka og Pólveija í París í gær. Zidane skoraði markið er hann fylgdi eftir aukaspymu sem hann tók sjálfur. ■ LÚXEMBORG náði að jafna leik- inn, 1:1, gegn Norður-Irum með marki frá Manuel Cardoni á 41. mínútu en David Healy skoraði sitt annað mark sjö mínútum síðar og James Quinn gulltryggði sigur Norður-íra. ■ BELGAR og PORTÚGALAR skildu jafnir, 1:1, í tilþrifalitlum leik í Charleroi með mörkum frá Branko Strupar og Ricardo Sa Pinto. Sir Stanley Matthews allur SIR STANLEY Matthews, einn merkasti knattspyrnumaður sem Englendingar hafa alið, lést í gær, 85 ára að aldri. Matth- ews, sem lék 54 landsieiki fyrir Englendinga, gekk til liðs við Stoke 14 ára að aldri og skrifaði undir atvinnumannasamning við félagið þremur árum síðar. Matthews lék 710 leiki í deilda- keppninni fyrii’ Stoke og Blackpool, en hann gekk til liðs við liðið árið 1947. Hann lék sinn síðasta landsleik 41 árs að aldri en var goðsögn í knattspyrnuheiminum og eitt sinn valinn knattspyrnumaður Evrópu. Matthews, sem þótti skæður á hægri vængnum og sagður töframaður í að rekja knöttinn, var aðlaður árið 1965 en þá lék hann sitt síðasta keppnistímabil, 50 ára að aldri. Matthews náði þrívegis að leika til úrslita í ensku bikarkeppninni, var tvisvar í tapliði en í sigurliði Blackpool ár- ið 1953. Reyndar benti fátt til þess að liðinu tækist að vinna leikinn því það var 3:1 undir gegn Bolton þegar 20 mínútur voru eftir. En þá tók Matthews til sinna ráða og átti þátt í næstu þremur mörkum Blackpool sem tryggðu félaginu sigur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.