Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.02.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 B 7 BÖRN OG UNGLINGAR Fjörá fimleika- LÍF og fjör í Kaplakrika þegar mótið íslenski fimleikastiginn var haldið af Fimleikasambandi íslands fyrir stuttu. Keppt var í bæði pilta- og stúlknaflokki og komu keppendur frá Fimleikadeildum Ár- manns, Fylkis, Gerplu, Keflavíkur, KR og Stjörnunnar, Fimleikaráði Akureyrar og Fimleikafélaginu Björk en alls voru þátttakendur tæp- lega 200 talsins, á aldrinum níu til sextán ára. Sesselja Dagbjört Gunnarsdóttir skrifar Af þessu má sjá að miMl gróska er í fimleikum og því miður komust færri að en vildu. Hróður þeirra eldri, sem eru farin að tróna á verðlaunapöllum á erlendum mótum, hefur aukið áhuga á fimleikum. Athygli vakti hvað marg- ir erlendir þjálfarar fylgdu liðunum og gaman að vera vitni af jafn já- kvæðri stemmningu og aga sem ríkti á þessu móti. Þátttakendur sýndu glæsileg tilþrif og Ijóst er að í þess- um fríða og föngulega hópi munu margir láta til sín taka í framtíðinni. Mikil skemmtun Stöllurnar Bergþóra Gná Hann- esdóttir og Andrea Yr Gústavsdóttir úr Fimleikafélaginu Björk, ásamt vinkonum sínum, Unni Osk Rúnars- dóttur og Kristjönu Sæunni Olafs- dóttur úr Fimleikadeild Gerplu voru sammála um að fimleikar væru mjög skemmtileg íþrótt. Þær kepptu allar í aldurshópi 9- 10 ára. Þær lögðu sig mik- ið fram og ekkert var gefið eftir. Bergþóra Gná sagðist vera búin að æfa fimleika í þrjú ár. „Eg reyndi eitt sinn frjáls- íþróttir, en fannst skemmtilegra í fimleikum.“ Kristjana Sæunn hefur æft í tvö og hálft ár. „Mér finnst fimleik- ar spennandi íþrótt - valdi þá frekar en knattspyrnu og jassball- ett.“ Stelpurnar fjórar voru Fimleikastelpur einnig sam- mála um að æf- ingar á tvíslánni væru skemmtileg- astar, en þær áttu einnig sitt upp- áhalds áhald - nefndu einnig stökk og gólfæfingar. Langt f erðalag Fimmtán manna stúlknahópur ásamt þjálfurum kom frá Akureyri til að taka þátt í keppninni. Þar í flokki voru vinkonurnar Kristín Hólm Reynisdóttir, Björk Óðins- dóttir og Sunna Lind Pétursdóttir glaðar á svip - sögðu að þetta væri í þriðja skipti sem þær hafi komið suður til að keppa. Kristín, sem hef- ur æft fimleika í átta ár, sagði að þær hefðu komið allar saman í lítilli rútu og gist væri í júdósal Gerplu- hússins á meðan mótið stæði yfir. Að sögn Bjarkar, sem hefur æft fim- leika í fjögur ár, komu eingöngu stúlkur frá Akureyri að keppa þar sem strákar væru nýbyrjaðir að æfa fimleika á Akureyri. Sunna, sem hefur æft í þrjú og hálft ár, fmnst mjög gaman á mótinu og stemmn- ingin góð. „Ég hef alltaf teMð með mér lukkudýr á mót sem þetta, en því miður gleymdi ég þvi heima í þetta sinn.“ Strákaíþrótt Fjórir vaskir strákar í Gerplu tóku á honum stóra sínum og sýndu mikin keppnishug. Þeir Davíð Örn Eiríksson, ívar Örn Hákonarson, Hlynur Kristjánsson og Ólafur Gunnarsson eru sammála um að fim- leikar séu jafnt strákaíþrótt eins og knattspyi-na, en munurinn sé að fim- leikarnir séu einfaldlega miklu skemmtilegri. Strákarnir eru á aldr- inum 9-12 ára og hafa æft af kappi í fjögur til sjö ár. „Ég byrjaði í fim- leikum þar sem systir mín og mamma voru að æfa fimleika. Ég er hrifnari af fimleikum heldur en knattspyrnunni,11 sagði Ólafur. í piltafimleikum eru stökk og hringir vinsælastir, en í þeim greinum þarf Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Tinna Rún Svansdóttir, Anna Rún Jóhannsdóttir og Halidís Thoroddsen ásamt þjálfara sínum, írisi Dröfn Halldórsdóttur. búin að prófa sund og leikfimina í skólanum. Það kom að því að ég vildi reyna eitthvað nýtt og fimleikar urðu fyrir valinu,“ segir Tinna Rún. Þær vinkonurnar eru á sama máli að öll áhöldin séu skemmtileg, en á mis- munandi vegu - þar af leiðandi er allt gaman í fimleikum. „Vinkona mín var í fimleikum og því ákvað ég að slá til og prófa í eitt skipti - til að sjá hvernig mér fyndist. Fimleikarn- ir voru miMu skemmtilegri en ég reiknaði með, sem sést best á því að ég hef verið á fullu í fimleikunum síðan að ég reyndi fyrir mér,“ sagði Halldís Skúladóttir. Morgunblaðið/Kristj án frá Akureyri; Sunna Lind Pétursdóttir, Björk Óðinsdóttir og Kristín Hólm Reynisdóttir. að æfa vel og reglulega til að árang- ur náist. „Rúnar Alexandersson er langbesti fimleikakappinn," segja ívar Örn og Davíð Örn. Hlynur er ekM á sama máli og strákarnir og segir engan vafa leika á því að Dýri bróðir sinn sé langbestur. Efnilegar í Keflavík Fimleikaíþróttin hefur náð vax- andi áhuga víðs vegar um landið og hafa til dæmis fimleikastúlkur frá Keflavík verið áberandi á mótum undanfarin ár. Við ræddum við þrjár efnilegar stúlkur þaðan - Önnu Rún Jóhannsdóttur, Halldísi Skúladóttur og Tinnu Rún Svansdóttur. „Við höf- um oft teMð þátt í mótum á höfuð- borgarsvæðinu. Við gistum þó aldrei, heldur höldum heim á leið eftir hvern keppnisdag," sögðu þær vinkonur, sem hafa mikinn áhuga á fimleikum og hafa æft í fjögur ár, en þær eru á ellefta aldursári. „Ég var Morgunblaðið/Kristinn Aðaibjörg Guðmundsdóttir úr Björk f æfingu á slá. Hulda Magnúsdóttir úr Björk. Morgunblaðið/Kristinn móti í Firðinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.