Morgunblaðið - 24.02.2000, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 B 3
HANDKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Þorkell
Gunnar Berg Viktorsson Framari var tekinn föstum tökum eftir frammistöðu sína í bikarúrslitunum. Hér er það félagi hans frá Vestmannaeyjum, Arnar Pétursson, sem
stöðvar hann og Eduardo Moskalenko er viðbúinn í vörninni.
Endurtekið efni
í Garðabænum
FRAMARAR sýndu það ótvírætt í Garðabænum í gærkvöldi að
þeir ætla að halda áfram baráttunni í vetur þótt einn bikar sé
kominn í Safamýrina. Þeir unnu sannfærandi baráttusigur á
Stjörnumönnum, 21:26, í leik sem var nánast endurtekið efni frá
bikarúrslitaleik liðanna í Laugardalshöllinni síðasta laugardag.
„Vorum ákveðnir í að
afsanna kenninguna"
„VIÐ vorum ákveðnir í að afsanna kenninguna um að sigur í bikar
þýði tap í deild, eins og við höfum þrisvar gengið í gegnum í vetur,“
sagði Björgvin Þór Björgvinsson, hornamaðurinn ðflugi hjá Fram,
við Morgunblaðið eftir sigurinu á Stjörnunni í gœrkvöld.
„Ég er mjög sáttur við okkar leik, allir spáðu spennufalli hjá okk-
ur og tapi, en við sýndum góðan karakter. Það hefur orðið mikil
breyting á liðinu, það er komin sigurtilfínning í alla leikmenn og
við höfum trú á sigri þótt það blási aðeins á móti. Einbeitingin hjá
öllum er mikil. Við erum búnir að þróa okkar leik, við virkuðum
frekar hægir fyrst í vetur og með öðruvísi hreyfíngar, en nú eru
menn búnir að læra inn á þetta.“
Með sigrinum styrktu Framarar stöðuna í baráttunni um efstu
sætin. „Já, þessi sigur var okkur mikilvægur í toppbaráttunni og
við ætlum að halda okkur meðal Qögurra efstu út tímabilið,11 sagði
Björgvin Þór Björgvinsson að lokum.
Pýrmæt stig
hjá Dormagen
Já, mynstrið var ótrúlega svipað,
þvert ofan í hefðina sem segir
að lið vinni sinn leikinn hvort þegar
þau mætast með
víðjr stuttu millibili í deild
Sigurðsson °S bikar. ÚrsUtin
skrifar réðust á nákvæm-
lega sama kafla og í
bikarúrslitunum því eftir góða byrj-
un Stjörnunnar í síðari hálfleik skor-
uðu Framarar sex mörk í röð og
náðu undirtökum sem þeir létu ekki
af hendi.
Liðin skiptust á um forystuna all-
an fyrri hálfleikinn. Framan af virt-
ust Garðbæingar hafa meiri kraft og
gerðu sig líklega til að snúa blaðinu
við frá laugardeginum. Handboltinn
sem liðin sýndu var ekki áferðarfal-
legur en baráttan mikil og varnar-
leikur beggja liða í góðu lagi.
Framarar enduðu fyrri hálfleikinn
betur, á tveimur mörkum Björgvins
Björgvinssonar, sem þar með komst
loksins á blað eftir tæpar 90 mínútur
í baráttu liðanna tveggja en hann
skoraði ekki mark í bikarúrslitunum.
Staðan var því 10:12 í hálfleik en
Stjarnan sneri því sér í hag í upphafi
síðari hálfleiks með góðum kafla.
Konráð Olavsson fór þá í skyttu-
stöðu og hafði góð áhrif á sína menn í
10 mínútur. En þá kom sex marka
kaflinn umræddi. Fram komst fimm
mörkum yfir, 14:19, og þrátt fyrir
góða viðleitni Stjömumanna um
tíma þegar þeir minnkuðu muninn í
19:20 var meðbyrinn Framara. Þeir
létu framsækna vöm Garðbæinga á
lokakaflanum ekki slá sig út af lag-
inu, óðu í gegnum hana hvað eftir
annað og uppskám mjög verðskuld-
aðan fimm marka sigur.
Framarar virðast vera að ná sér á
strik á réttum tíma og leikur þeirra
lofar góðu fyrir átökin á lokaspretti
deildarinnar og úrslitakeppnina.
Þeir léku án leikstjómandans, Guð-
mundar Helga Pálssonar, sem er
meiddur, en fjarvera hans virtist
ekki skipta máli. Gunnar Berg Vikt-
orsson, 11 marka maðurinn úr bikar-
úrslitaleiknum, náði sér engan veg-
inn á strik. Það sýnir hins vegar
breiddina og sveigjanleikann sem
Framliðið hefur öðlast að þótt þessir
máttarstólpar væra ekki til staðar
fylltu aðrir í skörðin og vel það. Nú
vora það línu- og hornamennirnir
sem blómstraðu. Hinn ungi Róbert
Gunnarsson átti stórleik á línunni og
Björgvin og Njörður Ámason vora
geysilega drjúgir í homunum.
Robertas Pauzuolis kom betur inn í
sóknarleikinn með góðar línusend-
ingar og mörk. Það er augljóst að
Anatolí Fedjúkín þjálfari hefur lagt
mikið upp úr liðsheildinni. Hann var
búinn að nota 11 leikmenn eftir að-
eins 20 mínútur, var ófeiminn við að
skipta og gera breytingar, og það
skilaði sér án efa þegar leið á leikinn.
Stjörnumenn era aftur á móti
komnir í einhvem öldudal sem þeir
þurfa að rífa sig fljótlega upp úr ef
tímabilið á ekki að fjara út hjá þeim.
Fjórða leikinn í röð vora þeir langt
frá sínu besta og rétt eins og í bikar-
úrslitunum og í undanúrslitunum
gegn Víkingi hrandi leikur þeirra
eins og spilaborg á mikilvægum
kafla. Garðbæingar eiga við agaleysi
og andleysi að stríða sem þeir þurfa
að finna lausn á ef ekki á illa að fara.
Mannskapurinn er fyrir hendi, en
kannski era ákveðnir menn of
öraggir með sínar stöður. Það er að
minnsta kosti keyrt á lítið breyttu
liði út leikina. Hilmar Þórlindsson
var öflugur en einhvem veginn vill
maður alltaf fá meira út úr leikmanni
með slíka skyttuhæfileika. Eduardo
Moskalenko var besti leikmaður
liðsins, fiskaði fimm vítaköst og var
„turnunum" í miðri vöm Fram erfið-
ur allan tímann. Arnar Pétursson
átti góða kafla en lét mótlætið í
seinni hálfleik fara of mikið í taug-
arnar á sér. Ingvar Ragnarsson
varði ágætlega í seinni hálfleiknum.
Vítaköstin voru sérstakur kapítuli
í leiknum. Stjömumenn nýttu aðeins
tvö af átta vítaköstum sínum og þar
af skutu þeir fjóram sinnum í tré-
verkið eða framhjá. Framarar nýttu
ekki tvö af fjóram vítaköstum sínum,
og í hvoragt skiptið komu markverð-
ir Stjömunnar við sögu.
Islendingaliðið Bayer Dormagen
vann einkar mikilvægan sigur,
25:20, á heimavelli á liðsmönnum
Frankfurt í þýsku 1. deildinni í hand-
knattleik í gær. Þrátt fyrir sigurinn
er Dormagen enn í 15. sæti af 18 lið-
um í deildinni, hefur 13 stig en er nú
með þriggja stiga forskot á Wupper-
tal sem er í 16. sæti.
Héðinn Gilsson skoraði 4 mörk
fyrir Dormagen, Róbert Sighvatsson
3, og Daði Hafþórsson 1.
Frankfurt lék vel í fyrri hálfleik og
var þremur mörkum yfir í hálfleik,
12:9. í síðari hálfleik fór hinn reyndi
markvörður Dormagen, Andreas
Thiel, í gang. Hann varði einstaklega
vel og lagði granninn að sigri. Flens-
burg treysti stöðu sína í efsta sæti
með 33:27-sigri á Gummersbach á
heimavelli. Lemgo fylgir Flensburg
eftir og er í öðra sæti eftir að hafa
lagt GWD Minden, 25:21, á heima-
velli.
Essen, lið Patreks Jóhannessonar
og Páls Þórólfssonar, gerði jafntefli,
27:27, við Grosswallstadt á útivelli.
Patrekur skoraði 3 mörk fyrir Ess-
en, þar vora tvö úr vítakasti. Essen
var 16:14 undir í hálfleik.