Morgunblaðið - 24.02.2000, Page 4

Morgunblaðið - 24.02.2000, Page 4
4 B FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR FOLK ■ BJARNI Frostason markvörður var með Haukum í fyrsta sinn á leiktíðinni gegn Víkingi í gær, en Bjarni byrjaði nýlega að æfa til þess að vera Magnúsi Sigmunds- syni og Jónasi Stefánssyni til halds og trausts. Bjarni er flug- stjóri hjá Flugleiðum og hefur ekki tök á að æfa og leika með af fullum krafti af þeim sökum. ■ BJARNI kom ekki mikið við sögu í leiknum, kom inn á í tví- gang til þess að freista þess að verja vítakast frá Ingimundi Helgasyni en hafði ekki erindi sem erfiði. ■ GUÐMUNDUR Helgi Pálsson lék ekki með Fram gegn Stjörn- unni í gær. Guðmundur er meiddur í öxl og var sprautaður fyrir bikarúrslitaleikinn á dögun- um og var ekki leikfær eftir átök- in þar. ■ EDUARDO Moskalenko, línu- maðurinn snjalli í Stjörnunni, sýndi óvænt tilþrif sem skytta í gær. Hann skoraði glæsimark ut- an af velli sem flestar örvhentar skyttur hefðu verið stoltar af. ■ BJARKI Sigurðsson var ekki á leikskýrslu hjá Aftureldingu í gærkvöldi. Þrálát meiðsli hafa hrjáð leikmanninn í vetur uns hann fór í uppskurð og verður frá í nokkrar vikur. ■ SIGURÐUR Sveinsson kom inn á hjá Aftureldingu undir lokin á móti ÍR í gærkvöldi. Hann náði þó ekki að skora. ■ ÓLAFUR Sigurjónsson úr ÍR horfði á félaga sína úr áhorfend- astúkunni í gærkvöldi. Hann meiddist í baki í vikunni og reikn- ar með að ná næsta leik. ■ ÞRETTÁN mín. tafir urðu_ á leik Stjörnunnar og Fram í Ás- garði í gærkvöldi, þar sem tíma- taflan og markaklukkan sló út. Þá voru eftir sex mín. af fyrri hálf- leik. Eftir það varð að nota gömlu góðu skeiðklukkuna til tímatöku og markatalan var sýnd á borð- tennisspjöldum. Gárungarnir sögðu að þrettán hefði ekki verið happatala heimamanna þetta kvöld í Garðabæ. Bergsveinn sagði hingað ogekki lengra Stefán Stefánsson skrifar Mosfellingar voru staðráðnir í að láta staðar numið eftir tvo tapleiki í röð og fengu ÍR-ingar, sem héldu í Mosfellbæinn í gærkvöldi, að kenna á því. Eftir brösótta byrjun tóku Mosfell- ingar á sig rögg, Bergsveinn Bergsveinsson fyrirliði og markvörður hrökk í gang svo að eftirieikurinn var efsta liði deildarinnar auðveldur með 26:19 sigri. Gestirnir úr Breiðholtinu voru sprækir til að bvrja með og Ragnar Óskarsson lék lausum hala svo að ÍR hafði for- ystuna, 2:3, þegar 7 mínútur voru liðnar af leiknum. Þá small vörn Aftureldingar saman og varnaði IR-ingum leiðina að markinu en á sama tíma léku þeir á als oddi í sókninni og sneru leikn- um sér í hag með fimm mörkum í röð án þess að ÍR fengi rönd við reist. Breiðhyltingar voru ekki tilbúnir að leggja upp laupana og börðust fyrir sínum hlut. Það gekk bærilega og á sama tíma var sóknarleikur Mosfell- inga afar daufur svo að Gintas Galkauskas og Gintaras Savukynas þurftu að taka af skarið í öllum sókn- um. Það dugði til að halda forystunni en á síðustu mínútu leiksins fóru gestirnir afar illa að ráði sínu þegar þeir misstu boltann á síðustu sek- úndu fyrri hálfleiks eftir tveggja mínútna sókn og Afturelding skoraði úr hraðaupphlaupi svo að í stað þess að vera tveimur mörkum undir voru mörkin fjögur í hálfleik, 13:9. Eftir leikhlé lét Bergsveinn mark- vörður til sín taka og varði án afláts þar til m'u mörk skildu liðin að, 22:13, HK-menn ífimmta Fylkismenn stóðu lengi vel í HK, sem sóttu þá heim í Hraun- bæinn í gærkvöldi en urðu að játa sig sigraða áður en yfir lauk, 24:31. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað og nánast upplausn til að byrja með. Þar skaust HK upp í 5. sæti deild- arinnar en Fylkir situr eftir sem áður á botninum með einn sigur úr 16 leikjum. Heldur gekk brösuglega að skora framan af þegar HK sótti Fylki heim í Hraunbæinn í gærkvöldi því eftir 8 mínútur hafði hvort lið aðeins skor- Arnarson að eitt mark- Ástæð- skrifar an var eflaust áhuga- leysi og virtust Kópavogsbúar ekki með hugann að fullu við leikinn en heimamenn gáfu þeim ekkert eftir og héldu jöfnu þar til um tæpar sex mínútur voru til leiksloka, 8:8. Þá hófu gestirnir að bæta við mörkum og náðu eftir hlé fjögurra marka forystu, sem þeir héldu þar til tíu mínútur voru til leiksloka. Þá hófu þeir lokasprett en það gerðu heimamenn líka því á síð- ustu fimm mínútum leiksins voru skoruð 11 mörk en sigur HK var aldrei í hættu, 24:31. Fylkismenn léku án Þorvarðar Tjörva Ólafssonar og munar um minna en liðið fær samt hrós fyrir að standa uppi í hárinu á gestum sínum. Eymar Kniger var atkvæðamikill. HK-menn hafa oft leikið betur en gekk illa að ná upp baráttunni sem er þeirra aðalsmerki. Óskar Elvar Óskarsson var þeirra bestur. og tæpar 15 mínútur til leiksloka en það kom sér mjög vel fyrir Mosfell- inga því sóknarleikurinn gekk ekki sem best á þeim tíma. Eftir það slök- uðu Mosfellingar aðeins á klónni svo að IR-ingar náðu að saxa á forskotið en það dugði ekki til. „Við sættum okkur ekki við að tapa tveimur leikjum í röð svo að það kom ekki annað til greina en að vinna hér í kvöld,“ sagði Bergsveinn mark- vörður eftir leikinn en Mosfellingar lutu í lægra haldi fyrir KA og IBV í síðustu leikjum sínum. „Baráttan var í lagi og þetta var sigur liðsheild- arinnar. Það er engin tilviljun að við erum á toppi deildarinnar. Við unn- um þrefalt í fyrra en nú er búið að taka einn bikar af okkur - það er al- veg nóg svo að við verðum að taka hina tvo. Við töpuðum reyndar líka fyrir KA og ÍBV í fýrra en stóðum samt uppi sem sigurvegarar," bætti fyrirliðinn við en hann hafði mikil áhrif á aðra leikmenn þegar hann hrökk í gang. Gintaras var lykilmað- ur í sókninni og Magnús Már Þórð- arson var sterkur í vöminni en fyrst og fremst vannst sigurinn á baráttu leikmanna fyrir hverjum bolta. „Þeir voru grimmari og við vorum ekki nægilega tilbúnir í slaginn,“ sagði Jón Kristjánsson þjálfari ÍR eftir leikinn en lið hans er nú í 8. sæti deildarinnar. „Við erum áfram með öðrum liðum í einum hnapp í deild- inni þar sem hver leikur er úrslita- leikur." Sem fyrr var Ragnar Ósk- arsson lykilmaður hjá ÍR og voru aðrir leikmenn sífellt að færa honum boltann til að ljúka sóknunum. Einar Hólmgeirsson átti nokkur góð skot þegar hann kom inná undir lokin og Hrafn Margeirsson vai'ði ágætlega þann stutta tíma sem hann var inná. Markús Michaelsson var besti leikmaður Vals og skoraði átta mörk. Hér sendir hann boltann yfir FH- inginn Sigurstein Arndal og inn á línuna til Geirs Sveinssonar. Spennuþrungnar lokasekúndur GUÐMUNUR Petersen jafnaði fyrir FH-inga, 21:21, úr vítakasti á móti Val þegar ein sekúnda var eftir af leik liðanna í íþróttahúsinu í Kapla- krika í gærkvöldi. Upp úr sauð á lokasekúndunni og fengu þá þrír leik- menn að sjá rauða spjaldið fyrir slagsmál og mótmæli, þeir Geir Sveinsson og Július Jónasson úr Val og Hálfdán Þórðarson úr FH. ValurB. Jónatansson skrifar Þær voru spennuþrungnar lokasek- úndumar í Kaplakrikanum. FH- ingar virtust hafa leik- inn í hendi sér þegar fjórar mínútur voru eft- ir - höfðu eitt mark yf- ir, 20:19, og einum leik- manni fleiri. Þeir nýttu sér liðsmuninn illa, Sigurgeir Ægisson hitti ekki mark- ið og Davíð Ólafsson þakkaði fyrir og jafnaði fyrir Val, 20:20, þegar innan við tvær mínútur vom eftir. FH missti bolt- ann í næstu sókn og Daníel Ragnarsson skoraði af miklu harðfylgi þegar 11 sek- úndur vom eftir, 20:21. FH-ingar gerðu vel í að nýta sér þessar fáu sekúndur. Sverrir Þórðarson fór inn af línunni þegar ein sekúnda var eftir og það var brotið á honum og dæmt réttilega víta- kast. Þá varð allt vitlaust í leikmanna- hópi Vals og leikurinn stöðvaður meðan verið var að róa leikmenn. Eftir að búið vai' að reka þrjá leikmenn út af tók Guð- mundur Petersen vítakastið og brást ekki bogalistin, var öryggið uppmálað, skoraði og tryggði liði sínu annað stigið. Leikurinn vai' ekki góður, en hann var spennandi. FH-ingar vom oftar með fmmkvæðið í fyrri hálfleik og geta þakkað það Brynjari Geirssyni sem gerði sex af sjö fyrstu mörkum FH- inga. Valsmenn settu þá Júlíus Jónas- son inn á til að þétta vörnina og verjast áhlaupi Biynjars og það gaf góða raun. FH skoraði ekki nema eitt mark síðustu níu mínútur hálfleiksins og Válur náði að minnka muninn niður í eitt mark íyr- ii' hlé, 10:9. Sóknarleikur FH-inga batn- aði ekki mikið fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks og gerðu þá aðeins eitt mark á móti fjómm frá Val. Knútur kom þá inn á í skyttustöðuna hægra megin fyrir Brynjar, sem fór í vinstra hornið. Þessi breyting varð til þess að FH náði aftur að jafna og komast yfii', 20:19, þegai' fjórar mínútur voru eftir. Lokamínút- unum er áður lýst hér að ofan. Urslit leiksins verða að teljast nokk- uð sanngjörn þó svo að bæði liðin hafi fengið tækifæri til að næla í bæði stigin. Brynjar var allt í öllu hjá FH og eins lék Sigursteinn Amdal vel sem leikstjórn- andi. Vamarleikurinn var ágætur lengst af, en markvarslan var slök bæði hjá Petkevicius og Magnúsi, sem lék reyndar aðeins síðasta stundaríjórð- unginn. Sóknin gekk vel meðan Brynjar fékk að leika lausum hala. Hjá Val var sóknarleikurinn mjög stirður og tilviljanakenndur. Markús Michaelsson var langbestur Vals- manna. Hann var með sjálfstraustið í lagi þótt ungur sé og skoraði grimmt, eða alls 8 mörk. Hægri vængurinn í sókninni var máttlaus og komu aðeins tvö mörk þaðan allan leikinn. Ingimar Jónsson kom inn á seint í leiknum og gerði laglega hluti. Axel stóð sig einnig ágætlega í markinu. Júlíus var sterkur í vörninni þó svo hann gangi ekki heill til skógar. Geir Sveinsson lék í sókn og vöm allan leikinn og stóð sig vel, en hegðun hans í lokin eftir að hann var rekinn af velli er honum ekki sæmandi. Brynjar skoraði sex mörk í röð BRYNJAR Geirsson skoraði sex mörk í röð fyrir FH gegn Val í gærkvöldi. Sigurgeir Ægisson gerði fyrsta mark FH í leiknum og síðan komu sex mörk í röð frá Brynjari úr jafn mðrgum skottil- raunum. Eftir að Júlíus Jónasson kom inn í vörnina hjá Val bar minna á Brynjari. Hann lék fyrir utan hægra megin í fyrri hálfleik, en fór í vinstra hornið í síðari hálfleik og gerði þá tvö mörk og fisk- aði eitt vítakast. Hann var markahæstur FH-inga með átta mörk. HANDKNATTLEIKUR FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 B 5 Skjem er úr leik Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Morgunblaðið/Jim Smart Þröstur Helgason og Halldór Ingólfsson háöu marga hildi í leiknum í gær. Halldóri gekk ágætlega að halda Þresti niðri þrátt fyrir að hann hafi misst hann framhjá sér að þessu sinni. DÖNSKU bikarmeistar- arnir Skjern, sem Aron Kristjánsson leikur með, eru fallnir úr keppni. Liðið tapaði á útiveili fyrir 1. deildar-Iiðinu Skovbakken, 25:24 í fyrrakvöld. Skjern virtist hafa sigurinn í hendi sér þegar tíu mínút- ur voru eftir, enda hafði liðið sex marka forskot, 24:18. Þá datt allm-botn úr *• leik þess. Skjern varð einn- ig danskur ineistari á síð- ustu leiktíð og sagði And- ers Dahl Nielsen, þjálfari, eftir ieikinn að nú gætu menn snúið sér að því að veija meistaraitilinn en liðið er nú í 4. sæti. Kapp og fljótfæmi KAPPIÐ bar leikmenn Víkings og Hauka oft ofurliði í viðureign þeirra í gær - kappið að sækja stig. Úr varð því nokkuð mistækur leikur þar sem Víkingar náðu að vinna annað stigið með mikilli baráttu eftir að hafa verið undir nær allan leikinn. Lokatölur 27:27, eftirað Haukar höfðu verið marki yfir í hálfleik, 14:13. Við vorum staðráðnir í að vinna bæði stigin, okkur veitti ekki af,“ sagði Valgarð Thoroddsen, markahæsti leik- lvar maður Víkings, eftir Benediktsson leikinn en hann skrifar gerði sjö mörk. „Það kom hins vegar í bakið á okkur hversu illa við lékum í vörninni í fyrri hálfleik á sama tíma og við vorum oft afar klaufalegir í sókninni. En það þýðir ekkert annað en að herða upp hugann. Það eru ekki nema fjögur stig upp í næstu lið og í hóp þeirra ætlum við okkur,“ sagði Valgarð ennfremur og lét þess getið að ekkert annað en sigur kæmi til greina þegar hann sækir sína gömlu félaga í Val heim á föstudag- inn ásamt Víkingsliðinu. Bæði lið voru afar mistæk og eink- um voru leikmenn Víkings iðnir við að gera hverja vitleysuna á fætur annarri framan af fyrri hálfleik. Á þeim tíma voru Haukar með þriggja til fjögurra marka forystu og virtist sem þeir hefðu leikinn í hendi sér. Víkingar voru ekki af baki dottnir og aukin yfirvegun kom í sóknarleik þeirra þegar Ingimundur Helgason tók að stjórnar sóknaraðgerðum um miðjan fyrri hálfleik. Fjögurra marka forskot Hauka, 10:6, fór fyrir lítið á skömmum tíma og heima- menn jöfnuðu, 10:10, og nýttu sér vel að gestirnir voru í tvígang á stuttum tíma einum færri. Jafnræðið hélst með liðunum fram að hálfleik. í upphafi síð.ari hálfleiks virtist leikurinn ætla að þróast líkt og síð- ari hluti fyrri hálfleiks, þ.e. að liðin héldust í hendur við markaskorun. Þá datt botninn úr leik Víkings um tíma, hver vitleysan rak aðra í sókn- inni og þrátt fyrir að leikmenn Hauka léku heldur ekki af yfirvegun tókst þeim eigi að síður að ná í tví- gang þriggja marka forskoti. Haukar kunna hins vegar ekki vel þá list að halda frumkvæði í leikjum og flausturslegur leikur Hafnfirð- inga var vatn á myllu Víkings sem þrátt fyrir óvandaðan leik hafði bar- áttuna að vopni. Leikmenn neituðu að gefast upp og reyndu hvað af tók að bæta fyrir mistök sin. Þröstur Helgason jafnaði leikinn 26:26 af' hörku þegar 1,55 mín. var eftir. Petr Baumruk kom Haukum yfir á ný en Víkingar sýndu í síðustu sókn sinni að þeir hafa yfir yfirvegun að ráða og 23 sekúndum fyrir leikslok jafn- aði Hjörtur Arnarson metin. Þar við stóð þótt Haukar reyndu að knýja fram bæði stigin á lokasekúndunum. í lokin má ekki gleyma góðri frammistöðu ungs markvarðar Vík- ings, Arnar Reynissonar.Hann varði dýrmæt skot á mikilvægum augna- blikum. Þnr sáu rautt í Kaplakrika ÞAÐ gekk mikið á undir lokin í leik FH og Vals í 1. deild karla í handknattleik sem fram fór í íþróttahúsinu Kaplakrika í gær- kvöldi. Þrír leikmenn fengu að líta rauða spjaldið þegar upp úr sauð á lokasekúndu leiksins. Valur hafði eins marks forskot, 20:21, þegar Sverrir Þórðarson fór inn af linunni og fiskaði víta- kast fyrir FH. Júliusi Jónassyni og Hálfdáni Þórðarsyni lenti þá saman og fengu báðir að líta rauða spjaldið í kjölfarið frá dóm- urunum, Gunnlaugi Hjálmarssyni og Arnari Kristinssyni. Síðan fékk Geir Sveinsson, þjálfari og leikmaður Vals, sömu útreið fyr- ir kröftug mótmæli. Hann gekk síðan út af vellinum og lét reiði sfna í Ijós með því að sparka niður auglýsingaskilti. Þessi fram- koma þjálfarans var honum til skammar og ekki til eftirbreytni. Guðmundur Petersen tók vítakastið á lokasekúndunni og tryf-rgði FH-ingum annað stigið með því að skora úr því af öryggi, 21:21.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.