Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ mm FOLK ■ GEIR Sveinsson, þjálfari og leik- maður Vals, tók út leikbann þegar Hlíðarendaliðið mætti ÍBV á sunnudagskvöldið. Geir sat á fremsta bekk áhorfendapallanna, færði sig þrisvar um set og læddi ráðleggingum tO lærisveina sinna þegar þeir hlupu framhjá. ■ BJARKI Sigurðsson, hornamað- urinn efnilegi, lék ekki með Val vegna veikinda og Snorri Steinn Guðjónsson var frá sem fyrr vegna handarbrots. ■ BORIS Bjami Akbashev, þjálfari IBV, fékk hlýjar viðtökur hjá stuðningsmönnum Vals fyrir leik- inn, enda hefur hann „framleitt" fyrir þá fjölda góðra handknatt- leiksmanna. Boris hefur þjálfað alla þá leikmenn sem tóku þátt í viðureign Vals og ÍBV. ■ STEFÁN Stefánsson sjúkra- þjálfari fékk þakklætisvott fyrir óeigingjarnt sjálfboðaliðsstarf fyrir HK áður en leikurinn við Aftureld- ingu hófst á laugardaginn. Hann er á leið til knattspyrnuliðsins Stoke og mun starfa þar við sitt fag. ■ JÓN BERSI EUingsen baráttu- jaxl í HK fékk ekki kærkomna af- mælisgjöf frá félögum sínum á laugardaginn þegar liðið tapaði fyr- ir Aftureldingu á laugardaginn en hann átti einmitt afmæli þann dag. ■ SIGURÐUR Sveinsson, þjálfari HK, fékk heldur ekki góða afmælis- gjöf því hann átti afmæli á sunnu- deginum. ■ FRAMARAR notuðu þrjá mark- verði í leiknum gegn Víkingum. Auk þeirra Sebastíans Alexanders- sonar og Magnúsar Erlendssonar var Baldur Jónsson á leikskýrslu. Hann kom ekki mikið við sögu, en spreytti sig þó á einu vítakasti ■ DRJÚGUR hluti áhorfenda í Iþróttahúsi Fram var Mosfelling- ar. Þar voru á ferðinni allir leik- menn Aftureldingar, en Fram og Afturelding eigast einmitt við í toppslag nk. sunnudagskvöld. Danir og Norð- menn mætast áÓL UM helgina var dregið í riðla í handboltakeppni kvenna á Ólympíuleikun- um í Sydney í haust. Þar drógust frændþjóðirnar Noregur, sem er núver- andi heimsmeistari, og Danmörk saman í A-riðil. I riðlinum eru auk þess Brasilia, Austurríki og Ástralía. I hinum fimm liða riðlinum, B-riðli, leika Ungverjaland. Frakkland, Rúmenia, S-Kórea og Ang- ola. Svíar og Rússar ekki í sama riðli Einnig var dregið í riðla hjá körlum. Heimsmeistar- ar Svía og Rússar Ieika ekki í sama riðli, þannig að möguleiki er á að Svíar og • Rússar leiki enn einn úr- slitaleikinn. Riðlarnir *■ verða þannig skipaðir: A-riðill: Rússland, Júgó- slavía, Þýskaland, Egypta- land, Suður-Kórea, Kúba. B-riðill: Svíþjóð, Frakk- land, Spánn, Slóvenía, Túnis, Ástralía. Morgunblaðið/Sverrir Geir Sveinsson, þjálfari Vals, fylgist spenntur með af áhorfendapöllunum - með Framarann Sígurð Tómasson sér á hægri hönd. Haukar slökktu neist- ann hjá ÍR MEÐ frábærum fyrri hálf leik Hauka þegar þeir nýttu 18 af 25 sóknum sínum lagði Hafnarfjarðarliðið grunn að 28:24 sigri á ÍR í Hafnarfirði á sunnudaginn - miklu munaði að markverðir IR náðu aðeins að verja tvö skot fyrir hlé. Sigurinn var öruggari en tölurn- ar gefa til kynna því Haukar slökuðu á klónni með tíu stiga for- ystu um miðjan síðari hálfleik. Möguleikar ÍR á að ná í úrslita- keppni fara því dvínandi þó enn sé von en Haukar skelltu sér upp í fjórða sæti deildarinnar. Stefán Stefánsson skrifar Lítið fór fyrir markvörslu og vöm- um framan af leiknum á sunnu- daginn og eftir 8 minútur var staðan 6:6. Vöm Hauka var ekki árennileg og þar kom að hún lokaðist en við það kom sjálfstraustið í sókn- arleikinn og næstu 17 mínútumar skomðu Haukar tíu mörk en í R eitt. Eftir hlé lyftist brúnin á stuðnings- mönnum Breiðhyltinga því leikmenn vora greinilega ákveðnir í að gera betur. Engu að síður náðu Haukar að halda tíu marka mun fram að miðjum hálfleik en þá fór að slá á einbeiting- una svo að gestimir náðu að saxa á forskotið niður í 4 mörk, 25:21, þegar átta mínútur vora til leiksloka. Það dugði til að vekja Hafnfirðinga af væram blundi, þeir tóku sig saman í andlitinu og héldu fengnum hlut. „Ég held að menn hafi gert sér grein fyrir hvað mikið var í húfi og stigin mikilvæg og því gefið allt sitt í leikinn," sagði Oskar Armannsson, sem átti ágætan leik fyrir Hauka. „Við spiluðum frábærlega í fyrri hálf- leik en eftir hlé varð algert einbeit- ingarleysi þegar hver og einn reyndi upp á eigin spýtur en svona er hand- boltinn. Ég átti reyndar von á ÍR-ingum miklu grimmari því þessi leikur var einn af þeirra síðustu hálmstráum og er ekki frá því að þeir hafi verið full- fljótir að gefa leikinn frá sér.“ Petr Baumrak fór á kostum fram í síðari hálfleik og fagnaði marki með miklu fimleikastökki en nokkram mínútum síðar var hann kominn útaf með rautt spjald á bakinu. Jón Karl Bjömsson og Magnús Sigmundsson markvörð- ur vora ágætir eins og ungur piltur, Vignir Svavarsson, sem lét oft til sín taka. „Við voram afspymuslakir fyrir hlé og þar munað miklu um mark- vörsluna, sem var ekki góð hjá okk- ur,“ sagði Jón Kristjánsson, þjálfari og leikmaður IR, eftir leikinn. „Við fóram þá að flýta okkur um of og misstum Haukana of langt framúr okkur. Eftir hlé sáu menn að það var engin leið út úr vandanum nema að berjast fyrir sínu, markvarslan varð líka betri og menn sáu glætu en það er erfitt að vinna upp mun á móti liði eins og Haukum. Ég átti von á meiri baráttu í mínu liði þar sem mikið var í húfi en það er enn von um að komast í úrslitakeppni þó hún sé veik.“ ÍR- ingar náðu sér ekki á strik fyrir hlé og guldu fyrir það dýra verði. Erl- endur Stefánsson var nánast sá eini, sem þorði og náði að skjóta á mark Hauka en eftir hlé tók Ragnar Ósk- arsson við sér. HK auð- veld bráð NÓG var af mörkum þegar topplið Aftureldingar sótti HK heim í Digranes á laugardaginn en það var nánast það eina sem gladdi augað því hvorugt liðið náði að sýna sínar bestu hliðar. Ekki örl- aði á aðalsmerki þeirra HK-manna, baráttunni, svo þeir reyndust þrautreyndum Mosfellingum auðveld bráð í 27:32 sigri gestanna. Fram að fjórtándu mínútu var jafnræði með liðinum þó að hvorugt væri að sýna skemmtilegan handknattleik og stefán staðan 6:6. Þá fengu Stefánsson Kópavogsbúar tæki- skrífar færi til að ná forystu en hraðaupphlaup snerist í höndunum og í stað þess að hafa 7:6 og setja pressu á gestina fengu þeir á sig mark, misstu mann útaf og fram að hálfleik skoraðu þeir aðeins þrjú mörk á móti tíu gest- anna. Sigurður Sveinsson, þjálfari HK, kom inná eftir hlé til að blása mönn- um sínum baráttuanda í brjóst og það virtist að einhverju leyti ganga eftir en síðan fór aftur að halla undan fæti hjá heimamönnum þegar gest- irnir úr Mosfellsbænum náðu tíu marka forskoti. Eftir það var Ijóst hver færi með sigur af hólmi. HK-menn geta varla vænst sigurs án baráttugleðinnar, sem einkennt hefur liðið í gegnum árin en vantaði alveg á laugardaginn. Hlynur Jó- hannesson markvörður og skyttan Sverrir Björnsson náðu sér á strik í lokin en það var of seint og Óskar Elvar Óskarsson og Alexander Arn- arsson áttu góða spretti. „Ég er al- veg agndofa því ég var búinn að tala um fyrir leikinn að sigur gæti komið okkur upp í fjórða sæti deildarinnar en það er nokkuð sem við höfum stefnt að lengi og barist fyrir undan- farin ár,“ sagði Sigurður Sveinsson, þjálfari og leikmaður HK, ómyrkur í máli eftir leikinn. „Hér var hins veg- ar algert andleysi og ég veit ekki hvar leikmenn mínir vora með hug- ann því annan eins aumingjaskap hjá næstum hveijum einasta manni hef ég ekki séð lengi. Það var hrikalegt að þurfa horfa uppá þetta og vita að þessir leikmenn geta mikið meira." Annað hljóð var í strokknum hjá Skúla Gunnsteinssyni, þjálfara Aft- ureldingar, eftir leikinn. „Ég hef ekki komið oft hingað, hvort sem er með Stjörnunni, Val eða Aftureld- ingu og unnið með meira en fimm mörkum þannig að ég er mjög ánægður. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og mikið í húfi því hann skipti HK líka máli, svo að stig- in eru okkur kærkomin," sagði Skúli og svo virðist sem liðið sé að komast á skrið eftir hökt eftir áramót. „Eftir áramót þurftum við að skipta um gír og höfum keyrt upp æfingar eftir KA-leikinn. Það hefur skilað sér með betri vörn og markvarslan verið betri og við fengið hraðaupphlaup svo að það er stígandi í liðinu.“ Þor- kell Guðbrandsson, Gintas Galka- uskas og Gintaras Savukynas vora atkvæðamiklir og Bergsveinn Berg- sveinsson markvörður var ágætur. Magnús Már Þórðarson stóð fyrir sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.