Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.03.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2000 B 7 ÍÞRÓTTIR FRJALSIÞROTTIR/STORMOT IR Morgunblaðið/Sverrir Guðrún Arnardóttir og Susanna Kallur háðu harða baráttu um sigurinn í 50 m hlaupi kvenna á Stórmótinu. Guðrún hafði betur, Sus- anna varð önnur og Silja Úlf arsdóttir, lengst til vinstri, náði þriðja sætinu. Silju á vinstri hönd er Jenny Kallur er varð fjórða og loks er á ystu brautinni Guðný Eyþórsdóttir er varð í fimmta sæti. Stage farinn fráKA DANSKI leikmaðurinn Bo Stage, sem leikið hefur með KA í 1. deildinni í handknatttleik í vetur, hefur verið leigður til spænska liðsins Ciudad Real. Stage lék sinn síð- asta leik með KA gegn Fylki á sunnudag og fdr af landi brott í gær. Hann verður leigður út tímabilið á Spáni. Ciudad Real lýsti yfír áhuga á að fá Stage til sín og dskaði hann eftir að fara frá KA. Hann mun ekki leika með KA á næsta tímabili því hann hefur ekki tök á að koma til landsins af per- sdnulegum ástæðum. Ciud- ad Real er félag skammt frá Madríd og er um miðja 1. deild. Atli Hilmarsson, þjálfari KA, sagði engan bilbug á leikmönnum að finna þrátt fyrir að Stage væri farinn úr herbúðum þeirra. „Samstaðan verður meiri og við munum treysta á yngri leikmenn fyrir vikið.“ Þrefalt hjá Jóni Arnari Stórmót IR var haldið í Laugardalshöll fjórða árið í röð á sunnudagskvöldið. Mótið var hin mesta skemmtun þar sem jöfn og spennandi keppni var í öllum greinum, fjög- / ur Islandsmet voru slegin, auk margra vall- ar- og mótsmeta. ívar Benediktsson fylgd- ist með atganginum 1 Laugardalshöll og rabbaði við fremstu frjálsíþróttamenn landsins sem þarna luku keppni á innan- hússkeppnistímabilinu með bros á vör. að var sannarlega glæsibragur á frammistöðu keppenda á fjórða Stórmóti IR í frjálsíþróttum sem fram fór í Laugardalshöll á sunnu- dagskvöldið. Fjögur Islandsmet voru sett, eitt sænskt met var slegið og eitt írskt auk þess sem betri árangur náð- ist í stangarstökki kvenna en nokkru sinni fyrr hefur náðst á móti hér á landi. Jón Amar Magnússon, Tinda- stóli, setti þrjú Islandsmet, stökk 7,82 m í langstökki, hljóp 50 m grinda- hlaup á 6,76 skúndum, auk þess bætti hann eigið met í þríþraut. „Svona ganga hlutirnir fyrir sig þegar maður mætir heill til leiks auk þess sem ald- urinn og reynslan hefur sitt að segja,“ sagði Jón Amai' að keppni lokinni með bros á vör. Guðrún Arnardóttir, Armanni, kór- ónaði góðan árangur sinn upp á síð- kastið með því að stórbæta eigið ís- landsmet í 50 m grindahlaupi, kom í mark á 6,89 sekúndum. Jón Arnar kom ákveðinn til leiks, staðráðinn í að sýna hvað í honum býr. Strax í fyrstu grein þríþrautar- innar, 50 m grindahlaupi, hljóp hann af mikill ákveðni, tók forystu um mitt hlaup og hélt henni til loka þótt silfur- verðlaunahafinn í sjöþrautinni á EM um síðustu helgi, Roman Sebrle, frá Tékklandi, reyndi að sauma að Jóni. Tími Jóns var 6,76 og bætti hann þar með eigið íslandsmet um 3/100 frá því í íyrra um leið og hann bætti vallar- metið í Laugardalshöll um 2/100 úr sekúndu. Það setti Svunn Henrik Dagard á Stórmótinu í fyrra. Sebrle varð annar á 6,80 og Norðmaðurinn Tom Erik Olsson varð þriðji á 6,84. Jón Arnar náði þar með forystu í þríþrautinni, fékk 1.000 stig fyrir fyrstu grein, og lét frumkvæðið ekki afhendi. í kúluvai-pinu varpaði Jón lengst keppenda, 15,97 m í annarri umferð eftir að hafa varpað 15,19 í fyrstu at- rennu. Þriðja kast Jóns var síðan ógilt. Sebrle náði sér ekki á strik í kúluvarpinu, varpaði lengst 15,02 og varð annar en Olafur Guðmundsson varð þriðji með 14,26 m. Jón fékk 849 stig fyrir kúluvarpið og var því sam- tals kominn með 1.849 stig. Annað ís- landsmet Jóns Amars kom í lang- stökki þegar hann fór 7,82 m í annarri umferð í keppninni. Hann var mjög ákveðinn í öllum stökkum sínum, en það fyrsta og þriðja var ógilt. Annað stökkið heppnaðist hins vegar afar vel og þar bætti hann sex vikna gamalt met sitt um 6 sentímetra og hefur þar með bætt innanhússmetið um 11 sentímetra í vetur. Sebrle, sem er góður langstökkvari, náði ekki að svara Jóni og varð annar með 7,46 og Tom Erik Olsson tryggði sér þriðja sætið í langstökkinu, stökk 7,27, um leið og hann vann þriðja sætið í heild- arkeppninni með 2.549 stig. Sebrle varð annar með 2.703 stig en Jón Am- ar fékk 2.864 stig, setti íslandsmet í þríþraut og bætti fyixa met um 50 stig. Guðrún feikisterk Sigurhlaup Guðrúnar Arnardóttur í 50 m grindahlaupi var afar gott þar sem hún stakk andstæðinga sína hreinlega af, þar á meðal Susönnu Kallm-, Svíþjóð, sem hafnaði í sjötta sæti í 60 m grindahlaupi á EM fyrir rúmri viku. Margir bjuggust við að Kallur yi'ði of sterk fyrir Guðrúnu í Ijósi þessa, en önnur varð raunin. Guðrún fékk afar gott viðbragð, náði strax forystu og gaf hana aldrei eftir í afar kröftugu hlaupi. Islandsmet Guðrúnar frá því í fyrra, 7,01 sek- únda, stóðst ekki átökin. Metið bætti hún um 12/100 úr sekúndu og hljóp á 6,89. Kallur varð önnur á sænsku meti, 7,01 og systir hennar, Jenny Kallur varð þriðja á 7,26 sem er jaftit sænska metinu eins og það stóð fyrir hlaupið. Skömmu áður hafði Guðrún einnig komið fyrst í mark í 50 m hlaupi á 6,54 sekúndum, 10/100 frá íslandsmeti Geirlaugar B. Geiriaugsdóttur, Ár- manni. Susanna Kallur varð einnig að sætta sig við annað sætið í því hlaupi, Vernharð Þorleifsson lenti í níunda sæti á alþjóðlegu júdó- móti í Búdapest í Ungverjalandi um síðustu helgi. Fimm íslenskir landsliðsmenn í júdó tóku þátt í mótinu, sem gefur stig til þátttöku- réttar á næstu Ólympíuleikum. Vernharð, sem keppti á sunnu- dag, vann Rúmena í fyrstu umferð á ipponi og Júgóslava á þremur yuko á 6,56, og þriðja sætið féll Silju Úlf- arsdóttur, FH, í skaut. Silja hljóp á 6,59, 3/100 á undan Jenny Kallur. Einstaklega jöfn keppni var í undan- úrslitum og síðar í úrslitum 50 m hlaups karla og munaði aðeins 1/100 úr sekúndu á Bjarna Þór Trausta- syni, FH, og félaga hans, Sveini Þór- arinssyni, þegar upp var staðið í úr- slitum. Bjami sigraði á 6,09 og Sveinn varð annar á 6,10. Ólafur Sveinn, bróðir Bjarna Þórs, varð þriðji á 6,21. Reyndar átti FH einnig fjórða mann í hlaupinu, Óttar Jónsson, og því varð fjórfaldur FH-sigur í 50 m hlaupi karla. Irinn Brennan Reilly bætti eigið landsmet um einn sentímetra er hann vippaði sér yfir 228 m í annarri tili'aun. Vann hann öruggan sigur í greininni en Islandsmethafinn, Einar Karl Hjartai- son, varð annar með 221 m og var þrem- ur .sentímetrurn frá eigin meti. Einar reyndi síðan við íslandsmet og Ólympíu- lágmark, 225 m en náði ekki að komast yfir þá hæð að þessu sinni, en komst næst því í þriðju tilraun. Ekki er að efa að Einar á ekki langt í land með að ná takmarki sínu. Roman Fricke, Þýska- landi, Svíinn Christian Olsson og Mika Polku stukku allir yfir 2,16, en allir áttu þeir sameiginlegt að fella 221 í þrígang. í annarri umferð. Hann tapaði fyrir Hollendingi á ipponi í átta liða úr- slitum og fyrir Þjóðverja í uppreisn- arglímu á ipponi. Gísli Jón Magnús- son, sem keppti einnig á sunnudag, vann Rússa á ipponi í fyrstu umferð en tapaði fyrir Georgíumanni á ipponi í annarri umferð. Þorvaldur Blöndal og Vignir Grétar Stefánsson töpuðu báðir í ■ ÁTTA af af þeim frjálsíþrótta- mönnum úr ÍR sem keppt hafa á Ólympíuleikum áttu heimangengt og þekktust boð félagsins og voru heiðursgestir á Stórmótinu. Af- hentu sumir þeirra verðlaun, en allir voru þeir kallaðir út á gólf Laugardalshallarinnar áður en mótið var sett. Áttmenningarnir sem mættu eru: Örn Clausen, Óskar Jónsson, Jóel Sigurðsson, Reynir Sigurðsson, Stefán _ Sör- enson, Jón Þ. Ólafsson, Ágúst Ásgeirsson og Þórdís Lilja Gísla- dóttir. ■ EGILL Atlason, knattspyrnu- maður úr KR og sonur Atla Eð- valdssonar, landsliðsþjálfara í knattspyrnu, var á meðal kepp- enda í 50 m hlaupi á Stórmóti ÍR. Egill hljóp á 6,30 sekúndum í undanúrslitum sem nægði honum ekki til að komast í úrslit. ■ UNGLINGAMÓT ÍR var haldið í tengslum við Stórmótið og kepptu 15 og 16 ára unglingar á mótinu. Athyglisverður árangur náðist í nokkrum greinum. Jónas H. Hallgrímsson, FH, stökk 4,01 m í stangarstökki og setti drengjamet. ■ EINNIG var keppt í fullorðins- flokkum í nokkrum greinum. Meðal úrslita þar má_ geta að Guðný Eyþórsdóttir, ÍR, stökk 5,78 m í langstökki og Sverrir Guðmundsson, ÍR, lyfti sér yfir 4,51 m í stangarstökki. fyrstu umferð á laugardag. Bjarni Skúlason sat hjá í fyrstu umferð og vann Kanadabúa í annarri umferð en tapaði fyrir Tékka í 16 manna úr- slitum. íslenski landsliðshópurinn hélt til Tékklands eftir helgi og æfir með tékkneska landsliðinu fram að næstu helgi en þá verður haldið mót í Prag. Vernharð í níunda sæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.