Morgunblaðið - 14.03.2000, Page 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Cogley
til liðs við
Keflavík
Christie Cogley, 23 ára
bandarisk körfuknatt-
leikskona, er væntanleg
til liðs við Keflavík í dag
og leikur hún með liðinu
í úrslitakeppninni. Cogley
er skotbakvörður sem
einnig tekur mikið af frá-
köstum, enda hávaxin,
1,83 m á hæð. Hún lék
með Mercer-háskóla þar
sem hún lauk námi á síð-
asta ári en siðan lék hún
með liði í ABL-atvinnu-
deildinni í Banda-
ríkjunum, sem var Iögð
niður um áramót vegna
fjárskorts.
„Við urðum að styrkja
okkar lið fyrst KR fór út
á þessa braut því sterkir
erlendir leikmenn vega
svo þungt í þessari deild.
Eg tel að við höfum
vissulega átt möguleika á
að verða Islandsmeistarar
með óbreyttu liði en lík-
urnar aukast með þessu,“
sagði Kristinn Einarsson,
þjálfari Keflvíkinga, í
samtali við Morgunblaðið
í gærkvöld.
IfWMiMliii
Morgunblaðið/Sverrir
Ólöf Indriðadóttir og Jóna Björg Pálmadóttir fagna sætum sigri Gróttu/KR á Stjörnunni í gærkvöld.
Grótta/KR er þar með komið í undanúrslit en Stjarnan er farin í friið.
Grótta/KR í undan
úrslit í lýrsta sinn
GRÓTTA/KR tryggði sér í fyrsta sinn sæti í undanúrslitum
íslandsmóts kvenna í handknattleik þegar liðið lagði íslands-
meistara Stjörnunnar að velli 19:18 íæsispennandi leiká Sel-
tjarnarnesi í gærkvöldi. Grótta/KR mætir deildarmeisturum Vík-
ings í undanúrslitum.
FOLK
■ GEORGI Larin, aðstoðarþjálf-
ari kvennaliðs Hauka í hand-
knattleik, hélt upp á 65 hand-
knattleiksára afmæli sitt á
sunnudag. Honum varð ekki að
ósk sinni um sigur síns liðs á af-
mælisdaginn því Haukar féllu úr
keppni gegn Víkingi.
■ HELGI Jónas Guðfinnsson átti
góðan leik með RB Antwerpen
þegar liðið sigraði Gent, 82:73, í
belgísku úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik um helgina. Helgi lék í
26 mínútur og skoraði 18 stig en
hann hitti úr þremur af fimm 3ja
stiga skotum sínum og úr öllum 7
vítaskotum sínum. Antwerpen er
áfram í öðru sæti, fjórum stigum
á eftir toppliðinu Oostende.
■ SIGURÐUR Valur Árnason,
sem hefur skorað grimmt fyrir
hin ýmsu lið í neðri deildum
knattspymunnar undanfarin ár,
er genginn til liðs við 1. deildarlið
Tindastóls. Sigurður Valur, sem
skoraði 16 mörk fyrir Kormák í
3. deild í fyrra, skoraði tvívegis í
fyrsta mótsleik sínum með
Tindastóli þegar Sauðkrækingar
lögðu Njarðvík, 5:1, í deildabikar-
num á laugardaginn.
að var greinilegt að leikurinn
hafði mikla þýðingu fyrir bæði
lið því ofuráhersla var lögð á vamim-
ar, sem vom á köfl-
■■■■■■■ um stórkostlegar, en
Ingibjörg minna fór fyrir sókn-
Hinnksdóttir arleiknum.
Hvoragu liði tókst
að skora síðustu fjórar mínútur
venjulegs leiktíma en þá var jafnt
með liðunum 16:16. Liðin höfðu skipst
á um að hafa forystuna og hvort um
Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn
betur, yfirvegun einkenndi leik
þeirra, sóknirnar vora skipulagðar
og allt virtist snúast
. ..... þeim í hag. En
Hnnksdóttir Grótta/KR var ekki
skrifar komin í oddaleik á
heimavelli til að tapa
og þegar einbeiting Stjömustúlkna
dofnaði um miðjan fyrri hálfleik
gekk heimaliðið á lagið, skoraði
fimm mörk í röð og breytti stöðunni
úr 3:5 í 8:5. En Stjarnan náði að rétta
úr kútnum og var leikurinn í jafn í
leikhléi, 12:12.
sig hafði náð tveggja marka forskoti
um tíma. Ágústa Edda Björnsdóttir,
fyrirliði Gróttu KR, og Alla Gorkori-
an leiddu lið sitt til framlengingar af
miklum krafti. Grótta KR skoraði þrí-
vegis í fyrri hluta framlengingar og
hélt leikmönnum Stjömunnar alveg
niðri á sama tíma og Fanney Rúnars-
dóttir, sem átti frábæran leik í marki
Stjömunnar, varði vítaskot frá Ragn-
heiði Stephensen á sama tíma.
Stjaman reyndi að klóra í bakkann í
Spennan var allsráðandi í síðari
hálfleik, vamir beggja liða voru firn-
asterkar og h'tið skorað, Stjarnan
skoraði t.d. ekki nema tvö mörk úr
fyrstu 16 sóknum sínum í hálfleik-
num og Grótta/KR fjögur. Ótrúlegur
klaufagangur í sóknarleik Stjörn-
unnar á lokamínútum leiksins létti
Gróttu/KR róðurinn dálítið og var
fögnuður þeirra í leikslok ósvikinn.
Grótta/KR, sem byrjaði tímabilið
svo vel, er greinilega að ná sínum
fyrri styrk. Baráttan og leikgleðin
sem einkennir liðið er aðdáunarverð.
Alla Gorkorian og Ágústa Edda
síðari hluta framlengingar en tíminn
var of naumur og Grótta KR vann
sanngjarnan sigur 19:20.
Ágústa Edda, Alla Gorkorian og
Fanney Rúnarsdóttir bera lið Gróttu
KR uppi og léku þær best í liði sínu á
laugardag. Hjá Stjörnunni lék Guðný
Gunnsteinsdóttir best ásamt Ragn-
heiði Stephensen. Rut Steinsen lék
einnig vel í byijun og var það skrítin
ákvörðun hjá Eyjólfi Bragasyni,
þjálfara Stjömunnar, að taka hana út
af í síðari hálfleik fyrir Þóra B.
Helgadóttur sem er greinilega ekki
búin að ná sér af meiðslum og náði sér
ekki á strik í þessum leik.
Björnsdóttir, sem hafa verið jafn-
bestu leikmenn liðsins í vetur, áttu
enn einn stórleikinn þrátt fyrir að
hafa verið teknar úr umferð megnið
af síðari hálfleiknum.
Stjarnan þarf að sætta sig við það í
fyrsta sinn frá því að úrslitakeppni
var tekin upp að fara í sumarfrí um
miðjan mars og það vegna skorts á
einbeitingu á lokamínútum leiksins.
Guðný Gunnsteinsdóttir og Sóley
Halldórsdóttir léku best en það vakti
furðu að Eyjólfur Bragason þjálfari
skyldi ekki reyna að brjóta upp
sóknarleikinn þegar hvað verst gekk
í síðari hálfleiknum.
„Varnarleikurinn var hörkugóður
allan tímann, sóknarleikurinn var
svolítið stirður en það fylgir oft í
þessum leikjum þegar spennan er
svona mikil. Ég er svo stoltur af
stelpunum yfir þessari baráttu því
mér fannst halla á okkur með brott-
SÚKNARNÝTING
Annar leikur liðanna í 8 liða úrslitum,
leikinn í Garðabæ 11. mars 1999
Mörk Sóknir % Mörk Sóknir %
8 26 31 F.h 9 25 36
8 21 38 S.h 7 21 33
3 9 33 Frl. 4 9 44
19 56 34 Alls 20 55 36
4 Langskot 4
0 Gegnumbrot 4
2 Hraðaupphlaup 6
5 Horn 1
4 Lina 2
4 Víti 3
vísanir. Þær gáfust aldrei upp og
þetta er lýsandi fyrir þessar stelpur.
Það er ótrúlegur metnaður í hópn-
um,“ sagði Gunnar Gunnarsson.
„Þetta var alveg stórkostleg bar-
átta hjá stelpunum og ég get ekki
annað en verið í sjöunda himni. Það
var hrein unun að horfa á þær,“
sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari
Gróttu/KR, í sigurvímu eftir leikinn.
„Þetta era tvö sterk og jöfn lið
sem áttust við, annað þeirra hlaut að
detta út og því miður féll það í okkar
hlut að þessu sinni. Við fórum illa
með mörg upplögð marktækifæri og
þá greip um sig taugaveiklun sem
olli því að við misstum þetta frá okk-
ur í lokin. Ég óska Gróttu/KR til
hamingju með sigurinn og vil fá að
taka það fram að mér fannst dómar-
arnir komast vel frá þessum leik,“
sagði Eyjólfur Bragason, þjálfari
Stjömunnar.
SÚKNARNÝTING
Þriðji leikur liðanna í 8 liða úrslitum,
leikinn á Seltjarnarnesi 13. mars 2000
Grótta/KR Stjarnan
Grótta/KR Stjarnan
Mörk Sóknir % Mörk Sóknir %
12 22 55 F.h 12 22 55
7 25 28 S.h 6 25 24
19 47 40 Alls 18 47 38
5 Langskot 7
4 Gegnumbrot 0
3 Hraðaupphlaup 2
1 Horn 4
3 Lína 1
3 Víti 4
Spenna í Garðabæ
GRÓTTA/KR tryggði sér rétt til að leika oddaleik gegn Stjörnunni
þegar liðin mættust í Garðabæ á laugardag - vesturbæjarliðið
fagnaði sigri í framlengdum spennuleik, 20:19.