Morgunblaðið - 14.03.2000, Page 5

Morgunblaðið - 14.03.2000, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 2000 B 5 HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Ásdís Stálin stinn mættust að Hlíðarenda á sunnudagskvöld, þar sem Valsstúlkur knúðu f ram oddaleik við FH. Hér gætir Eivor Pála Blöndal þess að Sigrún Gilsdóttir nái ekki skoti að marki Vals. Þær mætast aftur I Kaplakrika i kvöld. Fáheyrðar sviptingar BIKARMEISTARAR Vals knúðu fram oddaleik við FH í átta liða úrslitum íslandsmóts kvenna með fræknum sigri á Hafnfirð- ingunum, 24:20, að Hlíðarenda á sunnudagskvöld. Edwin Rögnvaldsson skrífar Framan af benti fátt, ef eitthvað, til þess að liðin þyrftu að há loka- uppgjör í Kaplakrika um sæti í und- anúrslitum, því FH hafði fímm marka forystu, 16:11, er um þriðjungur var lið- inn af síðari hálfleik. En gestimir lærðu að aldrei skal van- meta bikarmeistara, jafnvel þótt þeir hafi verið í sjöunda sæti deildar- keppninnar er úrslitakeppnin hófst. Fátt annað virtist í spilunum en að þær rauðklæddu færu snemma í sumarfrí, en það var nokkuð sem þær sættu sig ekki við. Þær neituðu að leggja upp laupana, breyttu um vamaraðferð, sem ásamt öðru átti þátt í að snúa taflinu við - svo um munaði. Eftir að hafa verið fimm mörkum undir lögðu Valsstúlkur FH-inga að velli með fjögurra marka mun. Ahorfendur að Hlíðarenda urðu vitni að fáheyrðum sviptingum. Leikmenn Vals vom ekki ýkja sannfærandi í fyrri hálfleik, gerðu sig eins og áður segir ekki líklega til að fara með sigur af hólmi. Vaisstúlkur vom í erfiðleikum með framliggjandi vöm FH og sumar skottilraunir þeirra vom ekki líkar tilburðum ríkj- andi bikarmeistara. Um tíma leit út fyrir að FH styngi af. Þegar Drífa Skúladóttir gerði sextánda mark FH og jók forskot Hafnfirðinga í fimm mörk snemma í síðari hálfleik ákvað Ágúst Jóhanns- son, þjálfari Vals, að skipta um varnaraðferð. Heimamenn fóm í svokallaða 5+1-vörn. Fát kom á þær hafnfirsku, sem lentu tvívegis í því að vera einum leikmanni færri er Vals- stúlkur gerðu áhlaup sitt. Fyrirliðinn Brynja Steinsen skoraði með gegn- umbroti og í kjölfarið fylgdu tvö mörk Vals úr skyndiupphlaupum. Hið síðara, sem Árna Grímsdóttir skoraði, varð til með mikilli útsjónar- semi Biynju. Hún var síðan enn á ferðinni er hún fékk dæmt vítakast á FH er tæpar tólf mínútur voru eftii-. Ur því skoraði Sigurlaug Rúna Rún- arsdóttir og jafnaði metin, 18:18. Mark Sigurlaugar var hið fyrsta í fimm marka hrinu hennar, en hún gerði sex af síðustu sjö mörkum liðs- ins - alls níu mörk í leiknum. Sóknarleikur FH var hraninn og til að bæta gráu ofan á svart vora tveir lykilmenn FH teknir úr umferð, þær Hrafnhildur Skúladóttir og Þór- dís Brynjólfsdóttir, er gestirnir vora leikmanni færri. Hrafnhildi auðnað- ist þó að jafna aftur, 19:19, en hljóp síðan á vegg í viðleitni sinni að halda liði sínu á floti - Berglind íris Hans- dóttir varði frá henni í dauðafærí á tilkomumikinn hátt. Hefði Hrafn- hildur komist á bragðið þar skal ósagt látið hver framvinda mála hefði orðið. En uppúr stendur að FH gerði tvö mörk úr síðustu tólf sóknum sín- um. Ólíklegt er að hið sama verði uppi á teningnum í Kaplakrika í kvöld, þeg- ar liðin leika til þrautar um sæti í undanúrslitum. Þar verður barist til síðasta blóðdropa. Hvort lið um sig hefur haldið sínu á heimavelli, þótt bæði hafi þau farið óhefðbundnar leiðir til þess. Ljóst er að eitthvað verður undan að láta, en það verður ekki baráttulaust. Brynja Steinsen gefurtóninn fyrir oddaleik FH og Vals Barátta uppálíf og dauða í Kaplakrika BRYNJA Steinsen, fyrirliði Vals, kvaðst hafa verið þess fullviss að liði sínu tækist að fara með sigur af hólmi að Hlíðarenda á sunnu- dag - jafnvel þótt það hefði lengstum átt við ramman reip að draga og munurinn hefði verið mikiil. Mér leið bara þannig allan tím- ann. í hálfleik var talað um að við væram of æstar og eitthvað því um líkt, en ég hef aldrei verið afslöppuð um ævina. Eg vissi bara að við áttum að vinna þennan leik,“ sagði Brynja. „Við breyttum um vörn og það sló þær bara út af laginu. Þær höfðu líka á bak við eyrað að þær áttu einn aukaleik inni. Það var annaðhvort að standa sig þessar síðustu þrjátíu mínútur, annars hefði tímabilið verið á enda. Við ætlum að taka þennan titil,“ sagði fyrirliðinn. Brynja sagði að liðið hefði einsett sér að gera ekki sömu mistökin og það gerði í fyrri leik liðanna í SÚKNARNÝTING Annar leikur liðanna í 8 liða úrslitum, leikinn í Reykjavík 12. mars 2000 Valur FH Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % 8 16 24 21 26 47 38 F.h 11 62 S.h 9 51 Alls 20 21 52 27 33 48 42 3 Langskot 2 5 Gegnumbrot 4 4 Hraðaupphlaup 2 4 Horn 4 3 Lína 1 5 Víti 7 Kaplakrika á föstudagskvöld, þegar Valur glataði tvegga marka forystu undir lok hefðbundins leiktíma og tapaði síðan í framlengingu. „Við klúðruðum þessu í síðasta leik og við vissum alveg hvað við áttum ekki að gera í þessum leik. Enda sást það í lokin að við reynd- um að skjóta í mjög öruggum fær- um og komast hægt og bítandi inn í leikinn.“ Brynja átti einnig erfitt með að lýsa hugsanlegum viðbrögðum sín- um ef liðið hefði tapað fyrir FH á sunnudag, datt einna helst í hug að allt liðið færi hreinlega yfir um á vitsmunum. „Það var eins gott að þetta hafðist,“ sagði hún. Um oddaleikinn, sem fram fer í kvöld, sagði Brynja: „Þetta verður bara upp á líf og dauða. Það kæmi mér ekkert á óvart þótt nokkrar færa þaðan með sjúkrabíl.“ Harpa Melsted, fyrirliði Hauka Heppnin var með Víkingum „HEPPNIN var með Víkingum í þessum leik því allt féll þeim í skaut. Þær tóku okkur mikið úr umferð og við náðum ekki að vinna okkur úr vandanum. Það er heldur ekki möguleiki að vinna leik með þeirri dómgæslu sem við urðum vitni að í dag,“ sagði Harpa Melsted fyrirliði Hauka. „Ég er mjög ósátt við dómar- ana. Það að láta unga dómara dæma jafn mikilvægan leik og þennan gengur ekki upp. Þeir höfðu engin tök á leiknum. Það var nóg fyrir Víkinga að kvarta til þess að fá sínu framgengt. Sem dæmi fengu Víkingar ara- grúa af vítum en við fengum að- eins eitt víti og fórum oftar út af. Þá dæmdu þeir fjórum sinn- um af okkur mark.“ Harpa sagði að Haukum hefði ekki gengið nægilega vel í vetur en að liðið hefði náð sér lítillega á strik eft- ir þjálfaraskipti. „Við fundum að liðið gat vel unnið deildarmeist- ara Víkinga, sem era ekki með besta liðið í deildinni að mínu mati. Mér finnst mörg önnur lið geta unnið Víkinga enda sýnd- um við að þrátt fyrir að lenda í áttunda sæti vorum við nálægt sigri.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.