Morgunblaðið - 17.03.2000, Síða 6
6 D FÖSTUDAGUR17. MARS 2000
DAGLEGT LIF
MORGUNBLAÐIÐ
ELDRI KONA
MEÐ ÞUNGLYNDI
Við sjálf verstu
dómaramir
ekki síður mikilvæe en
líkamsræKt
Skilningsleysi á geðsjúk-
dómum veldur fordómum en
stundum eru sjúklingarnir
sjálfír verstu dómararnir.
Hrönn Marinósdóttir ræddi
við tvo þunglyndissjúklinga
og iðjuþjálfa sem segir geð-
rækt ekki síður mikilvæga
en líkamsrækt.
MorgunblaðWÁsdís
Elín Ebba Ásmundsdóttir segir fordóma og skort á um-
burðarlyndi gagnvart geðsjúku fólki vera algenga.
VEEKINDI mín eru mikið feimnis-
mál,“ segir kona um fimmtugt. Hún
hefir verið þunglynd í mörg ár en
horfðist fyrst í augu við sjúkdóminn
fyrir tveimur árum og var þá lögð
inn á geðdeild. „Þá fannst mér ég
vera komin á endastöðina, algjör
aumingi sem ekki var viðbjargandi.
Þvilíkur ósigur. Ég var í stjómunar-
stöðu í vinnunni en talaði aldrei um
þunglyndi við neinn því ég var viss
um að falla í áliti ef fólk frétti af
þessu. Þegar ég fór fyrst á spítala
bað ég börnin mín tvö í fyrsta skipti
á ævinni um að ljúga fyrir mig, ekki
mátti segja neinum að ég væri veik
á geði. Skömmin er svo mikil.
Ennþá er ég að beijast við þá
ranghugmynd að þunglyndi sé aum-
ingjaskapur. Ég veit
þetta er sjúkdómur en ég
Iít samt sem áður svo á
málin. Bömin mín sem
komin era á fullorðins-
aldur hafa hins vegar
enga fordóma og tala opinskátt um
þunglyndi. Það sýnir kannski kyn-
slóðabilið en sjúklingamir sjálfir
eru oft verstu dómaramir."
Streita og svartsýni allt lífið
Konan segist aldrei hafa talað um
tilfinningar sínar. „Ég er er eins og
karlamir, vil helst ekki ræða slík
mál enda alin þannig upp.“ Líf sitt
segpr hún hafa einkennst af stöðugri
streitu alveg frá bamæsku og hún
hefur lengi verið svartsýn. „ Vinnan
var mitt deyfilyf, þar hamaðist ég
daglangt, svo tók sjónvarpið við á
kvöldin og siðan svefninn. Ég gaf
mér aldrei ráðrúm til þess að hugsa
nema í fríum en þá lagðist ég oftast
upp í rúm. Uppeldi á börnunum
varð að skyldurækni, ég hef verið í
nokkram samböndum en flosnað
hefur uppúr þeim öllum vegna
ranghugmynda. Ég var góð í að
ímynda mér alltaf það versta.
Einn daginn fór ég heim úr vinn-
unni og fann að ég gat ekki meira,
heimurinn bókstaflega hrandi. Ég
fór til læknis sem sendi mig á geð-
deild Landspítalans og þar lá ég í
tvo mánuði án þess að segja orð.
Mér líður betur núna en fer aldrei
aftur í vinnuna, jafnvel þótt ég viti
að þeir vilja fá mig aftur. Niðurlæg-
ingin er of mikil.“
Þunglyndi herjar misjafnlega á
fólk en einkennin geta verið m.a.
kvíði, framtaksleysi, svartsýni, lík-
amlegir sjúkdómar eða verkir og
svefntraflanir. Algengt er meðal
þunglyndra að treysta sér ekki til að
gera hlutina.
Flestir úr hópi þunglyndra þekkja
hve mikið átak það getur verið að
þrífa sig, að fara í bað eða sturtu.
Margir láta það einfaldlega ógert.
„ Að koma sér fram úr rúminu á
morgnana getur einnig verið hrein-
asta helvíti og hversdagslegir hlutir
eins og að ryksuga og setja í þvotta-
vélina getur verið kvöl og pína.
Ég þori stundum ekki á fætur, get
ekki horft í augu við allt sem ég þarf
að gera þann daginn jafnvel þótt lít-
iðsé.
Mikilvægt er því að setja sér
markmið, til dæmis að koma í iðju-
þjálfun dag hvem, sem
stundum getur verið
mikið átak, en ef maður
mætir ekki fær rnaður
sektarkennd og h'ður
ennþáverr.
Við eramþó ekki „skömmuð" ef
við mætum ekki. Þannig læram við
að taka ábyrgð á okkur sjálfum."
Konan hefur sótt iðjuþjálfun í
nokkurn tíma og er fyrst núna farin
að blanda geði við fólkið. „í upphafi
leit ég niður á hina, fannst allir svo
vonlausir.
Ég sat bara og gerði ekki neitt.
Nú hef ég meiri áhuga á þvf sem hér
fer fram og er farin að tala við ann-
aðfólk."
Sálfræðiaðstoð ekki niðurgreidd
Talið berst að örorkubótum og í
Ijós kemur að konan fær um 80.000
krónur á mánuði í bætur. „Ég fylli
þann flokk Davíðs sem er hvað verst
settur. Bæturnar era svo lágar að
ég hef ekki eftii á meðferð hjá sál-
fræðingi. Kerfið er þannig að
Tryggingastofnun greiðir fyrir að
hluta geðlæknisþjónustu en ekki
sálfræðiþjónustu.
Þunglyndislyfin hjálpa okkur upp
að vissu marki en mikilvægt er einn-
ig að eiga þess kost að hitta sálfræð-
ing. Að eiga góða að er líka afar
mikilvægl ," segir konan. „Skiln-
ingsrík fjölskykla eða félagar era
nauðsynlegir þegar svona bjátar á.
Þetta hafa verið erfið tvö ár en ég er
rólegriog sáttari en ég hef áður
verið. Ég upplifi mig eins og lítið
barn scm þarf að læra að ganga. Ég
þarf virkilega að læra að lifa upp á
nýtt, taka eitt skref í einu.“
FORDÓMA gagnvart geð-
sjúkum má kannski
rekja allt til sautjándu
aldar, til hinnar svoköll-
uðu skynsemisaldar
þegar sturlun var talin andstæða
skynsemi. Á Vesturlöndum urðu þá
til tveir hópar manna: skynsamir og
óskynsamir. Geðsjúklingamir höfðu
áður verið hluti af samfélaginu en
voru nú fyrst innilokaðir á hælum
sem byggð voru fyrir holdsveika en
sá sjúkdómur var þá í rénun. Ætli
tímamir hafi breyst eða er fólk með
geðræn vandamál enn útilokað frá
samfélaginu?
Elín Ebba Ásmundsdóttir, for-
stöðumaður iðjuþjálfunar á geðdeild
Landspítalans og lektor við Háskól-
ann á Akureyri, segir fordóma og
skort á umburðarlyndi gagnvart fólki
sem þjáist af geðrænum kvillum vera
algenga hér á landi. „Það er hluti af
geðvemd að láta í sér heyra og reyna
að hafa áhrif á umhverfi sitt,“ segir
Eh'n Ebba. ,Áf ótta við fordæmingu
em fáh' hins vegar nægilega Iqarkað-
ir til þess að koma fram undir nafni,
þeir em hræddir um að eyðileggja
fyrir sér framtíðina."
Erfitt er að mati Elínar Ebbu að
skilja hvers vegna fremur sé htið nið-
ur á fólk sem á í vandræðum með til-
finningar sínar en þá sem þjást af
hjartasjúkdómum svo dæmi sé tekið.
„Álmenningsálitið er að geðsjúkir séu
ofbeldishneigðir, fjölmiðlar láta það
oft fylgja fréttinni ef geðsjúkur mað-
ur ræðst á annan en aldrei er tekið
fram ef afbrotamaðurinn er með syk-
ursýki! Staðreyndin er sú að ofbeldi
er síst algengara hjá geðsjúkum en
öðm fólki. Ég gæti til dæmis verið í
mehi hættu á Laugaveginum en hér
inni á geðdeild. Geðsjúkir em upp til
hópa mjög ljúft fólk, traustsins verðir
og ekkert öðravísi í útliti en aðrir,
eins og oft er haldið fram í kvikmynd-
um.“
Margt hefur þó breyst til batnaðar
í þjóðfélaginu, að mati Elínar Ebbu,
umræðan er orðin meiri og átak
Landlæknisembættisins hefur skilað
árangri. „Fleiri leita sér aðstoðar áð-
ur en í algjört óefni er komið. Þeir
koma meðal annars á göngudeild geð-
deildar við Hringbraut og fá hjálp í
stað þess að bíða of lengi og þurfa
kannski að leggjast inn á spítala.
Aukning hefur einkum orðið meðal
yngra fólks. Hluti af göngudeildar-
sjúklingum er beint í iðþjuþjálfun til
frekari greiningar og mats.“
Kvíin hans Keikós
Daglega sækja um 40 manns iðju-
þjálfun á geðdeild Landspítalans við
Hringbraut en þar fer fram þjálfim,
mat, greining og ráðgjöf.
Líta má á iðjuþjálfunina eins og
kvína hans Keikós," segir Elín Ebba.
„Margir em hér tímabundið áður en
það tekur þátt í lífsins ólgu sjó á ný.“
í iðjuþjálfun er stuðlað að upp-
byggingu sjálfsmats og sjálfsbjargar-
viðleitni fólks en margir með geðsjúk-
dóma þurfa meira en lyf og
viðtalsmeðferð, að sögn Elínar Ebbu.
„Vandamálin em mjög einstaklings-
bundin og oft flókin. Greind er fæmi
fólks til iðju sem flestum þykir sjálf-
sögð svo sem að mæta dag hvem í
vinnu eða skóla, sinna foreldrahlut-
verki, tómstundum og þar fram eftir
götunum. Margir geðsjúkir eiga erfitt
með að koma sér upp dagskipulagi,
þeir þurfa aðstoð og stuðning til þess
að koma sér af stað.“
Aðstaðan í iðjuþjálfuninni er góð en
þar getur fólk sinnt vinnu eða tóm-
stundum, fengið starfsþjálfun, félags-
lega þjálfun og aukið samskipta-
hæfni. Lestraraðstaða með tölvum er
fyrir fólk sem stundar nám.
Eh'n Ebba segir markmiðið að ná
til fólks áður en það flosnar uppúr
vinnu eða skóla. „Það skiptir svo
miklu máh að ná til fólks áður en
sjálfsímyndin hefur beðið hnekki.
Erfittað
sinna hvers-
dagslegri iðju
Drykkjuskapur unglinga
Hin dapurlega niðurstaða að danskir
unglingar drekka meira en jafnaldrar í
Evrópu hefur leitt til átaks gegn ung-
lingadrykkju, segir Signin Davíðsddttir.
Höfuðáherslan er á að virkja foreldrana.
TÖLURNAR tala sínu skýra
máli. Danskir unghngar
drekka mun.meira og oftar
en jafnaldrar þeirra í Evrópu. Af
krökkum á því skólastigi, sem
samsvarar íslenskum 10. bekk hafa
82 prósent danskra krakka verið
drakkin á undanfarandi ári, en ann-
ars staðar í Evrópu em þetta 48
prósent. í Danmörku hafa 34 prós-
ent strákanna og 30 prósent stelpn-
anna verið dmkkin tíu sinnum eða
oftar á undanfarandi ári. í Frakk-
landi era sambærilegar tölur fjögur
prósent og eitt prósent.
En tölur sýna einnig að neyslan
fer vaxandi, því könnun 1995 sýndi
að sex prósent danskra krakka í 10.
bekk höfðu verið full sex sinnum eða
oftar á undanfarandi ári, en í fyrra
var þessi tala komin upp í tíu prós-
ent. Og í þessum aldurshópi em líka
þeir sem neyta meira af áfengi á
viku en dönsk heilbrigðisyfirvöld
HVAÐ
ERTIL
IRiAÐA
nota sem viðmiðun fyrir fullorðna.
Viðmiðunin er að ekki sé hollt að
neyta sem samsvarar 14 bjóram á
viku fyrir konur, 21 bjórs á viku fyr-
ir karla. Sautján prósent af strákum
í 10. bekk neyta meira en þessa og
tólf prósent af stelpunum gera það.
Með þessar tölur í höndunum hef-
ur danska heilbrigðismálaráðuneyt-
ið því hafið herferð til að draga úr
drykkjunni. Hugmyndin er að reyna
að ná til foreldranna í gegnum
skólasamstarfið og fá þá til að taka á
vandanum, en einnig að fá skólana
til að huga að áfengisneyslunni.
Foreldramir era
mikilvæg fyrirmynd
Séð í stærra samhengi er það ekki
undarlegt að danskir unglingar
drekki mikið, því áfengisneysla er
almennt mikil í Danmörku og sú
langmesta á Norðurlöndum. Það
ber í vaxandi mæli á að Danir neyti
áfengis eins og aðrar þjóðir, sem að
meðaltali drekka mikið, til dæmis
Frakkar, það er drekki með mat og
ekki til að verða dmkknir. Samt sem
áður virðist enn mjög mikið af
áfengisneyslunni vera til að komast
undir áhrif. Það er þessi fyrirmynd,
sem blasir við unghngunum og hér
sýna rannsóknir að áhrif foreldr-
anna era mikil. Venjur þeirra em
ki’ökkunum fyrirmynd og um leið er
ábyrgð foreldi-anna mikil.
Bandarísk könnun, sem dönsk
heilbrigðisyfirvöld styðjast við, sýn-
ir að ef foreldrunum fannst í lagi að
krakkarnir drykkju þá dmkku þeir
krakkai- tífalt á við krakka, sem áttu
foreldra er beittu sér gegn því að
þeir drykkju áfengi. Og því betra
sem samband foreldra og barna er
því frekar fara krakkamir eftir því
sem foreldrarnir segja þeim.
í viðbót við mikla neyslu danskra
unglinga er áberandi að þeir byrja