Morgunblaðið - 17.03.2000, Side 7

Morgunblaðið - 17.03.2000, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTubÁGÍJR117. MÁRS 2000 t Bandarísk könnun, sem dönsk heilbrigðisyfirvöld styðj ast við, sýnir að ef foreldrunum fannst í lagi að krakkarnir drykkju þá drukku þeir krakkar tífalt á við krakka, sem áttu foreldra er beittu sér gegn því að þeir drykkju áfengi. snemma að drekka. Meira en helmingur krakka í 5., 6. og 7. bekk segjast hafa drukkið áfengi með foreldrum sínum og um sextán prósent krakk- anna segjast hafa verið drukkin með foreldrunum. Um þriðjungur krakka á þessum aldri segja að for- eldrunum þyki allt í lagi að það sé drukkið áfengi á skólasamkomum, þeir for- eldrar vilji ákveða hversu mikið sé drukkið, hvar og hvenær. Það er því stór hópur danskra krakka, alveg niður að tíu ára aldri, sem álíta að það sé í lagi foreldranna vegna að þeir drekki. Áhyggjumar, sem heilbrigðis- yfirvöld hafa af þessu, eru að þeg- ar krakkar byrja snemma að neyta áfengis byrja þau líka snemma á ýmsu öðru, til dæmis að reykja og nota hass. Um 40 prósent þeirra sem drekka mikið hafa líka prófað að reykja hass, meðan aðeins fjór- tán prósent af öðrum en þeim sem mest drekka hafa prófað hass. Aðrir fylgifiskar áfengisneyslu krakka Geðheilsa undirstaða heilbrigðis Góð geðheilsa er undirstaða heibrigðis og vellíðunar, að mati Elínar Ebbu, en minna l ':\ er lagt upp úr geðrækt í okkar samfélagi en lík- amsrækt. „Æ fleiri rann- sóknir styðja að undir- rót flestra meina er langvarandi streita. Það truflar líkamsstarfsem- ina ef viðvörunarkerfið er alltaf í gangi og það 7 getur leitt til andlegra j sem og líkamlegra sjúk- ,7 dóma. Margt er streitu- / valdandi í okkar umhverfi, j jafnvel jákvæðir þættir eins W og að gifta sig, eiga böm og kaupa sér bíl og íbúð. Mis- jafnt er hve fólk þolir vel streitu af lífeðlislegum ástæð- um, en sálfræðileg áföll verða einnig til þess að veikja mótstöðu- kerfið, svo og ýmsir félagslegir og umhverfislegir þættir, til dæmis fá- tækt, atvinnuleysi, kyn og kynþátt- ur.“ Geðheilsuefling miðar að því að gera fólk meðvitaðra um hvað getur styrkt það til dæmis í streitustjómun, að sögn Elínar Ebbu sem segir flesta hafa skilning á mikilvægi hreyfingar, holls mataræðis, nægs svefhs og að halda sig frá vímugjöfum. „Það er mjög mikilvægt til þess að halda góðri geðheilsu en færri hugsa um að sinna tilfinningalegum þörfum sem snúast oft um að tjá tilfinningar sínar og tala um líðan sína. Taka þarf rétt á málum strax í barnsæsku, í skóla og á heimil- um. Umsjón barna ætti að kenna á framhaldsskólastigi. Geðheilsuefling tengist einnig því vitræna sem margir fullnægja í skóla eða vinnu eða með áhugamálum. Geðsjúkir, sem ekki geta unnið, stundað skóla eða haft áhugamál, eru oft illa staddir að þessu leyti. Andlega þörfin er ekki síður mikilvæg sem fólk fullnægir oft í gegnum trúarbrögð, góðgerðar- starfsemi eða hvaðeina sem hefur gildi og þýðingu fyrir einstaklinginn.“ Geðrækt er því ekki síður mikilvæg en líkamsrækt, að mati Elínar Ebbu. „Líkamsrækt er nú í tísku en ég er viss um að geðheilsuefling verður vin- sæl eftir nokkur ár. Undirstaða al- menns velfamaðar er að hafa geð- heilsuna í lagi.“ aðir fleiri valmöguleika. „Þeir geta svo dæmi sé tekið valið á milli þess að fara til geðlæknis eða sálfræðings en hinir ekki þar sem Tryggingastofnun ríkisins niðurgreiðir ekki sálfræði- kostnað. Það er oft nauðsynlegt að auka innsæi fólks, fæmi og sjálf- straust sem aðrir fagaðilar en læknar hafa sérhæft sig í. Slík þjónusta getur verið tímafrek og nútímaþjóðfélagið vill ekki að hlutir taki tíma. Fremur er byggt á lausnum sem virka fljótt en minni áhersla lögð á endingar- tímann.“ „Margl er streituvaldandi í okkar þjóðfélagi, jafnvel jákvæðir hlutir eins og að gifta sig, eiga börn, kaupa sér bíl eða íbúð“, segir Elín Ebba. ast um að ástandið sé skárra hérlend- is. í þjóðfélaginu skortir umburðar- lyndi gagnvart geðsýki," segir hún. „Stjómendur fyrirtækja gætu til dæmis boðið starfsmönnum með geðsjúkdóma að minnka við sig vinnu tímabundið, slíkt getur skipt sköpum. Eins að leita eftir sérfræði- aðstoð fyrir vinnustaðinn í heild, far- sælast er að einangra ekki vandamál- ið við einn einstakling. Umhverfið getur verið geðheilsuspillandi og geð- heilsuvemdandi. Ef ekki fæst réttur stuðningur frá vinnustaðnum getur sjálfstraustið brotnað niður hjá við- komandi á mjög skömmum tíma.“ Vel efnaðir betur staddir Geðvemd felst í að hafa val, að mati Elínar Ebbu en hér á landi hafa efn- Geðheilsu- efling miðar að þvi að gera fólk meðvit- aðra um hvað getur styrkt það Fólk með lélegt sjálfsmat á erfitt með að tjá sig sem áhrif hefur á sam- skiptahæfni og daglegt líf.“ Greining tekur minnst tvær vikur, að sögn Elínar Ebbu, og ef fólk er til- búið í þjálfun dvelur það í iðjuþjálfun mismunandi lengi eftir þörfum. Geðheilsuspillandi umhverfi Fordómar gagnvart geðrænum sjúkdómum eru ekkert séríslenskt vandamál, að sögn Elínar Ebbu. „í breskri könnun kemur meðal annars fram að 34% geðsjúkra hafa þurft að hætta í vinnu jafnvel þótt þeir hafi viljað starfa áfram en vegna nei- kvæðni og vantrúar á hæfileikum þeirra hafa þeir ekki fengið tækifæri. Samkvæmt sömu könnun misstu 26% hús- næði sitt vegna geðsjúk- dóma. Ég ef- UNG KONA MEÐ ÞUNGLYNDI Ha, ert þú á lyfjum? UNG KONA með þunglyndi sem hefur undanfarna mánuði sótt iðju- þjálfun á geðdeild Landspítalans vill ekki láta nafns míns getið Jþví hún stundar nám við Háskóla Islands og er hrædd um að samnemendur hennar og kennarar líti hana öðrum augum ef hún segir frá sjúkdómn- um. „Það gæti jafnvel haft neikvæð áhrif á atvinnutækifærin mín í fram- tíðinni. Ég hef ekki heldur sagt öll- um vinum mfnum frá þunglyndinu því fólk hefúr svo lítinn skilning á geðrænum sjúkdómum, heldur jafn- vel að við séum heimskari en aðrir. Viðbrögðin hjá þeim sem ég segi frá eru oft: „Ha, ert þú á lyfjum?" Fordómamir eru alls staðar. Fólk sem þekkir mann vel segir jafnvel að maður eigi að taka sig saman í andlitinu.“ Konan sem nú er um þrítugt segist hafa verið glaðvært bam, allt lék í lyndi en þegar hún var 13 ára flutti Qölskyldan í annað hverfi og hún þurfti að skipta um skóla og félagsskap. „Ég man að mér leið mjög illa, vildi alls ekki flytja en þorði ekki að tala um líðan mína við foreldrana, því álagið var svo mikið á þeim. Nú veit ég að nauðsynlegt er að tala um tilfinning- ar. Það er eðlilegt að verða stundum leiður eða láta hluti hafa áhrif á sig. Það er í lagi að gráta og það tilheyr- ir ekki endilega kvenfólki. Maður á ekki að byrgja tilfinningar sínar inni.“ f menntaskóla fann yngri konan fyrst fyrir þunglyndiseinkennum en leitaði sér ekki hjálpar. Ástandið fór stigversnandi og einn daginn í vinn- unni, nokkmm ámm sfðar byijaði hún að gráta og grét viðstöðulaust í nokkra daga. „Mér leið herfilega. Geðlæknir ráðlagði mér að minnka við mig vinnu sem ég gerði en eftir nokkurn tfma hætti ég alveg. Ég var sett á geðlyf en si'ðan flyt ég til út- landa og dvel þar hátt í áratug. Fljótlega eftir komuna út kemur fyrsta áfallið. Ég hafði steftit að inn- tökuprófi í skóla en á leiðinni þang- að fæ ég áfall með þeim afleiðingum að helmingur líkamans dofnaði upp. Ég jafnaði mig á nokkmm dögum en síðar komu tímar sem ég treysti mér ekki úr húsi, fannst allir vera að horfa á mig og ég hætti að geta sof- ið, vakti allar nætur. Ég var líka mikið ein því eiginmaður minn þá- verandi var í mikilli vinnu. I fjögur ár sótti ég tíma þjá sálgreini og eftir þann tíma leið mér ekkert betur, fannst ég vera vonlaust tilfelli. Eftir á að hyggja hefði verið betra að koma heim og tala við ís- lenska fagmenn sem skildu mig bet- ur. Árunum milli tvftugs og þrítugs eyddi ég í algjört vonleysi, sjálfsagt eru þetta verstu ár ævi minnar. Ég náði mér þó á alltaf á strik inni á milli og fór til vinnu, byijaði en hætti fljótt. Þrisvar hóf ég í háskóla- nám en gafst fljótlega upp. Það var of mikið álag.“ Líkamlegir sjúkdómar fylgja Þunglyndi fylgja ýmsir líkamlegir kvillar. Unga konan seg- ist aldrei hafa verið eins slæm fbakinu og þegar henni leið sem verst en auk þess var hún með stöðugan höfuðverk. „Ég var tíður gestur hjá alls kyns sérfræðingum en án árangurs. Eftir að ég hóf meðferðina hérna heima hefur bakverkurinn lagast mikið og höfuðverkurinn nánast horfið. Annar neikvæður fylgifiskur þess að vera með þunglyndi er sá að ég hef fitnað. Maður horfir í spegil og spyr hvaða manneskja er þetta eig- inlega. Ofþyngd er því einn bagginn í viðbót sem ég verð að takast á við.“ I sumarfríi fyrir tveimur árum, leitaði ég hingað á Landspftalann, talaði við sérfræðing sem var undir- rótin að því ég ákvað að koma alfar- ið heim. Eftir að ég kom heim rann hjóna- bandið út f sandinn en ég á góða fjöl- skyldu sem styður vel við bakið á mér. Ég á í miklum erfiðleikum með að stunda nám og hef alltaf verið prófhrædd. í dag er staða mín sú að ég kem hvem dag hingað í iðjuþjálf- un, auk þess sem ég hitti sálfræðing einu sinni í viku og geðlækni sjaldn- ar. Allt þetta er lífsnauðsynlegt fyr- ir mig. Ég mæti í iðjuþjálfun til að læra, fá aðhald, aðstoð og stuðning til að geta stundað námið f Háskól- anum. í fyrsta sinn fyrir jólin gat ég lokið prófum f langan tíma og fékk góðar einkunnir. Það er mikilvægt að einangra sig ekki og takast á við verkefni á hveijum degi til að viðhalda ekki þunglyndinu en einmitt þetta er svo erfitt þegar maður er þunglyndur." Mikilvægt er að einangra sig ekki eru slys og slagsmál og kynlíf án þess að notaðar séu verjur. Hvað er til ráða? I samstarfi foreldra og skóla eru danskir foreldrar hvattir til að hug- leiða hvemig best sé að kenna krökkunum að umgangast áfengi af skynsemi. í því sambandi vaknar oft spurningin hvort það bitni á krökk- unum ef foreldrar eru strangir. Hér er ráðleggingin eindregið sú að for- eldrarnir tali saman um afstöðuna til áfengis og krakkann. Foreldrar verða að vera sér með- vitaðir um að þeir hafa áhrif og eiga alveg endilega ekki að hika við að hafa skoðun á áfengisneyslu krakk- anna. Foreldrarnir eiga að hafa í huga að þeir eiga að vera fyrirmynd í hófsamri áfengisneyslu. Það er til dæmis ekki sniðugt að gefa krökk- um til kynna að það sé best að prófa að drekka sig full heima. Það er ein- faldlega ekki markmið að drekka sig fullan. Þó félagamir hafi mikil áhrif á krakka og unglinga gera venjur og siðir heima fyrir það líka. Þau eiga til dæmis ekki að liggja á því við krakkana að áfengi í óhófi er óhollt og áfengi og börn eiga ekki saman. Samstarf foreldra og samræður í skólum skiptir miklu máli til að for- eldrarnir finni að þeir standi ekki einir og að krakkamir geti ekki sagt að hinir krakkarnir megi allt og þau ekkert. Það er því lagt til að á for- eldrafundum sé það skýrt markað hver stefnan eigi að vera, bæði á skólasamkomum og í heimahúsum. Hér fer það eftir aldurshópum hvað er skynsamlegast, en höfuðáherslan er á að ráðin séu samantekin. Dæmi um samantekin ráð era til dæmis að í ákveðnum dönskum skóla hafa foreldrar krakka í 8. bekk komið sér saman um að í bekkjar- partíum í heimahúsum eigi ekki að bera fram eða krakkamir að koma með áfengi, alltaf eigi einhver full- orðinn að vera viðstaddur og að partíin eigi ekki að standa lengur en til miðnættis. Ef foreldrarnir heyra eitthvað frá krökkunum eiga þau að hafa samband hvert við annað, en ekki standa og þræta við krakkana um hvort þetta sé rétt eða ekki. Al- mennt mæla dönsk heilbrigðisyfir- völd með því að foreldrar leitist við að koma sér saman um að krakkarn- ir byrji ekki að hafa áfengi um hönd fyrr en þau era orðin fimmtán ára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.