Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 2
I B ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Valur Sigurðsson og Reynir Þór Reynisson upp úr liðsheildinni. Guðjón Valur skoraði ellefu mörk í öllum regnbogans litum og Reynir Þór varði 25 skot. SOKNARNYTING Fyrsti leikur iiðanna í undanúrslitum, leikinn i Mosfellsbæ 8. aprfl 2000 KA Mörk Sóknir % Fram Mörk Sóknir % 12 18 67 F.h 11 19 58 14 23 61 S.h 10 23 43 26 41 63 Alls 21 42 50 13 Langskot 8 1 Gegnumbrot 0 4 Hraðaupphlaup 2 4 Horn 2 1 Lína 6 3 Víti 3 Baráttan heldur áfram „ÞAÐ er orðið svo algengt hjá okkur að tapa niður að því er virðist unnum leikjum að við erum hættir að kippa okkur upp við það,“ sagði alsæll markvörður og fyrirliði Fram, Sebastían Alexandersson, að leik loknum. EftirSkúla Unnar Sveinsson Það er talsverður munur á stemmningunni í liði Fram og KA en Sebastían segir einbeiting- .una koma innan frá. Það var mikil stemmning í liðinu í kvöld þó svo það sjá- ist ef til vill ekki vel. Þetta er eitt af því sem þjálfarinn er að koma á hjá okkur, að vera með „kaldan haus“ og stemmning- in getur verið til staðar þó menn séu ekki með læti. Það var stemmning í dag en ekki á laugar- daginn en samt sést voða lítill munur á liðinu. Það er hins vegar erfitt að spila við KA því það er brjáluð stemmning í strákunum. Það var samt óþarfi í lokin að klúðra forystunni og ég tek það mest megnis á mig því ég fékk fullt af ódýrum mörkum á mig en félagarnir björguðu mér fyrir horn. í aukakastinu ákvað ég að treysta hávörninni og taka það horn þar sem veggurinn var lægst- ur, en þessi drengur er með ótrú- legan stökkkraft eins og ég fékk að sjá á laugardaginn. Ég mun ekki vanmeta stökkkraft hans aft- ur, það er alveg á hreinu. Baráttan heldur áfram á mið- vikudaginn og ég á von á miklum leik. Vonandi vinnur annað liðið bara með einu marki, og ég vona auðvitað að það verðum við,“ sagði Sebastían. Enginn tilbúinn í sumarfrí Vilhelm G. Bergsveinsson skor- aði níu mörk fyrir Fram í gær og fann sig vel. „Eg fékk fullt af fær- um í síðasta leik en var of ragur þá þannig að ég ákvað að láta bara vaða þegar ég kæmi inná og þjálfarinn myndi þá bara kippa mér útaf ef mér gengi illa. í sjálfu sér höfðum við engu að tapa, ann- aðhvort var að vinna eða tapa og fara í sumarfrí og það var enginn í liðinu tilbúinn að fara alveg strax í frí,“. sagði hin tvítuga skytta. „Ég held að úr þessu verðum við að standa við það sem Njörður Arnason sagði fyrir framlenging- una en hann sagði að ef við mynd- um vinna hana þá færum við alla leið.“ Hann sagði aðspurður að það hefði ekki verið neitt mál að fara inn í klefa eftir ótrúlegt jöfnunar- mark KA. „Við gleymdum því strax og einbeittum okkur að framlengingunni. Þetta voru bara tíu mínútur í viðbót, eins og hverj- ar aðrar mínútur." Gengur erfiðlega í framlengingu „Það var náttúrlega skandall að láta Framara ná sex marka for- ystu en á sama hátt gott hjá okkur að ná að vinna það upp og vonandi verður það gott veganesti í síðasta leikinn. Við vitum í það minnsta að við getum tekið á því“ sagði Jó- hann G. Jóhannsson hornaður KA eftir leikinn. Jóhanni fannst sóknarleikur síns liðs ekki nægilega góður. „Sóknin var mjög klaufaleg svo ekki sé meira sagt. Við sóttum allt of mik- ið maður á móti manni. Það er ekki nógu gott því við þurfum að spila saman sem lið, ef við gerum það þá kemur vörnin og mark- varslan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við töpum hér með þessum mun og það er ekkert annað að gera en að bíta á jaxlinn, halda heim og búa sig undir næsta leik.“ Jóhann sagði aðspurður að það hafi verið ljúft að fara inn í klefa fyrir framlenginguna enda hefði þeim tekist að jafna undir lokin. „Við erum ekki vanir að vinna í þessum framlengingum, lentum í tvöfaldri á móti FH og gullmarki, klúðruðum því og hér fáum við tækifæri, komumst yfir í fram- lengingunni en tókst að klúðra því. Við verðum greinilega að klára þetta í venjulegum leiktíma, það er ekkert flóknara en það.“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Framarar fögnuðu sigri á KA og tryggðu sér oddaleik á Akureyri. Fremstur er Róbert Gunnarsson. Fram hafði styrk enda orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. Enn einu sinni komu þeir á óvart; þeim tókst að jafna metin með ótrúlegri seiglu, og höfðu einnig heilladísirnar með sér þar sem Framarar fengu á sig tvo brottrekstra á lokakaflanum. Þrjú mörk á síðustu 90 sekúndunum tryggðu KA framlengingu og Framarar virtust niðurbrotnir eft- ir að hafa glutrað niður unnum leik. Eftir að KA komst yfir í fram- lengingunni var útlitið orðið enn dekkra hjá Safamýrarpiltum. Þeir sýndu hinsvegar mikinn karakter þegar mest á reyndi og það var hin örugga vítaskytta frá Noregi, Kenneth Ellertsen, sem skoraði þrjú síðustu mörk Fram af vítalín- unni, það síðasta 12 sekúndum fyr- ir leikslok og þar með var sigurinn í höfn. Auk Vilhelms voru Guðmundur Helgi Pálsson og Róbert Gunnars- son fremstir í flokki Framara og Sebastian Alexandersson varði markið vel að vanda. Hjá KA voru hornamennirnir Sævar Árnason og Jóhann Gunnar Jóhannsson skæð- ir og Guðjón Valur óx eftir því sem á leikinn leið. FRAMARAR eiga eftir að hugsa með hryllingi til síðustu 5 mínútnanna í venjulegum leiktíma gegn KA í Safamýrinni í gærkvöld, en þar voru þeir rétt búnir að senda sjálfa sig í sumarfríið frá og með deginum í dag. Þeir höfðu tögl og hagldir gegn norðanmönnum lengst af og virtust búnir að tryggja sér oddaleik- inn, 24:19 yfir. En á þessum lokakafla hrundi leikur Framara eins og spilaborg. KA skoraði fimm mörk og jafnaði metin, 24:24, og gerði Guðjón Valur Sigurðsson jöfnunarmarkið með miklum þrumufleyg eft- ir aukakast 2 sekúndum fyrir leikslok. í framlengingunni náðu hinsvegar Framarar sér á strik á ný og knúðu fram sigur, 29:27 - verðskuldaðan miðað við gang leiksins í heild - og þar með leika liðin odda- leik um sæti í úrslitum íslandsmótsins á Akureyri annað kvöld. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af sterkum varnarleik beggja liða. Framarar voru heldur beitt- ari í sókninni en norðanmenn áttu þar erfitt uppdráttar og skoruðu ekki mark með langskoti fyrr en 10 mínútur voru eftir af venju- legum leiktíma. Hittni Framara var hinsvegar afar slæm því þeir Vlðir Sigurðsson skrifar skutu framhjá marki KA í gríð og erg. Framarar urðu fyrir áfalli, sérstaklega í varnarleiknum, þeg- ar Robertas Pauzuolis meiddist illa á hné eftir 18 mínútna leik. KA gekk á lagið og jafnaði með þrem- ur mörkum í röð en þá reyndist Anatoli Fedioukine, þjálfari Fram, luma á trompi. Hann sendi hinn tvítuga Vilhelm Gauta Bergsveins- son inn á í skyttustöðuna vinstra megin, og það hreif. Vilhelm fór á kostum, skoraði 8 af næstu 10 mörkum Fram og 9 mörk alls úr fyrstu 9 skotum sínum. Mögnuð innkoma, og það leit ekki út fyrir annað en að Vilhelm hefði gert út- slagið fyrir Framara og tryggt þeim oddaleikinn löngu fyrir leiks- lok. KA-menn hafa margoft verið af- skrifaðir á undanförnum vikum, Valur Sæmundsson skrifar KA-menn sýndu það og sönnuðu svo um munaði gegn Fram í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum um Islandsmeist- aratitlinn að þótt leikmannahópurinn hafi þynnst er ár- angur liðsins engin tilviljun. Þeir lögðu Framara sann- færandi að velli á Akureyri á laug- ardaginn, 26:21. Það virkaði sem vítamínsprauta á liðið að fá Guðjón Val Sigurðsson inn í hópinn aftur og ekki skemmdi fyrir að hann átti stórleik. í fyrri hálfleik var nánast jafnt á öllum tölum, Fram þó oftar yfir, og þegar þrjár mínútur voru til leikhlés höfðu Framarar yfir 11:9. En KA-menn skoruðu þrjú síðustu mörk hálfleiksins og leiddu í hléi með einu marki, 12:11. Heimamenn voru skrefinu á undan framan af seinni hálfleik en eftir að Framarar náðu að jafna í 16:16 settu KA-menn á fullt og við því áttu Framarar ekkert svar. KA skoraði þrjú mörk í röð og alls átta af næstu tíu mörkum leiksins. Seinni hluta hálfleiksins fór liðið hreinlega á kostum með Reyni Þór markvörð fremstan í flokki og Framarar voru ráðþrota. Lokatöl- urnar urðu 26:21 KA í vil eins og áður sagði. Framarar náðu sér ekki á strik í þessum leik. Þeir áttu ekki svar við hreyfanlegri 3-2-1 vörn heima- manna og Reyni Þór og skorti ár- æði og leikgleði heimamanna. Þó ber að hrósa línumanninum sterka Róbert Gunnarssyni, sem aldrei gefst upp. KA-liðið sýndi það og sannaði að ekkert kemur í stað baráttuviljans. Menn láta ekki á sig fá þótt hópur- inn hafi þynnst heldur þjappa sér saman, berjast allan leikinn af full- um krafti og leikgleði og metnaður drífur menn áfram. Sálræna hliðin virðist hafa breyst mikið til hins betra síðan í vetur og það skilar sér í leik liðsins. Allir léku vel í þessum leik en þó stóðu Guðjón Pauzuolis tognaði illa ROBERTAS Pauzuolis, leikmaður Fram, er líklega illa tognaður á hné og telja forráðamenn félagsins engar líkur á að hann leiki með á móti KA í þriðja og síðasta leik liðanna á Akureyri annað kvöld. Hann fór á slysavarðstofuna á meðan á leiknum stóð, meiddist er 18 mínútur voru liðnar. Forráðamenn Fram höfðu ekki fengið nið- urstöður úr myndatöku sem Pauzuolis fór í en sögðu hann líklega illa tognaðan, sem er mun betur sloppið en búist var við í fyrstu. SOKNARNYTING Annar leikur liðanna í undanúrslitum, leikinn i Reykjavík 10. apríl 2000 Fram Mörk Sóknir % KA Mörk Sóknir % 11 23 48 F.h 9 23 39 13 25 52 S.h 15 25 60 5 7 71 Frl. 3 7 43 29 55 53 Alls 27 55 49 11 Langskot 5 6 Gegnumbrot 0 3 Hraðaupphlaup 5 0 Hom 11 1 Lína 4 8 Vfti 2 Guðjón Valur með stórleik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.