Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.04.2000, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR11. APRÍL 2000 B 5 ________________ÍÞRÓTTIR____ Teitur byrjar með látum í Noregi Þjálfari AGF hættur DANSKA úrvalsdeildarfé- lagið AGF í Árdsuni, sem Ólafur Kristjánsson og Tdrnas Ingi Tdmasson leika með, hefur vikið Peter Rud- bœk, þjálfara þess, frá störf- um. Rudbæk tdk við þjálfun liðsins 1993 og var valinn þjálfari ársins árið 1996 en þá varð liðið bikarmeistari og einu stigi á eftir Brönd- by, sem varð Danmerkur- meistari. Síðan hefur hallað undan fæti hjá liðinu og það hafnaði í 10 sæt.i af 12 liðum í deildinni. Nú er liðið á ný í fallhættu og mætti Vejle, sem er í fallsæti í gær, en þolinmæði stjdrnar liðsins á þrotum og lét Rudbæk fara. Ove Christensen, þjálfari 18 ára landsliðsins, tekur við þjálfun liðsins. Rudbæk verður ekki atvinnulaus lengi því hann tekur við þjálfun hjá AaB á næsta ári. Jovanovic fráEssen JÚGÓSLAVINN Jovanovic sem leikið hefur með liandknattleiksliði Essen undanfarin tvö ár, mun leika með Hameln næstu tvö tímabil. Jovanovic hefur samning við Essen til næstu tveggja ára, en samkomu- lag varð um að hami hætti hjá lið- inu. Hameln vantar nú aðeins 2 stig í norðurriðli annarrar deildar til að endurheimta sæti sitt í 1. deild. Jovanovic sem er miðjumaður hefur leikið 155 landsieiki fyrir Júgdslavíu og er jafnvígur sem sdknar- og vamarmaður. Hann kemur til með að styrkja lið Ham- eln mikið en liðið hefur nú náð í nokkra snjalla leikmenn og ljdst að liðið ætlar sér ekki fall í aðra deild áný. TEITUR Þórðarson, þjálfari Brann, byrjaði keppnistímabilið í Nor- egi vel en liðið hans vann 4:1 -sigur gegn Viking í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um helgina. Teitur segir að liðið, sem hefur tekið talsverðum breytingum frá síðasta tímabili, stefni á sigur í deildinni. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifarfrá Noregi rann, sem hefur þurft að selja marga af betri leikmönnum liðsins vegna fjár- hagserfiðleika, hafði mikla yfirburði í leiknum og fékk 10 markskot gegn einu frá Viking. íslensku leikmennirnir hjá Viking, Ríkharður Daðason og Auðun Helgason, voru á varamannabekknum en fengu að spreyta sig í síðari hálfleik. Ríkharð- ur sýndi ágæt tilþrif og virðist vera á réttri leið eftir meiðsli og Auðun Helgason komst vel frá sínu og stoppaði í götin hjá hriplekri vöm Vikings. Segir í Iioguhinds Avis að Benny Lennartsson, sem stjórnaði Viking í sínum fyrsta leik í deildinni, hafi tekist illa upp í þessum leik, framganga liðsins hafí verið út og suður og það spilað sundur og sam- an. Öðru máli gegnir um Teit og Brann. Segir í Nettavisen að Teitur hafí verið vinsæll meðal stuðnings- manna Brann í Bergen er hann þjálfaði liðið fyi-ir 10 árum og sigur- inn í gær hafi aukið enn á vinsældir hans, en 12 þúsund manns fylgdust með leiknum í Bergen. Teitur er eini þjálfarinn í deildinni sem hefur látið í ljós þá skoðun sína að liðið ætli sér sigur í deildinni. „Við ætlum okkur sigur í ár, en það verður erfitt. Það þýðir ekkert að sætta sig við annað eða þriðja sæti deildarinnar því það sýnir lítinn metnað." Tromso beið skipbrot er liðið tap- aði fyrir Válerenga 4:1. Tryggvi Guðmundsson lék í 74 mínútur með Tromso en var þá tekinn út af og fékk fjóra í einkunn hjá Nettavisen. Það er búist við erfiðum róðri hjá Trornso í deildinni, sérstaklega í ljósi þess að hinn 21 árs gamli markaskorari liðsins, Rune Lange, ér á leið til Rosenborg í sumar. Rune Lange er ætlað að fylla það skarð sem John Carew skilur eftir sig þeg- ar hann fer til spænska félagsins Va- lencia fyrir 700 milljónir ísl. kr. Kjetil Rekdal, fyrrverandi samherji Eyjólfs Sverrissonar í Herthu Berl- in, lék sinn fyrsta leik með Váler- enga og skoraði eitt marka liðsins. Rekdal vill komast aftur í gamla hlutverkið sitt sem leikstjórnandi norska landsliðsins, en sterkir leik- menn á borð við Bent Skammelsrud frá Rosenborg hafa haldið honum fyrir utan byrjunarliðið. Mun ekki sakna Heiðars Helgusonar Lillestrom og Molde gerðu 1:1- jafntefli í fyi-sta leik liðanna í norsku úrvalsdeildinni. Rúnar Kristinsson lék með Lillestrom og fékk fjóra í einkunn hjá Netmiðlinum Nettavis- en og Verdcns Gang. Grétar Hjart- arson, Einar Þór Daníelsson, Ar- mann Björnsson og Indriði Sigurðsson léku ekki með Lillest- r0m. Bæði lið hafa misst sína marka- hæstu menn frá síðasta tímabili, Heiðar Helguson fór frá Lillestrom til Watford í Englandi og Andreas Lund fór frá Molde til Wimbledon. Segir í Nettavisen að framlínum- önnum liðsins hafi ekki tekist að setja mark sitt á leikinn. Rune Erl- Bergensavisen (BA) Teitur Þórðarson á heimavelli Brann í Bergen. andsen, þjálfari Lillestrpm, segir hins vegar að Lillestrom muni ekki sakna Heiðars. „Heiðar er ungur og efnilegur leikmaður og skoraði mik- ið af mörkum fyrir okkur í fyrra, en hann var sveiflukenndur í leik sín- um. Eg hef fulla trú á að þeir leik- menn sem leika í framlínu liðsins nú muni standa undir nafni.“ Árni Gautur Arason lék í marki meistaraliðsins Rosenborg, sem vann Stabæk 2:0. Arni stóð sig með ágætum í markinu og fékk sex í ein- kunn hjá Nettavisen en fimm hjá Verdens Gang. Pétur Marteinsson lék með Stabæk og fékk fimm hjá Nettavisen en sex í einkunn hjá Ver- dens Gang. Pétur fékk dæmt á sig víti í seinni hálfleik fyrir að hand- leika knöttinn og þótti leikmönnum Stabæk það harður dómur. Ur vít- inu skoraði Bent Skammelsrud af öryggi og Erik Hoftun skoraði seinna mark liðsins. Tíu Is- lendingar í Noregi ÍSLENSKIR knattspyniu- menn eru næst fjölmenn- astir erlendra Ieikmanna í norsku úrvalsdeildinni. Svfar eru fjölmennastir, eða 23, en tíu íslenskir leik- menn leika í úrvalsdeild- inni: Árni Gautur Arason, Rosenborg, Ármann Smári Bjömsson, Rúnar Kristins- son, Indriði Sigurðsson, Grétar Hjartarson og Ein- ar Þér Daníelsson, sem er í láni frá KR, Ieika með Lil- Iestrom. Tryggvi Guðmun- dsson leikur með Tromso, Auðun Helgason og Rík- harður Daðason með Vik- ing, og Pétur Marteinsson með Stabæk. Athygli fjöl- miðla í Noregi hefur aðal- lega beinst að því lága verði sem norsku liðin hafa greitt fyrir efnilega leik- menn frá Islandi. Ekki spillir fyrir áhuga liðanna að Lillestrom þénaði 180 miHjónir fsl. króna þegar liðið seldi Heiðar Helguson til enska liðsins Watford og Helgi Sigurðsson skilaði 127 milljónum í hirslur Stabæk er hann var seidur til gríska félagsins OI- ympiakos. Finnar eiga níu leikmenn í deildinni. Er- lendu leikmennimir í norsku úrvalsdeildinni koma frá 14 löndum, þar af frá fimm Afríkuríkjum. BORÐTENNIS Lilja Rós og Guð- mundur sterkust ÍSLANDSMEISTARARNIR Lilja Rós Jóhannesdóttir og Guðmund- ur E. Stephensen úr Víkingi fögn- uðu sigri á síðasta stigamóti Borð- tennissambands íslands í TBR- húsinu á sunnudag. Þau eru stiga- meistarar ársins. Lilja Rós vann Ingibjörgu Árnadóttur, Víkingi, í úrslitum 3:0 - 21:12, 21:19, 21:8. Guðmundur E. vann Magnús Árnason, Víkingi, í úrslitum 3:1 - 19:21, 21:14, 21:10, 22:20. Stórsigur hjá O’Sullivan RONNIE O’Sullivan frá Englandi burstaði Mark J. Williams frá Wales, 9:1, í úrslitaleik opna skoska meistaramótsins í snóker í Aber- deen á sunnudaginn. Stórsigurinn kom á óvart, degi eftir að staðfest var að Wiliiams væri orðinn efstur á heimslista snókermanna en hann er stigahæstur á yfírstandandi tfmabili. O’Sullivan sýndi oft snilldartakta á mótinu, fékk tvisvar 147, en var þess á milli hepplnn að komast áfram. Williams, sem sigraði Krisfján Helgason, 5:3, í 32 manna úrslitum mótsins, var heillum horfinn í úrslitaleiknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.