Morgunblaðið - 11.04.2000, Side 9

Morgunblaðið - 11.04.2000, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 2000 B t 9 Chelsea mætir Ast- on Villa á Wembley GUSTAVO Poyet tryggði Chels- ea þátttökurétt í úrslitaleik bik- arkeppninnar er hann gerði bæði mörk liðsins í 2:l-sigri á Newcastle í undanúrslitum keppninnar. Poyet, sem hafði setið á bekknum hjá Chelsea, var staðráðinn í að sanna tilverurétt sinn í liðinu og gerði fyrra markið á 17. mínútu leiksins. Al- an Shearer jafnaði metin fyrir Newcastle en Poyet skoraði sig- urmarkið á 72. minútu. Gianluca Vialli, knattspyrnustjóri Chels- ea, lofaði leikmanninn í hástert að leik loknum og sagði að Poyet hefði verið staðráðinn að sýna hvað í honum bjó. Dennis Wise, fyrirliði Chelesa, sagði að Newcastle hefði staðið sig betur í Ieiknum en mörkin hjá Poyet hefðu gert útslagið. „Við lékum illa en við getum þakkað Poyet fyrir að koma okkur í úrslitin.“ Wise sagðist eiga von á erfiðum úrslitaleik gegn Aston Villa, sem hefur aðeins tapað einu sinni af síðustu 12 leikjum. Aston Villa vann Bolton í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum keppninnar. Ur- slitaleikur bikarkeppninnar fer fram á Wembley-leikvanginum 20. maí. Amar var óheppinn ARNAR Gunnlaugsson hafði ekki heppnina með sér í leik Stoke gegn Brentford í ensku 2. deild- inni á laugardaginn. Á lokamínútu Ieiksins átti hann glæsilegt skot úr aukaspyrnu, í þverslána og niður, og samkvæmt ensk- um fjölmiðlum var engin spurning um að boitinn var fyrir innan marklínuna. Áðstoðardómarinn var illa staðsettur og sagðist ekki hafa séð atvikið nógu vel, samkvæmt The Sentinel. AP Gleði og sorg á Wembley: Hlutskipti leikmanna Newcastle og Chelsea var ólíkt í undanúrslitaieik ensku bikarkeppninnar. Gustavo Poyet og Marcel Desailly fagna 2:0-sigri en Temuri Ketsbaia, leikmaður Newcastle, gengur níðurlútur af velli. Jean Tigana tekur við Fulham FRAKKINN Jean Tigana verður næsti knattspymustjóri enska 1. deildarfélaginu Fulham. Tigana tekur við starfinu 1. júlí en hann gerði fimm ára samning við félagið. Karlheinz Riedle og Roy Evans munu stýra liðinu út leiktíðina, en þeir tóku við stjórn liðsins er Paul Bracewell var sagt upp störfum. Tigana er fyrrverandi landsliðs- maður í franska landsliðinu en hann lék frá 1975 til 1991 í frönsku 1. deildinni, lengst af með Bor- deaux. Hann tók við þjálfun Lyonnais 1993 og Monaco árið 1995 og gerði liðið að frönskum meisturum árið 1997. Hann hætti hjá liðinu tveimur árum síðar. Liverpool á sigurbraut Liverpool komst í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar er liðið vann Tottenham 2:0 með mörkum frá Patrik Berger og Michael Owen. Stuðningsmenn Tottenham voru óánægðir með frammistöðu liðs- ins í leiknum og gerðu hróp að George Graham, knattspyrnustjóra liðsins, undir lok leiksins. Leeds féll í þriðja sæti deildarinnar, tap- aði sínum fimmta leik í röð í deild og Evrópukeppni, nú 1:0 fyrir Ast- on Villa. Michael Owen hefur ekki setið auðum höndum frá því hann hóf að leika með liðinu á ný. Hann skoraði sitt fjórða mark gegn Tott- enham í þremur leikjum. Leikmað- urinn, sem fór út af undir lokin, seg- ist ná betri tökum á leik sínum eftir erfið meiðsli en gerir sér vonir um að verða enn betri, en hann hefur enn ekki náð að leika heilan leik með Liverpool. Félagið hefur ekki tapað í síðustu ellefu leikjum og er með 62 stig, tveimur stigum meira en Leeds, sem er í þriðja sæti. Gerard Houllier, knattspyrnustjóri liðsins, brosir breitt og segir að liðið hafi náð 52 stigum frá því i október. „Ég man hve mér ieið illa er liðið tapaði fyrir Watford en ég var sannfærður um að liðið mundi ná sér á strik þeg- ar allir leikmenn væra orðnii’ heilir,“ sagði Houllier, sem kvaðst gera sér vonh’ um að liðinu tækist að komast í meistaradeild Evrópu, en þar hefur liðið ekki leikið síðan 1985. Totten- ham, sem er í áttunda sæti úrvals- deildar, hefur tapað þremur af síð- ustu fjórum leikjum liðsins og stuðningsmenn liðsins gerðu hróp að George Graham, knattspyrnustjóra liðsins, undii- lok leiksins gegn Liver- pool. Graham sagði að stuðnings- menn liðsins hefðu allan rétt til þess að mótmæla árangri liðsins enda væri árangurinn ekki viðunandi. „Þegar vel gengur óska stuðningsmenn liðs- ins þér til hamingu en þú færð skammir þegar illa árar. Við þurfum nauðsynlega á nýjum leikmönnum að halda og vonandi að ný andlit verði í hópnum er mótið hefst á ný í haust.“ Bradford á hálum ís Það syrtir í álinn hjá nýliðum Bradford en liðið tapaði sínum fimmta leik í röð, nú 2:1 fyrir South- ampton. Paul Jewell, knattspyrnu- stjóri Bradford, segir að liðið verði að komast á sigurbraut undir lok tíma- bilsins, þegar sex umferðir era eftir. „Við getum enn bjargað okkur frá falli en það verður erfiðara með hverjum leik sem við töpum. Við megum ekki gefa upp vonina um að halda sæti okkar í deildinni og með hagstæðum úrslitum gegn Wimble- don og Derby gæti liðið bjargað sæti sínu.“ Southampton er 11 stigum frá fallsvæðinu og virðist hafa bjargað sér enn eitt árið. Hvorki gengur né rekur hjá Wimbledon og er liðið í fjórða neðsta sæti deildarinnar. Félagið tapaði sínum fjórða leik í röð og ekki má mikið út af bera í næstu leikjum því fall blasir við að öðrum kosti. Egil Olsen, knattspyrnustjóri Wimble- don, sagðist ekki ánægður með gengi liðsins í vetur og að honum hefði fundist að það hefði að minnsta kosti eitt stig skilið gegn Sunder- land, en Kevin Kilbane skoraði sig- urmark Sunderland átta minútum fyrir leikslok. „Ég bjóst við betri leik af okkur hálfu enda hefur okkur gengið vel að undanförnu. En ég er ánægður með að við erum ekki komnh’ í fallsæti og höfum enn tök á að bjarga andlitinu.“ Aston Villa er í sjötta sæti deildar- innar og hefur góða möguleika á að ná sæti í Evrópukeppni næsta vetur, en liðið er einnig komið í úrslit bik- arkeppninnar. Liðið vann Leeds 1:0 með marki frá Julian Joachim. Leeds hefur ekki gengið sem skyldi í undanfömum leikjum, tapaði fyrir Galatasaray 2:0 í Tyrklandi í síðustu viku og óvíst hvort liðið komist í úr- slit UEFA-keppninnar. Þá virðist liðið búið að missa af lestinni í bar- áttunni við Manchester United um enska meistaratitilinn. David O’Leary, knattspyrnustjóri Leeds, hefm- gefið meistaratitilinn upp á bátinn en hann óttast einnig að Liverpool muni ná öðra sæti deildar- innar og komast í meistaradeild Evi’ópu næsta vetur. Hann segir þátttöku í UEFA- keppninni ástæðuna fyiir slöku gengi liðsins í undanförnum leikjum. „Við eram búnir að leika 12 leiki í UEFA-keppninni og komnir lengra en ég þorði að vona. Leikmenn Liverpool geta einbeitt sér betur að deildinni og því tel ég að liðið eigi góða möguleika á öðru sætinu á und- an Leeds. Ég vona hins vegar að okkur takist að komast í meistara- deild Evi’ópu miklu fremur en sigur í UEFA-keppninni.“ ■ GUÐNI Bergsson og Eiður Smári Guðjohnsen léku með Bol- ton sem vann Walsall 4:3 í ensku 1. deildinni. Sigurður Ragnar Eyjélfsson og Bjarnólfur Lárus- son léku ekki með Walsall. Bol- ton er í áttunda sæti en Walsall er við botn deildarinnar. ■ HERMANN Hreiðarsson lék með Wimbledon sem tapaði 2:1 fyrir Sunderland. Wimbledon er í fjórða neðsta sæti úrvalsdeildar. ■ HEIÐAR Helguson lék í 35 mínútur með Watford, sem gerði markalaust jafntefli við Derby í úrvalsdeildinni og átti skalla í stöng með sinni fyrstu snertingu í leiknum. Stefan Schnoor hjá Derby brenndi af vítaspyrnu und- ir lok leiksins. ■ BRYNJAR Björn Gunnarsson, Arnar Gunnlaugsson og Bjarni Guðjónsson léku með Stoke City sem lagði Brentford 1:0 að velli í 2. deildinni í Englandi. Peter Thorne gerði eina mark leiksins á 8. mínútu. Hann hefur gert. 22 mörk fyrir Stoke á leiktíðinni og með markahæstu leikmönnum deildarinnar. Stoke er í 7. sæti 2. deildarinnar. ■ BJARKI Gunnlaugsson lék með Preston sem gerði marka- laust jafntefli við Cardiff í 2. deildinni. Preston er í efsta sæti 2. deildar. ■ ARNAR Viðarsson lék með Lokeren sem vann Standard 2:1 í belgísku 1. deildinni. Lokeren er í 11. sæti. ■ ÞÓRÐUR Guðjónsson lék nreð Racing Genk sem tapaði 3:0 fyrir Germinal Beerschot. Genk er í 9 sæti deildarinnar. ■ GUÐMUNDUR Benediktsson lék síðustu 19 mínúturnar með Geel sem gerði 2:2-jafntefli við Lierse SK. Geel er í þriðja neðsta sæti deildarinnar. ■ EYJÓLFUR Sverrisson lék með Herthu Berlín sem lagði Frankfurt að velli 1:0, og lagði upp sigurmarkið fyrir Michael Preetz. Berlínarliðið er í sæti 5. sæti 1. deildar. ■ CHARLTON, sem er í efsta sæti 1. deildar í Englandi, var að- eins níu mínútum frá því að tryggja sér sæti í úrvalsdadd þegar það mætti Nottingham Forest um helgina. Charlton náði forystu í leiknum með marki Andy Hunt en Chris Bart-Willi- ams jafnaði á 81. mínútu. ■ MUAMMAR Gaddafi, leiðtogi Líbýu, hefur boðið enska knatt- spyrnufélaginu Middlesbrough að leika gegn landsliði Libýu, að því fram kom í The Sunday Times um síðustu helgi. Sagði í blaðinu að leiðtoginn væri reiðubúinn að greiða enska liðinu um 800 mil- ljónir ísl. króna fyrir að leika í Líbýu. ■ FYRIRHUGUÐ sigurhátið Anderlecht til þess að fagna 25 meistaratitli liðsins í Hollaudi breyttist í hreina martröð fyrir stuðningsmenn liðsins, leikmenn og forsvarsmenn því liðið tapaði 5:0 fyrir Westerlo og þarf að bíða að minnsta kosti í eina viku til þess að hampa titlinum. ■ ANDERLECHT hefði með sigri náð 13 stiga forystu í deildinni þegar fjórar umferðir voru eftir en eftir tapið er ljóst að Club Brugge getur enn náð Ander- lecht að stigum. ■ STUÐNINGSMENN enska úr- valsdeildarliðsins Everton gerðu hróp að Muzzy Izzet, leikm%ni Leicester, í leik liðanna um helgi- na. Izzet, sem á tyrkneskan föður og hefur lýst yfir vilja til þess að leika með tyrkneska landsliðinu, var skotspónn áhorfenda vegna þess að tveir stuðningsmenn Leeds voru myrtir af st.uðnings- mönnum Galatasaray í Tyrklandi íliðinniviku. '

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.