Morgunblaðið - 11.04.2000, Side 12
■ HELGI Jónas Guðfínnsson, leik-
maður belgíska körfuknattleiksfé-
lagsins RB Antwerpen, skoraði
fjögur stig er félagið vann Wevel-
gem 78:56 um helgina. RB An-
twerpen er í öðru sæti úrvalsdeild-
ar.
■ KÁRI Jónsson, markahæsti leik-
maður Víðis í 1. deildinni í knatt-
spymu í fyrra, sem gekk til liðs við
Stjörnuna í vetur, er hættur hjá
Garðabæjarliðinu. Kári hefúr æft
með ÍA en sagði við Morgunblaðið
að allt væri enn opið hjá sér með
hvaða liði hann léki í sumar.
■ SIGURÐUR Jónsson lék á ný með
Dundee United í skosku úrvals-
deildinni á laugardaginn eftir að
hafa misst úr síðustu leiki vegna
veildnda og meiðsla. Sigurður fór af
velli á 57. mínútu en lið hans fékk á
sig sjálfsmark undir lokin gegn
Kilmamock og tapaði, 1:0.
■ T/t/kylfingar luku leik undir pari
á Masters að þessu sinni.
■ FLESTIR náðu að leika undir pari
annan dag keppnixmar, en þá voru
34 undir pari vaJlarins, sem er 72.
■ ENGINN náði að leika undir pari
alla dagana, sigurvegarinn, Vijay
Singh, komst næst því en hann lék
fyrsta hringinn á pari en hina þrjá
álla undir pari.
mALLS voru leikinir 75 hringir
undir pari að þessu sinni. Fyrsta
daginn náðu níu þeim árangri, 34
annan daginn, 11 þriðja daginn og
21 síðasta daginn.
■ DAVID Duval náði bestum hring
á mótinu, lék 18 holumar á 65 högg-
um eða 7 undir pari á öðmm degi
mótsins.
■ SINGH fékk einn örn í mótinu,
það var á 13. holu á fyrsta degi.
Hann fékk 18 fugla, 43 pör og 10
sinnum varð hann að sætta sig við
skolla.
■ HANN hitti 41 af 56 brautum í
upphafshöggum og lék 58 af 72, eða
80,56%, á regulation, eða réttum
höggafjölda miðað við par holu.
Fem brons-
verðlaun í
Svíþjóð
ÍSLENDINGAR fengu fern
bronsverðlaun á sænska
Grand Prix-mótinu í sundi,
sem fram fór í Gautaborg í
Svíþjóð um helgina.
Hjalti Guðmundsson
hafnaði í þriðja sæti í 50 m
bringusundi, á 30,17 sek.
Elín Sigurðardóttir hafnað
í þriðja sæti í 50 m skrið-
sundi á 27,37 sek. og 50 m
flugsundi á 28,99 sek. Þá
náði Friðfmnur Kristins-
son náði þriðja sæti í 50 m
flugsundi á 25,88 sek. Sex
íslenskir keppendur tóku
þátt í mótinu og komust
* allir í úrslit. Lára Bjargar-
dóttir lenti í fjórða sæti í
200 m skriðsundi og Kol-
brún Kristjánsdóttir hafn-
aði í fimmta sæti í 50 m
skriðsundi.
Rúnar þrefaldur
Norðurlandameistari
VIJAY Singh frá Fijieyjum sigraði á Bandaríska meistaramótinu í
golfi sem lauk á Augusta-vellinum i Georgíu á sunnudag. Hann
klæddist því 46. græna jakkanum sem veittur erfyrir sigur í mótinu.
Singh var með forystu eftir þrjá daga og hélt henni til loka, lék af
miklu öryggi allan tímann og lauk leik á 10 höggum undir pari vall-
arins, þremur höggum minna en Ernie Els sem varð annar.
Fijibúinn byrjaði ekkert sérstak-
lega vel fyrsta daginn, lék þó á
pari sem þótti þokkalega gott miðað
við hversu hátt skor sáust þann
daginn. Annan daginn lék hann á 67
höggum, fimm undir pari, og skaust
í annað sætið ásamt Ernie Els, sem
lék á jafn mörgum höggum og
meistarinn fyrstu tvo dagana. A
laugardaginn lék Singh á 70 högg-
um og hafði þriggja högga forystu á
David Duval fyrir síðasta daginn.
Sunnudagurinn var besti dagur
mótsins og meistarinn lét spennuna
ekki ná tökum á sér, lék af yfir-
vegun og var í fullkomnu jafnvægi,
alltaf þegar illa gekk náði hann því
til baka á næstu eða þar næstu holu.
„Þetta er eitthvað sem ekki er
hægt að jafna nokkru við,“ sagði
Singh eftir að hann var kominn í
græna jakkann og hafði tekið við
verðlaunafénu, tæplega 60 milljón-
um króna. Þetta er annar sigur
hans á einu af hinum fjóru stóru, en
hann sigraði í Meistarakeppninni
1998. Hann er nú kominn á stall
með þeim bestu, nokkuð sem hann
lét sig varla dreyma um fyrir 15 ár-
um þegar hann var golfkennari með
160 dollara á mánuði og reyndi að
finna sér tíma til að æfa sig. Hann
hafði keppt á tveimur mótaröðum
áður en ekki náð að standa sig vel
þar og varð því að hætta og gerðist
golfkennari. „Þetta var erfitt en ég
held ég vildi ekki skipta á þessari
reynslu og einhverri annarri,“ segir
hinn 37 ára gamli Singh af mikilli
yfirvegun.
AP
Jose Maria Olazabal, sigurvegarinn á Masters í fyrra, aðstoðar
Vijay Singh í græna jakkann.
Qass, níu ára sonur Singh, og eig-
inkona hans fylgdust með mótinu
og var sonurinn með borða á húfu
sinni þar sem stóð: „Pabbi, treystu
sveiflunni þinni!“ Hann gerði það,
sérstaklega var hann öruggur í
púttunum og notaði aðeins 1,72 pútt
að meðaltali á holunum 72.
„Það er sérstaklega gaman að
sigra hér og sigurinn eykur sjálfs-
traustið þannig að nú er ég viss um
að ég geti sigrað á miklu fleiri mót-
um,“ sagði Singh.
Hann fékk mesta keppni frá Dav-
id Duval sem fylgdi honum eins og
skugginn. Eftir fyrri níu á síðasta
degi var Duval átta höggum undir
pari en Singh níu. Þegar þeir komu
á 13. holuna, par fimm, þriðju og
síðustu holuna á hinu svonefnda
Amen-horni, munaði enn einu
höggi. Singh fékk fugl en Duval tók
áhættu sem mistókst og fékk skolla
á hana og þar með var draumur
hans búinn. Raunar átti Singh stór-
glæsilegt högg úr glompu á þeirri
12., ekki ósvipað höggi Olazabal í
fyrra á sama stað, en þá sigraði
Spánverjinn. „Ég held það sé eng-
inn undrandi á að Singh skuli sigra
hér, hann er dásamlegur kylfing-
ur,“ sagði Duval eftir síðasta hring-
inn og bætti því við að það hefði ver-
ið alveg sama hvað hann hefði gert,
Singh hefði alltaf náð að gera jafn
vel eða betur.
RÚNAR Alexandersson úr Gerplu
í Kópavogi varð þrefaldur Norð-
urlandameistari í fímieikum, en
Norðurlandamótið fór fram í
Helsinki f Finnlandi um Iiðna
helgi. Rúnar tryggði sér sigur á
bogahesti, á tvíslá og í fjölþraut,
en þetta er besti árangur sem ís-
lenskur keppandi hcfur náð á
Norðurlandamóti í fimleikum.
Rúnar hlaut 53.700 stig í fjöl-
»■ þraut en næsti keppandi, Tor Ein-
ar Refsnes, Noregi, var með
52.000 stig. Rúnar hlaut 9,6 í ein-
kunn á tvíslá og 9,5 í einkunn á
bogahesti. Zoltan Supola, Ung-
verjalandi, fékk 9,6, en hann
keppti sem gestur og því varð
Rúnar Norðurlandameistari í
greininni. Rúnar, sem býr og æfir
í Álvsbyn í Norður-Svíþjóð, hafn-
aði í þriðja sæti í æfíngum í
hringjum og í öðru sæti á svifrá.
„Þetta er besti árangur sem ég
^ hef náð og ég bjóst satt að segja
ekki við því að þetta gengi svona
vel. Eg hef ekki áður sigrað á tví-
slá á stóru móti. Ég er í ágætri æf-
ingu en á þó vonandi eftir að bæta
mig talsvert fyrir Ólympíuleikana
í haust, og mun æfa hér í Svíþjóð
fram að þeim tíma, yfirleitt tvisv-
ar á dag, auk þess sem ég keppi á
mörgum mótum,“ sagði Rúnar í
samtali við Morgunblaðið. Næsta
verkefni hans er heimsbikarmót í
Glasgow á fimmtudaginn kemur.
Harpa Hlíf Bárðardóttir,
Gróttu, og Lilja Erlendsdóttir,
Gerplu, kepptu einnig á mótinu.
Lilja hlaut 23.750 samanlagt í
keppninni en henni mistókst í æf-
ingum á stökki. Harpa Hlíf, sem
k hefur átt við meiðsli að stríða frá
þvi á íslandsmóti, fékk 17.600 en
hún keppti ekki á gólfi. Bergþóra
Einarsdóttir sem einnig var í lið-
inu meiddist á sfðustu æfingu fyrir
mót og gat þess vegna ekki farið á
Norðurlandamótið.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Rúnar Alexandersson varð þrefaldur Norðurlandameistari; í fjölþraut, á bogahesti og á tvíslá.
Singh
sýndi mikla
yfirvegun