Morgunblaðið - 28.04.2000, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 2000
ÁFÖSTUDÖGUM
Englar og átrúnaðargoð
Itnoglitnii
og BiMÍugiiiilð
NYJASTA mynd bandaríska leikstjórans Kevins Smith,
Dogma, hefur vakið jafnt deilur sem hrifningu, einnig hér-
lendis, þar sem hún er nú sýnd. Dogma skopast með ýmis
hugtök, tákn og helga dóma kristinnar trúar, en leikstjór-
inn heldur því fram að undir niðri sé djúp trúarleg alvara.
Pétur Blöndal ræðir í Bíóblaðinu í dag við tvo af aðal-
leikurum Dogma, nútíma kynbombur hvora
af sínu kyni, Ben Affieck og Salma Hayek.
Karl hannar leikmyndirnar
ISLENSKI leikmynda- og búningahönnuðurinn
Karl Júlíusson, sem búsettur er í Noregi, er orð-
inn einn sá eftirsóttasti í norrænni kvikmynda-
gerð. í Bíóblaðinu í dag ræðir Árni Æti
Þórarinsson við Karl. # 8
New Media Artists
ÍSLENSKA umboðsskrifstofan New Media Artists hefur
starfað að því í u.þ.b. eitt ár að koma íslenskum leikurum og
leikstjórum á framfæri erlendis. Nokkur árangur hefur þegar
orðið, eins og fram kemur í samtali Páls Kristins Pálssonar
við Mark Devine, forstöðumann skrifstofunnar. Devine annast
jafnframt þróun kvikmynda á ensku fyrir Pegasus Films og
fer fyrsta myndin væntanlega í framleiðslu á þessu
ári, m.a. með íslenskum leikurum.
Nýtt í bíó
Stórleikur
í smábæ
%Sagabíó frumsýnir gamanmyndina
„Mystery Ataska" meö Russell
Crowe og HankAzaria. Myndin segir
frá því þegar stórlið frá New York
kemur í smábæ í Alaska og keppir í
þjóðaríþróttinni, íshokkí. Leikstjóri er
Jay Roach en Burt Reynolds fer meö
eitt hlutverkanna í myndinni.
Aska Angelu í
Háskólabíói
•Nýjasta mynd breska leikstjórans
Alan Parkers, Aska Angelu eða
„Angelás Ashes “ er frumsýnd í Há-
skólabíóií dag. Með aðalhlutverkin
fara Emlly Watson og Robert Carlyle
en myndin er byggð á metsölubók
Franks McCourts sem fjallar um
uppvaxtarár hans í bænum Limerick
álrlandi.
Affleck
í Sambíóunum
%Ben Affleck og Charlize Theron
fara með aöalhlutverkin í spennu-
tryllinum „Reindeer Games“sem
Sambíóln við Álfabakka frumsýna í
dag. Leikstjóri er John Frankenheim-
eren myndin segirfrá erfiðleiknum
sem ungur maöur lendir f þegar hann
losnar úrfangelsi og ætlar að byrja
nýtt líf.
Bretinn i
Sambíóunum
%Sambíóin frumsýna um helgina
eina af nýjustu myndum bandaríska
leikstjór-
ans Steve
Soder-
berghs.
Hún heitir
Bretinn
eöa „The
Limey“ og
er með
kempunni
Terence
Stamp í
aðalhlut-
verki.
Hann leik-
ur afbrota-
mann sem hleypt er úrfangelsi í
Bretlandi og heldur til Los Angeles
aðgera þarupp sakirnarviðóvini
sína.
Skordýra-
heimurinn
%Háskólabíó frumsýnir í dag
franska heimildarmynd sem heitir
„Microcosmos" og lýsir meö smá-
sjártækni lífi skordýra. Höfundareru
Claude Nuridsany og Marie Perenn-
ou en það tók þau tvö ár aö hanna
kvikmyndatæknina sem gerði þeim
kleift að mynda skordýrin og önnur
þrjú aöfilma þau.
Julia
leikur Erin
•Nýjasta mynd Julia Roberts, „Erin
Brockovich", er frumsýnd í dag.
Þetta er nýjasta mynd Steven Soder-
berghs en með önnur hlutverk fara
Albert Finney og Aaron Eckhart.
Myndin er byggö á sönnum atburð-
um og segir frá því sem geröist þegar
bæjarbúar í dæmigerðum banda-
rískum smábæ höfðuðu mál gegn
iðnfyrirtæki í nágrenninu vegna
mengunarvandamála.
á
Kaupmannahöfn. Morgunbladið.
„Dancer in the Dark“, nýj-
asta kvikmynd Lars von
Trier, þar sem Björk Guð-
mundsdóttir fer með ann-
að aðalhlutverkið og semur
tónlistina, keppir við 22 aðr-
ar kvikmyndir um Gull-
pálmann í Cannes, en ís-
lenska kvikmyndasam-
steypan er meðframleið-
andi myndarinnar.
Ein af keppnismyndun-
um, „0 Brother Were Art
Thou“, er söngvamynd rétt
eins og mynd Triers, gerð
af bræðrunum Joel og Eth-
an Coen, sem Trier man vel
að hann tapaði fyrir 1991.
Þetta kom fram á blaða-
mannafundi í Kaupmanna-
höfn, þar sem Trier kynnti
mynd sína. Hitt aðalhlut-
verkið í myndinni er leikið
af frönsku kvikmynda- Fá orð höfð um samstarfid: Björk og Lars von Trier
stjörnunni Catharine Den- við æfingar á Dancer In the Dark.
euve.
Trier slefnir
Orðrómur um stirt
samstarf Triers og Bjarkar
Það hefur spurst út að samstarf
þeirra Triers og Bjarkar hafí ekki
gengið áfallalaust íyrir sig.
A blaðamannafundinum var
hann spurður hvort eitthvað væri
hæft í þeim orðrómi að þau Björk
hefðu átt mjög erfitt með að starfa
saman, en þá var Trier snöggur að
slá botninn í blaðamannafundinn
með því að segja að fólk vildi víst
bara heyra eitthvert rugl um
slæmt samstarf þeirra tveggja.
„Eg hef svo ári mikið að gera. Við
ræðum þetta seinna," sagði hann
og þar með var fundurinn búinn.
Best að vera ekki of sigurviss
„Alltaf þegar ég hef verið viss
um að vinna, hef ég tapað,“ sagði
Trier dapur á blaðamannafundin-
um. „Ég verð örugglega fyrir von-
brigðum ... Nei, ég er þegar von-
svikinn. Lífið eru ein allsherjar
vonbrigði," bætti hann
við af allfunnri bjartsýni
sinni. Trier hefur elcki
dregið fjöður yfir að hon-
um er illa við ferðalög.
Hann hefur áður afboðað
komu sína á síðustu
stundu, en í þetta skiptið
ætlar hann að leggja
ferðalagið til Cannes á
sig, þó hann segi að hátíð-
in hafi ekki sömu þýðingu
fyrir sig og þegar hann
var með í fyrsta skiptið.
Trier hefur ekki vegn-
að alilla í Cannes hingað
til. Hann mátti reyndar
horfa á eftir verðlaunun-
um til Coen-bræðranna
1991, þegar hann keppti
þar með mynd sína „Éur-
opa“, en sú mynd hlaut
tækniverðlaun. Öllu bet-
ur gekk Trier 1996 með
„Breaking the Waves“
því sú mynd hlaut æðstu
verðlaun dómnefndarinnar,
„Grand Prix“.
Nýjasta mynd Triers verður
ekki frumsýnd í Danmörku fyrr en
í haust og því ætlar hann ekki að
breyta þó myndin hafni nú í Cann-
es-keppninni. Sem stendur leggur
hann nótt við dag að leggja síðustu
hönd á myndina.
• í Kaupmannahafnarpistli
fjallar Sigrún Davíðsdóttir um
þátt norrænna mynda í Cannes./2
Fyrstu Bíóblaðsdagar hefjast um næstu helgi
Óskarsverðlaunamyndin Boys
Don’t Cry verður fyrsta myndin á
svokölluðum Bíóblaðsdögum, sem
haldnir verða nokkrum sinnum á
ári í samstarfi kvikmyndahúsanna
og Bíóblaðsins. A Bíóblaðsdögum
verða sýndar vandaðar úrvals-
myndir af ýmsum toga og munu
lesendur blaðsins njóta sérkjara á
sýningarnar. Boys Don’t Cry verð-
ur sýnd í Regnboganum og hefjast
sýningar á föstudag í næstu viku,
5. maí. I Bíóblaðinu í dag segir
Sæbjörn Valdimarsson frá mynd-
inni en lítt þekkt leikkona, Hllary
Swank, hreppti Óskarsverðlaun
fyrir túlkun sína á stúlkunni Teena
Brandon sem vildi verða strákur-
inn Brandon Teena./7